Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR OG SÍMINN Það er erfitt að festa hendurá því, hvort Alfreð Þor-steinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, var að gera að gamni sínu eða tala í alvöru, þegar hann skýrði frá því á fundi framsóknarmanna í Reykjavík um einkavæðingu í fyrradag, að hann hefði óskað eftir því við forstjóra Orkuveit- unnar að kanna möguleika á því, að Orkuveitan gerðist kjölfestu- fjárfestir í Landssíma Íslands hf. Hafi borgarfulltrúinn verið að gera að gamni sínu væri kannski ástæða til að hann gerði það með öðrum hætti en þeim að skemmta sér og öðrum með vangaveltum um milljarðafjárfestingar fyrir- tækis í eigu Reykvíkinga. Þar til annað kemur í ljós verð- ur þó að ætla að Alfreð Þor- steinsson sé að setja þessa hug- mynd fram í alvöru. Það er athyglisvert fyrir Reyk- víkinga að fá upplýsingar um það, að stjórnarformaður Orku- veitunnar telji að fyrirtækið hafi efni á að leggja út í slíka fjárfest- ingu. Þótt Orkuveitan sé ríkt fyr- irtæki hefði mátt ætla, að hennar bíði svo mikil verkefni í upp- byggingu á orkuveitum, að fyr- irtækið hefði ekki fjármagn af- lögu til annarra hluta. En úr því að svo er má gera ráð fyrir að yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga telji, að fyrirtækið eigi að nota það umframbolmagn til þess að lækka gjöld á borg- arbúum vegna heits vatns og raf- magns í stað þess að leggja í nýj- ar fjárfestingar á öðrum sviðum. Gera verður ráð fyrir, að aðrir stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur beiti sér fyrir því, að könnun fari fram á því hversu mikil sú lækkun geti orðið. Framundan eru miklar svipt- ingar í orkumálum og uppstokk- un á því sviði. Orkuveita Reykja- víkur er öflugt fyrirtæki og rökrétt að ætla, að það muni gegna lykilhlutverki í endur- skipulagningu orkugeirans. Það er því út í hött að beina kröftum og fjármunum Orkuveitunnar inn á ný svið. Orkuveitan er opinbert fyrir- tæki í opinberri eigu ekki síður en Landssími Íslands hf. Það er í fyrsta lagi fráleitt að gefast upp við einkavæðingu Landssímans, þótt erfiðleikar hafi komið upp í því ferli og í öðru lagi jafnfráleitt að eitt opinbert fyrirtæki kaupi annað opinbert fyrirtæki. Það er athyglisvert að sjá, hvers konar málsmeðferð stór- mál af þessu tagi fær á vettvangi Orkuveitunnar. Alfreð Þor- steinsson upplýsti á fyrrnefndum fundi framsóknarmanna, að hann hefði óskað eftir því, að forstjóri Orkuveitunnar kannaði þetta mál og að hann hefði hvorki borið þessa hugmynd undir stjórn fyr- irtækisins né einkavæðingar- nefnd. Það hefur áreiðanlega verið fróðlegt fyrir aðra stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur að sjá það í fjölmiðlum, að til umfjöll- unar væru milljarðafjárfestingar á vegum Orkuveitunnar án þess, að þær hefðu verið nefndar á nafn á fundum stjórnar fyrirtæk- isins. Úr því að þessar hugmynd- ir hafa ekki verið ræddar í stjórn Orkuveitunnar má ganga út frá því sem vísu, að þær hafi heldur ekki komið til umræðu í borg- arráði. Þetta eru sérkennileg vinnu- brögð svo að ekki sé meira sagt. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur: „Orkuveitan er að sigla inn í samkeppnisumhverfi og fyr- irtækið er að mörgu leyti í svip- aðri stöðu og Síminn var fyrir nokkrum árum. Núverandi markaðshlutdeild Orkuveitunnar hlýtur að minnka, því að ekki getur hún aukizt þar sem hún er 100% nú. Við verðum af þessum sökum að leita okkur að nýjum stoðum undir reksturinn svo ekki þurfi hreinlega að koma til þess að hækka verðið.