Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 15 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 20-40% afsláttur af allri innimálningu Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. á innimálningu TILBOÐ PÁSKA VEGAGERÐIN á eftir að ákveða hvaða veglínu hún leggur áherslu á þegar nýr Suðurstrandarvegur verð- ur byggður milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Gerðar hafa verið at- hugasemdir við þá veglínu sem mælt hefur verið fyrir með ströndinni þar sem hún liggur yfir Húshólma og Óbrennishólma þar sem merkar fornminjar eru við vegstæðið. Unnið er að umhverfismati fyrir nýjan Suðurstrandarveg. Matsáætl- un hefur verið samþykkt og unnið að umhverfismatsskýslu. Jónas Snæ- björnsson, umdæmisstjóri Vega- gerðarinnar á Reykjanesi, segir að valið sé einkum talið standa um tvær veglínur, með ströndinni eða uppi undir núverandi vegi. Hann staðfest- ir að hugsanleg veglína með strönd- inni fari yfir Húshólma og Óbrennis- hólma. Hún hafi hins vegar verið valin í samráði við fornleifafræðing og ætti ekki að fara yfir merkar minjar. Þjóðminjasafnið hafi hins vegar gert athugasemdir og væri hugsanlegt að færa hana alveg upp fyrir hólmana af þeim sökum. Segir Jónas að starfsmenn Vega- gerðarinnar muni á næstu vikum meta það hvaða leið vænlegast verði að fara og muni tillaga þeirra koma fram í umhverfismatsskýrslu. Merkar minjar Félagar úr ferðahópnum Ferlir hafa farið mikið um Reykjanes til að huga að gömlum minjum. Þeir fóru á dögunum í Óbrennishólma og Hús- hólma sem eru í Ögmundarhrauni, skammt vestan Krýsuvíkur á leiðinni til Grindavíkur. Í Óbrennishólma eru ýmsar minjar, meðal annars fjárborg sem verið hefur hin stærsta á Reykjanesi og fleiri hleðslur og garðar en hraunið stöðvaðist við þessi mannvirki á leið sinni til sjávar. Telur Ómar Smári Ármannsson, einn af Ferlirs-félögum, að Óbrenni- shólmi og Húshólmi séu með merk- ustu fornminjasvæðum landsins. Þar kunni jafnvel að leynast fornminjar sem gefi vitneskju manna um land- nám Íslands. Fyrirhugað sé að leggja breiða hraðbraut í gegn um Hólmana með ófyrirséðum afleiðing- um, þrátt fyrir að þau hafi lítið verið rannsökuð og ekki sé til á einum stað vitneskja um þær minjar sem þegar sé vitað um. Ferlir á eftir að gera sér ferð í Húshólma en samkvæmt upplýsing- um Ómars Smára er þar vitað um forna kirkju sem talið er að hafi verið notuð eftir að Ögmundarhraun rann árið 1151, fornan skála sem hraunið umlukti og enn sjáist merki um, grafreit og garða. Tillaga að Suður- strandarvegi geri ráð fyrir að hann fari yfir hluta af þessum minjum. Ómar Smári vekur einnig athygli á því að tillagan að Suðurstrandar- vegi geri ráð fyrir að hann snerti Jónsvörðuhús á Krýsuvíkurheiði, auk annarra fornminja á leið sinni með ströndinni. Ekki búið að ákveða veglínu Suðurstrandarvegar Óttast að forn- minjar spillist Grindavík/Krýsuvík LAGT er til að sköpuð verði ný ímynd fyrir ferðaþjónustu á Suð- urnesjum, í skýrslu um stefnumót- un sem unnin hefur verið fyrir Ferðamálasamtök Suðurnesja. Ein tillagan er að kenna svæðið við Reykjanes fremur en Suðurnes. Sveitarstjórnarmenn voru boð- aðir til fundar í Eldborg í Svarts- engi á dögunum til að ræða „Stefnumótun í ferðaþjónustu á Suðurnesjum (Reykjanesi)“. Eitt af þeim atriðum sem menn greinir á um í þeirri vinnu er nafnið á svæð- inu, þ.e. hvort svæðið eigi að kalla Suðurnes eða Reykjanes og krist- allast það í fundarboðinu. