Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 23
Þórunn Lár NO NAME Andlit ársins 2002 er förðuð með nýjustu vorlitunum frá NO NAME
Varalitur Micro Sunberry Gloss varalitur Candlelight Skrúfvarablýantur Spice
Þrískiptir augnskuggar Bistro - 213 svartur Stardust Tender Kinnalitur Mosaic Bronze
MANNTJÓN Ísraela um helgina í
átökunum við Palestínumenn var
eitt hið mesta í manna minnum.
Margir Ísraelar kenna Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, um
vaxandi hörku í átökunum, gagnrýni
á Ariel Sharon forsætisráðherra fer
einnig vaxandi. „Það er engin önnur
leið til en að binda enda á völd Ara-
fats,“ sagði ráðherra í Ísraelsstjórn,
Dan Naveh, á sunnudag.
Leyniskytta tók sér stöðu á hæð
skammt frá þorpinu Silwad og ísr-
aelskri varðstöð á Vesturbakkanum
á sunnudag og skaut til bana 7 ísr-
aelska hermenn og þrjá óbreytta
borgara á sunnudag. Fjórir að auki
særðust.
Alls féllu 20 Ísraelar í árásum Pal-
estínumanna á laugardag og sunnu-
dag en Ísraelar svöruðu fyrir sig
með því að ráðast með þyrlum og
orrustuþotum á stöðvar Palestínu-
stjórnar og bækistöðvar herskárra
samtaka sem oft eru í flóttamanna-
búðum. Féllu þá fjórir Palestínu-
menn. Enn héldu Ísraelar áfram
árásum á flóttamannabúðir á Vest-
urbakkanum í gær og féllu þá eig-
inkona eins af leiðtogum Hamas-
samtakanna og þrjú börn þeirra og
tvö börn að auki.
Gaf sér góðan tíma
Varðstöðin sem leyniskyttan réðst
á er í grennd við eina af landnema-
byggðum gyðinga er nefnist Ofra.
Skyttan miðaði vel og gaf sér góðan
tíma og notaði aðeins 25 skot. Byss-
an var gömul, úr síðari heimsstyrj-
öld. Manninum tókst að flýja af vett-
vangi og skildi vopnið eftir. Gerð var
einnig árás um sama leyti á varð-
stöðina Kissoufim skammt frá Gaza-
ströndinni og féll þar 19 ára gamall
hermaður, þrír aðrir særðust.
Síðdegis á laugardag, er hvíldar-
degi var að ljúka, sprengdi Palest-
ínumaður sig við innganginn að
Mahane Israel-skólann í Jerúsalem
er bókstafstrúaðir gyðingar voru að
yfirgefa húsið. Auk sprengjumanns-
ins fórust níu manns, þar af sex börn
og um 30 slösuðust. Palestínsk sam-
tök er nefnast Herdeild píslarvott-
anna sögðu að liðsmaður þeirra hefði
verið að verki.
Ríkisstjórn Sharons var kölluð til
bráðafundar á laugardagskvöld til að
ræða aðgerðir vegna mannfallsins í
árásum Palestínumanna. Ísraelskar
hersveitir gerðu í hefndarskyni
skriðdrekaárás á bæinn Salfit á
Vesturbakkanum og Ramallah, þar
sem Arafat hefur verið í eins konar
stofufangelsi síðan í desember. Tveir
palestínskir lögreglumenn féllu í
þessum árásum auk þess sem tveir
tugir óbreyttra borgara særðust, þar
af einn hættulega. Loks felldu Ísr-
aelar tvo liðsmenn úr leyniþjónustu
Palestínumanna í árás á borgina
Qalqilyia. Loks gerðu ísraelskar
þyrlur árás á stöð vopnaðra sveita
Palestínustjórnar í Betlehem en ekki
mun hafa orðið mannfall.
Óþekkjanleg barnslík
Meðal hinna látnu í tilræðinu í
Jerúsalem á laugardag var að sögn
lögreglunnar móðir og sjö mánaða
gamalt barn hennar. Ársgamalt barn
fórst ásamt 12 ára bróður sínum, sjö
ára systir þeirra reikaði ein um
hverfið í nokkrar klukkustundir áður
en ættingi rakst á hana og kom henni
á sjúkrahús.
„Ég heyrði ægilega sprengingu,
sá reyk og eld, þetta var svo ógn-
vekjandi ... ég æpti á börnin mín,“
sagði Aviva Nachmani, ísraelsk kona
sem hafði verið að fagna fermingu
sonar síns í skólahúsinu. Hún sagðist
hafa séð barnslík, svo illa brennd að
þau voru óþekkjanleg. Hún leitaði í
skelfingu að eigin börnum í brenn-
andi húsinu, fór hæð af hæð, „ég hélt
að ég myndi kannski þekkja fötin
þeirra“. Síðan æddi hún um göturn-
ar, grátandi af skelfingu. Svo fór að
Nachmani fann börnin sín. Þau voru
óhult en mágur hennar slasaðist og
var í lífshættu.
Blóðugasta helgi
um langt skeið
Jerúsalem. AP, AFP.
Tíu Ísraelar
féllu í tilræði
sjálfsmorðingja
í Jerúsalem