Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 55 MIKILVÆGT er að huga að for- vörnum í sumarhúsa- og hjólhýsa- byggðum og því gengst Rauði kross Íslands fyrir námskeiði á næstunni varðandi öryggismál í tengslum við sumarbústaði og hjólhýsi. Steingrímur Sigurjónsson, skipu- leggjandi og umsjónarmaður nám- skeiðsins ásamt Guðlaugi Leóssyni, segir að mikilvægt sé að fólk kynni sér hvernig það eigi að bregðast við óhöppum og slysum og því hafi ver- ið ákveðið að halda sérstakt nám- skeið fyrir sumarbústaða- og hjól- hýsaeigendur og aðra sem dvelja í sumarbústöðum og hjólhýsum. Meðal annars verður farið yfir hvernig meta eigi ástand sjúklings með tilliti til hjartaáfalls, höf- uáverka, blæðinga, losts, astma- kasts, krampa, brunasára og bein- brota og hvort nauðsynlegt sé að fá þyrlu til flutnings sjúklings eða hvort sjúkrabifreið eða björg- unarsveitarbifreið nægi. Jafnframt verður farið yfir skipulag bústaðar og hjólhýsis, umhverfið, aðkomu og fleira. Sambærilegt námskeið varðandi móttöku þyrlu á slysstað var fyrst haldið fyrir Ferðaklúbbinn 4x4 í desember 1989, en Guðlaugur Leós- son segir að reynslan sýni hve mik- ilvægt sé að halda svona námskeið fyrir alla sem áhuga hafa á málinu. Námskeiðið fer fram í Múlabæ, Ármúla 34, fimmtudaginn 28. febr- úar og þriðjudaginn 5. mars frá klukkan 20 til 23.30 bæði kvöldin. Námskeið fyrir fólk í sumarhúsum og hjólhýsum Forvarnir mikilvægar Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðlaugur Leósson og Steingrímur Sigurjónsson, leiðbeinendur á nám- skeiði Rauða krossins um öryggismál sumarhúsa- og hjólhýsaeigenda. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá hópi áhuga- manna um bættar samgöngur milli lands og Eyja: „Við lítum svo á að góðar sam- göngur séu undirstaða búsetu í Vestmannaeyjum og algjört grund- vallaratriði að stórefla samgöngur ef snúa á við þeirri stöðugu fólks- fækkun sem átt hefur sér stað í Eyj- um frá árinu 1994 og sér ekki fyrir endann á. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fólk sættir sig almennt ekki lengur við að búa á stöðum þar sem ekki eru greiðar og öruggar sam- göngur og nútíma atvinnurekstur þrífst ekki án góðra samgangna. Vaxtarmöguleikar ferðaþjónustunn- ar eru miklir í Vestmannaeyjum en nú sem fyrr eru slakar samgöngur sá flöskuháls sem hindrar eðlilegan vöxt greinarinnar. Við vekjum athygli á kaflanum um Vestmannaeyjar í þingsályktun- artillögu ríkisstjórnarinnar um stefnu í byggðamálum 2002–2005. Þar segir m.a.: ,,Leita þarf allra leiða til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Greiðar samgöngur eru forsenda þess að hægt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífi og treysta byggðina.“ Við teljum að nýlegt samkomulag um fjölgun ferða með Herjólfi gegn hækkun fargjalda sé engan veginn nóg og ítrekum kröfur bæjarbúa um tvær ferðir á dag allan ársins hring. Við fögnum því að til stendur að hefja rannsókn á ferjuaðstöðu á Landeyjasandi og teljum afar brýnt að hefjast handa sem fyrst í því máli. Við fögnum einnig fram kominni þingsályktunartillögu um notkun svifnökkva til fólks- og vöruflutn- inga milli lands og Vestmannaeyja og lýsum furðu okkar á að sam- gönguyfirvöld skuli ekki nú þegar hefja könnun á þeim möguleika sem fram kemur í tillögunni. Tíðar ferðir með svifnökkva frá Eyjum að Markarfljótsbrú yrðu tvímæla- laust sú samgöngubylting sem krafist er af samgönguyfirvöldum og í anda stefnu ríkisstjórnarinn- ar.“ Góðar samgöngur undirstaða búsetu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana: „Trúnaðarmannaráðsfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR), haldinn miðvikudaginn 20. febrúar kl. 13, samþykkir eftirfar- andi ályktun vegna lífeyrissjóðsrétt- ar opinberra starfsmanna. Á undanförnum vikum hefur orðið töluverð umræða um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og viðbótar- lífeyrissparnað, sem stéttarfélög rík- isstarfsmanna sömdu um við fjár- málaráðherra í síðustu kjarasamningum. Sveitarfélögin, sem eru viðsemj- endur bæjarstarfsmannafélaganna, höfnuðu því hins vegar að semja um hið sama við sína starfsmenn. Ástæða þeirrar höfnunar var útskýrð þannig að með því væri verið að jafna rétt opinberra starfsmanna og starfsmanna á hinum almenna mark- aði. Undir þessi rök hafa ákveðnir forystumenn stéttarfélaga innan ASÍ tekið og hrósað samningamönnum sveitarfélaganna fyrir það. Trúnaðarmannaráð bendir á: 1. Að lífeyrissjóðsréttur opinberra starfsmanna er hluti af starfskjörum þeirra, sem opinberir starfsmenn hafa staðið vörð um og barist fyrir. 