Morgunblaðið - 24.02.2002, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 47
ÁN ÞESS að leggja sig mikið fram, er í rauninni afar auð-velt að komast að þeirri niðurstöðu, að fréttir af opinberulífi á Íslandi séu í ætt við skopleik. Ef ekki farsa. Og af þvíað ég er oftar en ekki, sem betur fer, áhorfandi að þessumgamanleik öllum, þá er mér stundum skemmt, alveg kon-
unglega, enda þótt þeir sem eru inni á senunni, geri sér enga grein
fyrir skemmtanagildinu. Satt að segja, þvert á móti, eru þeir fullir
ábyrgðar, alvöru og hátíðleika, sem gerir atburðarásina jafnvel ennþá
hlægilegri.
Svo ég taki nú nokkur dæmi úr þessum skopleik:
Fyrsti þáttur: Nú er verið að setja saman framboðslista vítt og
breitt um landið fyrir komandi sveitarstjórn-
arkosningar og er það ekki dásamlega fyndið,
hvað margar persónur í því leikriti, taka það al-
varlega, hvort þær skipi sæti á listunum eða þá
hitt, sem er mun dramatiskara, að þær séu ekki
með á listunum. Menn halda jafnvel blaðamanna-
fundi til að tilkynna að þeir gefi ekki kost á sér,
(nema þá í sérstök sæti) og til eru þeir sem hóta
sérframboðum, ef þeim líka ekki niðurstöður úr
skoðanakönnunum eða prófkjörum. Móðgast út í kjósendur, móðgast
út í samstarfsmenn, móðgast jafnvel fyrir hönd embættis síns, þótt
þeir segist ekki vera móðgaðir sjálfir. Forseti Alþingis vítti þingmann
fyrir ámælisverð ummæli í sinn garð, þótt hann hafi ekki móðgast
sjálfur, heldur forseti þingsins, sem er hann sjálfur. Svo erum við að
gera grín að Hinrik blessuðum Danaprins, fyrir að hafa móðgast af
því að hann er ekki
lengur númer tvö í
drottningarveisl-
unum!
Annar þáttur:
Landssíminn (fyr-
irtæki í almannaeign)
ræður sér forstjóra
og semur við hann til
fimm ára, enda þótt
fyrir liggi að það eigi
að selja fyrirtækið
innan nokkurra mán-
aða frá ráðningunni. Tveimur árum síðar er forstjóranum sagt upp,
vegna svokallaðs trúnaðarbrests, þótt ekki sé ennþá upplýst út á hvað
sá trúnaðarbrestur gengur. Forstjórinn fékk 37 milljónir króna fyrir
trúnaðarbrestinn, sem hann sjálfur var sagður eiga sök á. Það var
ekki að heyra að neinum þætti þetta óeðlilegt til að byrja með. Stjórn-
arformaðurinn yppti öxlum, ráðherrarnir ypptu öxlum og umræðan
gekk eiginlega út á það eitt, hvort forstjórinn héldi bílnum!
Satt að segja var það ekki út af almenningsáliti eða fjölmiðlafári,
sem spilaborgin hrundi. Ástæðan var aðallega sú að matadorarnir við
háborðið héldu áfram að rífast hver við annan.
Og svo tekur glöggur blaðamaður sig til og rekur í nokkuð sann-
sögulegu ljósi, hvernig stjórnarmenn Landssímans (og forstjórinn)
bröskuðu með almannafé upp á fjögur eða fimm hundruð milljónir,
með þeim árangri að þær milljónir allar eru foknar út um gluggann.
Voru plataðir upp úr skónum. Voru féflettir á annarra manna kostn-
að, með annarra manna fé. Og enn var yppt öxlum. Rétt eins og það sé
meðfæddur kækur að lyfta öxlum, þegar mikið liggur við. Enda skylt
að taka fram að þessar fjárfestingar í spilavíti erlendra draum-
óramanna, áttu engan þátt í brottrekstri forstjórans. Svoleiðis
bommertur koma því ekkert við hvort menn séu ráðnir eða reknir.
Enda áttu þeir ekki peningana sjálfir, sem þeir spekúleruðu með.
Það fyndnasta við alla þessa ábyrgð eða ábyrgðarleysi er samt það,
að það tekur enginn ábyrgð á þessu ábyrgðarleysi. Sennilega af því
upphæðirnar eru nógu háar!
Það eru hinsvegar minni málin sem kalla á ábyrgð.
Voru þeir ekki, bankastjórarnir í Landsbankanum forðum, svældir
úr starfinu, þegar upp komst að þeir höfðu farið í of marga lax-
veiðitúra? Var ekki Árni Johnsen bannfærður fyrir að segja ósatt um
kantsteina og dúka? Var ekki skúringakonan í ráðuneytinu rekin,
þegar hún var staðin að því að misnota símann í leyfisleysi?
Eða stráknum sparkað sem fékk sér kók í sjoppunni, án þess að
borga fyrir það?
Þetta eru stóru málin sem varða þyngstri refsingu.
Þriðji þáttur: Prófessor í Háskólanum sendir frá sér pantaða skoð-
un, um að auðlindagjald á útgerðina minnki skatttekjur ríkisins, dragi
jafnvel úr hagvexti, stríði gegn þjóðarhagsmunum. Þótt allt þetta
stangist á við einföldustu rök og útreikninga.
Gert í nafni fræðanna og vísindanna og ef ekki Háskólans sjálfs, þá
hagfræðistofnunar á hans vegum. Hvað fær maðurinn borgað fyrir
svona álit?
Getur maður farið fram á pantaða niðurstöðu ofan úr Háskóla eða
getur LÍÚ pantað slíkt sérfræðiálit, með því skilyrði að reikningurinn
verði ekki borgaður nema niðurstaðan sé rétt?
Ég get ekki betur séð af þessum þremur atriðum skopleiksins, en
að íslenskt þjóðfélag sé nægtabrunnur fyrir hvern þann gaman-
leikritahöfund, sem vill skrifa um veruleikann, eins og hann kemur
fyrir sjónir í allri sinni alvöru, í allri sinni nekt, í allri sinni ýktu mynd.
Frambjóðandinn, forstjórinn, prófessorinn, jafnvel Hinrik prins,
svo ekki sé talað um hina ósýnilegu hönd ábyrgðarinnar, eru persónur
sem standa á sviðinu og leika sitt hlutverk af munni fram, án þess að
þeim sé lagt eitt einasta orð í munn. Þeir eru allir ekta, þessir leikarar
og þetta svið og þessi kómedía og hvers vegna ætti þá þjóðin að gera
veður út af því þótt Hinrik sér sár út af prótókol eða forstjórinn fái
borgaðar sínar þrjátíu og sjö milljónir (og bílinn) eða prófessorinn
hafi skoðanir gegn greiðslu eða frambjóðandinn telji ómaklega að sér
vegið, þegar hann fær ekki sætið sem hann á skilið?
Enda gerir þetta engum mein, nema þeim sjálfum, sem bera alla
ábyrgðina og alvöruna og afleiðingarnar og við hin eigum ekki að erfa
það við þá fáu, sem nenna að taka sig hátíðlega, þótt enginn annar
geri það. Þeir gefa lífinu lit og okkur hinum tilefni til að brosa út í ann-
að eða bæði, þegar öll þessi alvara er annars vegar. Lengi lifi alvaran.
Lengi lifi
alvaran
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert
B. Schram
ebs@isholf.is