Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 62

Morgunblaðið - 23.02.2002, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is. i .i5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 14 ára. Spennutryllir ársins Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Sýnd í LÚXUS kl. 6. DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i . Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. tilnefningar til Óskarsverðlauna13 il i ill Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd í LÚXUS kl. 10.30 Eina vopn hans er viljinn til að lifa. Stanslaus spenna frá upphafi til enda. Með stórleikaranum Gene Hackman og hinum frábæra Owen Wilson. Frumsýning Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Fílaðir þú „Scary Movie“...Hverjum er ekki skítsama! Fyndnasta mynd ársins og rúmlega það!  SV Mbl  DV Sýnd kl. 2 og 5.40. Gwyneth Paltrow Jack Black Sýnd kl. 2. MAÐUR neyðist eiginlega til að tala fremur um Lambchop sem fé- lagsskap en hljómsveit, samkvæmt hefðbundinni merkingu orðsins – eða réttara sagt saumaklúbb. Flokk- inn skipa nefnilega, þegar allir eru mættir, 15 manns, vinir sem njóta þess að koma saman og spila tónlist rétt eins og aðrir koma saman og taka í spil. Síðan eru flestir þeirra þess á milli að vasast í ýmsu öðru. Tónleikaferðir eru ekki einu sinni trygging fyrir því að allir séu með. Reglan er nefnilega sú að þeir koma með sem geta. Höfuðpaurinn sem er svona yfir- máta kammó heitir því tignarlega tónlistarnafni Kurt Wagner. Þessi svolítið kynlegi kvistur er í raun sá eini sem telja má kótilettu heilt í gegn enda er hann nær allt í öllu, semur lögin og textana, heldur utan um hópinn, boðar á æfingar og ræð- ur hvort einhver fær inngöngu í fé- lagsskapinn – nokkuð sem hann virðist reyndar ekkert vera neitt sérlega stífur á. Wagner hefur verið talinn til helstu framvarða tónlistarbylgju sem ýmist hefur verið kennd við jað- arsveitatónlist eða hugtakið Americ- ana, sem hann sjálfur segir vera orð- ið æði víðtækt og loðið. Tónlistarlandslag Lambchop er samt miklu víðfeðmara en það að hægt sé að njörva það niður með einu hugtaki. Það væri t.d. aldrei hægt að skrifa undir að flokkurinn léki hreinræktaða sveitatónlist en uppruni hans og áhrifavaldar gera það að verkum að tónlistarpressan hefur eyrnamerkt þá sem hluta af nýju sveitabylgjunni. Ef aðeins er tekið eitt dæmi um meinta áhrifa- valda þá er nærtækast að nefna hina goðsagnarkenndu sveit The Flying Burrito Brothers, sem stofnuð var upp úr The Byrds, ekki vegna þess að tónlistin er svo keimlík heldur vegna viðhorfsins til hennar og kannski enn frekar snilligáfu og dirfsku beggja í að tvinna svo ólíkar stefnur saman og sveita- og sálar- tónlist. Í upphafi var Lambchop-flokkur- inn þó bara tríó. Þetta var árið 1986 og Posterchild var nafnið sem hann notaði. Eftir að snældu- og smá- skífuútgáfa hófst höfðaði óhljóða- poppsveitin Poster Children mál gegn þeim og krafðist þess að skipt yrði um nafn. Sem og var gert og þar með kom hið sérkennilega Lambchop til skjalanna. Hægt og bítandi fjölgaði í saumaklúbbnum og fyrsta breiðskífan I Hope You’re Sitting Down kom út við hógværar viðtökur 1994. Svo urðu þær fleiri, samfara því að félagsskapurinn stækkaði, uns fimmta breiðskífan kom út árið 2000. Hún hét Nixon og átti að sögn Wagners að vera stúdía á forsetatíð hins alræmda forseta. Heima fyrir fór platan líkt og hinar fyrri meira og minna fyrir ofan garð og neðan á heimaslóðunum en ein- hverra hluta vegna sperrti Evrópa eyrun og platan var að margra mati ein sú besta sem kom út það árið. Væntingin eftir áframhaldinu er því mikil, í það minnsta austan Atlants- hafs, og nú er biðin á enda því Is a Woman kom út á dögunum – lág- stemmd rólegheitaplata frá lista- mönnum sem náð hafa fullkomnu valdi á formi sínu. Hláturinn lengir lífið Umræddur Wagner er í Berlín þegar blaðamaður nær af honum tali: „Hvað er ég að gera hér? Að- allega að tala í símann,“ segir hann djúpri en glaðlegri röddu og hlær dátt. Það kemur og fljótlega á dag- inn að viðmælandinn er með hlát- urmildari mönnum, fremur fámáll en kurteisin og hógværðin uppmál- uð. „Ég viðurkenni að þetta er ekki alltaf auðvelt,“ segir hann og hlær (hvað annað), spurður um hvernig það sé að starfrækja 15 manna „hljómsveit“. „En þetta er allt mjög afslappað og laust í reipunum. Stundum erum við 3, stundum 6 og stundum 10. Fer einfaldlega eftir að- stæðum og hvað skynsamlegt þykir. Þetta er hópur fjölhæfra listamanna sem leggja allir sitt af mörkum en mismikið þó. Þeir sem við höfum leitað til í gegnum tíðina hafa ein- hverra hluta vegna, okkur hinum til mikillar ánægju, viljað loða við Lambchop. Fólk kemur og fer, en kemur samt alltaf aftur – ennþá alla- vega.