Morgunblaðið - 28.02.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKLAR breytingar hafa orðið á
öryggisumhverfi Íslands í kjölfar
hryðjuverkaárásanna í Bandaríkj-
unum og hafa nýjar kringumstæð-
ur vakið upp spurningar um fyr-
irkomulag varnarsamstarfs Íslands
og Bandaríkjanna. Hugsanlegt er
að yfirstjórn Atlantshafsherstjórn-
ar Bandaríkjanna (ACLANT), sem
varnarliðið í Keflavík heyrir undir,
verði flutt til Evrópu. Þetta kom
fram í erindi Halldórs Ásgrímsson
utanríkisráðherra flutti um breytt-
ar aðstæður í öryggis- og varn-
armálum í Viðskiptaháskólanum á
Bifröst í gær.
,,Í kjölfar 11. september hefur
þeirrar þróunar orðið vart sem
kann að hafa áhrif á stöðu Íslands,
en það er sú stefna Bandaríkja-
stjórnar að leggja meiri áherslu en
fyrr á svonefndar heimavarnir.
Hugsanlegt er að tillögur sem nú
eru uppi á borðum í Bandaríkj-
unum um nauðsynlegar breytingar
heima fyrir gætu falið í sér að yf-
irstjórn Atlantshafsherstjórnar
Bandaríkjanna færist til Evrópu
frá Norfolk. Á þessu stigi er engan
veginn ljóst hvaða áhrif þetta kann
að hafa á herstjórnarkerfi NATO
og stöðu Íslands. Við fylgjumst
grannt með þessari þróun og tök-
um virkan þátt í stefnumótun þar
um innan bandalagsins,“ sagði
Halldór m.a. í erindi sínu.
Leiði ekki til vaxandi einangr-
unar Íslands í öryggismálum
Utanríkisráðherra sagði Ísland
ætíð hafa kappkostað að þurfa ekki
að velja á milli Evrópu og Norður-
Ameríku í öryggis- og varnarsam-
starfi. Gæta verði þess að sú þróun
sem á sér stað vestan hafs og aust-
an leiði ekki til vaxandi einangr-
unar Íslands í öryggis- og varn-
armálum. ,,Við verðum því að halda
vöku okkar og gæta hagsmuna
okkar innan NATO og í samstarfi
okkar við ESB,“ sagði Halldór.
,,Nýjar kringumstæður hafa eðli-
lega vakið upp ýmsar spurningar
um fyrirkomulag varnarsamstarfs
Íslands og Bandaríkjanna. Íslensk
stjórnvöld hafa eðlilega þurft að
horfast í augu við nýjan veruleika í
þessum efnum sem öðrum. Sú ógn
sem af hryðjuverkastarfsemi stafar
sýnir svo ekki verður um villst
mikilvægi varnarsamstarfsins við
Bandaríkin. Hér á landi verður að
vera til staðar viðbúnaður til að
takast á við ógnir hvort sem er af
hafi eða úr lofti,“ sagði hann.
Halldór rifjaði upp að skv. bók-
unum sem íslensk og bandarísk
stjórnvöld undirrituðu 1994 og
1996 hefði orðið allmikil fækkun í
liðsstyrk Bandaríkjanna hér á
landi. ,,Eins og staðan er í dag tel
ég að hér á landi sé nauðsynlegur
lágmarksbúnaður til landvarna og
á það hvort sem er um loftvarnir
eða varnir gegn ógn sem kæmi sjó-
leiðina. Við leggjum höfuðáherslu á
að hér séu viðunandi loftvarnir
enda hefur 11. september fært
okkur heim sanninn um algjörlega
nýjan veruleika hvað það varðar að
geta brugðist við ógn úr lofti. Á ári
hverju fara um 90.000 flugvélar um
íslenska flugstjórnarsvæðið. Að
sjálfsögðu lítum við ekki á það sem
ógnun við öryggi okkar en við
verðum að líta til allra átta, ekki
síst þegar kemur að hryðjuverka-
starfsemi og hafa varann á. Rík-
isstjórnin sér því engar efnislegar
ástæður til og hefur engin áform
þess efnis að óska eftir breytingum
á þeim varnarviðbúnaði sem er hér
á landi. Við teljum trúverðugar
varnir nauðsynlegar og munum
áfram taka mið af því grundvall-
aratriði í mótun stefnunnar í ör-
yggis- og varnarmálum,“ sagði
Halldór.
Takmarkaður aðgangur
Íslands að samráði
á vettvangi ESB-ríkja
Í erindi sínu fjallaði utanríkis-
ráðherra í ítarlegu máli um breytta
heimsmynd og þróun Evrópumál-
anna og sagði að óbreyttu stefna í
að Ísland verði eitt þriggja evr-
ópskra NATO-ríkja utan ESB sem
telji innan skamms 25–30 aðild-
arríki. ,,Evrópusambandið hefur
mótað og er að efla eigin stefnu í
varnar- og öryggismálum sem m.a.
byggist á aðgangi ESB að liðsafla
og búnaði NATO. Aðgangur Ís-
lands að samráði ESB er enn tak-
markaðri en aðgangur að undir-
búningi ákvarðana um málefni
innri markaðarins á vettvangi
EES. Þótt NATO verði áfram
hornsteinn sameiginlegra varna að-
ildarríkja, varðar hinn nýi vett-
vangur hagsmuni Íslands án þess
að við getum verið þar virkir þátt-
takendur,“ sagði hann.
