Morgunblaðið - 28.02.2002, Síða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 43
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp-
ur undir stjórn organista. Fræðslukvöld
kl. 20 í safnaðarheimilinu. Fjallað um
bók Esekíel spámanns og upphaf gyð-
ingdóms.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim-
ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu
verði. Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10.
Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar
1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns-
dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé–messa kl.
20.
Langholtskirkja. Foreldra– og barna-
morgunn kl. 10–12. fræðsla, upplestur,
söngstund, kaffispjall. Endurminninga-
fundur í Guðbrandsstofu kl. 14–15.30.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgeltónlist í kirkjunni kl. 12–12.10.
Að stundinni lokinni er málsverður í
safnaðarheimili. Samvera eldri borgara
kl. 14. Heimsókn frá Heilsugæslunni
Lágmúla. Steinunn Kristinsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri, vitjar okkar og ræðir um
beinþynningu. Þjónustuhópur Laugar-
neskirkju, kirkjuvörður og sóknarprestur
annast alla móttöku og stjórnun. Allt
eldra fólk velkomið. Alfanámskeið kl.
19–22. Kennarar Ragnar Snær Karls-
son, Nína Dóra Pétursdóttir og sr. Bjarni
Karlsson.
Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur
fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk.
Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Um-
sjón Sveinn og Þorvaldur. Félagstarf
aldraðra laugardaginn 2. mars kl.
14:00. Sr. Björn Jónsson, fyrrverandi
prófastur á Akranesi, kemur í heimsókn.
Borinn verður fram léttur málsverðu.
Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa
að tilkynnna þátttöku sína í síma 511
1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17–
18.
Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–
22. Námskeið á vegum Reykjavíkurpró-
fastsdæmis og leikmannaskóla þjóð-
kirkjunnar. Á námskeiðinu verður leitast
við að draga fram nokkra áhersluþætti í
siðfræðiboðskap Jesú sem þessar hug-
myndir höfða bæði réttilega til og annað
sem er rangtúlkað. Farið verður í valda
texta úr Nt og m.a. tekin fyrir stef úr fjall-
ræðunni og dæmisögum Jesú. Fyrirles-
ari er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hér-
aðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra. Á eftir fyrirlestrinum er boðið upp
á umræður yfir kaffibolla. Mömmumorg-
unn föstudag kl. 10–12.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra.
Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl.
12.10. Fyrirbænaefnum má koma til
kirkjuvarða. Léttur hádegisverður eftir
stundina. Alfanámskeið kl. 19. Kvöld-
verður, fræðsla, umræðuhópur.
Fræðsluefni: Læknar guð nú á dögum?
Kennari sr. Magnús B. Björnsson.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl-
íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um-
sjón Lilju, djákna. Starf fyrir 9–10 ára
stúlkur kl. 17.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar.
Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyr-
ir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir
7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æsku-
lýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9.
bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Alfanámskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með eldri borg-
urum í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar-
heimilinu Borgum. Kyrrðar– og bæna-
stund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma
til sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á
aldrinum 9–12 ára kl. 16.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleið-
ing og bæn. Bænarefnum má koma til
presta kirkjunnar og djákna. Hressing í
safnaðarheimilinu eftir stundina. Biblíu-
lestrarnir sem verið hafa kl. 20 falla nið-
ur en bent er á Alfanámskeiðið á mið-
vikudögum. Prestarnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT–starf fyrir
10–12 ára kl. 17–18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Op-
ið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim-
ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl.
17–18.30.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn (TTT) í dag kl 17:00. Foreldrast-
und kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir
heimavinnandi foreldra með ung börn að
koma saman og eiga skemmtilega sam-
veru í safnaðarheimili kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja: Kl. 10 foreldramorgunn.
Þriggjamínútnapistill í umsjá móður. Kl.
14.20 æfingar hjá Litlum lærisveinum,
1. hópi. Kl. 17.10 æfing hjá Litlum læri-
sveinum, 2. hópi. Kl. 18.15 æfing hjá
Litlum lærisveinum, 3. hópi. Áríðandi að
allir kórfélagar mæti.
Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning-
ur í kirkjunni kl. 14.30–15.10, 8. MK í
Heiðarskóla, kl. 15.15–15.55, 8. SV í
Heiðarskóla.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasam-
vera fimmtudag kl. 19. Fyrirbænaefnum
er hægt að koma áleiðis að morgni
fimmtudagsins milli kl. 10 og 12 í síma
421-5013. Spilakvöld aldraðra í kvöld
kl. 20.
Njarðvíkurkirkja (Innri–Njarðvík).
Sunnudagaskóli sunnudag kl. 11.
Hvalsneskirkja. Miðhús: Helgistund í
dag kl. 12. Boðið upp á hádegismat
gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar– og fyrirbæna-
stund kl. 12. Bænaefnum má koma til
prestanna. Eftir stundina er hægt að
kaupa léttan hádegisverð sem Kven-
félag kirkjunnar annast í Safnaðarheim-
ili. Skráning er hafin fyrir næsta hjóna-
námskeið sem verður 13. mars. Sími
462-7700 fh.
Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og
börn kl. 10–11. Ath. Æfing barnakórs kl.
17.30.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17
krakkaklúbbur fyrir 8–9 ára. Kl. 19.30
söngæfing. Kl. 20.30 unglingasamvera.
Torfastaðakirkja, Biskupstungum.
Bænastund verður föstudaginn 1. mars
kl. 21 á alþjóðlegum bænadegi kvenna.
Konur leiða samveruna. Sóknarprestur.
Safnaðarstarf
ALÞJÓÐLEGUR bænadagur
kvenna er haldinn hátíðlegur föstu-
daginn 1. mars nk. um allan heim.
Hann var fyrst haldinn árið 1887
eða fyrir 114 árum síðan.
Árið 1936 tóku konur í 50 löndum
þátt í bænadeginum. Árið 1957 voru
þátttökulöndin orðin 145 og 15 ár-
um síðar kallaði bænadagurinn kon-
ur frá 150 löndum saman til bæna.
Eins og allir dagar hefst alþjóð-
legur bænadagur kvenna við dags-
mörkin í Kyrrahafi og hann er fyrst
haldinn á Tongaeyjum, Fiji og Nýja-
Sjálandi. Um leið og dagsljósið
berst frá austri til vesturs umhverf-
is hnöttinn taka stöðugt nýir hópar í
borgum, sveitum og þorpum undir
lofgjörð og bæn, uns dagur er að
kvöldi kominn eftir u.þ.b. 40
klukkustundir, þegar sólin hnígur
til viðar við St. Lawrence-eyjarnar
við strendur Alaska, um 50 km frá
heimskautsbaugnum.
Samkomurnar eru haldnar í
heimahúsum, undir berum himni, í
litlum kirkjum og stórum dóm-
kirkjum og í alls konar veðráttu.
Litlir hópar hafa tekið þátt í bæna-
deginum í flugvélum, járnbraut-
arlestum og á skipum. Sömu ritn-
ingarkaflarnir eru lesnir í Tonga og
Tanganyika, Pakistan og Pennsylv-
aníu og bænir og lofgjörðir sem eru
að mestu leyti samhljóða eru bornar
fram á næstum því 100 tungu-
málum. Bænadagurinn hefur verið
haldinn hátíðlegur á Íslandi í mörg
ár eða allt frá því 1964.
Á Akureyri er stöðugt að bætast í
hóp þeirra kvenna sem taka þátt í
að undirbúa daginn. Nú eru það
konur úr öllum kristnum söfnuðum
sem á Akureyri eru sem standa að
baki bænadeginum þ.e. frá Aðvent-
kirkjunni, Akureyrarkirkju, Gler-
árkirkju, Hjálpræðishernum, Hvíta-
sunnukirkjunni, Kaþólska
söfnuðinum, KFUK, Kristniboðs-
félagi kvenna og Sjónarhæðarsöfn-
uðinum. Mikil eining er um að sam-
einast í því að halda daginn
hátíðlegan.
