Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÚNAÐARÞING árið 2002var sett í Súlnasal HótelSögu á sunnudag af AraTeitssyni, formanni Bændasamtaka Íslands. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarpaði samkomuna, Karlakórinn Heimir úr Skagafirði söng nokkur lög og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, flutti hátíðarræðu. Þá voru Landbúnaðarverðlaunin af- hent af ráðherra, eins og segir nánar frá hér í opnunni. Afurðasölumál bænda voru fyrirferðarmikil í ræð- um formanns Bændasamtakanna og landbúnaðarráðherra og þau mál koma einnig til kasta Búnaðarþings. Í ræðu sinni vék Ari einnig að Evrópumálum. Hann sagði mikið vanta á að fram hefði farið upplýst umræða um kosti og galla Evrópu- sambandsins, ESB, frá íslenskum sjónarhóli séð. Ari sagði að það kæmi íslensku dreifbýlisfólki „spánskt fyrir sjónir“ að einhver veigamestu rök fyrir inngöngu Ís- lands í ESB virtust vera að Íslend- ingar þyrftu og gætu haft þar áhrif. „Trúum við því virkilega að tekið verði tillit til 280 þúsund Íslendinga í 500 milljón íbúa Evrópusambandi framtíðarinnar? Íslenskt dreifbýli, sem horft hefur upp á stöðuga fækk- un þingmanna sinna í kjölfar krafna um jöfnun atkvæðavægis, getur varla gert sér vonir um að sjá marga fulltrúa Íslands á Evrópuþingi framtíðarinnar. Íslendingar munu, ef til inngöngu okkar kemur, verða lægra hlutfall af íbúafjölda Evrópu- sambandsins en hlutfall íbúa Rauf- arhafnar er nú af landsmönnum öll- um. Þeir sem ræða um að við þurfum að tryggja áhrif okkar í Evrópu með inngöngu í Evrópu- sambandið ættu að ræða við Rauf- arhafnarbúa um hvernig þeim geng- ur að hafa áhrif í landsmálum okkar. Þá lýsa áform Evrópusambands- ins um framlög til landbúnaðar í væntanlegum nýjum löndum sam- bandsins viðhorfi sambandsins til jöfnunar starfsskilyrða í landbún- aði, en þar er í upphafi aðeins gert ráð fyrir 25 prósentum af áður áætl- uðum greiðslum vegna landbúnað- ar,“ sagði Ari. Veik samkeppnishæfni landbúnaðarins Formaður Bændasamtakanna sagði margt veikja samkeppnis- hæfni landbúnaðarins, eins og reglugerðir og fyrirmæli margs konar. Nýleg lyfjareglugerð væri skýrt dæmi þar um. „Möguleikar bænda á að vinna af- urðir sínar og markaðssetja með hagkvæmum hætti ráða einnig miklu um samkeppnishæfni land- búnaðarins. Á því sviði er víða pott- ur brotinn hérlendis. Nágrannar okkar á Norðurlöndunum hafa kom- ið stærstum hluta búvöruvinnslu sinnar fyrir í framleiðendasam- vinnufélögum og byggja þar á langri reynslu. Áratuga samstarf mikils hluta íslenskra bænda í kjötvinnslu missti fótfestu við fall Sambandsins þótt endalokin væru raunar ekki staðfest fyrr en við gjaldþrot Goða á liðnu sumri. Mjólkuriðnaðurinn á Norðurlandi á einnig í vanda m.a. vegna þátttöku í samvinnufélögum í blönduðun rekstri. Staða afurða- vinnslu er því ekki sú sem bændur hefðu kosið og það veikir samkeppn- ishæfni íslensks landbúnaðar,“ sagði Ari. Ari sagði ennfremur að í smásölu- versluninni væri staða búvörunnar einnig erfið. Við blasti að á þeim markaði ríkti fákeppni og við slíkar aðstæður gætu þeir stóru knúið fram afslætti sem væru óviðunandi fyrir framleiðendur og heildsala og útilokuðu í raun eðlilega samkeppni. „Hér er ekki lagður dómur á hvort slíkt gerist í raun en skynsam- legt og raunar nauðsynlegt virðist vera að setja skýrar reglur um af- slætti og viðskiptahætti birgja og verslunar. En við getum einnig bent á jákvæða hluti varðandi samkeppn- isstöðu landbúnaðarins. Smásölu- verð innlendra matvæla hækkaði á liðnu ári einungis um tæp 7 % á sama tíma og verð innfluttra mat- væla hækkaði um nær 28 %. Búvör- urnar standa einnig vel í samkeppni innlendrar framleiðslu og má nefna að í matvöruverslun kostar einn lítri af mjólk oft aðeins helming af verði lítra af kóki og verður þó næring- argildi og hollustu þessara vara ekki jafnað saman. Raunar eru æ fleiri að átta sig á félagslegu og þjóðhagslegi gildi hollrar fæðu samfara vaxandi áhyggjum af langtímaáhrifum syk- urneyslu og sjoppufæðis. Þær breytingar, sem orðið hafa á verði íslenskra búvara og viðhorfum til þeirra, hafa aukið búvörusölu veru- lega á liðnu ári,“ sagði Ari Teitsson. Tilraunin með Goða mistókst hrapallega, að mati ráðherra Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hóf sína ræðu á að tala um málefni afurðastöðva í landbúnaði. Þar væri staðan mjög mis landshlutum. Sú staða se verið uppi sl. sumar, þegar fyrir að bændur fengju ekk lömbum sínum og nautgrip ekki sú framtíðarsýn sem h fyrir landbúnaðinn. „Sú tilraun sem hér va fyrra undir merkjum Goða hrapallega. Þar var samt á þróun og hugmynd sem nau er að vinna frekar. En það v vanda betur til undirbúnin kvæmu starfi verður að sýn um, starfsfólki fyrirtækj sveitarfélögum fyllsta trú að geta ekki einu sinni s skuldastöðu þannig að vel að það vantaði verulega brögðin. Öll þessi tilraun baka og eftir sitja einstak félög með skuldir, tekjut brigði og hræðslu við næstu Það er e.t.v. ekki hlutver að hlutast til um eða stjó stokkun atvinnulífsins en máli held ég að Byggðast landbúnaðarráðuneytið eig stoða eftir föngum. Við v sláturhúsum hefur fækkað vert en við trúum að þau vera í hverjum landsfjórðu vel litlar einingar. En það Formaður Bændasamtakanna og landbúnaðarráðher Afurðasölum eru ofarlega Búnaðarþingi var fram h er Sigurgeir Þorgeirsson störfum bændurnir Jóha To Búnaðarþing stendur fram á föstudag og þess bíður fjöldi mála að afgreiða. Við setn- ingu þingsins á sunnudag lýsti landbún- aðarráðherra áhyggjum sínum af afurða- sölumálum og sagði m.a. að Byggðastofnun og ráðuneytið ættu að veita bændum ein- hverja aðstoð eftir tilraunina með Goða, sem hefði mistekist að hans mati. VIÐ setningu Búnaðarþings á sunnudag afhenti Guðni Ágústs- son Landbúnaðarverðlaunin árið 2002. Verðlaunin fóru á þrjá staði; til bændanna á Skáleyjum á Breiðafirði og Egilsstöðum á Völlum á Héraði og til fjárrækt- arbúsins á Hesti í Borgarfirði. Skáleyjar á Breiðafirði Á Skáleyjum hafa bræðurnir Eysteinn og Jóhannes Geir Gísla- synir búið frá árinu 1977 en þá hafði ekki verið þar föst búseta um skeið. Eru bræðurnir hins vegar aldir upp á eynni fram á fullorðinsár. „Sem útvörðum byggðar og dyggum vörslumönn- um merkilegrar hefðar og menn- ingar eru þeim [...] bændum í Skáleyjum veitt landbún- aðarverðlaunin árið 2002,“ sagði ráðherra m.a. um þá bræ sem ekki gátu veitt verðl unum viðtöku þar sem ek fært í land sökum ísa. So steins og sambýliskona J esar tóku við verðlaunun ir þeirra hönd. Egilsstaðabúið á Hé Hjónin Gunnar Jónsson Vigdís Sveinbjörnsdóttir við landbúnaðarverðlaun fyrir hönd félagsbúsins á stöðum, „fyrir framsækin nútímalegan myndarbúsk byggir