Morgunblaðið - 24.02.2002, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG TEK ofan fyrir þeim blöðum
sem opna síður sínar fyrir aðsendum
greinum og les-
endabréfum.
Greinar og bréf
hljóta síðan að
vera á ábyrgð
höfunda. Þess
vegna gagnrýni
ég ekki Morgun-
blaðið fyrir að
birta lesendabréf
sl. fimmtudag frá
Guðmundi
Helgasyni, sem
segist vera nemi í fjölmiðlun í Kan-
ada. Í bréfi sínu til Morgunblaðsins
fjallar Guðmundur um undirritaðan
og gerir upp skoðanir og afstöðu sem
eiga sér enga stoð í raunveruleikan-
um. Í því sambandi er vísað í um-
ræðu um aðskiljanleg mál, Miðaust-
urlönd, lög um refsingar og
brottkast á sjó. Ástæðan fyrir því að
ég skrifa þessar línur er þó ekki að
amast við útúrsnúningum heldur
fyrst og fremst að mótmæla því að
innan gæsalappa séu sett ummæli
sem ég hef aldrei viðhaft. Hér er
gengið lengra en að snúa út úr orð-
um manna því hér er um að ræða
hreina fölsun. Ég vona að Guðmund-
ur eigi eftir að temja sér vönduð
vinnubrögð þegar hann fer að prakt-
ísera fjölmiðlafræði sín og óska ég
honum velfarnaðar í framtíðinni.
ÖGMUNDUR JÓNASSON,
alþingismaður og formaður
BSRB.
Athugasemd
Frá Ögmundi Jónassyni:
Ögmundur
Jónasson
TILEFNI greinarinnar er sú um-
ræða sem skapast hefur í kringum
12 ára dóminn yfir e-pillu smygl-
aranum. Hefur borið á gagnrýni
og menn skipst á skoðunum um
ráðstafanir í þessum málum.
Burðardýrin svokölluðu hafa
verið mikið í umræðunni. Borið
hefur á gagnrýni að það sé ekki
sanngjarnt að maður fái 12 ára
fangelsi fyrir að flytja inn ein-
hverjar pillur þegar tæplega 5 ára
fangelsi er dæmt fyrir hrottalega
nauðgun. Hér skal ekkert sagt um
réttmæti síðastnefnda dómsins en
staðreyndin er sú að þetta eru
ekki alveg sambærilegir brota-
flokkar og verða að skoðast sjálf-
stætt hver fyrir sig.
Refsiákvæði fíkniefnalaga
vernda heilsu almennings og þjóð-
inni sem heild stafar ógn af þess-
um vágesti. Fíkniefnabrot eru
hagnaðarbrot, vonin um fjárhags-
legan ávinning rekur menn áfram í
þessum viðskiptum og fíkniefna-
braskarar græða á heilsu og ör-
yggi þjóðarinnar, sem er grafal-
varlegur glæpur í rétti allra þjóða.
Refsiákvæði fíkniefnalaga eru
byggð upp þannig að það er refsi-
vert að hafa undir höndum fíkni-
efni þótt ekkert tjón hafi hlotist af.
Þetta eru menn sammála um að sé
besta leiðin til að koma í veg fyrir
að efnin fari í umferð í þjóðfélag-
inu. Þessa staðreynd þekkja skipu-
leggjendur fíkniefnainnflutnings
mæta vel og fá þess vegna aðra til
að flytja efnin inn fyrir sig og
höndla með þau gegn ríkulegri
borgun. Þetta fyrirkomulag hefur
óhjákvæmilega fylgifiska í för með
sér en það að ætla sér að taka
vægar á þætti burðardýrsins er
beinlínis fáránlegt ef menn hugsa
þetta í víðara samhengi og myndi
eingöngu auðvelda viðskiptin og
auka umfang þeirra.
Þær röksemdir eru færðar fram
að viðkomandi „burðardýr“ séu á
einhvern hátt „veikari“ fyrir en
aðrir menn, hafi hvorki sjálfstæða
hugsun né vilja og standi illa í
þjóðfélaginu. Högum þeirra sem
fremja afbrot er misjafnlega hátt-
að í þessum brotaflokki jafnt sem
öðrum. Það býður hættunni heim
að hrófla við þeirri meginreglu að
menn sem fremja refsiverðan
verknað eigi að bera refsiábyrgð á
verkum sínum. „Burðardýrin“ vita
oftast nákvæmlega hvað þau eru
að gera og láta hagnaðarhvöt ráða
ferðinni á sama hátt og höfuðpaur-
arnir. Breyting þarna myndi skaða
varnaðarkraft refsilaganna. Á
þessu stigi er ekki pláss fyrir
mannúðarsjónarmið, of mikið er í
húfi fyrir þjóðina.
Með sterkum skilaboðum um að
innflutningur fíkniefna og hvers
kyns meðhöndlun þeirra varði
mikilli refsingu munu „höfuðpaur-
arnir“ fara að hugsa sig tvisvar um
og sífellt erfiðara verður að fá
„burðardýr“ til starfa.
Meðhöndla á neytendur í land-
inu með viðeigandi hætti áður en
þeir leiðast út á glæpabrautina
með t.d. meðferð og forvörnum.
Samfara þessu á að styrkja lög-
gæsluna í landinu og reyna að
uppræta þessa skipulögðu glæpa-
starfsemi sem hreiðrað hefur um
sig í þjóðfélaginu. Borið hefur á
hugmyndum um lögleiðingu fíkni-
efna. Þær hugmyndir eru óljósar
og ég held að enginn viti hvað ver-
ið er að ræða um í raun og veru.
Hafi einhver boðlega lausn, skora
ég á hann að koma fram með hana.
Dómur héraðsdóms í þessu máli
er síst af öllu of þungur. Alvarleiki
brotsins endurspeglast í því að
dómstólar fullnýta refsirammann í
þessum brotaflokki og skila þannig
hörðum skilaboðum út í samfélag-
ið.
E-pillukallinn má þakka fyrir að
hann var ekki handtekinn í Banda-
ríkjunum!
GUÐMUNDUR ÞÓR
BJARNASON,
Bjarnastígur 9, 101 Reykjavík.
Sanngirni?
Frá Guðmundi Þór Bjarnasyni,
nemanda í lögræði við
Háskóla Íslands: