Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 7 Hafið samband í síma 570 30 30 fax: 570 3001 websales@flugfelag.is www.flugfelag.is SKÍÐAPAKKAR Á AKUREYRI Verðdæmi: D A G S F E R Ð Flug fram og til baka til Akureyrar. Dagpassi í Hlíðarfjalli. Bílaleigubíll frá Hertz. Verð frá 12.625 kr. á mann m.v. tvo í bíl Flugvallarskattur og tryggingargjald, 830 kr., eru ekki innifalin í verði. E I N N S Ó L A R H R I N G U R Flug fram og til baka til Akureyrar. Skíðapassi í Hlíðarfjalli. Bílaleigubíll frá Hertz og gisting Verð frá 16.438 kr. á mann m.v. tvo í herb. Flugvallarskattur og tryggingargjald, 830 kr., eru ekki innifalin í verði. Tilboðin gilda til 30. apríl Skíðaslaufur Snjórinn freistar fyrir norðan. Spennandi skíðaferðir til Akureyrar fyrir alla sem vilja njóta sín og sinna í góðu skíðafæri. Dagsferð eða flug og gisting í eina eða fleiri nætur á frábæru verði, bílaleigubíll frá Hertz og lyftupassi í Hlíðarfjalli. Tryggið ykkur sæti í tíma! Munið eftir skíðaslaufunum þegar þið fáið fiðring í bindingarnar. Upp niður ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 1 65 74 02 /2 00 2 og Gjafabréf með Skíðaslaufum er tilvalin fermingargjöf. ER FERMING Í VÆNDUM? FJÁRVEITINGAR til jarðganga- gerðar á árunum 1980 til 2001 námu samtals 8.039 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari sam- gönguráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar (D) um fjárveiting- ar til jarðgangagerðar. Heild- arfjárveitingar til vegagerðar 1980 til 2001 voru 189.596 millj. króna á áætl- uðu meðalverði 2002 (vísitala vega- gerðar 6.740) og var hlutfall fjárveit- inga til jarðganga 4,2%. Frá 1981 til 1992 var kostnaður við jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla samtals 1.975 millj., 148 millj. við Strákagöng 1991 og 1992, 5.535 millj. við Vest- fjarðagöng 1989 til 2000 og annar kostnaður við jarðgöng 1991 til 2001 281 millj. kr. Tölur fyrir 1980 til 2000 eru sam- kvæmt skýrslum samgönguráðherra um framkvæmd vegáætlunar en tölur fyrir 2001 eru samkvæmt vegáætlun fyrir árin 2000 til 2004 og fjárlögum varðandi frestun framkvæmda. Um átta milljarðar til jarðganga síðan 1980 NÝ SAMÞYKKT fyrir Samtök sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var samþykkt á framhaldsað- alfundi samtakanna á föstudag. Í samþykktinni segir m.a. að í stjórn samtakanna verði framvegis fram- kvæmdastjórar sveitarfélaganna átta sem aðild eiga að samtökunum, en til þessa hafa 11 kjörnir sveitarstjórn- armenn, mismargir frá hverju sveit- arfélagi, setið í stjórn. „Nú er tilgreint að framkvæmdastjórar sveitarfélag- anna sitji í stjórn, hvort sem þeir kall- ast oddvitar, bæjarstjórar eða borg- arstjórar,“ segir Guðmundur Malm- quist, framkvæmdastjóri SSH. Hver sveitarstjórn tilnefnir vara- mann úr röðum kjörinna sveitar- stjórnarmanna aðildarfélaga SSH. Formaður félagsins var kosinn á fundinum Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði. Þá eru önnur nýmæli í samþykktinni þau að full- trúaráð skal skipað á aðalfundi til árs í senn þar sem hver sveitarstjórn til- nefnir tvo fulltrúa frá hverju sveitar- félagi og fundar fulltrúaráðið tvisvar á ári. Í samþykktinni segir einnig að stjórn SSH skuli skipa svæðisskipu- lagsráð til árs í senn. Þá er í sam- þykktinni að stjórn SSH skipi sam- starfsráð til sama tíma, en ekki er búið að ganga endanlega frá sam- þykkt um ráðið. Samstarfsráðið skal samkvæmt tillögum skipað fulltrúum aðildarsveitarfélaganna, samtökum launafólks, ríkisstofunum, félagasam- tökum eða menntastofnunum. Stjórn SSH verður framvegis skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Ný samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Breytt skipan á stjórn KONA hefur verið dæmd í 100.000 króna sekt og svipt ökuréttindum í tvö ár fyrir að aka undir áhrifum áfengis í haust á Selfossi og aftan á bifreið. Í blóði hennar reyndist alkóhólmagn vera rúm 3,1 prómill. Konan játaði brot sitt. Ók hún aftan á bifreið sem hún fylgdi eftir. Blóðsýni var tekið úr konunni og samkvæmt niðurstöðu alkóhólrann- sóknar mældist alkóhól í blóði yfir 3,1 prómill. Með sátt í október sl., eða daginn eftir brotið sem hún var dæmd fyrir nú, samþykkti hún að greiða 70.000 krónur í sekt og sæta sviptingu ökuréttar í átta mánuði fyrir annað umferðarlagabrot. Sáttin felld úr gildi Sú sátt var felld úr gildi í nóv- ember sl. og var hún með dómi Héraðsdóms Reykjaness í desem- ber dæmd til að greiða 130.000 krónur í sekt og til að sæta svipt- ingu ökuréttar í tvö ár frá í október sl. fyrir umrætt brot, sem framið var í september sl. Borgi konan ekki sektina, sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi henni í dag, innan fjögurra vikna þarf hún að sæta tuttugu daga fangelsi. Hún var einnig dæmd til að borga allan sakarkostnað. Var með 3,1 prómill af vínanda í blóðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.