Eins og áður sagði er alþjóðlegi
bænadagurinn haldinn hátíðlegur á
Akureyri í Glerárkirkju að þessu
sinni og hefst kl. 20. Áherslan er á
bæn og lofgjörðarsöng.
Allir í Eyjafirði eru eindregið
hvattir til að fjölmenna. Sérstök
bæn er að þessu sinni fyrir konum í
Rúmeníu sem orðið hafa að þola
áratuga harðstjórn og guðleysi og
eiga sér því sársaukafulla fortíð.
Alþjóðlegur
bænadagur kvenna
í Selfosskirkju
SAMEINUMST í morgunbænum
föstudaginn 1. mars kl. 10 í Selfoss-
kirkju. Það verða bænastundir um
allan heim þennan dag, í 150 lönd-
um á yfir 100 tungumálum, frá sól-
arupprás á eyjunum í Kyrrahafi –
þar til dagurinn sem guð gaf okkur
er að kvöldi kominn á ísiþöktum
ströndum Alaska.
Að þessu sinni kemur efnið frá
Rúmeníu og verður tekið við sam-
skotum, það er fyrir Biblíu handa
götubörnum í Rúmeníu, en Hið ís-
lenska Biblíufélag stendur fyrir
söfnuninni.
Að alþjóðlegum bænadegi kvenna
á Íslandi standa: Aðventkirkjan,
Fríkirkjan í Reykjavík, Hjálpræð-
isherinn, Hvítasunnukirkjan, Ís-
lenska Kristskirkjan, Kaþólska
kirkjan, KFUM, Kristniboðsfélag
kvenna og Þjóðkirkjan.
Dómkirkjan –
Ljós í myrkri
Í KVÖLD, fimmtudaginn 28. febr-
úar, verður samkoma í Dómkirkj-
unni.
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
flytur erindi, „Ljós í myrkri“, og
Ingimar Erlendur Sigurðsson rit-
höfundur flytur frumsamin ljóð.
Dómkórinn syngur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar dómorg-
anista. Flutt verða verk eftir C.
Franck, Hjálmar H. Ragnarsson, P.
Eben, A. Bruckner, Þorkel Sig-
urbjörnsson og Palestrina. Sesselja
Kristjánsdóttir mezzosópran syng-
ur einsöng. Prestar kirkjunnar ann-
ast kynningu og fyrirbæn.
Samkoman er í tengslum við há-
tíð Reykjavíkurborgar, Ljós í
myrkri. Hefst hún kl. 20.30 og eru
allir hjartanlega velkomnir.
Dómkirkjan.
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna á
Akureyri
Glerárkirkja á Akureyri.
KIRKJUSTARF
Elsku Raggi minn.
Mér fannst ég verða að
skrifa nokkrar línur til
að kveðja þig.
Ég fékk þessar sorg-
legu fréttir að þú værir
fallinn frá, ég vildi ekki trúa því, ég
var nýbúin að hitta þig og þú leist svo
vel út og framtíðin virtist blasa við
þér, en vegir guðs eru óútreiknan-
legir.
Við kynntumst þegar við vorum að
glíma við mjög erfitt afl í lífi okkar,
sjúkdóminn alkóhólisma, við vorum
bæði virk og ég var alein og átti í
engin hús að venda, þá komst þú eins
og engill af himni ofan og studdir
mig og skaust yfir mig húsaskjóli.
Við tengdumst sterkum vináttu-
böndum sem ég mun aldrei gleyma.
Það var svo óvenjulegt að kynnast
svona góðum og traustvekjandi
dreng eins og þú varst í þeim heimi
sem við lifðum í.
Mér finnst yndislegt að þú hafir
fengið að vera edrú þessa síðustu
mánuði í lífi þínu og ég trúi því að
Guð hafi ætlað þér eitthvert merk-
ara hlutverk með því að kalla þig til
sín.
Megi Guð veita fjölskyldu þinni og
vinum styrk á þessari kveðjustund.
RAGNAR
JÓNSSON
✝ Ragnar Jónssonfæddist í Reykja-
vík 12. febrúar 1975.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 10. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Fíla-
delfíukirkju 22. febr-
úar.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt, og vit
til að greina þar á milli.
Þín vinkona
Benedikta.
Elsku Raggi, ég trúi
ekki að þú sért farinn.
Ég sakna þín svo mikið.
Manstu allar þær
stundir sem við áttum
þegar við vorum uppí
koti? Þú þráðir svo að vera edrú og
þér tókst það. Það er svo skrítið að
þú sért dáinn, þegar ég frétti að þú
værir dáinn vildi ég ekki trúa því en
jú þetta var staðreynd sem ég verð
að sætta mig við. En þú ert hjá Guði
núna á svo miklu betri stað. Ég var
alltaf á leiðinni að heimsækja þig, en
tíminn var of stuttur. Ég féll á tíma,
en ég veit að þegar ég kem líka þá
verða miklir endurfundir. Ég á aldr-
ei eftir að gleyma þér. Þegar ég hitti
þig þá gastu alltaf sent sólargeisla
kærleikans til mín. Það eru margir
sem sakna þín sárt og þar er ég með.
Ég vildi svo mikið að við hefðum hist
oftar en við gerðum, en nú er ekkert
við því að gera. Það var yndislegt að
sjá breytingarnar á þér og þær voru
ekkert litlar.
Það sannar sig aftur og aftur að
þeir deyja ungir sem Guðirnir elska
og þú varst svo mikill vitnisburður
fyrir Guð.
Þín vinkona
Jenný Bára.
Segið það sólinni
blómunum
fuglunum
vindurinn heillast
og hvíslar:
Enn finn ég ilm þinn
hríslast um vitund mína
og fölnuð haustblöðin
fokin burt
(Hólmfríður Sigurðardóttir.)
Elsku Leó. Þú kvaddir þennan
heim laugardaginn 2. febrúar sl. Nú
ertu kominn í annan heim, heim þar
sem þú leikur þér frír og frjáls inn-
an um öll englabörnin. Þú varst
alltaf okkar engill, jákvæður og
brosmildur. Það var bjart í kringum
þig og þú sýndir öllu mikinn áhuga,
varst yndislegur nemandi þessi ár
sem við fengum að hafa þig hjá okk-
ur. Þú byrjaðir árið 1995, tveggja
ára, að koma í skólann, í nokkra
tíma á viku, þá heillaðir þú alla í
LEÓ
BALDVINSSON
✝ Leó Baldvinssonfæddist í Reykja-
vík 19. nóvember
1993. Hann lést á
Landspítala í Foss-
vogi 2. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Sauð-
árkrókskirkju 9.
febrúar.
kringum þig og við
hlökkuðum til þess
dags að þú yrðir sex
ára og innritaðist í
skólann. Á skólaárum
þínum í Safamýrar-
skóla áttir þú ætíð hug
og hjarta þeirra sem
unnu með þér, þú
varst forvitinn, áhuga-
samur og duglegur að
læra.
Í sumar fluttir þú
norður í Varmahlíð og
mikið óskaplega sökn-
uðum við þín í haust
þegar skólinn byrjaði
að nýju. Við fréttum fljótlega að þér
hefði tekist að heilla alla í kringum
þig og vissum að þér leið vel. Þá
vorum við ánægð.
Í lok janúar veiktist þú og varst
mikið veikur. Þú ætlaðir ekki að
gefast upp í þessum veikindum en
þó fór svo að lokum, að litlu engl-
arnir kölluðu þig til sín í annan
heim.
Elsku Leó, við kveðjum þig að
þessu sinni, söknuðurinn er mikill
en við eigum góðar minningar um
þig sem við munum ylja okkur við.
Fjölskyldu þinni sendum við inni-
legar samúðarkveðjur, þeirra er
söknuðurinn mestur.
F.h. nemenda og starfsfólks
Safamýrarskóla,
Björk og Hanna Rún.
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Skilafrestur
minningargreina