Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 51
DAGBÓK
Jóga fyrir
byrjendur
Guðjón Bergmann kennir
undirstöðuatriðin í jógaiðkun:
Líkamsæfingar, öndun, slökun,
hugmyndafræði og mataræði.
Námskeiðið hefst 7. mars
og stendur til 4. apríl.
Kennt verður þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 18.10.
Verð 9.900 kr.
Nánari upplýsingar í síma 690 1818.
gbergmann@strik.is - www.gbergmann.is
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 3 nætur
m.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 7.
mars, 4 nætur, flug, gisting, skattar.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri
til að kynnast þessari ótrúlegu borg og bjóða einstakt tilboð á síðustu
sætunum þann 7. mars. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og
spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins
einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum
fararstjórum Heimsferða. Það er engin tilviljun að þeir sem einu sinni
fara til Prag, kjósa að fara þangað aftur og aftur, enda er borgin
ógleymanleg þeim sem henni kynnast og engin borg Evrópu kemur
ferðamanninum eins á óvart með fegurð sinni og einstöku andrúmlofti.
Síðustu 11 sætin
Flug fimmtudaga
og mánudaga
í mars og apríl
Helgarferð til
Prag
7. mars
frá kr. 39.950
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert lífsglaður og hefur
áhrif á marga í kringum þig.
Árið verður hagstætt því
þú munt læra að meta
hluti upp á nýtt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú gefur andlegum málefn-
um meiri gaum í dag en áður.
Þú telur þig meðal annars
þurfa að finna trú þína á ný.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú gætir haft hag af mann-
eskju, sem hefur listræna
hæfileika. Þessi manneskja
gæti aðstoðað þig í atvinnu-
leit eða veitt þér ráðlegging-
ar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Sumir stofna til sambands
með eldri manneskju, eða
jafnvel yfirmanni sínum á
þessum degi. Þú dáist að fólki
sem er auðugra og fastara
fyrir en þú ert.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Heimspekilegar vangaveltur
og trú annarra vekur undrun
þína. Á sama tíma hefur þú
gagn af slíkum samræðum og
ekki er loku fyrir það skotið
að þær geri þig betur upp-
lýstan.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú telur þig hafa öðlast fyrri
styrk. Þú hefur beint sjónum
þínum að því sem þú vilt og
gerir atlögu að því að eignast
það.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Náinn vinur eða vinnufélagi
er ekki sammála því sem yf-
irmaður þinn segir við þig. Þú
verður að gera það upp við
þig á hvorn þú ætlar að
hlusta.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú telur mikilvægt að hafa
hreint í kringum þig og allt
skipulagt vegna þess að um-
hverfið hefur mikil áhrif á
þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Rómantík, ástarævintýri og
saklaust daður gæti átt sér
stað í dag. Þú vekur mikla at-
hygli hjá einhverjum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hvort sem þú skreytir, end-
urnýjar eða betrumbætir á
heimili þínu mun það bera ár-
angur. Hins vegar verður þú
að leggja talsvert á þig til
þess að ná markmiði þínu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þessi dagur er kjörinn til
þess að taka ákvarðanir er
snerta fjármál eða viðskipti.
Láttu slag standa því hugs-
anlegt er að þú getir hagnast
á aðgerðum þínum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Umræður við vini eru lífleg-
ar, hins vegar geta nútímaleg
viðhorf þín hneykslað ein-
hverja, sem munu reyna að
breyta hugmyndum þínum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þessi dagur er mikilvægur
fyrir þig því bæði sólin og
Venus eru í merki þínu. Dag-
urinn getur því orðið árang-
ursríkur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LESANDINN er beðinn
um að fá sér sæti í suður og
leggja drög að áætlun í sex
spöðum með laufdrottningu
út:
Norður
♠ Á3
♥ G762
♦ DG43
♣K83
Suður
♠ DG9765
♥ ÁK5
♦ ÁK
♣Á6
Spilið kom upp í keppn-
inni um NEC-bikarinn í
Japan í upphafi mánaðarins.
Flestir sagnhafar spiluðu
þannig: Þeir tóku á laufás-
inn heima, spiluðu ÁK í tígli
og síðan spaðaás og meiri
spaða. Þetta reyndist ekki
farsæl leið:
Norður
♠ Á3
♥ G762
♦ DG43
♣K83
Vestur Austur
♠ 82 ♠ K104
♥ 94 ♥ D1083
♦ 109875 ♦ 62
♣DG102 ♣9754
Suður
♠ DG9765
♥ ÁK5
♦ ÁK
♣Á6
Austur tók strax á spaða-
kóng og spilaði laufi á kóng
blinds. Nú á austur enn
tromp til að stinga í tígul-
drottningu og þar eð blindur
er innkomulaus fær vörnin á
endanum slag á hjarta-
drottningu. Einn niður.
Þrjár aðrar spilaleiðir
koma til greina og allar leiða
til vinnings eins og legan er:
(1) Sagnhafi gæti tekið
ÁK í tígli og svínað spaða-
drottningu. Austur fær slag-
inn og spilar laufi á kóng
blinds og nú spilar sagnhafi
frítígli. Austur trompar, en
suður yfirtrompar, fer inn í
borð á trompás til að taka á
frítígul og henda hjarta.
(2) Eftir ÁK í tígli gæti
sagnhafi farið inn á spaðaás
og spilað tígli strax. Austur
trompar, suður yfirtrompar
og trompar út. Trompið er
komið og laufkóngur enn í
borði sem innkoma á frítíg-
ul.
(3) Þriðji möguleikinn er
að bíða með trompið og fara
inn í borð á laufkóng eftir að
hafa tekið á ÁK í tígli. Tígli
er spilað, trompað og yfir-
trompað, og spaðadrottn-
ingu svínað. Síðan er inn-
koman á spaðaás notuð til að
taka tígulslaginn.
Hvaða leið skyldi vera
best? Það er verðugt verk-
efni fyrir töluglögga menn
að reikna það dæmi til enda.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 28.
febrúar, er sjötugur Árni
Rosenkjær, rafvirkjameist-
ari, Mosabarði 8, Hafnar-
firði. Hann er að heiman á
afmælisdaginn.
90 ÁRA afmæli. Níræð-ur er um þessar
mundir Einar B. Pálsson,
verkfræðingur og prófess-
or. Hann og kona hans,
Kristín Pálsdóttir, taka á
móti gestum í Ársal Hótels
Sögu föstudaginn 1. mars
milli kl. 17 og 19.
LJÓÐABROT
STÖKUR OG BROT
Því vil kvaka þannig ég
þanka vakinn, glaður,
mig til baka í duftið dreg,
dauðans sakamaður...
Þegar óhryggur heimi frá
héðan Siggi gengur,
fjöllin skyggja ekki á
alvalds bygging lengur.
Sigurður Breiðfjörð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 O-O 6.
e3 b6 7. Bd3 Bb7 8. f3 d6 9.
e4 Rc6 10. Re2 Dd7 11. O-O
e5 12. Bg5 Re8 13. Da4 f6 14.
Be3 Hd8 15. Dc2 Ra5 16. f4
Ba6 17. c5 Bxd3 18. Dxd3
exd4 19. cxd4 dxc5 20. Dc2
cxd4 21. Rxd4 Hf7 22. e5
fxe5 23. fxe5 Hxf1+ 24.
Hxf1 c5 25. Da2+ c4 26. e6
Dd6 27. Hf7 Rf6
Staðan kom upp á Norð-
urlandamótinu í skólaskák
sem lauk fyrir skömmu.
Simon Olsson (2.059) hafði
hvítt gegn Færeyingnum
Hans K. Simonsen (2.234).
28. Hxg7+! Kxg7. Svartur
hefði veitt harðvítugra við-
nám eftir 28...Kh8. Í fram-
haldinu vinnur hvítur
drottninguna og skákina. 29.
Rf5+ Kf8 30. Rxd6 Hxd6 31.
Bg5 Re4 32. e7+ Ke8 33. h4
Rxg5 34. hxg5 Kxe7 35.
De2+ He6 36. Dh5 c3 37.
Dxh7+ Kd6 38. Dd3+ Ke5
39. Dxc3+ Kf5 40. Dh3+
Ke5 41. Dh5 Rc6 42. g6+
Kd6 43. g7 Re7 44. De8 Hg6
45. Dxg6+ og svartur gafst
upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
70 ÁRA afmæli. ÓlafurOlgeirsson, Arnar-
ási 6, Garðabæ, fæddur 29.
febrúar, er sjötugur. Ólafur
dvelur á deild 4-B, Hrafn-
istu, Hafnarfirði.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 28. febrúar, eiga
50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ólöf Benediktsdóttir og
Höskuldur Jónsson, Rjúpufelli 44, Reykjavík.
90 ÁRA afmæli. Nk.laugardag, 2. mars,
er níræður Jóhann Jónas-
son, fv. forstjóri Grænmet-
isverslunar landbúnaðar-
ins, Sveinskoti, Bessastaða-
hreppi. Hann tekur á móti
gestum ásamt eiginkonu
sinni, Margréti Sigurðar-
dóttur, á afmælisdaginn kl.
17–19 í Hátíðarsal íþrótta-
hússins í Bessastaðahreppi.
FRÉTTIR
Á 42 ára afmæli Félags
heyrnarlausra hinn 11.
febrúar sl. afhenti
Védís Hervör Árna-
dóttir félaginu gjöf að
upphæð 400 þúsund
krónur. Védís, sem
ávann sér upphæðina í
sjónvarpsþættinum
„Viltu vinna milljón“,
ánafnaði félaginu
verðlaunin. Verður
upphæðinni varið til
menningarmála í
tengslum við Menning-
arhátíð heyrnarlausra
á Norðurlöndum sem
verður haldin á Íslandi
árið 2006, segir í
fréttatilkynningu.
Færði Félagi heyrn-
arlausra 400 þúsund
Frá vinstri: Berglind Stefánsdóttir, formaður
Félags heyrnarlausra, Védís Árnadóttir og
amma hennar Hervör Guðjónsdóttir, fyrrver-
andi formaður félagsins.