Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Helgadóttir kom fram á sjónarsviðið sem rithöfundur á ell- efu hundruð ára afmælisári Íslands- byggðar, 1974, og hefur sennilega fundist tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir börn þessa lands. Bókin markaði tímamót í sögu íslenskra barnabókmennta því þar var eindregin afstaða tekin með börnum í andstöðu við skilnings- sljótt og dónalegt fullorðið fólk. Eins og bandamaður tvíburanna í stríðinu við hrekkjusvín á öllum aldri, móðir þeirra, segir á einum stað í Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna: „Þú ert dónalegur við börn eins og reyndar flestir aðrir. Þess vegna eru flest börn dónaleg. Þau læra það af fólki eins og þér.“ Hvað Guðrúnu varðar er þetta rökrétt áframhald af póli- tískri baráttu hennar fyrir rétti lít- ilmagnans í þjóðfélaginu; særð rétt- lætiskennd barnsins gengur eins og rauður þráður í gegnum öll hennar verk sem skrifuð eru fyrir börn, jafnt bækur sem leikverk. Benda má í þessu sambandi á athyglisverða grein eftir Margréti Tryggvadóttur sem birt er í leikskrá. Það kemur þess vegna ekki á óvart að bækur Guðrúnar slógu í gegn. Hún á margt sameiginlegt með Astrid heitinni Lindgren, m.a. þann hæfileika að geta sökkt sér of- an í hugarheim barnsins og sagt söguna frá þess forsendum. Bækur hennar um þá bræður urðu þrjár: Jón Oddur og Jón Bjarni (1974); Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (1975); og Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (1980). Bækurnar hafa margsinnis verið endurútgefnar, endurprentaðar og þýddar á erlend tungumál. Ekki minnkuðu vinsældir þeirra bræðra þegar ævintýri þeirra voru kvikmynduð og kvikmyndin síðar gefin út á myndbandi. Leikgerð af bókunum þremur er unnin af Guðrúnu Helgadóttur en hún tekur mið af ábendingum leik- stjórans, Þórhalls Sigurðssonar, um val á efni. Í sýningunni er atriðum úr öllum bókunum raðað upp að nýju þannig að sagt er frá rúmu ári í lífi þeirra. Sögusviðið er að mestu leyti heimili þeirra bræðra og félaga þeirra, leiksvæðið í kring og skólinn. Út fyrir þennan heim fara þeir ein- ungis í fylgd með fullorðnum. Ýms- um fjölmennari atriðum sem erfið- ara er að setja á svið með góðu móti er sleppt, e.t.v. vegna þess að þeim voru gerð góð skil í myndinni. Fyrir vikið verður sýningin heil- steyptari og raunsannari. Uppá- tækjasöm börn geta að sjálfsögðu strokið úr sumarbúðum eða lagt af stað á eigin spýtur í leiðangur upp á öskuhauga en fæst börn upplifa slíkt á lífsleiðinni. Afleiðingin er að áherslan er flutt frá ævintýralegri svaðilför í kvikmyndinni yfir á sam- skipti innan fjölskyldunnar og við leikfélagana. Spennan er fólgin í hversdagslegri atburðarás sem hvert barn upplifir og þeim lærdómi sem hægt er að draga af daglegu lífi. Það kemur á óvart að Þjóðleik- húsið skuli hafa ráðist í að setja þessa sýningu á svið, þvílík vinna sem hlýtur að vera í henni fólgin. Það er ekki heiglum hent að finna og þjálfa svona unga leikara, kenna þeim framsögn og leikræna tjáningu og svo allan þennan texta. Í ofanálag kemur fram í sýningunni köttur, en dýr af þeirri tegund hafa hingað til ekki þótt heppileg í leiksýningar enda fræg fyrir að fara sínar eigin leiðir. En allt tekst þetta vel – og al- veg ótrúlega vel. Það eru tveir hópar barna sem leika í sýningunni, annars vegar Benedikt Clausen og Sigur- bjartur S. Atlason sem tvíburarnir ásamt Guðmundi Felixsyni og Alex- ander Briem sem félögum þeirra og hins vegar Andri Már Birgisson og Matthías Sigurbjörnsson sem þeir bræður með Ásláki Ingvarssyni og Daða Má Guðmundssyni. Þeir standa sig framar öllum vonum, framsögnin góð og þeir með textann á hreinu og það sem er mikilvægast; ákaflega líflegir og sannfærandi á sviðinu. Sandra Björt Pétursdóttir og Arna Dís Ólafsdóttir skiptast svo á í hlutverki Selmu, lítillar stúlku sem er þroskaheft og sem sum eft- irminnilegustu atriðin snúast um. En hinir fullorðnu láta ekki sitt eftir liggja. Þórhallur Sigurðsson leggur áherslu á hófstilltan leik en leyfir leikurunum að sleppa fram af sér beislinu þegar fjör færist í leik- inn. Sigurður