Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. NÓTT í Boston er stórt 2,50 x 1,75 metrar, akríl- málverk, málað í Boston 1983. Málverkið var fengið að láni í tilefni hátíðlegrar opnunar nýs húsnæðis Bílaleigunnar Geysis í Dugguvogi 10, Reykjavík, í maí 1998. Við þetta sama tilefni, á sama stað, hélt undirrituð umfangsmikla myndlistar- sýningu á þrem hæðum í samráði við framkvæmda- stjórann. Nótt í Boston var hengd upp á vegg á verkstæðinu og hékk þar áfram. Í þessu húsi var ég með vinnustofu til skamms tíma eða þangað til ég varð að víkja fyrir bílaleigunni Avis, sem sam- einaðist Geysi í janúar 2000. Það var mikið mál fyrir mig að hafa ekki pláss lengur og útilokað að ég gæti komið þessu verki fyr- ir í lítilli íbúð. Það var um- samið að ef einhverjar breytingar ættu sér stað yrði ég látin vita um mál- verkið mitt. Málverkið var þarna í haust, þegar ég heimsótti það, en þegar ég kom við í Dugguvogi 10 17. janúar sl. var það horfið og nýir eigendur teknir við verkstæðinu, sem nú er bílasala. Ef einhver hefur orðið málverksins var og eða veit hvar það er niðurkomið, bið ég ykkur vinsamlegast að hafa samband við mig, Evu Benjamínsdóttur, í síma 691 2846 eða 586 2846. Svar við fyrirspurn VEGNA fyrirspurnar í Vel- vakanda á fimmtudag um það hvenær sjúklingar af Sjúkrahóteli Rauða kross- ins megi vænta endur- greiðslu vegna gjaldtöku á síðasta ári er því til að svara að greiðslurnar ættu að berast fólki í þessari viku. Gjaldtakan var sam- kvæmt samkomulagi við Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti og Landspítala háskólasjúkrahús. Endur- greiðslan kemur frá ráðu- neytinu en þessa dagana eru starfsmenn Sjúkrahót- elsins að póstleggja ávísan- ir til þeirra einstaklinga sem um ræðir. Með bestu kveðju, Gunnar Arnarson, fjármálastjóri Rauða kross Íslands. Auglýst eftir lampaskermi FYRIR allmörgum árum var undirritaður á Ensku strönd Kanaríeyja. Þar kynntist ég góðum manni, sem ég því miður missti sambönd við vegna hlé- drægni minnar, og man því miður ekki hvað heitir, en hann vann á pósthúsinu í Austurstræti. Þegar þessi ágæti maður komst að því hverra manna ég væri, bauðst hann til að láta mig fá lampaskerm, sem hann ætti og sagði kominn úr gamla Hörðuvallahúsinu í Hafnarfirði. Því miður var ég of hlédrægur til að láta af því verða að þiggja þetta höfðinglega boð. Nú er haf- inn undirbúningur hundrað ára afmælis fyrstu vatns- aflsrafvirkjunar á Íslandi, og meðal annars er fyrir- hugað að varðveita Hörðu- vallahúsið, og koma þar upp minjasafni. Ef þú, þessi ágæti mað- ur, sem ég kynntist á Kan- arí, lest þessar línur, gætir þú glatt bæði mig og þá sem vinna að undirbúningi afmælisins, ef þú værir fá- anlegur til að leggja þitt af mörkum og gefa gamla skerminn til varðveizlu í Hörðuvallahúsi. Mér þætti mjög vænt um að heyra frá þér, ef af þessu gæti orðið. Með kærri kveðju og þökkum, þótt seint sé, fyrir góð kynni á Kanarí. Þórður Reykdal, sími 555 0918. Tapað/fundið Vindjakki týndist VINDJAKKI týndist á stofnfundi Íslenska bjór- vinafélagsins á Dubliner föstudagskvöldið 1. mars. Jakkinn er af gerðinni Bogner og er svartur. Í jakkanum var vegabréf og græna kortið fyrir Þýska- land og kostar það eigand- ann mikla vinnu og peninga að fá græna kortið aftur út- gefið. Þeir sem vita um jakkann, vegabréfið og græna kortið vinsamlega hafið samband við Pétur í síma 565 6383. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Nótt í Boston er horfin Víkverji skrifar... ÞEGAR Víkverji þurfti að takabensín á bílinn sinn í bítandi frostinu á dögunum fór hann í sjálf- sala á nýlegri bensínstöð í borginni sem hann hefur ekki áður átt við- skipti við. Bensíntakan gekk að ósk- um eins og endranær, og reyndar betur en oft áður, því í þetta skiptið fékk hann útprentaða kvittun fyrir kaupunum. Það hefur nefnilega vilj- að brenna við að þegar Víkverji hefur keypt bensín á sjálfsafgreiðslustöðv- um hefur annaðhvort ekki verið pappír í prentaranum eða þá að hann hefur verið nánast bleklaus, þannig að kvittunin hefur vart verið læsileg. Hefur Víkverji oft saknað þess að fá ekki kvittun fyrir bensínkaupunum til að setja í bókhaldið hjá sér. En það var annað en þetta sem vakti Vík- verja til umhugsunar þegar hann hafði lokið við að dæla á bílinn sinn og kvittunin var komin í veskið. Þá rak hann nefnilega augun í miða á bens- índælunni þar sem á stóð eitthvað á þessa leið: „Brostu, þú ert í beinni“. Þar með var ljóst að þar sem Víkverji barði sér í frostinu á meðan hann var að dæla á bílinn var einhver einhvers staðar inni á hlýrri skrifstofu og skemmti sér við að horfa á Víkverja nánast frjósa í hel. Það er svo sem allt í lagi, en þetta leiddi huga Vík- verja að því að þegar hann er staddur utan veggja heimilisins er hann kannski meira og minna alltaf „í beinni“ hjá einhverjum sem hann oft- ast nær veit ekki hver er. Það finnst Víkverja ekki þægileg tilhugsun. x x x Í NÝJASTA hefti tímaritsins Scientific American rakst Vík- verji á grein þar sem fjallað er um nútíma eftirlitskerfi, en þar er varp- að fram spurningunni um hvort þau séu virði kostnaðarins og átroðnings- ins sem þeim fylgir. Hér á landi hafa eftirlitsmyndavélar verið í notkun í miðborg Reykjavíkur í rúm þrjú ár og samkvæmt frétt sem nýlega birt- ist í Morgunblaðinu telur lögreglan að þær hafi leitt til þess að ofbeld- isverkum hafi fækkað í miðborginni en hins vegar hafi þeim fjölgað nokk- uð í öðrum tilteknum hverfum. Um þessa þróun séu þó ekki til neinar handbærar tölur en eftir því sem lög- reglan kemst næst virðast þessar breytingar á tíðni ofbeldisbrota vera staðreynd. Í umræddri grein í Scientific American kemur m.a. fram að í Bretlandi séu nú um 1,5 milljónir lokaðra kerfa með eftirlitsmyndavél- um. Rannsókn sem gerð hefur verið í Skotlandi hefur hins vegar leitt í ljós að þessi myndavélavæðing hefur ekki reynst vera skilvirk og hvorki orðið til þess að draga úr glæpum né ótta almennings við glæpi. Þannig hafi könnun sem gerð var í Glasgow 1999 leitt í ljós að þótt glæpum hafi fækkað á þeim svæðum þar sem eft- irlitsmyndavélar eru hafi sú fækkun reynst óháð myndavélunum sé tillit tekið til almennrar þróunar glæpa- verka. Í Ástralíu var útkoman svo enn verri, en þar reyndist eftirlits- kerfi sem kostaði um 100 milljónir króna aðeins hafa leitt til einnar handtöku á 160 daga tímabili. Er í Scientific American bent á það sjón- armið að frekar eigi að veita fjármuni til að styrkja hefðbundið öryggiseft- irlit sem viðgengist hefur um árabil, en meðal annarra ráðstafana gæti það orðið til þess að koma í veg fyrir þá þróun að aukin öryggisgæsla með nútímatækni verði á kostnað frelsis borgaranna. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sol- borg, Lagarfoss og Sava Star koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Harðbakur, Selfoss og Lára Helena komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska og dans Lance, kl. 13 vinnusofa, og bað. Bún- aðarbanki frá kl. 10.15. Verslunarferð í Hag- kaup, Skeifunni, 7. mars kl. 10. Kaffi í boði Hag- kaupa, brottför frá Grandavegi 47 kl. 10 með viðkomu í Afla- granda 40. Skráning í afgreiðslu s. 562-2571. Opið hús fimmtud. 7. mars. Húsið opnað kl. 19.15, kl. 19.30 sýnir Sigurður Guðmundsson litskyggnur, félagsvist kl. 20. Í kaffitímanum leikur Harmonikufélag Reykjavíkur nokkur lög. Allir aldurshópar velkomnir. Góugleði verður föstud. 8. mars. Bingó, konur úr heim- ilisiðnaðarfélaginu sýna þjóðbúninga, börn frá þjóðdansafélagi sýna dansa, Gerðubergskór- inn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Vinarbandið leikur fyrir dansi. Kaffiveitingar. Fólk er beðið um að mæta í þjóðbúningum. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félagasstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtud. 14. mars Félagsvist á Álfta- nesi kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Bessa- staðahr., 21. mars. Fé- lagsvist á Garðaholti kl. 19. 30 á vegum Kven- félags Garðabæjar. Þriðjud. 5. mars kl. 9 vinnustofa/gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 spilað í Kirkjuhvoli, kl. 13.30 tréskurður, kl. 16 búta- saumur. Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn. Föstud. 8. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Saumar undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Bridge, nýir spilarar velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13. Meistaramót deildarinnar hefst í dag. Alkort spilað kl. 13.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ . Og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sunnudaga kl. 16. Miða- pantanir í s.: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Miðvikud.: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Nám- skeið í framsögn og upplestri hefst fimm- tud. 7. mars kl. 16.15. Framtalsaðstoð verður veitt þriðjud. 19. mars á skrifstofu félagsins, panta þarf tíma. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- mennska, kl. 13 boccia, kl. 14.30 ferðakynning, kynntar ferðir til Portú- gals. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi, kl. 19 brids. Leikskólabörn frá Leikskólanum Fögrubrekku koma í heimsókn kl. 10.30 og syngja nokkur lög. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna.kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla. Háteigskirkja, eldri borgarar á morgun, miðvikudag, samvera, fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Skattaframtalsaðstoð, verður veitt 20. mars frá kl. 9, uppl. hjá ritara í s. 568-6960. Fimmtud. 7. mars kl. 15 veður ferðakynning, „lukku- pottur“. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskuður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. Laus plás í fatasaumi og körfu- gerð. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Ásgarði, Glæsibæ. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20. ITC-Fífa Kópavogi, fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju. Uppl. í síma 586 -2565. ITC-Irpa heldur fund í kvöld kl. 20 í Hverafold 5. Uppl. í síma 699- 5023. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Fundur verður fimm- tud. 7. mars og hefst í kirkjunni kl. 20. Kvenfélagið Fjallkon- urnar, aðalfundurinn er kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Félag kennara á eft- irlaunum, árshátíðin verður haldin laugard. 9. mars í Félagsheim- ilinu Húnabúð, Skeif- unni 11, 3. hæð og hefst kl. 19. Veislusalur opn- aður kl. 18.30. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 7. mars, s. 595-1111. Kvenfélag Seljasóknar. Fundur í kirkjumiðstöð- inni kl. 20. Gestir fund- arins verða frá Föndru á Langholtsvegi. Í dag er þriðjudagur 5. mars, 64. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur lík- ami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. (Lúk. 11, 33.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 frá Svíþjóð, 4 svínakjöt, 7 hænur, 8 ólga, 9 þegar, 11 vítt, 13 æsi, 14 mönd- ullinn, 15 þukl, 17 tarfur, 20 aula, 22 varðveitt, 23 þrautir, 24 úldin, 25 skyldmennin. LÓÐRÉTT: 1 drekkur, 2 athuga- semdum, 3 ögn, 4 skor- dýr, 5 í vafa, 6 lítil tunna, 10 allmikill, 12 líkams- hlutum, 13 bókstafur, 15 fallegur, 16 dulið, 18 hindra, 19 kaka, 20 svif- dýrið, 21 smáalda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 göfuglynd, 8 sakni, 9 rolla, 10 náð, 11 marin, 13 Ingvi, 15 hrund, 18 assan, 21 ræð, 22 tudda, 23 arinn, 24 haganlegt. Lóðrétt: 2 öskur, 3 urinn, 4 lærði, 5 nýleg, 6 ósum, 7 kali, 12 inn, 13 nes, 15 hiti, 16 undra, 17 draga, 18 aðall, 19 sting, 20 nánd. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.