“ Ef það er svo, að Orkuveitan telji sig þurfa að stækka má spyrja, hvort ekki sé eðlilegra að fyrirtækið kaupi annað fyrirtæki í sama geira, þ.e. annað orkufyr- irtæki. Ekki fer á milli mála, að starfsmenn Orkuveitunnar kunna vel að reka orkufyrirtæki. Þá þekkingu er skynsamlegra að nota á því sviði í stað þess að leita á önnur mið. Forstjóri Orkuveitunnar telur einnig að það sé hægt að sam- ræma margvíslega stoðstarfsemi eins og innheimtu reikninga o.fl. Er ekki skynsamlegra að fyrir- tækin bjóði þá starfsemi út sam- eiginlega ef þau telja það henta? Þegar horft er til hagsmuna Reykvíkinga, sem eiga Orkuveit- una ásamt íbúum nágrannasveit- arfélaga, hagsmuna fyrirtækis- ins sjálfs og þeirra framtíðarhagsmuna þjóðarinnar að vel takist til um endurskipu- lagningu orkugeirans og upp- byggingu orkufyrirtækja, sem keppi sín í milli fer ekki á milli mála, að það er einfaldlega ekk- ert vit í hugmyndum stjórnarfor- manns Orkuveitunnar. Vonandi fellur fyrirtækið ekki í þá gryfju að verja milljónum eða tugum milljóna króna í athugun á hug- mynd, sem augljóslega engin rök eru fyrir. ÁTÖK Ísraela og Palest-ínumanna eru farin aðminna óþyrmilega átveggja áratuga hernám Ísraela í Líbanon, sem lauk fyrir tveimur árum eftir að hafa kostað hundruð manna lífið. Margir Ísrael- ar líta á Líbanon sem Víetnam Ísr- aels, kviksyndi sem gleypti í sig hermenn, dró úr baráttuanda Ísr- aela, klauf þjóðina og gróf undan trausti hennar á hernum. Átökin á svæðum Palestínu- manna og í Líbanon eru ekki alveg sambærileg en flestir Ísraelar sjá að minnsta kosti eina mikilvæga hliðstæðu: hernaðarlegur sigur virðist óhugsandi. Í nýlegri við- horfskönnun Tel Aviv-háskóla kom fram að 70% Ísraela eru sannfærð um að átökin við Palestínumenn standi í mörg ár þrátt fyrir nær daglegar árásir ísraelska hersins. „Ísraelar sátu alltaf „fastir í aurnum í Líbanon“ – þetta er orða- tiltækið sem fólk notaði,“ segir Galia Golan, sem hefur lengi barist fyrir friðarsamningum við Palest- ínumenn. „Fólk hefur það nú aftur á tilfinningunni að við sitjum föst í aurnum á palestínsku svæðunum, að ofbeldinu ljúki aldrei nema Ísr- aelsher fari þaðan.“ Palestínumönnum vex ásmegin Vaxandi örvænting Ísraela er rakin til þess herskáum Palestínu- mönnum hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þeir hafa tekið upp nýja baráttuaðferð, hætt eða dregið úr sjálfsmorðsárásum á óbreytta borgara í Ísrael og lagt áherslu á árásir á hermenn og gyðinga sem búa á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Palestínumennirnir hafa náð æ betri tökum á skæruhernaðinum. Tveimur palestínskum skæruliðum á Gaza-svæðinu tókst til að mynda nýlega að komast í gegnum gadda- vírsgirðingu ísraelskrar varðstöðv- ar, klifra yfir múra hennar og vega fjóra hermenn. Palestínskir byssumenn sátu fyr- ir ísraelskri rútu á Gaza-svæðinu í vikunni sem leið og gerðu sprengju- árás á skriðdreka sem var sendur á staðinn. Skriðdrekinn var af gerð- inni Merkava, sem hefur verið tákn yfirburða ísraelska hersins, og ger- eyðilagðist í sprengingunni. Þrír hermenn biðu bana og er þetta í fyrsta sinn sem Palestínumenn hafa eyðilagt ísraelskan skrið- dreka. Fréttir af slíkum árásum hafa vakið mikinn óhug meðal Ísraela og nokkur ísraelsk dagblöð segja að herinn virðist nú vera orðinn gagnslítill og berskjalda fyrir árás- um Palestínumanna. Eitt blaðanna gekk svo langt að segja að herinn væri ekki lengur í hlutverki veiði- mannsins, heldur veiðidýrsins. Beita aðferðum Hizbollah Hermennirnir kljást nú ekki að- eins við ungmenni með grjót að vopni heldur þjálfaða skæruliða, vopnaða byssum, öflugum sprengj- um og flugskeytum. „Þessir menn eru ofstækisfullir og einarðir,“ sagði ísraelskur her- maður í varðstöð á Gaza-svæðinu. „Það er eins og menn falli í valinn ef þeir depla auga og eru óviðbúnir í eina sekúndu.