Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 43

Morgunblaðið - 23.02.2002, Side 43
indum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyr- irvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi. – Náttúruauðlindir og landsrétt- indi í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grund- velli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hag- sældar fyrir þjóðina að öðru leyti. Orkulindir, fiskimið og fleira Vegna þess að býsna mikið hef- ur verið einblínt á fiskimiðin er rétt að ítreka enn að tillögur auð- lindanefndar ná til allra þeirra náttúruauðlinda sem almannavald- ið fer með fyrir hönd þjóðarinnar, enda var það talið afar mikilvægt að mati nefndarinnar að samræmis væri gætt varðandi meðferð þeirra. Stjórnvöld hafa þó enn gert lítið með tillögur nefndarinnar; takmarkaður áhugi virðist fyrir stjórnarskrárbreytingu þeirri sem lögð er til og kveður á um rétt- arstöðu bæði eiganda og notanda sameiginlegra auðlinda. Þannig virðist enn takmarkaður skilningur á mikilvægi þess að hafa auðlinda- stjórnun samræmda og að hún tryggi jafnræði þeirra sem vilja nýta auðlindirnar. Að minnsta kosti sér þeirra hugmynda trauðla stað í ákvörðunum stjórnvalda eða löggjöf. Þó örlar á viðleitni í lögum um nýtingu kolvetnis sem sett voru á síðasta ári og í títt nefndu raforkulagafrumvarpi. Það kemur því mjög á óvart að lagt skuli fram frumvarp um stærstu virkjun Ís- landssögunnar, virkjun sem ein og sér eykur raforkuvinnslu í landinu um 60%, að skautað er framhjá þessari hugsun með öllu. Álitaefnum fjölgað og ágreiningur aukinn Af hverju kýs ríkisstjórnin að vinna hlutina í þessari röð? Af hverju er frumvarp til nýrra raf- orkulaga ekki komið fram aftur og til vinnslu á Alþingi? Miðað við þær miklu breytingar sem lögfest- ing þess mun hafa í för með sér hefði það þurft að afgreiðast fyrir áramót. Þegar borin eru saman ákvæði þess raforkulagafrumvarps sem kynnt var sl. vor og virkj- anafrumvarpsins nýja er þar hróp- andi ósamræmi þar sem Lands- virkjun á greinilega að fá allt önnur kjör en öðrum þeim sem vilja fá virkjanaleyfi í næstu fram- tíð verða boðin. Og hvernig ætlar ríkisstjórnin að sannfæra útgerð- armenn um réttlæti þess að greitt sé fyrir aðgang að sjávarauðlind- inni þegar Landsvirkjun er á sama tíma afhent þessi dýrmæta auð- lind, ókeypis og til ótímabundinnar nýtingar? Því fylgja ýmis álitaefni að fara í þá stóru virkjun sem á döfinni er með Kárahnjúkastíflu. Austfirðing- ar hafa lengi beðið eftir því að aflið fyrir austan yrði nýtt í þágu at- vinnuuppbyggingar þar og nokkr- um sinnum hafa væntingar sem byggðar hafa verið upp orðið að engu. Það er því ljóst að verði ekk- ert af framkvæmdum nú getur það haft afgerandi áhrif á trú manna á búsetumöguleika í fjórðungnum. Þó helstu sjávarútvegsfyrirtæki standi betur nú en fyrir tíu árum hefur breyting á útgerðar- og vinnsluþáttum gert það að verkum að færra fólk þarf til starfa, land- búnaðarframleiðsla þarfnast líka sífellt færra fólks, umsvif í þjón- ustu hafa minnkað og aðgerðar- leysi ríkisstjórnar við flutning á þjónustu ríkisins með fjarvinnslu hafa aukið á erfiðleika og vonleysi fólks sem lengi hefur horft uppá fasteignir sínar, ævisparnaðinn, verða minna og minna virði. Til þess að áætlun um virkjun og byggingu álvers fyrir austan verði að veruleika þurfa margir hlutir að ganga upp. Og það þarf að skapa eins mikla sátt um málið og mögulegt er. Það þarf því að vanda vinnubrögðin. Liður í því er að gæta þess við lagasetninguna að Landsvirkjun sitji við sama borð og öðrum sem nýta náttúruauð- lindir er ætlað. Eða hvaða auð- lindastefnu lýsir sá framgangsmáti að leggja nú fram frumvarp um af- hendingu mikilvægrar auðlindar, lang stærsta virkjanakostinn, án endurgjalds og tímamarka og ætla síðan að koma með breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða og frumvarp til nýrra raforkulaga sem leiða á til samkeppni í orku- vinnslu eftir örfáa mánuði? Af hverju þessa ívilnun til handa langstærsta orkufyrirtækinu svona á síðustu metrunum? Er virkilega reiknað með því að það leiði af sér frekari sátt um málið? Hver er auðlindastefna ríkisstjórnarinnar? Höfundur er þingmaður Samfylkingar. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 43 Nýjar vörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.