Utanríkisráðherra segir nýjar aðstæður vekja spurningar um stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum
Hugsanlegt að yfir-
stjórn varnarliðsins
færist til Evrópu
RÚMLEGA 55% Íslendinga eru
hlynnt byggingu álvers Reyðaráls
samkvæmt nýrri könnun sem Gallup
framkvæmdi fyrir Reyðarál. 25%
svarenda voru andvíg byggingu ál-
versins og 20% voru hvorki hlynnt né
andvíg. Langflestir, eða rúmlega
71% aðspurðra, nefndu atvinnu-
möguleika eða atvinnusköpun sem
það jákvæðasta að sínu mati við
byggingu álversins.
Í könnuninni, sem gerð var í lok
janúar/byrjun febrúar, var spurt:
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur)
byggingu álvers við Reyðarfjörð?
Reyndust 32% svarenda mjög hlynnt
byggingu álversins, 23,3% voru frek-
ar hlynnt byggingu álversins en
20,1% var hvorki hlynnt né andvígt
byggingu álversins. Hins vegar
reyndust 10,7% vera frekar andvíg
og 13,9% mjög andvíg.
Karlar voru hlynntari byggingu
álversins en konur og stuðningur við
byggingu þess var meiri á lands-
byggðinni en í Reykjavík. Mestur
var stuðningur við byggingu álvers-
ins í aldurshópnum 45–54 ára og
meðal fólks með framhaldsskólapróf.
Þá reyndust kjósendur Framsókn-
arflokksins hlynntastir byggingu ál-
vers Reyðaráls, eða sem nemur 4,3 á
skalanum 1–5, þar sem 5 táknar
„mjög hlynntur“ en 1 táknar „mjög
andvígur“. Stuðningur sjálfstæðis-
manna mældist 3,9 á sama skala,
stuðningur Samfylkingar 3,2 og
stuðningur Vinstri grænna 2,7 – sem
verður að teljast almennt jákvæðari
afstaða en hefði mátt vænta miðað
við afstöðu einstakra forystumanna
og talsmanna flokksins í þessum
málaflokki.
Úrtakið í könnuninni var 1.200
manns, sem fengið var með slembi-
úrtaki úr þjóðskrá, og var svarhlut-
fall 69,4%, þ.e. 801 svaraði.
55% Íslend-
inga hlynnt
byggingu
álvers í
Reyðarfirði
árið 1995 þegar afar sjaldgæft var
orðið að finna smit. Þorsteinn segir
venjulega ganga greitt að með-
höndla sjúkdóminn. „Frá því að
vera dauðlegur og alvarlegur sjúk-
dómur hafa berklar breyst í að vera
nokkuð auðveldir að ráða við, sér-
staklega þegar staðan er ekki erfið
í sambandi við lyfþol, eins og raun-
in er til dæmis í Eystrasaltslönd-
unum. Það þekkist reyndar í öllum
heimsálfum þannig að við getum
ekki vænst þess að sleppa heldur
hljótum við að fá þannig tilfelli fyrr
eða síðar.“
ári og þau geta verið ýmist smit-
andi eða ekki. Lungnaberklarnir
eru oft smitandi og þá þarf að hefta
útbreiðslu smitsins. Það er nokkuð
sem verður að gera fljótt þannig að
við drifum í því að prófa krakkana.“
Hann segir ekki fyrirhugað að
prófa börn á fleiri leikskólum eða
aðra hópa í þessu sambandi. „Ekki
eins og sakir standa. Það þarf fyrst
að koma í ljós hvað kemur út úr
prófunum, en endanlega vitum við
það ekki fyrr en eftir þrjá daga,
þ.e.a.s. á föstudaginn. Niðurstöð-
urnar gefa okkur svo vísbendingu
UM hundrað börn á einum leik-
skóla Reykjavík voru berklaprófuð í
fyrradag vegna gruns um smit. Að
sögn Þorsteins Blöndal, yfirlæknis
lungna- og berklavarnadeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur,
hefur að minnsta kosti eitt barn af
leikskólanum greinst með smitandi
berkla.
„Við prófuðum börnin á einum
leikskóla borgarinnar á þriðjudag
eins og vaninn er þegar kemur upp
tilfelli sem við höldum að hafi verið
smitandi,“ segir Þorsteinn. „Það
greinast í kringum 12–15 tilfelli á
um hversu virkt þetta smit hefur
verið.“
Að sögn Þorsteins fæst venjulega
vísbending um virkni smits úr
innsta hring sjúklingsins. „Ef mað-
ur finnur ekkert í innsta hringnum
er ekki ástæða til að leita víðar, en
þarna var ástæða til þess að gera
það. Það voru óvenjulega margir
undir í þessu tilfelli þar sem
ómögulegt var að greina hverjir á
leikskólanum höfðu verið í nánu
sambandi við viðkomandi.“
Reglubundin berklapróf á börn-
um hófust árið 1935 en voru lögð af
Grunur um berklasmit á
leikskóla í Reykjavík
STÓRVIRKAR vinnuvélar hafa að
undanförnu unnið að grjótnámi á
Malarrifi á Snæfellsnesi, innan
þjóðgarðssvæðisins á utanverðu
nesinu.
Núttúruvernd ríkisins hefur
veitt fullt leyfi til þessara fram-
kvæmda og eru þær undir eft-
irliti þess skv. upplýsingum Guð-
bjargar Gunnarsdóttur
þjóðgarðsvarðar.
„Þetta er gert með okkar leyfi.
Það er verið að lengja hafn-
argarðinn á Arnarstapa og þeir
fengu að taka grjót á Malarrifi.
Þetta er allt undir eftirliti.
Efnistökunni á að ljúka fljót-
lega og þeir munu síðan ganga
vel frá svæðinu og ætla jafnframt
á móti að lagfæra fyrir okkur
vegi og gamalt jarðrask á Mal-
arrifi,“ sagði hún.Morgunblaðið/Friðþjófur
Grjót-
nám á
Malarrifi