Morgunblaðið - 24.02.2002, Side 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKFÉLAG Akureyrar hefur
unnið ötullega að því síðustu fimm
árin að halda verkum Jökuls Jakobs-
sonar á loft. Það hefur sýnt Hart í
bak (1997), Klukkustrengi (1999) og
nú tekur það Gullbrúðkaup til sýn-
inga. Einþáttungur þessi sver sig í
ætt við önnur verk Jökuls frá sama
tíma, sem fjölluðu um fátækt fólk
sem bjó í niðurníddum húsum í vest-
urbæ Reykjavíkur. Hæst þeirra ber
Hart í bak, sem sló í gegn 1962 og
gerði Jökul að vinsælasta leikskáldi
þjóðarinnar. Meðal annarra má
nefna Sjóleiðina til Bagdad (1965) og
sjónvarpsleikritið Romm handa
Rósalind (1968).
Persónur sem eru hnignar á efri ár
í þessum verkum eiga það sammerkt
að vera fórnarlömb kringumstæðna
sem þær megna ekki að rísa gegn.
Úrsérgengin húsin eru tákn um betri
tíma, vonir fólksins sem í ungdæmi
sínu átti sér stóra drauma en hefur
orðið fyrir sárum vonbrigðum með
hvernig rættist úr lífinu. Yngra fólkið
vill umfram allt, ef það hefur nokkra
möguleika til þess, komast burt,
gjarnan í ný blokkarhverfi sem voru
að byggjast upp á þessum tíma utan
marka gamla bæjarins. Annarra íbúa
í hverfinu er gjarnan getið í texta –
þannig gengur Sigurlaug á fjórtán
t.d. aftur í mörgum þessara verka.
Þessi verk eiga það svo sameiginlegt
með þeim verkum Jökuls sem gerast
á heimilum betri borgara, Sumrinu
’37 (1968), Dómínó (1972) og Klukku-
strengjum (1973), að yfir grúfir þessi
alltumfaðmandi þrá eftir því liðna,
eftir því sem aldrei varð og því sem
aldrei gat orðið. Þessar vangaveltur
urðu Jökli yrkisefni alla tíð, jafnt í
nær öllum leikverkum hans sem í af-
ar vinsælum útvarpsþáttum þar sem
hann gekk um götur bæjarins hverja
af annarri með fólki sem rifjaði upp
ljúfsárar minningar um fjölskyldu
sína og nágranna frá uppvaxtarárun-
um.
Gömlu hjónin í Gullbrúðkaupi
gætu alveg verið aukapersónur í
Hart í bak, settar til hliðar frá aðal-
leikritinu, einangraðar í íbúð sinni.
Gamla konan, Guðbjörg, hefur vegna
veikinda verið rúmföst á þriðja ár.
Eiginmaður hennar, Ananías, annast
um hana, en þau drepa tímann með
því að kýtast um hvað sem ber á
góma. Þess á milli mókir Guðbjörg í
rúmi sínu en Ananías veltir fyrir sér
skák sem hann hefur um langan ald-
ur teflt við uppeldisbróður sinn í
Vesturheimi. Inn í þennan heim
stöðnunar kemur leigjandinn á loft-
inu, Ólafur að nafni, með lítið erindi.
Seinna bætist kærasta hans, Helga, í
hópinn. Þarna rekast á andstæður,
ung hjón sem við blasir björt framtíð
í líki fokheldrar blokkaríbúðar í Vog-
unum. Þau virða missamúðarfull fyr-
ir sér eymd gömlu hjónanna án þess
að renna í grun að fyrir þeim sjálfum
gætu legið svipuð örlög.
Þessi lýsing hljómar ef til vill ekki
mjög uppörvandi fyrir verðandi leik-
húsgesti en snilldin í þessu verki
fellst einmitt úr því að gera úr þess-
um efnivið bráðfyndinn gullmola.
Hér er samhentur hópur sem
skiptir með sér verkum. Skúli Gauta-
son leikstýrir verkinu og sér um leik-
mynd og búninga með Þráni Karls-
syni. Þráinn og Saga Jónsdóttir leika
gömlu hjónin og Aðalsteinn Bergdal
og María Pálsdóttir unga kærustu-
parið. Að sýningunni óséðri mætti
ætla að margt gæti staðið henni fyrir
þrifum. Þetta er einþáttungur sem
hefur ekki áður verið látinn standa
einn og sér sem leiksýning á sviði,
auk þess sem hann hefur ekki verið
leikinn í meira en aldarþriðjung;
Skúli Gautason hefur þrátt fyrir víð-
tæka reynslu sem leikstjóri í áhuga-
leikfélögum lítið fengist við að leik-
stýra á atvinnuleiksviði; og leikar-
arnir leika ýmist upp- eða niðurfyrir
sig í aldri, t.d. er aldursmunur á
Sögu, sem leikur gömlu konuna, og
Aðalsteini, sem leikur unga manninn,
aðeins rúmt ár. Ætla mætti að leik-
mynd og búningar yrðu samtínings-
legri en ella en ef vanir hönnuðir
hefðu verið fengnir til verka.
En allt þetta reynast ástæðulausar
áhyggjur þegar leikurinn er hafinn.
Leikmynd og búningar eru nostur-
samlega valin og hvert smáatriði út-
hugsað. Leikmyndin var svo fjöl-
skrúðug og trúverðug að það var
stórgaman að virða hana fyrir sér í
sýningarlok og velta fyrir sér hverj-
um hlut. Búningar og gervi voru
einnig afar vel unnin. Saga Jónsdótt-
ir og Þráinn eru stórskemmtileg sem
gömlu hjónin og hvert atriði í sam-
skiptum þeirra, hvert augnablik,
þaulunnið. Aðalsteinn er greinilega
enginn táningur en gervið og lát-
bragðið og samleikurinn við Maríu
gera þau trúverðug sem ungt par að
hefja sambúð með seinni skipunum.
Stutt atriði þegar Þráinn og María
gantast með möguleg samskipti
seinna meir er alveg framúrskarandi.
Styrkleiki sýningarinnar felst í því
hve kímni höfundar kemst vel til
skila. Þessi þáttur verður bráðfynd-
inn í meðförum hópsins og gamanið
felst ekki í sniðugum tilsvörum held-
ur í persónusköpuninni og fáránleg-
um aðstæðunum. Samskipti hjón-
anna, sem tala stöðugt um sín hugð-
arefni en skeyta lítt um að hlusta
hvort á annað, minna í aðra röndina á
verk Harold Pinters. Jökull notaði
svipað stílbragð oft í verkum sínum,
en hér tekst sérstaklega vel að ná
fram þessari blöndu af ljúfsárum
trega og fyndnum aðstæðum sem
einkenna hans vinsælustu verk.
Morgunblaðið/Kristján
„Saga Jónsdóttir og Þráinn Karlsson eru stórskemmtileg sem gömlu
hjónin,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í þessari umsögn um sýninguna.
Leikskáld hinnar
ljúfsáru kímni
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
í Græna hattinum
Höfundur: Jökull Jakobsson. Leikstjóri:
Skúli Gautason. Leikmynd og búningar:
Skúli Gautason og Þráinn Karlsson. Lýs-
ing: Ingvar Björnsson. Hljóð: Gunnar Sig-
urbjörnsson. Leikgervi, förðun og hár:
Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörns-
dóttir. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal,
María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir og Þrá-
inn Karlsson. Fimmtudagur 21. febrúar.
GULLBRÚÐKAUP
Sveinn Haraldsson