á traustum grunn og ráðherra orðaði það. Á stöðum ræður ríkjum fjó liðurinn frá Jóni Bergssy Vallanesi sem hóf búskap inni árið 1889. Upp frá þ bærinn Egilsstaðir að my Ráðherra afhen landbúnaðarver GAGNLEG ÍBÚAÞING – VIRKARA LÝÐRÆÐI NOKKUR sveitarfélög hafa á und-anförnum árum efnt til svo-nefndra íbúaþinga, þar sem kall- að er eftir sjónarmiðum íbúa í ýmsum málum, ekki sízt þeim sem ágreiningur ríkir um. Í umfjöllun Morgunblaðsins sl. sunnudag um íbúaþingin sem haldin hafa verið hingað til kemur fram að reynslan af þeim hafi verið góð og nýtzt vel við framtíðarstefnumótun sveitarfélaga. Sigurborg Kr. Hannesdóttir verkefn- isstjóri, sem hefur unnið með fimm sveit- arfélögum að því að halda íbúaþing, seg- ir að ákvörðun um slíkt þinghald virki eins og formleg yfirlýsing af hálfu sveit- arfélagsins um að hlustað verði á sjón- armið íbúanna. Aukið samráð við íbúana stuðli að því að byggja upp traust á milli almennings og stjórnvalda. Mikilvægur munur á þessari nálgun og þeim aðferð- um, sem notaðar hafa verið við ákvarð- anatöku í sveitarfélögum hingað til, er að íbúarnir fá að segja álit sitt á málunum fyrirfram og setja fram hugmyndir og ábendingar að eigin frumkvæði, en þurfa ekki að taka upp baráttu eftir á gegn til- lögum og ákvörðunum sveitarstjórna, sem teknar eru án samráðs við almenn- ing. Það segir sig sjálft að íbúaþing getur verið leið til að draga t.d. úr ágreiningi um skipulag á viðkvæmum svæðum. Það hefur alltof oft gerzt að kastað hefur ver- ið fram illa unnum skipulagstillögum, sem hafa valdið óánægju meðal íbúa sem hagsmuna eiga að gæta og jafnvel kippt fótum undan framtíðaráformum þeirra. Ef rétt er á haldið geta íbúaþingin orð- ið þáttur í þeirri þróun lýðræðisins, sem Morgunblaðið hefur hvatt til á undan- förnum árum; að í stað þess að kjörnir fulltrúar taki allar ákvarðanir, verði í auknum mæli leitað eftir sjónarmiðum almennings og honum fengið ákvörðun- arvald í hendur. Sökum góðrar mennt- unar þjóðarinnar og gerbreytts aðgangs að upplýsingum er hinn almenni borgari oft og tíðum sízt verr í stakk búinn til að taka þátt í umræðum og ákvörðunum um stefnu og markmið sveitarfélaga en hinir kjörnu fulltrúar í sveitarstjórnum. Í nýútkominni bók Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmála- fræði, er sýnt fram á að Reykvíkingar eru óánægðari með þjónustu síns sveit- arfélags en íbúar nágrannabæjanna. Þar er jafnframt bent á þá líklegu skýringu að borgin sé einfaldlega orðin of stór til að gegna því hlutverki, sem sveitarfélög- um er ætlað, að skapa forsendur fyrir víðtækari þátttöku borgaranna í málefn- um samfélagsins og að treysta böndin á milli stjórnvalda og þegna. Ætla má að íbúaþing, sem haldin væru í einstökum borgarhverfum til að fá fram skoðanir íbúa á ástandi og framþróun síns nánasta umhverfis, gætu unnið gegn þessum ókosti stærðarinnar, að nálægðina við íbúana vantar. Vísi að slíku mátti raunar sjá fyrir skömmu þegar efnt var til íbúa- þings á Kjalarnesi. Gera má ráð fyrir að í sveitarstjórna- kosningunum, sem í hönd fara, verði há- værari en fyrr sú krafa kjósenda að á þá sé hlustað og leitað eftir sjónarmiðum þeirra – ekki bara í hita kosningabarátt- unnar heldur líka eftir kosningar. Það verður áreiðanlega eftir því tekið hvaða afstöðu frambjóðendur taka til hug- mynda, sem stuðla