2. Opinberir starfsmenn hafa aldr- ei staðið gegn því að aðrir starfshóp- ar semdu um sams konar rétt og þeir. 3. Trúnaðarmannaráð SFR unir því ekki að einstakir forystumenn stéttarfélaga innan ASÍ og forystu- menn í kjarasamningsgerð sveitarfé- laganna ákveði hvort ríkisstarfs- menn geti samið um framlag til viðbótarlífeyrissparnaðar eða yfir- leitt hvað stéttarfélög opinberra starfsmanna semja um við sína við- semjendur. Stéttarfélög eiga að sækja fram fyrir sína félagsmenn, bæta kjör þeirra og standa vörð um áunnin réttindi. Stéttarfélög eiga ekki að virka hamlandi á aukinn rétt til fé- lagsmanna annarra félaga.“ Ályktun SFR vegna lífeyrissjóðsréttar HVERJAR eru þarfir ungs fólks á okkar dögum? Er skipulagt ung- lingastarf kirkjunnar að mæta þessum þörfum? Hver er árangur af starfi kirkjunnar í þessum ald- urshópi?Þessum spurningum verð- ur reynt að svara á málþingi sem haldið verður í Grensáskirkju mánudaginn 25. febrúar kl. 17 – 21, undir yfirskriftinni „Er æsku- lýðsstarf tímaskekkja?“ Málþing þetta er haldið á vegum fræðslu- sviðs Biskupsstofu. Á ráðstefnunni verða framsögu- erindi, umræður í hópum og hring- borðsumræður. Einnig verða æskulýðsfélög kirkjunnar með kynningu á starfi sínu og munu fulltrúar frá æskulýðsfélögunum verða á staðnum til þess að svara spurningum. Ráðstefnan er öllum opin og allir velkomnir. Hægt er að skrá sig í síma eða með því að senda tölvubréf á netfangið stef- an@biskup.is, segir í fréttatil- kynningu. Er æsku- lýðsstarf tíma- skekkja? Málþing um unglinga- starf þjóðkirkjunnar HIÐ íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) heldur fræðsluerindi mánu- daginn 25. febrúar, kl. 20.30, í stofu 101, Lögbergi, húsi Háskóla Íslands. Hreggviður Norðdahl, jarðfræðing- ur á Raunvísindastofnun Háskólans flytur erindi sem hann nefnir „Hval- ir á fjöllum. Gildi beinafunda í jarð- lögum fyrir jarðsögu síðjökultíma á Íslandi.“ Í erindinu verður sagt frá fundi hvalbeina á Íslandi og fjallað um rannsóknir á þeim og setlögum sem beinin hafa varðveist í. Rannsókn- irnar hafa aukið við þekkingu manna á aldri, útbreiðslu og dýpt hins forna sjávarumhverfis hér við land og einnig hafa þær varpað nýju ljósi á hörfun ísaldarjökulsins í lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Fræðsluerindi HÍN eru einkum ætluð almenningi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill, segir í fréttatilkynningu. Erindi um hvali á fjöllum FYRSTA skíðaganga vetrarins verður farin sunnudaginn 24. febr- úar. Haldið verður upp Hellisheiði og hefst gangan við slysavarnaskýl- ið á heiðinni og verður gengið það- an að Tröllagíg og niður að Vota- bergi. Þetta er um 3 – 4 tíma ganga. Fararstjóri er Gestur Krist- jánsson. Verð kr 1.500/1.800. Brott- för frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6, segir í fréttatilkynn- ingu. Gönguskíðaferð KVENNALANDSLEIKUR í skák mun fara fram á Netinu milli Íslands og Noregs sunnudaginn 24 febrúar kl. 18 í Turninum í Ráðhúsi Garða- bæjar (7 hæð). Keppnin er haldin í samvinnu Skáksambandsins og Tafl- félags Garðabæjar. Leikurinn ber nafnið Hreint loft. Teflt verður í gegnum skákþjóninn www.chess- club.com. Við upphaf landsleiksins hefst á sama stað einvígi bæjarstjórans í Garðabæ, Ásdísar Höllu Bragadótt- ur og Guðlaugar Þorsteinsdóttur, fyrrverandi Norðurlandsmeistara. Þær munu tefla tvær skákir. Reyklaus.is og Garðabær bjóða öllum sem áhuga hafa á landsleikinn og vilja með leiknum minna á mik- ilvægi