Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 35 1 Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2 Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram. 3 Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4 Kosning bankaráðs. 5 Kosning endurskoðanda. 6 Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna. 7 Tillaga um heimild bankaráðs til kaupa á eigin hlutum í bankanum, sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. 8 Tillaga um framlag í Menningar- og styrktar- sjóð Búnaðarbanka Íslands hf. 9 Önnur mál. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu bankastjórnar, Austurstræti 5, Reykjavík. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Aðalfundur Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 2. mars kl. 14:00 2002 F í t o n / S Í A F I 0 0 4 1 6 7 Fyrsta skrefið er að skilgreina ít- arlega þær hættur, sem okkur kann að stafa af hermdarverkum af mis- munandi toga. Slík áhættugreining verður að fela í sér mat á hættunni sem lykilmannvirkjum gæti verið búin, hvernig tryggja mætti að stjórnkerfi ríkisins starfaði þrátt fyrir árás af þessum toga, og einnig hvers konar viðbúnað þyrfti til að hægt væri að grípa til markvissra, raunhæfra aðgerða andspænis hryðjuverkaárás. Annað skref felst í að laga við fyrsta tækifæri þá samninga sem við höfum gert um varnir landsins að breyttum þörfum Íslendinga. Það gildir jafnt um tvíhliða varnarsamn- inginn við Bandaríkin og samning- inn um aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu. Stórtæk hryðju- verkaárás á eitt ríki Atlantshafs- bandalagsins hefur þegar verið skilgreind sem árás á bandalagsrík- in öll. Að því marki má segja að varnirnar sem felast í aðild okkar að bandalaginu hafi verið lagaðar að breyttri heimsmynd. Í kjölfar at- burðanna 11. september komast menn ekki hjá þeirri ályktun að sjálfstætt ríki getur ekki verið án trúverðugra loftvarna. Samkvæmt því er áframhaldandi vera orrustu- flugsveitar á Keflavíkurflugvelli for- senda þess að yfirráð okkar yfir loft- helginni séu tryggð og varnarþörf- um Íslands þannig sinnt. Þriðja skrefið er að auka þekk- ingu og reynslu lögregluliðs þjóðar- innar af fjölþjóðlegu starfi, sem nýttist ef átök yrðu í tengslum við aðgerðir hermdarverkasveita hér á landi. Þegar hefur verið unnið að því að efla slíka þekkingu á síðustu ár- um, en frekari aðgerða er þörf. Slík sérþjálfun og reynsla gæti til dæmis skapast við aukna þátttöku íslenskr- ar lögreglu í alþjóðlegum löggæslu- verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbandalags- ins og norrænum friðargæslu- og björgunarsveitum. Þá má nefna að Evrópusambandið hefur uppi áætl- un um að efla getu sína við borg- aralega friðargæslu, m.a. með stofn- un fimm þúsund manna lögregluliðs til aðgerða erlendis. Því ættu Ís- lendingar að tengjast í fyllingu tím- ans. Fjórða skrefið gæti tengst endur- skoðun á hlutverki Almannavarna ríkisins, auknum tengslum þeirra við almannavarnarkerfi samstarfs- þjóða, til dæmis innan Atlantshafs- bandalagsins, og einnig auknum tengslum þeirra við yfirstjórn lög- regluliðsins innanlands. Markmið slíkra tengsla ætti meðal annars að vera að skapaðist tímabundið hættu- ástand vegna hryðjuverka, þá gæti nauðsynlegt samstarf þessara stofn- ana ríkisins, m.a. við að verja lyk- ilmannvirki, gengið snurðulaust fyr- ir sig. Áætlanir þurfa að liggja fyrir um það hvernig öryggi lykilmann- virkja sé tryggt og hvernig hagað verði samgöngum og fjarskiptum við útlönd á óvissutímum. Atburðirnir 11. september stað- festu að öryggi borgara Vesturlanda er allt öðru vísi hætta búin í dag en á dögum kalda stríðsins. Varnir Vest- urlanda, þar á meðal Íslands, þurfa að taka mið af þessari breyttu heimsmynd. Þessi grein er hugsuð sem framlag til umræðunnar sem ég tel þurfa um varnir Íslands and- spænis breyttri heimsmynd. Varnir Vesturlanda, þar á meðal Íslands, segir Össur Skarphéðinsson, þurfa að taka mið af þessari breyttu heimsmynd. Höfundur er formaður Samfylking- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.