að því að efla lýðræð- ið og færa ákvarðanir til fólksins. REGLUR UM ÓHEFÐBUNDNAR LÆKNINGAR Í viðtali sem birtist hér í blaðinu í fyrra-dag var rætt við Matthildi Þorláks- dóttur um nám hennar og störf á sviði óhefðbundinna lækninga. Fram kom að þrátt fyrir að hún hefði stundað yfir- gripsmikið nám í slíkum fræðum í Þýska- landi, lokið námskeiði á vegum þýskra heilbrigðisyfirvalda til að fá fullgildingu og starfsleyfi, gæti hún ekki hingað heim komin nýtt sér nám sitt til fulls. Ástæðan er sú að allir þeir sem stunda heilbrigð- isþjónustu hér án leyfis frá ráðherra eru í lagalegum skilningi skilgreindir sem skottulæknar. Í Þýskalandi hafa óhefð- bundnar lækningar verið viðurkenndar sem starfsgrein allt frá árinu 1939, og margir þeirra sem Matthildur stundaði nám með áttu að baki nám á uppeldis- eða heilbrigðissviði og voru því í raun að sækja sér viðbótarþekkingu. „Í Þýska- landi eru læknar farnir að nota í meira mæli náttúrulegar aðferðir en gert er hérlendis og algengt er að læknar hafi auk síns hefðbundna náms þekkingu í náttúrulegum lækningum,“ segir hún, og lýsir því jafnframt hversu skýrar reglur gilda þar um starfssvið þeirra, sem stunda óhefðbundnar lækningar, en þeir mega t.d. ekki ganga inn á ákveðin svið sem alfarið tilheyra hefðbundnum lækn- ingum. Töluverður áhugi er á óhefðbundum lækningum hér á landi. Því miður er þó töluvert um að óprúttnir aðilar nýti sér þennan áhuga og reyni að selja fólki kött- inn í sekknum með einum eða öðrum hætti. Landlæknir sá fyrir nokkru ástæðu til að vara við auglýsingum um meðferð við alvarlegum heilbrigðis- vandamálum frá fólki sem ekki hefur heilbrigðismenntun. Hann sagðist hins vegar ekki amast við ýmsum aðferðum hjálækninga meðan fólki væri ekki haldið frá hefðbundnum lækningum, ekki væri haft fé af því eða villt um fyrir því. Haukur Valdimarsson aðstoðarland- læknir tekur í sama streng í Morgun- blaðinu sl. sunnudag, en segir jafnframt nauðsynlegt að móta skýrari reglur um starfsemi í tengslum við óhefðbundnar lækningar sem geti að einhverju leyti átt samleið með þeim hefðbundnu. Hann bendir á að ný lög um heilbrigðisstéttir og úttekt á stöðu óhefðbundinna lækn- inga hér á landi í samræmi við þings- ályktunartillögu þar um sem liggur fyrir á þingi, geti hreyft við og breytt þeirri stöðu sem þessi mál eru í núna. „Ég er ekki hlynntur algjöru frelsi á þessu sviði en með því að setja um starfsemi af þessu tagi skýrari reglur verður auðveldara að halda uppi eftirliti,“ segir Haukur. Full ástæða er til að taka undir þessi orð Hauks enda nauðsynlegt að skýrar reglur greini á milli vel menntaðs fólks á sviði óhefðbundinna lækninga, sem starf- að geti samhliða og í sátt við hefðbundna lækna í samfélaginu, og þeirra sem stunda skottulækningar. Með því að móta ákveðinn starfsramma fyrir þá sem stunda óhefðbundnar lækningar væri skjólstæðingum þeirra tryggð fullvissa fyrir því að þeir væru undir handleiðslu atvinnufólks á afmörkuðu sviði líkt og gerist í Þýskalandi. Eins og málum er nú háttað, þar sem allar hjálækningar eru á sama gráa svæðinu án tillits til þess hvernig að þeim er staðið, getur ástandið hreinlega leitt til þess að hindurvitni eigi greiðari leið að almenningi en ef skýr mörk væru dregin og eftirlit auðveldara viðfangs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.