Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isArnór Guðjohnsen verður umboðsmaður / B2 Meiðsli knýja Kristin til að hætta / B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM BANDARÍSK blaðakona afhenti í Reykjavík í gær þremur Íslend- ingum bréf, sem hún hafði tekið á Galapagoseyjum í Kyrrahafinu fyr- ir nær þremur árum í þeim tilgangi að koma þeim til eigenda sinna. Jennifer Merin frá New York var hér í boði íslenska náttúrumarkaðs- átaksins Iceland Naturally ásamt 16 öðrum fjölmiðlamönnum frá Bandaríkjunum í tengslum við mat- arveisluna Food & Fun og hafði meðferðis 16 bréf, sem hún sá á „pósthúsinu“ á Isabellaeyju í Gala- pagoseyjaklasanum sumarið 1999. Hún segist hafa hugsað með sér að þarna kæmu ekki margir sem ættu leið til Íslands og því hefði hún ákveðið að taka bréfin vitandi að hún ætti eftir að fara fljótlega til Ís- lands. Það að taka bréfin væri að minnsta kosti afsökun fyrir því að heimsækja landið á ný. „Ég hafði komið hingað tvisvar skömmu áð- ur, sigldi meðal annars á vík- ingaskipinu Gaiu, en það dróst reyndar að ég kæmi aftur, þótt ég hafi fallið fyrir landinu við fyrstu kynni. En bréfin voru til taks þegar kallið kom og nú er ég komin til að ljúka skyldu minni,“ sagði hún um helgina. Gamall siður Fyrr á öldum settu sjómenn bréf í annars ónotaða víntunnu á eyjunni og tóku önnur ef þeir áttu leið á slóðir viðtakenda þeirra. Þessi sið- ur hefur haldist meðal ferðamanna og segir Jennifer Merin að ætlast sé til þess að bréfin séu afhent í eigin persónu. „Sumir svindla reyndar á þessu og póstleggja bréfin en hug- myndin er að bréfberinn kynnist viðtakendum á einn eða annan hátt með því að afhenda þau sjálfur.“ Illa gekk að hafa upp á móttak- endum bréfanna um helgina, en þegar Jennifer Merin náði loks í einn þeirra, Jóhann Loftsson sál- fræðing, var sem hún hefði himin höndum tekið. Þau mæltu sér mót í gærmorgun og þar voru einnig tveir aðrir móttakendur bréfa frá Galapagoseyjum, Baldvin H. Stein- dórsson sálfræðingur og Stefán Jó- hannsson fjölskylduráðgjafi. Í ljós kom að þeir fengu bréf frá Jóhanni en hann frá dóttur sinni. Jóhann segir að dóttir sín hafi verið skiptinemi í Ecuador og farið til Galapagoseyja vorið 1999. Fjöl- skyldan hafi síðan heimsótt hana í júní sama ár og þau farið öll saman til eyjanna, þar sem þau hafi skilið eftir nokkur bréf. Ári síðar hafi vin- ur sinn farið á sömu slóðir en ekki séð nein bréf til Íslands og hafi hann furðað sig á því. Það hafi því komið skemmtilega á óvart að fá bréfin. Bréf vinarins væru hins veg- ar enn ókomin. Jennifer Merin skrifar um ferða- lög, skemmtanir og menningu fyrir Creators Syndicate, sem er með höfuðstöðvar í Los Angeles, en áð- ur var hún blaðamaður hjá AP. Dálkur hennar nefnist Around the World og birtist vikulega. Vefslóðin er www.creators.com og ætlar hún að skrifa um ferð sína með íslensku bréfin. Hún skildi þau öll eftir hjá Jóhanni, enda hafði hann eða fjöl- skylda hans sent flest þeirra, með þeim orðum að hún kæmi fljótlega aftur til að hitta alla móttakendur bréfanna. Óvænt- ur sendi- boði frá Gala- pagos- eyjum Morgunblaðið/Ásdís Nær þriggja ára gömul bréfin frá Galapagoseyjum lesin. Frá vinstri: Jóhann Loftsson, Stefán Jóhannsson, Jennifer Merin og Baldvin H. Steindórsson. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um kosn- ingar til sveitarstjórna. Að því er fram kemur á kosningavef ráðu- neytisins er stefnt að því að frum- varpið verði að lögum á yfirstand- andi þingi. Meðal helstu breytinga á lög- unum er að allir erlendir ríkis- borgarar, utan Norðurlandabúa, fái kosningarétt við sveitarstjórn- arkosningar hafi þeir átt lögheim- ili hér á landi samfellt í fimm ár. Norðurlandabúar hafa haft þennan rétt og fá hann áfram, samkvæmt frumvarpinu, að því tilskildu að hafi átt hér lögheimili í þrjú ár samfellt. