Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.02.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans FRAMKVÆMDASTJÓRAR nokk- urra af stærstu lífeyrissjóðum landsins áttu í viðræðum við danska fjarskiptafyrirtækið TDC, áður TeleDanmark, um hugsanleg kaup á Landssíma Íslands samhliða því sem einkavæðingarnefnd stóð í við- ræðum við TDC um sölu á 25% hlut í Símanum. Frosti Bergsson, stjórn- arformaður Opinna kerfa hf., átti einnig í viðræðum við TDC um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna og fleiri fjárfesta um kaup á Síman- um. Deilur um verð áttu stærstan þátt í að ekki tókust samningar. Í nóvember á síðasta ári átti fulltrúi TDC frumkvæði að því að fá framkvæmdastjóra nokkurra af stærstu lífeyrissjóðum landsins til fundar við sig þar sem rætt var um hugsanlegt samstarf um kaup á stórum hlut í Landssímanum. Full- trúar TDC létu það koma fram í viðræðum við einkavæðingarnefnd að þeir hugsuðu sér að eiga sam- starf við lífeyrissjóðina um kaupin. Aldrei reyndi hins vegar alvarlega á vilja lífeyrissjóðanna til að taka þátt í þessu samstarfi vegna þess að ágreiningur var á milli TDC og einkavæðingarnefndar um verðið á Landssímanum. Nefndin vildi selja á genginu 5,75 en verðhugmyndir TDC voru á bilinu 5-5,25. Ekki „bindandi tilboð“ Frosti Bergsson var einnig í við- ræðum við TDC, bandaríska fjár- festingasjóðinn Providence, lífeyris- sjóði og fleiri fagfjárfesta um að skapa viðskiptablokk sem keypti stóran hlut í Landssímanum. Hug- myndir voru reifaðar um að slík blokk keypti 51% hlut, en þær kom- ust aldrei á það stig að formlegar viðræður hæfust um kaup á þessum grunni. Fjármálaeftirlitinu hafa borist at- hugasemdir við fréttatilkynningu einkavæðingarnefndar frá 8. desem- ber sl., en fyrirsögn hennar er „Bindandi tilboð í Landssíma Ís- lands hf.“. Í tilkynningunni sjálfri er raunar talað um „óbindandi tilboð“, en ýmsir virðast engu að síður hafa skilið tilkynninguna á þann veg að bindandi tilboð hefðu borist í Landssímann. Í kjölfarið áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í fyr- irtækinu á genginu 6,3. Síðustu við- skipti sem áttu sér stað með bréf í Símanum í þessari viku voru á genginu 5,15. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins barst aldrei neitt bindandi tilboð frá TDC í Símann. Fyrirtæk- ið lýsti sig hins vegar tilbúið að ræða áfram við einkavæðingarnefnd um kaup á 25% hlut í Símanum á tilteknum forsendum. Búist er við að það skýrist í næstu viku hvort viðræðum við TDC verður haldið áfram. Einka- væðingarnefnd hefur fengið fyrir- spurnir frá fleiri aðilum sem sýnt hafa áhuga á að taka upp viðræður um sölu Landssímans. Ekki liggur fyrir hvort formlegar viðræður verða teknar upp við slíka aðila. A.m.k. er ljóst að það verður ekki gert fyrr en viðræðum við TDC hef- ur formlega verið slitið. TDC vildi kaupa Símann með lífeyrissjóðunum  Baráttan/10–14 ÍSLENSK kona hefur kært fyrr- verandi eiginmann sinn og barns- föður fyrir frelsissviptingu dóttur þeirra. Málsatvik eru þau að dótt- irin fór með föður sínum í sumarfrí til Egyptalands. Þar tók hann af henni vegabréf hennar og önnur skilríki og sagði henni að framveg- is yrði hún búsett hjá sér í Egypta- landi. Dótturinni tókst að ná sambandi við móður sína sem kom til Egyptalands skömmu síðar og reyndi að tala um fyrir fyrrverandi eiginmanni sínum. Þær viðræður báru ekki árangur. Flúðu frá Egyptalandi Eftir umsvifamikla eftirgrennsl- an kom í ljós að réttur hennar sem móður var enginn í Egyptalandi. Greip hún því til þess úrræðis að fara aftur til Egyptalands og flýja með dóttur sína úr landi og heim til Íslands. Flóttaáætlunin tókst og eru þær mæðgur nú búsettar á Ís- landi, en atburðirnir áttu sér stað síðastliðið haust. Fyrrverandi eiginmaður kærður fyrir frelsissviptingu  Rænd frelsinu/B1 UNNIÐ er að gerð þjónustusamn- ings milli heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins og SÁÁ og er hann á lokastigi, en í Morgunblaðinu á föstudag var skýrt frá því að biðlist- ar eftir sjúkradvöl á Vogi hafi lengst verulega undanfarin tvö ár. