Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.02.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 29 Höfum lækkað enn meira Allt að 70% afsláttur Þú getur gert góð kaup á þessari útsölu... ...enn er mikið til af vönduðum og spennandi vörum á miklum afslætti. ...ekki missa af þessu eva Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625 ÚTSÖLULOK í dag Opið kl. 1-5 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Aðeins 20 sæti í boði Síðustu sætin til Prag frá kr. 19.900 10. mars Verð kr. 19.900 Flugsæti til Prag, út 10. mars, heim 14. mars. Almennt verð kr. 20.895. Skattar kr. 3.550, ekki innifaldir. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð til Prag þann 10. mars í 4 nætur, en nú getur þú kynnst þessari einstöku borg á ótrúlegu tilboðsverði. Þú bókar flugsæti á aðeins 19.900 kr. og getur valið um góð hótel Heimsferða í hjarta Prag. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu Heims- ferða í Prag allan tímann. E f t i r t a l d i r s t a n d a a ð F l u g s k ó l a Í s l a n d s w w w .d es ig n. is © 20 02 Upprifjunarnámskeið fyrir flugkennara Skv. JAR-FCL 1.355 Flugkennari/flugvél FI(A) – framlenging og endurnýjun 2. tölul. a-liðar AMC FCL 1.355 Upprifjunarnámskeið fyrir flugkennara FI(A) verður haldið hjá Flugskóla Íslands hf. dagana 15.-16. mars nk.* Kennt verður föstudaginn 15. mars frá kl. 1900-2130 og laugardaginn 16. mars frá kl. 1000-1500. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k. Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 530 5100 og/eða á www.flugskoli.is * Námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þátttöku ÆTLI Baz Luhrman hafi séð sýn- ingar Verzlunarskólans áður en hann réðst í að gera Moulin rouge? Hugmyndin er alltént sú sama, að safna saman vinsælum popplögum og þræða þau eins og glerperlur upp á einfaldan söguþráð og krydda síð- an með gríni og dansi. Slappaðu af sver sig í þessa ætt, enda lítil ástæða til að hringla með formúlu sem virk- ar. Að þessu sinni er það gömul soul- tónlist sem er lögð til grundvallar, og sögusviðið sjöundi áratugurinn, kalda stríðið og önnur umbrot þess tíma. Í ágætu handriti Felix Bergs- sonar er þungamiðjan minni sem kenna má við Rómeó og Júlíu. Drengur úr röðum vinstrisinna og unnusta foringja hægrimanna verða ástfangin og þurfa að yfirstíga jafnt eigin hindranir og utanaðkomandi áður en þau geta fallist endanlega í faðma í lokin. Raunar eru það ekki andstæður kommúnisma og kapítal- isma sem mynda mestu spennuna í verkinu, þær deilur hljóma dálítið eins og þras aðdáenda Liverpool og Manchester United, Duran Duran og Wham! Frelsisbarátta kvenna reynist miklu sterkari spennugjafi í sýningunni, enda er þar eitthvað áþreifanlegt í húfi fyrir alla aðila. Slappaðu af er, eins og Verslinga er von og vísa, mikið og skrautlegt sjónar- og heyrnarspil. Ekkert hef- ur verið til sparað til að gera hana glæsilega úr garði. Að vanda eru tónlistar- og dansatriði óaðfinnan- lega útfærð. Raunar held ég að dansnúmerin hér séu þroskaðra verk en undanfarið, þeim er oftar gert að fleyta sögunni áfram, og eru sjaldnar eingöngu inn- antóm sýning á fimi dansaranna. Númerið á heimili hægriforingj- ans þar sem hann reynir að fá kærustuna til að slappa af í kyn- hlutverki sínu er dæmi um þetta, frábær lítill leikþáttur. Hins vegar þykir mér ekki hafa tekist nógu vel að græða lögin inn í flétt- una, of mörg þeirra virðast bara koma þegar tíminn kall- ar á næsta lag. Í góðum söngleik þurfa persónurnar að bresta í söng af tjáningarþörf þegar hversdags- legt talað mál dugar ekki til. Þetta tekst stundum í Slappaðu af, en ekki nógu oft. Leikmynd Sigurðar Keiser er af- burðasnjöll, einföld og nýtist til að skapa ótrúlega fjölbreyttan bak- grunn, hráslagalega bragga jafnt sem Hótel Borg í sparifötunum. En ljósadýrðin sem Sigurður varpar á myndina og leikhópinn keyrir stund- um fram úr tilgangi sínum og fer að virka truflandi. Það er jú fyrst og síðast fólkið á sviðinu sem við höfum áhuga á. Gunnar Hrafn Gunnarsson og María Þórðardóttir í hlutverkum elskendanna Kjartans og Tinnu eru prýðileg bæði til leiks og söngs. Af öðrum eftirminnilegum verður að nefna Andreu Ídu Jónsdóttur sem var unaðsleg í skemmtilegu hlut- verki brjáluðu eldhúsvísindakon- unnar Evu og Jón Ragnar Jónsson sem var eins og ofvaxinn fermingardrengur sem hægriforinginn og kom því heldur betur á óvart þegar hann reyndist vera fremstur meðal jafningja í soul- söng. Hægristelpna- gerið, vinstristúlkna- fylkingin og hinar ráð- villtu löggur voru líka skemmtilegir hópar. Í heild tekst leikhópnum vel að skila sögunni þótt erfiður hljómburð- ur stóra sviðsins og of- virknislegur leikstíllinn sem Gunnar Helgason hefur lagt upp með hafi verið farinn að taka sinn toll af raddböndunum hjá sum- um. Þessi ýkjustíll og létt stílfærðar hreyfingar hjálpa þó lítt vönum leik- urunum að ná tilætluðum áhrifum án þess að þurfa að kafa dýpra í per- sónur sínar. Hröð leikaravelta er eitt helsta einkenni framhaldsskólaleikfélaga. Það hvað gæðin haldast jöfn og góð hjá þeim fremstu þeirra sýnir mátt hefðarinnar og hvert metnaður studdur hæfilegri samkeppnistil- finningu getur leitt. Nemendamóts- sýning Verzlunarskólans í ár er hefðinni trú, jafnt að efnistökum, gæðum og skemmtilegheitum. Til hamingju. Máttur hefðarinnar LEIKLIST Nemendamót Verzlunarskóla Íslands Höfundur: Felix Bergsson. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Danshöfundur: Guð- finna Björnsdóttir. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Leikmynd og lýsing: Sigurður Keiser. Borgarleikhúsinu mánudaginn 18. febrúar. SLAPPAÐU AF! Þorgeir Tryggvason Felix Bergsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.