þess að hafa hreint loft. Skað- semi óbeinna reykinga er eins og menn vita mikil og hafa reyklaus.is og TG tekið höndum saman til að vinna gegn þeim, segir í fréttatil- kynninu. Kvenna- landsleik- ur í skák LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni á blárri Mitsubishi Colt bifreið sem stakk af frá vett- vangi eftir að hafa valdið skemmd- um á bifreið sem í var fatlaður öku- maður og gat af þeim sökum ekki komist út til að tala við ökumann Coltsins. Atvikið átti sér stað á bif- reiðastæði fyrir utan Mál og menn- ingu í Síðumúla þann 8. febrúar sl. kl. 16. Tildrögin voru þau að hurð Colts- ins var skellt utan í hægri hurð hinnar bifreiðarinnar og var það gert svo harkalega að skemmdir hlutust af. Sá sem skemmdunum olli fór af vettvangi án þess að gera frekari grein fyrir sér þrátt fyrir að honum mátti vera ljóst að skemmd- ir hefðu orðið. Coltinn er með númerinu OZ-395, blár að lit. Sá sem þetta gerði eða aðrir sem geta gefið frekari upplýs- ingar eru beðnir að snúa sér til um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Fatlaður ökumað- ur skilinn eftir með skemmdan bíl HINN 20. febrúar sl. á tímabilinu frá kl. 8 til 16.30 var ekið á bifreiðina DZ-621, sem er Suzuki Baleno dökk- græn fólksbifreið. Sá sem það gerði fór af vettvangi án þess að tilkynna það hlutaðeiganda eða lögreglu. Er talið að þetta hafi átt sér stað annað hvort við Bíldshöfða 12 eða Bónus- verslunina við Spöng í Grafarvogi. Tjónvaldur eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum EKKI hefur tekist að upplýsa skemmdarverk á fjórum bílum á Hvolsvelli sem framin voru að morgni sunnudagsins 10. febrúar sl. Tveir þeirra eyðilögðust í eld- inum. Einnig var borinn eldur að sófa í sólstofu einbýlisshúss og hleypt úr dekkjum á jeppa. Gils Jóhannsson varðstjóri biður alla þá sem búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lög- reglu. Allar ábendingar sem hugs- anlega geta komið að gagni við rannsókn málsins eru vel þegnar. Upplýsingar vegna brennuvarga SÝNIKENNSLA verður haldin hjá Salon Veh í Húsi verslunarinnar mánudaginn 25. febrúar kl. 9 – 13 á hárlínum sem kynntar voru í París um síðustu helgi. Allir eru velkomn- ir. Leiðbeinendur eru Elsa Haralds og Kristjana Guðmundsdóttir. Upplýsingar og skráning er á net- fanginu salonveh@islandia.is. Sýnikennsla á hárlínum NEMENDUR í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands munu reka há- skólaútvarp vikuna 25. febrúar til 2. mars. Útvarpið hefur verið árviss viðburður undanfarið sem hluti af námskeiðinu ljósvakamiðlun en þar læra nemendur vinnubrögð við hljóðvarp og sjónvarp. Heiti út- varpsins í ár er Stúdvarp og verður útsendingartíðni FM 89,0. Hópur sautján nemenda skiptir með sér verkum við dagskrárgerð og tæknistjórn en útsendingar verða á tímabilinu kl. 10-17 alla dagana. Meðal efnis Stúdvarpsins má nefna fréttir á fjórum tungu- málum, málfarspistlana Ambögur dauðans, ítarlega umfjöllun um ýmsar tónlistarstefnur auk viðtals- og fræðsluþátta um íþróttir, stúd- entapólitík, kynferðisafbrot o.fl. Dagskrána má finna á heimasíðu Stúdvarpsins, www.heimanet.is/ studvarp. Hagnýt fjölmiðlun er starfsmiðað viðbótarnám ætlað þeim sem stefna á fjölmiðlastörf. Námið tekur að jafnaði eitt ár en umsækjendur skulu hafa grunnháskólapróf eða reynslu af fjölmiðlastörfum, segir í fréttatilkynningu. Stúdvarp FM 89,0 MÁLSTOFA verður haldin á veg- um Rannsóknarstofnunar í hjúkr- unarfræði mánudaginn 25. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin. Guðrún Kristjánsdóttir prófessor og Helga Bragadóttir, hjúkrunar- fræðingur MS, sviðsstjóri við LSH, flytja fyrirlesturinn: Rannsókn á ánægju foreldra og þörfum þeirra á Barnaspítala Hringsins. Greint verður frá fyrstu niðurstöðum rann- sóknar á þörfum foreldra, upplifun þeirra á því hvernig þörfum þeirra er mætt á barnadeildum LSH og ánægju þeirra með heilbrigðisþjón- ustuna á deildinni, segir í frétta- tilkynningu. Málstofa í hjúkrunarfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.