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Bjarnheiður Hallsdóttir kynntu skýrslu sem þær hafa unnið að og ber nafnið „Stefnumótun í ferða- þjónustu á Reykjanesi“. Vinnan hófst um mitt sumar 1999 og var skýrslunni skilað í maí 2001. Fund- urinn hafði þann tilgang að draga fram viðhorf sveitarstjórnarmanna við skýrslunni og hefja umræður um málefnið. Sigríður sagði að í stefnumótun væru þrír áherslu- þættir. Fyrst nefndi hún að skapa nýja ímynd Reykjaness og gat þess að ástæðan fyrir því að skýrsluhöf- undar völdu nafnið Reykjanes hafi verið sú að það orð væri tengt land- fræðilegri sýn fólks en Suðurnes tengt veðurfari. Í öðru lagi að setja á fót Ferðamálastofu Reykjaness, sem byggðist á grunni Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar. Og í þriðja lagi að gera markaðs- og kynningaráætlun fyrir svæðið. Fram kom í máli margra sveit- arstjórnarmanna að þeir vilja vinna innávið, það er að segja að styrkja ferðaþjónustu innan hvers sveitar- félags en vinna saman út á við. Jóhann D. Jónsson, ferðamála- fulltrúi Reykjaness, sagði að mik- ilvægt væri að sátt ríkti um meg- instrauma í ferðaþjónustunni. „Það voru yfir 40.000 gistinætur á hót- elunum á svæðinu árið 2001, sem er gríðarleg aukning. Við þurfum að fara að huga að byggingu nýrra hótela eða stækkun á þeim sem fyr- ir eru,“ sagði Jóhann. Þá varð mönnum tíðrætt um stjórnskipulag þessara mála og menningartengda ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Nokkrir sveitarstjórnarmenn á fundi um stefnumótun í ferðaþjónustu. Vilja breyta ímynd svæðisins Reykjanes KJÖRI íþróttamanns Sandgerðis 2001 verður lýst við samkomu sem fram fer í Reynisheimilinu við Staf- nesveg í kvöld kl. 20.30. Fjórir íþróttamenn eru tilnefndir. Samkoman er opin almenningi. Kjöri íþrótta- manns lýst Sandgerði STJÓRN Lögmannafélags hefur til- nefnt Ásgeir Thoroddsen hæstarétt- arlögmann sem oddamann í skila- nefnd Hafnasamlags Suðurnesja. Skilanefnd Hafnasamlagsins hef- ur unnið að skiptingu eigna og skulda samlagsins vegna úrsagnar Vatnsleysustrandarhrepps en náði ekki samkomulagi. Samkvæmt sam- þykktum samlagsins ber þá að leita eftir því við stjórn Lögmannafélags Íslands að tilnefna oddamann. Að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra er stefnt að því að nefndin hefji störf að nýju í vikunni. Ásgeir Thoroddsen oddamaður Garður/Reykjanesbær/Vogar SEX verktakar hafa sýnt áhuga á að bjóða í byggingu íbúða aldraðra sem Gerðahreppur hyggst byggja í Garð- inum. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur kosið þriggja manna nefnd til að stjórna byggingu íbúða fyrir aldr- aða. Sigurður Ingvarsson oddviti er formaður og með honum í nefndinni eru Ólafur Kjartansson og Maríanna Eiríksdóttir. Fyrirtækin sem sýndu áhuga á út- boðinu eru Bragi Guðmundsson, Finnhús, Hjalti Guðmundsson, Húsagerðin, Íslenskir aðalverktakar og Keflavíkurverktakar. Nefndin mun gefa fjórum verktökum kost á að skila tilboðum í fyrirhuguðu alút- boði. Sex vilja bjóða í íbúðir aldraðra Garður NÝJAR áherslur í starfi markaðs- og ferðamálafulltrúa hafa verið sam- þykktar í bæjarráði Grindavíkur. Verkefnisstjóri verður ráðinn til tveggja ára. Í framhaldi af því að Gunnlaugur Einarsson, ferðamála- og markaðs- fulltrúi Grindavíkur, sagði upp störf- um lagði Einar Njálsson bæjarstjóri fyrir bæjarráð tillögur að nýjum áherslum í málaflokknum og voru þær samþykktar. Skipulagt verður átak á sviði upplýsingatækni og at- vinnumála og veitt heimild til að ráða verkefnisstjóra til tveggja ára. Fram kemur í samþykktinni að með verkefninu verður lögð áhersla á að nýta upplýsingatækni í stjórn- sýslu. Verkefnisstjórinn mun annast uppfærslu og markaðssetningu á heimasíðu bæjarins og sjá um frétta- bréfið Járngerði. Hann mun annast auglýsinga- og kynningarstarf og upplýsingamiðlun til ferðafólks. Hann á að vinna með bæjarstjóra að fjármögnun, skipulagningu og undirbúningi að starfrækslu Salt- fiskseturs og hafa náið og lifandi samstarf við Bláa lónið og Eldborgu. Þá á verkefnisstjórinn að undirbúa og gera framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21. Átak á sviði upplýs- ingatækni Grindavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.