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að ákvæði laganna sem varða undirbúning og framkvæmd kosninga verði í samræmi við ákvæði nýrra laga um kosningar til Alþingis. Því er ætlað að tryggja að kjörstjórnir og aðrir starfi eins við sveitarstjórnarkosn- ingar og þingkosningar, m.a. varð- andi talningu atkvæða, gerð kjör- seðils og meðferð utankjörfundar- atkvæða. Sveitarstjórnarkosningarnar Útlendingar fái kosningarétt VARÐSTJÓRI hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins telur ljóst að reykskynjari og snar- ræði íbúa í blokk við Stranda- sel hafi komið í veg fyrir manntjón síðdegis í gær, þeg- ar kviknaði í hjá eldri konu sem býr á miðhæð í blokkinni. Skemmdir vegna reyks Íbúar heyrðu í reykskynj- ara innan úr íbúð konunnar, réðust strax til inngöngu, björguðu konunni út og slökktu eldinn, sem kom upp í svefnherbergi. Slökkviliðið flutti konuna á slysadeild Landspítalans, en grunur lék á að hún væri með reykeitr- un, og reykræsti íbúðina. Hún reyndist hafa skemmst nokk- uð af völdum reyks, en mun verr hefði getað farið ef íbúar í húsinu hefðu ekki brugðist eins fljótt við hljóðinu frá reykskynjaranum og raun bar vitni. Slökkviliðsvarðstjóri telur því ljóst að mannskæð- um eldsvoða hafi verið afstýrt í gær. Nágrannar bjarga konu úr brenn- andi íbúð KRINGLAN var með tæp 27% af allri gjafavöruverslun í landinu fyrir jólin, miðborgin var með 16,9% og Smáralindin með 15,7% að því er kemur fram í nýrri könn- un Gallup. Kringlan, miðborgin og Smáralind voru því samtals með nær 59,4% af allri gjafavöruversl- un í landinu. Þessar upplýsingar komu fram á hverfafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gærkvöldi. Höfuðborgarsvæðið var með lið- lega 70% af allri gjafavöruversl- uninni, Reykjavík þar af með 53,2%, landsbyggðin með tæpan fjórðung en 5% verslunarinnar fóru fram erlendis. Þegar litið er til jólaverslunar- innar með matvöru minnkar hlutur miðborgarinnar en hlutur Smára- lindar eykst: Af allri verslun var Kringlan með 25,2%, Smáralind með 12,7% en miðborgin 9,6%. Fólk af landsbyggðinni sækir í Kringluna og Smáralind Töluverður munur er á dreifingu jólaverslunarinnar á höfuðborgar- svæðinu eftir því hvort um mat- eða gjafavöruverslun er að ræða. Eins og gera má ráð fyrir er hlut- ur matvöruverslunar meiri utan stærstu verslunarkjarnanna en gjafavöruverslunin langmest í þeim. Þegar litið er til tengsla búsetu og verslunar í könnun Gallup kem- ur á daginn að 27% af matarinn- kaupum landsbyggðarfólksins fóru fram í miðbæ, Kringlunni og Smáralind en um 22% af gjafa- vöruversluninni. Greinilegt var að fólk af landsbyggðinni sótti frekar í Kringluna og Smáralind en í miðbæinn. Á höfuðborgarsvæðinu skiptir nálægð við verslunarkjarna miklu máli; íbúar vestan Snorrabrautar keyptu til að mynda rúm 54% af gjafavöru sinni í miðborginni en samsvarandi hlutfall fyrir Breið- hyltinga og Árbæinga rétt losaði 6%. Aðdráttarafl Kringlunnar virðist hins vegar ekki síður ná til íbúa á jaðri höfuðborgarsvæðisins en þeirra sem búa nærri henni. Þegar spurt var hvers vegna ákveðinn verslunarstaður hefði orðið fyrir valinu vegna gjafa- kaupa var algengasta svarið ná- lægð/búseta við verslunarstaðinn, tæpur fjórðungur nefndi vöruúrval en 15% sögðu ástæðuna vera að þeim líkaði vel að versla þar. Miðborgin með 17% af gjafavöruversluninni fyrir jólin Kringlan mest sótti verslunarstaðurinn RÍKISSAKSÓKNARI hefur farið fram á það við embætti ríkislög- reglustjóra að embættið afli þeirra gagna hjá Ríkisendurskoðun sem notuð voru við skýrslugerð varð- andi mál forstöðumanna Þjóð- menningarhúss og Þjóðskjala- safns. Þetta kom fram í útvarps- fréttum RÚV í gær og var þar haft eftir Boga Nilssyni ríkissaksókn- ara að lögreglunni hefði verið skrifað bréf þessa efnis í gær- morgun. Ríkissaksóknari er að meta hvort efni séu til að láta fara fram opinbera rannsókn á málum forstöðumannanna en ákvörðun um það liggur ekki fyrir. Ríkissaksókn- ari óskar eftir gögnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.