Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 21 Kerfisstjórn og forritun S t u t t n á m s k e i ð á n æ s t u n n i : Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is Vönduð kennslugögn fylgja öllum námskeiðum. Athugið! Nokkur námskeið í boði á kvöldin. Net- og kerfisumsjón MOC Námskeið Dags Tími Lengd Verð - Implementing Exchange 2000* 07.03-11.04 17:00-20:30 50 kennslust. 150.000 2071 Querying MS SQL Server 2000 with Transact-SQL 12.03-13.03 08:30-16:30 2 dagar 68.000 2154 Implem. and Admin. MS Win 2000 Directory Services 18.03-22.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - Routertækni, grunnur NÝTT 18.03-21.03 08:30-16:30 4 dagar 136.000 - Managing a MS Win 2000 Network Environment * NÝTT 27.03-06.05 08:30-12:00 50 kennslust. 150.000 - Managing a MS Win 2000 Network Environment * NÝTT 27.03-06.05 17:00-20:30 50 kennslust. 150.000 - Rafræn skírteini - tengdur hugbúnaður 03.04-05.04 08:30-16:30 3 dagar 102.000 2072 Administering a MS SQL Server 2000 Database 08.04-12.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 2272 Implementing and Supporting MS Win XP Professional NÝTT 15.04-19.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Forritun Introduction to ASP .NET (Visual Studio .NET) NÝTT 11.03-13.03 08:30-16:30 3 dagar 102.000 Programming the MS .NET Framework using C# NÝTT 18.03-22.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Programming the MS Visual Basic .NET NÝTT 08.04-12.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Macro forritun í MS Office NÝTT 22.04-23.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 *Kennt tvisvar í viku, önnur námskeið eru kennd samfellt. Kennarar okkar eru í stöðugri endurmenntun bæði faglega og kennslufræðilega. Hjá okkur starfa allir MCT kennarar landsins (Microsoft Certified Trainer). SVISSLENDINGAR samþykktu með 54,6% atkvæða í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag að sækja um að- ild að Sameinuðu þjóðunum. Stefnt er að því að svissneska þjóðin fái inn- göngu sem 190. aðildarríkið á alls- herjarþinginu í september. Sviss er eina ríkið í heiminum þar sem íbú- arnir hafa verið spurðir álits á aðild að Sameinuðu þjóðunum. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri SÞ, taldi sam- þykktina vera stuðningsyfirlýsingu við starf og stefnu stofnunarinnar. 57,6% þjóðarinnar tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni. Það er mikil þátt- taka á svissneskan mælikvarða. Niðurstöður lágu ekki fyrir fyrr en búið var að telja í öllum kantónum. Það nægði ekki að meirihluti íbúanna væri hlynntur aðild heldur varð meirihluti kantónanna einnig að kjósa „Já“. Þar munaði litlu að til- lagan yrði felld. Meirihluti íbúa 11 kantóna sagði „Nei“ og 12 „Já“. (kantónurnar eru 26 en 6 minnstu hafa bara helmings gildi og þess vegna er reiknað með 23 kantónum í kosningum). Stuðningur við aðild var mestur að þessu sinni í kantónunni Genf þar sem höfuðstöðvar SÞ í Evr- ópu eru til húsa. Íbúar Genfar voru einna hörðustu andstæðingar aðildar þegar Sviss kaus um aðild fyrir 16 árum. Afstaða þeirra til stofnunarinnar hefur gjör- breyst, ekki síst vegna þess að sam- keppni um fundi og ráðstefnur á veg- um SÞ hefur harðnað. Þjóðverjar geta til dæmis boðið upp á góða að- stöðu í gömlu stjórnarbyggingunum í Bonn og Vín er vinsæll fundarstaður. Frönskumælandi kantónurnar í vesturhluta landsins og fjölmenn- ustu þýskumælandi kantónurnar voru allar hlynntar aðild. Andstaðan jókst eftir því sem austar dró og dreifbýlið varð meira. Tessin, ítölskumælandi kantónan sunnan við Alpana, var einnig hörð á móti aðild. Meirihluti þjóðarinnar telur hvorki hlutleysi né sjálfstæði þjóð- arinnar í hættu þótt hún gerist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Fyrir flesta skiptir aðild út af fyrir sig litlu máli. Tillaga verkalýðsfélaga um að stytta vinnuvikuna úr um 42 tímum í 36 var felld. 74,7% þjóðarinnar og meirihluti í öllum kantónum landsins eru á móti styttri vinnuviku. Svisslendingar í SÞ Zürich. Morgunblaðið. CHEN Wu var himinlifandi þegar þorpið hans var gert að nokkurs konar öskuhaug fyrir tölvuúrgang frá Bandaríkjunum. Í ruslinu mátti finna ýmislegt nýtilegt og það þýddi vinnu og tekjur fyrir hann og aðra þorpsbúa. Ánægjan minnkaði þó mikið fyrir tveimur árum þegar ell- efu ára gömul dóttir hans veiktist. Það tók að blæða úr nefinu á henni og í ljós kom, að hún var með hvít- blæði. Nokkru síðar greindust tveir skólafélagar hennar með sama sjúkdóm. „Við hlustuðum ekki á það þótt einhverjir utanaðkomandi væru að tala um mengunarhættu en nú eru börnin okkar orðin veik,“ segir Chen. Umhverfisverndarsamtök segja, að Guiyu, sem er í raun hverfi fimm þorpa í Guangdong-héraði, sé stórslys og sýni vel hvað geti gerst þegar fátæk ríki fallast á að taka við iðnaðarúrgangi frá ríku þjóð- unum. Talsmenn þeirra segja, að síðasta áratuginn hafi um 80% af gömlum tölvum, skjáum og prenturum, sem safnað er saman að því er fullyrt er til „endurvinnslu“ í Bandaríkjunum, hafnað í Kína, Indlandi og Pakistan. Á þessum öskuhaugum, eins og til dæmis í Guiyu, reyna menn síðan að tína til allt nýtilegt og málmurinn er bræddur til að unnt sé að skilja úr honum verðmæt efni á borð við gull og platínu. Það, sem eftir er, skjá- irnir og plastið, er brennt eða urðað og oft mjög nærri ám og vötnum og sjálfum hrísgrjónaökrunum. Eitruð efni eins og kvikasilfur og blý eiga því greiða leið út í loftið og vatnið. Á kostnað heilsunnar Nú eru allir brunnar eitraðir þannig að drykkjarvatnið verður að flytja að á bílum. Fnykurinn frá brennandi plastinu er svo mikill, að oft verður að loka skólunum. „Fólkið hér hefur vissulega efnast á þessu en það hefur verið á kostnað heilsunnar,“ segir einn kennarinn, Guo að nafni. Talsmenn umhverfisvernd- arsamtaka segja, að bara á þessu ári muni Bandaríkjamenn flytja út 10,2 milljónir ónýtra tölva og lang- mest af því fer til Kína. Ekki er ljóst hve mikið af því fer til Guiyu, sem er orðið efnahagslega háð þessum úrgangi. Talsmennirnir segja, að í Guangdong séu um 2.500 fyrirtæki, aðallega fjölskyldufyrirtæki, er starfi við tölvuúrganginn og starfs- menn þeirra hugsanlega um 100.000. Bandarískar tölvur eitra kínversk þorp Guiyu. AP. AP Tínt úr einum tölvuhauginum í Guiyu. Allt umhverfið er orðið meira eða minna eitrað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.