Sigurjónsson er t.d. traustið uppmálað sem faðir drengj- anna, kímnin á lágu nótunum en skilar sér engu að síður. Halldóra Björnsdóttir er hin önnum kafna móðir, sem gefur sér samt tíma til að vera þungamiðjan í lífi þeirra. Linda Ásgeirsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson eru bráðfyndnir ung- lingar og Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir sómir sér vel sem hin kær- leiksríka Soffía. Margrét Guðmundsdóttir er sköruleg amma Dreki og Hjalti Rögnvaldsson kostulegur sem afinn sem aldrei var til. Ragnheiður Steindórsdóttir ger- ir persónu nágrannakonunnar að manneskju með kostum og göllum. Aðrir leikarar, Marta Nordal, Sig- ríður Þorvaldsdóttir og Randver Þorláksson, bregða sér í allra kvik- inda líki. Eftirminnilegust er Anna Kristín Arngrímsdóttir sem Guðríð- ur gamla, en þar renna saman í eitt frábært gervi og einstakt látbragð. Umgjörð leiksins er litrík og þjál, en aldrei svo að hún missi tengslin við raunveruleikann. Tónlist, ljós, leik- mynd og búningar eru í raun afar látlaus svo miðað sé við aðrar barna- sýningar og falla vel að þeirri stefnu sem leikstjórinn hefur markað sýn- ingunni. Þórhallur Sigurðsson hefur unnið frábært verk, ekki bara að takast það sem ætla mætti ógerlegt að þjálfa upp hóp barna í burðarhlut- verkum og takast það frábærlega heldur að gera marga hinna full- orðnu í verkinu að þrívíðum per- sónum. Hér er á ferðinni skemmti- legt barnaleikrit en sýningin nær einnig langt út fyrir þessa skilgrein- ingu. Þórhallur sagði í viðtali í Les- bók Mbl. á laugardaginn að þjóð- félagsumræðan í bókunum hefði verið færð dálítið til hliðar. Í raun sér þess lítil merki í sýningunni. Það sem voru baráttumál fyrir aldar- fjórðungi er nú á tímum jafnvel tek- ið sem sjálfgefin sannindi. Guðrún Helgadóttir var þá langt á undan sinni samtíð – það er að vona að við hin náum henni einhvern tíma. Ekki heigl- um hent Morgunblaðið/Ásdís Tvíburabræðurnir, móðir þeirra og Soffía ráðskona: Halldóra Björns- dóttir, Sigurbjartur S. Atlason, Benedikt Clausen og Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir í hlutverkum sínum. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd: Axel Hallkell. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Ljós: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Tónlist: Vilhjálmur Guð- jónsson. Leikarar: Alexander Briem, Andri Már Birgisson, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Arna Dís Ólafsdóttir, Áslákur Ingvarsson, Benedikt Clausen, Daði Már Guðmundsson, Guðmundur Felixson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldóra Björnsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Linda Ásgeirs- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Marta Nordal, Matthías Sigurbjörnsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Randver Þorláks- son, Sandra Björt Pétursdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurbjartur S. Atlason og Sigurður Sigurjónsson. Laugardag 2. mars (frumsýning) og sunnudag 3. mars (2. sýning). JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Sveinn Haraldsson LEIKDEILD Ungmennafélags Skallagríms frumsýndi leikritið Þar sem djöflaeyjan rís fyrir fullu húsi sl. föstudagskvöld í Engjaáshúsinu í Borgarnesi. Viðstaddir sýninguna voru Einar Kárason höfundur verksins og Kjartan Ragnarson handritshöfundur. Aðstandendur leiksýningarinnar hafa útbúið sýn- ingarsal í Engjaáshúsinu með sæt- um fyrir 95 manns og hannað leik- mynd án þess að hafa svið eða tjöld. Til að skapa réttu stemminguna er loftið reykmettað í upphafi, báru- járnsklæddir veggir og söngur Elv- is hljómar úr hátölurunum. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Leikarar eru Axel Vatnsdal, Áslaug Júlíusdóttir, Guðbrandur Magn- ússon, Heiðdís Björk Gunnarsdóttir, Ingvar Breiðfjörð, Jóhann Pálsson, Jónas Þorkelsson, Margrét Jóns- dóttir, Ólöf María Brynjarsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Ragnheiður Jóhannesdóttir, Sveinn Þórólfsson og Þröstur Reynisson. Leikdeild UMF Skallagríms er 85 ára um þessar mundir og setur upp leiksýningar annað hvert ár. For- maður er Axel Vatnsdal. Næstu sýningar eru í kvöld og fimmtudagskvöld kl. 21 og fyr- irhugaðar eru sýningar um næstu helgi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Leikararnir ásamt leikstjóra og höfundum. Djöflaeyjan í Engjaáshúsinu Borgarnesi. Morgunblaðið. DJASSKVARTETT Sunnu Gunn- laugs heldur þrenna tónleika í Reykjavík og á Akureyri næstu daga, og verða þeir fyrstu í Kaffileik- húsinu kl. 21 í kvöld. Á morgun, mið- vikudag, heldur kvartettinn til Ak- ureyrar og leikur á Bláu könnunni kl. 21.15 en á fimmtudag verða aðrir í Kaffileikhúsinu og hefjast þeir kl. 21. Sunna Gunnlaugs djasspíanóleik- ari og tónsmiður hefur búið og starf- að í New York um nokkurt skeið, og er Reykjavík fyrsti viðkomustaður- inn í tónleikaferð djasskvartettsins um Evrópu til að fylgja eftir dreif- ingu hljómdisksins Mindful á Evr- ópumarkað. Sunna Gunnlaugs hefur áður gefið út hljómdiskinn Far Far Away, en Mindful kom út í Bandríkj- unum fyrir tveimur árum og hlaut víða góða dóma. Eftir viðdvöldina á Íslandi liggur leiðin til Þýskalands, Austurríkis, Frakklands og Tékk- lands en alls mun kvartettinn spila á 18 stöðum. „Við ætlum að flytja lög af diskinum Mindful sem ég hef sam- ið, en einnig djassstandarda, m.a. eftir Lee Konitz. Þá flytjum við nokkur lög eftir Scott McLemore og íslensk lög sem ég hef útsett fyrir kvartettinn,“ segir Sunna. Kvartettinn er skipaður fjórum djasstónlistarmönnum sem allir búa í sama hverfinu í New York. Hún segir að nokkrar mannabreytingar hafi orðið í kvartettinum frá því að diskurinn var tekinn upp. „Með mér á plötunni spiluðu Tony Malaby saxófónleikari og Drew Gress bassa- leikari. Þeir höfðu öðrum verkefnum að sinna, og komu þeir Matt Pavolka bassi og Ohad Talmor saxófónleikari í staðinn. Scott McLemore er hins vegar á sínum stað á trommum.“ Sunna og Scott McLemore, eigin- maður hennar kynntust við nám í William Patterson-tónlistarskólan- um í New Jeresy og hafa spilað sam- an síðan. „Matt og Ohad búa báðir í næsta nágrenni við okkur í Park Slope-hverfinu, en þar búa margir tónlistarmenn. Ekkert okkar er þó frá New York. Ég er íslensk, Matt Pavolka er af slavneskum ættum og Ohad Talmor er Ísraeli sem ólst upp í Sviss. Hann er mjög hæfileikaríkur tónsmiður og útsetjari og varð m.a. þess heiðurs aðnjótandi að vinna með Lee Konitz og Michael Brecker. Við leggjum þó áherslu á að vera New York-sveit þegar við auglýsum okkur, því mikill áhugi er fyrir bönd- um þaðan í Evrópu.“ Aðspurð segir Sunna það mjög mikilvægt að fylgja eftir hljómdiska- útgáfu með tónleikaferð. „Evrópumarkaður er mjög mikil- vægur fyrir djasstónlist, enda er Evrópa mjög opin fyrir þeim geira, og eru margir góðir klúbbar þar sem borga vel fyrir tónleika,“ segir Sunna. „Tækifærin eru fleiri en í Bandaríkjunum, og höfum við verið í heilmiklu harki þar við að koma okk- ur á framfæri og vonandi er það að skila nokkrum árangri. Það hefur verið heilmikil vinna að koma Evr- óputúrnum saman, en ég byrjaði að skipuleggja ferðina í haust. Eftir hryðjuverkaárásirnar var borgin hins vegar nær sambandslaus við umheiminn og fór bókunarferlið því mjög seint af stað. Klúbbarnir hafa hins vegar sýnt það mikinn áhuga að ég gat bókað samfellda tónleikaferð. Við spilum bæði á stærri og smærri klúbbum úti, m.a. í Köln, München, Freiburg, París og Prag. Tékkland kom eiginlega óvænt inn í dag- skrána, vegna þess hversu seint við gátum bókað tónleikana.“ Sunna segist að lokum fegin að viðdvölin á Íslandi hafi náðst inn í dagskrána. „Þetta er góður hópur sem spilar í kvarettinum og erum við búin að vinna saman lengi. Viðbrögð við plöt- unni hafa verið góð í Evrópu og er ég forvitin að sjá hver viðbrögðin hafa verið heima.“ Diskurinn Mindful kom á íslensk- an markað á vegum Eddu – miðlunar og útgáfu fyrir jól en umfjöllun um hann er að finna í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Kvartett Sunnu Gunnlaugs leikur í Reykjavík og á Akureyri Fjölþjóðlegur New York-djass Morgunblaðið/Arnaldur Sunna Gunnlaugs verður á ferð- inni í Reykjavík og á Akureyri með kvartett sínum í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.