Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ OSAMA bin Laden slapp úr klóm Bandaríkjamanna í Afganistan sök- um mistaka, sem gerð voru í leitinni að Sádi-Arabanum. Þannig bjuggu Bandaríkjamenn alls ekki yfir full- nægjandi upplýsingum um aðstæður í Afganistan og hirtu ekki um að verða sér úti um þær, bandamenn þeirra í Afganistan reyndust leika tveimur skjöldum og þá beittu þeir röngum herfræðilegum aðferðum í eftirför sinni. Þetta er niðurstaða úttektar sem bandaríska dagblaðið Christian Science Monitor birti í gær. Fullyrð- ir blaðið að fyrir vikið hafi besta tækifæri Bandaríkjastjórnar til að handsama bin Laden runnið henni úr greipum. Í grein Christian Science Monitor er rakið hvernig bin Laden komst undan. Er stuðst við fjölmarga heim- ildarmenn, bæði heimamenn og er- lenda aðila sem vel þekkja til. Blaðið rekur flótta bin Ladens frá borginni Jalalabad til fjallavirkisins í Tora Bora. „Við munum kenna þeim lexíu“ Rakið er efni ræðu sem bin Laden flutti heittrúuðum múslímum í Jal- alabad 10. nóvember sl., daginn áður en hann flúði borgina, tveimur dög- um áður en höfuðborgin Kabúl féll í hendur Norðurbandalagsins, banda- manna Bandaríkjanna í þessum átökum. „Bandaríkjamenn höfðu uppi áform um innrás í Afganistan en samstaða okkar og trú á Allah mun verða þess valdandi að við munum kenna þeim lexíu, þá sömu og við kenndum Rússum,“ á bin Laden að hafa sagt í ræðu sinni en heimild- armennirnir eru tveir héraðshöfð- ingjar sem viðstaddir voru þessa kveðjuræðu bin Ladens. Minnist annar þeirra, Malik Habib Gul, þess að þetta kvöld hafi verið haldin mikil veisla og voru allir gestanna leystir út með peningum. Bin Laden hélt til Tora Bora dag- inn eftir en um þetta leyti mögnuð- ust mjög loftárásir Bandaríkja- manna á Jalalabad. Fóru þeir af þeim sökum í nokkrum flýti, bin Laden í brynvarinni, breyttri Toyota Corolla-bifreið. Þegar Bandaríkjamenn hófu vægðarlausar loftárásir sínar á Tora Bora tryggðu bin Laden og menn hans sér undankomuleið með því að bera fé á heimamenn. Jafnframt hamlaði það mjög aðgerðum á jörðu niðri að höfðingjarnir tveir, sem Bandaríkjamenn völdu til samstarfs, deildu mjög sín á milli. Varð það til þess að Tora Bora-fjallasvæðið var aldrei umkringt og mennirnir, sem þar höfðust við, áttu býsna auðvelt með að láta sig hverfa. Kom einnig á daginn að höfðingj- arnir tveir, Hazret Ali og Haji Zam- an Ghamsharik, reyndust þegar til kom tregir til að beita liðsafla sínum gegn al-Qaeda-liðum og þeim talib- önum sem héldu uppi vörnum í Tora Bora. Segir Pir Baksh Bardiwal, höfð- ingi frá A-Afganistan, að þær þús- undir pakistanskra hermanna, sem komið var fyrir á landamærum Pak- istans og Afganistans, hafi aldrei sinnt því starfi sínu að koma í veg fyrir að al-Qaeda-liðar færu yfir til Pakistans. Kveðst hann jafnframt hafa undrast það mjög að Banda- ríkjamenn skyldu ekki láta sér detta í hug að koma fyrir léttvopnuðum hersveitum á allra augljósustu flóttaleiðunum yfir landamærin. „Landamærin að Pakistan skiptu sköpum en það leiddi enginn hugann að þeim,“ sagði hann. Reiddu fé af hendi og fengu að fara sína leið Greinir Christian Science Monitor frá því að á bilinu 28.–30. nóvember hafi bin Laden haldið á brott frá Tora Bora áleiðis að landamærunum að Pakistan. Fylgir sögunni að Haji Hayat Ullah, gamall kunningi bin Ladens, hafi 3. desember greitt bandamönnum Bandaríkjanna í Jal- alabad peninga gegn því að þrír ónafngreindir arabar fengju að fara yfir landamærin til Pakistans. Er líklegt að bin Laden hafi þar verið á ferð. Héraðshöfðingjarnir í Jalal- abad höfðu reyndar þegar fengið borgað fyrir að tryggja að enginn kæmist yfir landamærin en arabarn- ir reyndust einfaldlega færir um að borga enn meira og gátu því látið sig hverfa. Einnig kemur fram í greininni að það hafi grafið undan tilraunum Bandaríkjamanna til að hafa hendur í hári bin Ladens að þeir höfðu litla þekkingu á innbyrðis flokkadráttum héraðshöfðingjanna í Afganistan. Gerðu þeir sér aldrei nægjanlega grein fyrir því að héraðshöfðingjar sem gengu til liðs við baráttuna gegn bin Laden og félögum léku oftar en ekki tveimur skjöldum. Nýjar upplýsingar í Christian Science Monitor um flótta Osama bin Ladens frá Afganistan Washington. AFP. Bar fé á menn og fékk að fara Reuters Afganskur hermaður á verði í borginni Gardez, skammt frá Kabúl, í gær. Drunurnar frá árásum B-52 flugvéla Bandaríkjamanna á stöðvar talibana og al-Qaeda í um 30 kílómetra fjarlægð heyrðust vel í Gardez. MÚSLÍMSKAR konur héldu um síðustu helgi ráðstefnu í Cordoba á Spáni þar sem meðal annars var fjallað um þá nei- kvæðu ímynd, sem þær eða staða þeirra hefur á Vest- urlöndum. Í loka- ályktun ráðstefn- unnar voru kristnir menn hvattir til að losa sig við fordóma gagnvart þeim og þá einkanlega klæða- burði þeirra. Á ráðstefnunni, sem sótt var af 200 konum og raunar körlum líka, var íslam varin sem umburðarlynd trúar- brögð og ofbeldi, ekki síst heimilis- ofbeldi, harðlega fordæmt. Hins vegar var lýst miklum áhyggjum af stöðu múslímskra kvenna á Vest- urlöndum, sem margar eiga mjög erfitt með að samlagast vestrænu þjóðfélagi. Einna mest var þó áherslan á klæðaburð sumra múslímskra kvenna, slæðurnar, sem hylja þær frá hvirfli til ilja, en á Vesturlönd- um hafa margir mikinn ímugust á þeim búningi. „Við verðum að hætta að hugsa um múslímskar konur út frá einhverri for- skrift, að þær séu bara kuflklædd og vilja- og skoðanalaus verkfæri í höndum manna sinna. Við eigum held- ur að reyna að finna leiðir til að búa saman í friði,“ sagði Azra Sljivo, sem fluttist frá Bosníu til Spánar. Í ályktun ráðstefnunnar segir, að kuflinn sé „sjálfviljug tjáning og hluti af grundvall- arréttindum kon- unnar“, ekki síður en sá réttur hennar að bera hann ekki. Til nokkurra átaka kom þegar hópur múslíma reyndi að biðjast fyrir í moskunni í Cordoba, þeirri þriðju stærstu í heimi, en henni var breytt í kaþólska kirkju á 13. öld. Vildi fólkið biðjast fyrir í helgi- dómi forfeðra sinna en var stuggað burt eftir nokkrar stympingar. Það voru íslömsk kvennasamtök í Madrid, sem stóðu fyrir ráðstefn- unni, en henni var frestað sl. haust vegna hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum. Ráðstefna íslamskra kvenna á Spáni Ályktað gegn fordómum á Vesturlöndum Cordoba. AP. Múslímastúlka með slæðu í Kambódíu. BANDARÍSKAR sprengjuflugvélar héldu uppi hörðum árásum á liðs- safnað al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna í fjöllunum í Austur-Afgan- istan á sunnudag, annan daginn í röð. Daginn áður höfðu afganskir hermenn og bandarískir sérsveitar- menn látið undan síga vegna mikillar mótspyrnu en Bandaríkjamenn segj- ast staðráðnir í að láta mistökin frá Tora Bora ekki endurtaka sig að þessu sinni. Hafa þeir komið herliði fyrir víða umhverfis svæðið í því skyni að útiloka undankomu al- Qaeda-liðanna. Átökin um helgina eru mestu sam- eiginlegu hernaðaraðgerðir Afgana og Bandaríkjamanna í Afganist- anstríðinu en liðsmenn al-Qaeda eru sagðir hafa búið mjög vel um sig í hellakerfinu í Paktia-héraði. Lítið var um bardaga á jörðu niðri í fyrra- dag og var það haft eftir afgönskum foringja, að Bandaríkjamenn hefðu breytt um hernaðaraðferð vegna mótspyrnunnar. „Þeir vildu hefja sókn á landi en þegar þeir urðu fyrir mannfalli breyttu þeir um,“ sagði afganski for- inginn Wazir Khan en hann fer fyrir 600 manna liði, sem sækir að vígjum al-Qaeda frá suðri. Að minnsta kosti einn Bandaríkja- maður og fimm Afganar féllu í átök- unum fyrsta daginn og ótiltekinn fjöldi særðist. Íbúar borgarinnar Gardez, sem er næst átakasvæðinu, kváðust sjá reykjarstróka stíga til himins og heyra miklar sprengidrunur frá svæðinu en um helgina var varpað á það meira en 270 sprengjum. Sagði talsmaður Bandaríkjahers að nokkr- ar AH-64 Apache-þyrlur hefðu orðið fyrir skoti og bætti við, að auk Afg- ana og Bandaríkjamanna tækju her- menn frá Noregi, Þýskalandi, Kan- ada, Ástralíu, Frakklandi og Danmörku þátt í aðgerðunum. Óviss fjöldi en vel vopnum búinn Ekki er vitað hve al-Qaeda hóp- urinn er stór. Segja sumir nokkur hundruð en aðrir töluvert á annað þúsund. Var hellakerfið útfært og aukið af skæruliðum í stríðinu gegn yfirráðum Sovétmanna á níunda ára- tug síðustu aldar. Virðast al-Qaeda- liðarnir vera mjög vel vopnum búnir og ráða meðal annars yfir Stinger- eldflaugum, sprengjuvörpum, fall- byssum og loftvarnabyssum. Áður en Bandaríkjamenn hófu loftárásirnar á sunnudag fluttu þeir hundruð bandarískra hermanna til ýmissa staða umhverfis hellakerfið til að tryggja, að al-Qaeda-liðið gæti ekki flúið burt eins reyndin var í Tora Bora. Þar að auki hefur verið haft samstarf við Pakistana, sem hafa stórhert gæslu á landamærun- um á þessum slóðum. Hernaðarsérfræðingar segja, að munurinn á Tora Bora og stöðunni nú sé ekki síst tíminn. Embættis- maður í afganska innanríkisráðu- neytinu segir, að vitað hafi verið frá í janúar, að al-Qaeda-menn væru að safnast saman í hellunum við Gar- dez. Þess vegna hafi gefist góður tími til að leggja á ráðin um sóknina gegn þeim og girða um leið fyrir flótta þeirra. Sótt að síðasta meiri- háttar vígi al-Qaeda Bandaríkjamenn girða af flestar undankomuleiðir Kabúl, Washington. AFP, AP, Los Angeles Times. 789:;'<='>,8'             !"     ! # "    !  $     %&'  $ ! ''  ( $  )  *     + , # %             # $     -  .  )(  $ / 01 2 3 + , 4 2  0! 0)5 #+ 31 2 3    6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.