“ Hizbollah-hreyfingin í Líbanon segist hafa aðstoðað róttækar hreyfingar Palestínumanna, Ísl- amskt Jíhad og Hamas, sem hafa staðið fyrir árásunum á Ísraela. „Þær berjast nú gegn hernámi Ísr- aela með aðferðum Hizbollah, öfl- ugum sprengjum, flugskeytum og árásum á hermenn úr launsátri,“ sagði leiðtogi Hizbollah, Said Has- an Nasrallah, í nýlegri ræðu. Óttast mest óeiningu þjóðarinnar Ísraelskir embættismenn hafna öllum samanburði við hernámið í Líbanon og segja að svæði Palest- ínumanna, einkum Vesturbakkinn, séu miklu mikilvægari fyrir öryggi Ísraels en Líbanon hafi nokkurn tíma verið, ekki síst vegna þess að 200.000 Ísraelar búa þar. Þess vegna verði svæðin varin af miklu meiri krafti en í Líbanon. Þeir segja einnig að liðsmenn palestínsku hreyfinganna séu ekki eins agaðir og vel vopnum búnir og skæruliðar Hizbollah, sem nutu öflugs stuðn- ings Írana og Sýrlendinga í barátt- unni við hernámsliðið í Líbanon. Embættismennirnir viðurkenna þó að örvæntingin sem breiðst hef- ur út meðal Ísraela minni á síðasta áratug þegar Ísraelsher „sat fastur í aurnum í Líbanon“. Þeir segjast hafa meiri áhyggjur af því að pal- estínsku hreyfingarnar færist í aukana vegna óeiningarinnar sem ágerist meðal ísraelsku þjóðarinn- ar. „Vesturbakkinn er ekki Líb- anon,“ sagði hátt settur embættis- maður í Ísrael en fullyrti að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, vildi að palestínsku hreyfingarnar hertu árásirnar til að kyn klofningnum meðal Ísraela Ariel Sharon, forsætis Ísraels, sætir nú vaxandi fyrir úrræðaleysi og sótt e um úr öllum áttum. Hæ þeirra á meðal flokksbræð Likud-flokknum, krefjast hann hernemi öll sjálfstjór Palestínumanna til að le heimastjórnina og vega Arafat eða reka hann frá bakkanum. Vinstrimenn þess aftur á móti að herli kallað heim tafarlaust frá svæðum á Vesturbakkanu Gaza-svæðinu. Þeir vilja e ur að Ísraelar verði flutt minnsta kosti nokkrum af gyðinga á svæðunum. Meira en 1.100 manns h bana í átökunum frá því að ust fyrir sautján mánuðu þrír fjórðu þeirra séu úr rö estínumanna hefur mannf dregið úr baráttuhug þ virðist þvert á móti hafa þeim saman í baráttunni aela. Allar fylkingarnar í Í á hinn bóginn á einu má mannfallið meðal Ísraela s lega óviðunandi. „Palestínumennirnir ha bolmagn né vopn til að s Ísraels á vígvellinum,“ s aelska dagblaðið Yedioth noth. „En með grim hryðjuverkum, sjálfsmorð bílsprengjum, skotárásum skeyta- og sprengjuvörp sem miðast að því að vega vegna þess eins að þeir ingar, eru þeir að reyna stríð með það að mark þreyta Ísraela til uppgjafa Sharon sagður „laskaður á sálinn Hatzofe, málgagn hægr gyðinga sem studdu áður leiddi getum að því að for herrann vildi ekki lýsa yfir arstríði við Palestínumen þess að hann hefði ekki en sig á „sálræna áfallinu“ s hefði orðið fyrir vegna þát innrás Ísraela í Líbano Sharon var þá varnarmálar Ariel Sharon flutti ávarp til þjóðarinnar á fimmtudag og kvaðst ætla að koma upp öryggissvæðum á landamærum Ísraels og svæða Palest- ínumanna. Andstæðingar hans í Ísrael höfnuðu áformunum í gær. Yasser Arafat myndar s fyrir í mosku í Ísraelar að fe í kviksynd Öll spjót standa nú á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr ofbeldis og blóðhefnda á svæðum Palestínumanna. Átök og vakið slæmar minningar um hernámið í ’ Það er eins omenn falli í vali þeir depla auga eru óviðbúnir í sekúndu ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.