“ – Það koma samt allir að plötu- gerðinni – eða hvað? „Jú það reyna allir að koma því við að taka þátt í plötunum. Það er að- eins auðveldara að smala mönnum í hljóðver en að húrra þeim í hljóm- leikaferð.“ – Markaðsmenn hafa vafalítið bent ykkur á hversu óhagkvæmt það er að reka svona ofvaxna hljómsveit? „Jú, vissulega,“ segir Wagner og hlær auðvitað. „Og við erum alveg meðvituð um að þetta er ekki alltaf mjög skynsamlegt. Í hreinskilni var sú stefna tekin við gerð nýju plöt- unnar að fáliðuð sveit gæti komið henni til skila á hljómleikum. Það er bæði hagkvæmara og skynsamlegra og eykur líkurnar á því að við getum spilað á stöðum eins og t.d. Íslandi. Sem vel að merkja yrði frábært að geta.“ – Nýja platan Is a Woman er mun lágstemmdari en forverarnir. Það hlýtur að hafa verið meðvituð ákvörðun? „Jú, alveg rétt. En reyndar hefur spilamennska okkar alltaf verið mjög lágvær inn á milli. Nú ákváðum við hinsvegar að einbeita okkur að rólegheitunum og einfald- leikanum. Reyndum að fága þá hlið á Lambchop betur.“ – Íburðurinn er og mun minni en á Nixon t.d. þar sem kórar, strengir og málmblásturshljóðfæri eru óspart notuð til skrauts. „Það var einhverra hluta vegna sú leið sem varð fyrir valinu á ferð okk- ar. Það er vitavonlaust að staldra of lengi við á sama staðnum því þá fer manni að leiðast.“ Hægt og hljótt Á fyrri plötunum hefur innblástur Lambchop verið fremur auðgreinan- legur, hvort sem um var að ræða sveita-, sálar-, djass- eða framúr- stefnutónlist. Það á ekki við um Is a Woman. Þar er mun erfiðara að henda reiður á hvers konar tónlist er á ferðinni sem verður fyrst og fremst að teljast vitnisburður um að Lambchop sé búin að finna sinn eig- in hljóm. „Við áttum sérlega auðvelt með að framkalla þennan hljóm. Hann kom alveg af sjálfum sér, alveg áreynslu- laust. Það er kannski merki um að við séum komin á endastöð ákveðins þróunarstigs í tónlistinni. Sem á hinn bóginn getur hugsanlega þýtt það að næsta plata muni hljóma allt allt öðruvísi. En annars er það ykkar blaðamanna að velta ykkur uppúr tónlistinni og skilgreina hana. Ég þarf blessunarlega ekki að gera það,“ segir Wagner kíminn og slær á lær sér (örugglega). – Er eitthvert þema á nýju plöt- unni líkt og á Nixon? „Nei, ekki á sama hátt. Ef hægt er að tala um einhverja hugmynda- fræði á bak við plötuna, ætli hún snúist þá ekki einna helst um kyrrð- ina.“ – Er manni óhætt að álykta svo að innblásturinn hafi verið evrópskari en áður? „Það getur meira en verið.“ – Og þá koma áhrifavaldar á borð við Nick Drake, Tindersticks og Nick Cave upp í hugann. „Ó, já! Herra Nick Cave. Það máttu bóka.“ – Þessir herramenn hringja þá einhverjum bjöllum? „Já vissulega. Líkt og svo margt, margt annað sem veitir okkur inn- blástur, listmálarar, rithöfundar og lífið sjálft. Innblásturinn þarf ekki alltaf að vera tónlist.“ Americana-söngkonan Björk – Hjálpar það ykkur eða getur það verið byrði að koma frá hinni miklu sveitatónlistarborg Nashville? „Við erum og verðum alltaf stolt af því að koma frá Nashville. Það er svo einfalt. Það er ekkert til þess að skammast sín fyrir og ég lít fremur á það sem áskorun að reyna að eyða þeim hleypidómum sem koma upp í huga manna er þeir heyra að við séum þaðan.“ – Yfirstandandi Americana-æði – bóla sem á eftir að springa eða kom- ið til að vera? „Þetta á vafalítið eftir að líða hjá eins og allt annað. Það góða við þetta hugtak Americana er hversu víð- feðmt það er. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver snillingurinn ætti eftir að skilgreina tónlist Bjarkar sem Americana,“ segir Wagner og hlær prakkaralega. „Svo verður hugtakið víðfeðmara og víðfeðmara þannig að á endanum fara menn bara að kalla þetta „tónlist“. Hlær enn. „Manstu eftir því hugtaki?“ Hlátur. Hrossahlátur. Eða réttara sagt kótilettuhlátur. Bandaríska hljómsveitin Lambchop Það getur verið glatt á hjalla í saumaklúbbnum hjá Kurt Wagner (með kúrekahattinn) og félögum hans, kótilettukörlunum og -konunni. Saumaklúbbur- inn Kótilettur Fáar hljómsveitir njóta viðlíka virðingar meðal tónlistarspekúlanta um þessar mundir og Nashville-saumaklúbburinn Lambchop. Skarphéðinn Guðmundsson sló á þráðinn til aðalkótilettunnar, hins hláturmilda Kurts Wagners, þar sem hann var staddur á þýskri grund við kynningu á nýju plötunni Is A Woman. skarpi@mbl.is var að gefa út plötuna Is A Woman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.