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sagði að lengi hefði verið unnið að þjónustusamn- ingi hvað þetta snerti. Hann væri eiginlega á lokastigi og hann vonað- ist til að næðist saman. Ljóst sé að það þýði eitthvað meiri fjármuni í þessum efnum, en það sé ekki þar með sagt að SÁÁ fái allt sem það þurfi eða vilji. „Ég vona að við náum þessu sam- an og við erum að skoða nokkur at- riði varðandi það. Það hefur miðað undanfarið,“ sagði Jón Kristjánsson ennfremur. Unnið að gerð þjón- ustusamn- ings við SÁÁ ÁHÖFN þyrlu Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF, bjargaði þremur skip- verjum úr sjónum eftir að netabátur sökk um 10 sjómílur undan Þrí- dröngum í gærmorgun. Eftir því sem best var vitað voru fjórir um borð í bátnum og er því eins þeirra saknað. Einn þeirra sem náðist um borð í þyrluna lést áður en hann komst á sjúkrahús. Samkvæmt upp- lýsingum frá heilsugæslunni í Vest- mannaeyjum voru hinir tveir við nokkuð góða heilsu. Þegar TF-SIF kom á slysstað héngu tveir skipverjar í henglum gúmmíbjörgunarbáts sem virðist hafa skemmst þegar báturinn sökk. Einn skipverjanna svamlaði um í sjónum en ekkert sást til þess fjórða. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með þremenningana í Vestmanna- eyjum skömmu fyrir klukkan 14.00 og hélt þegar aftur til leitar. Tvö varðskip, björgunarskip, Herjólfur og önnur skip sem voru nálæg héldu áfram leit ásamt flugvél Flugmála- stjórnar og Orion-flugvél frá Kefla- víkurflugvelli. Þá var þyrla frá varn- arliðinu á leið til leitar frá Keflavík. Skv. upplýsingum frá Tilkynn- ingaskyldunni tilkynnti báturinn sig úr höfn í Vestmannaeyjum um klukkan hálfníu í gærmorgun og var þá á leið til Grindavíkur. Um klukk- an 10.45 datt hann út úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni en þá var bát- urinn staddur um 10 sjómílur vestan við Þrídranga. Á svipuðum tíma heyrði nærstatt varðskip stutt, óskýrt neyðarkall í talstöðvum á svo- kölluðum vinnurásum, en ekki á neyðarrás. Talið er að báturinn hafi verið sokkinn fyrir klukkan 11.10. Að sögn varðstjóra í stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar heyrði nærstatt varðskip stutt, óskýrt neyðarkall skömmu fyrir kl. 11. Barst kallið á svonefndri vinnurás en ekki á neyðarrás sjófar- enda. Heyrðist kallið svo ógreinilega að skipverjar á varðskipinu voru ekki vissir um að um neyðarkall hefði verið að ræða. Engu að síður hóf varðskipið þegar eftirgrennslan ásamt öðru varðskipi sem var statt þar skammt frá. Tilkynningaskyldan var látin vita og tók nokkurn tíma að finna út frá hvaða báti neyðarkallið gæti hafa borist. Um klukkan 12 var ljóst um hvaða bát var að ræða en ekkert tal- stöðvarsamband náðist við hann. Um leið var þyrla Landhelgisgæsl- unnar kölluð út og einnig flugvél Flugmálastjórnar og Orion-flugvél varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem var á flugi vestur af landinu. Björgunarskipin Oddur V. Gíslason og Þór héldu þegar úr höfn frá Grindavík og Vestmannaeyjum og nálægir bátar voru beðnir um að halda á svæðið þar sem síðast spurð- ist til bátsins. Vindur stóð af norð- austri um eða yfir 20 m/sek. þegar báturinn sökk og talsvert frost. Leit stóð enn yfir þegar Morgun- blaðið fór í prentun síðdegis í gær. Tveimur bjargað, eins saknað og einn látinn eftir að netabátur sökk Varðskip heyrði stutt, óskýrt neyðarkall                      UNGVIÐIÐ lét ekki veðurhaminn á föstudaginn aftra sér frá útivist og leikjum. Stelpunum fannst hress- andi að renna sér á sleða á Skipa- skaga enda vel klæddar og hraust- legar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sleðaferð í þorralok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.