Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Galant GLSi 2.0, f.skr.d. 21.05.1999, 4 d., bsk., 15" álf. o.fl. Verð 1.610.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is GUÐMUNDUR Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, hélt upp á 100 ára af- mæli sitt sl. laugardag í góðum hópi afkomenda og vina. Um 60 manns komu saman í af- mælisfagnaði á Hrafnistu í Hafn- arfirði, þar sem Guðmundur dvelur nú. Á myndinni má sjá Guðmund með bræðrum sínum og þremur börnum. Guðmundur situr fyrir miðri mynd og við hlið hans standa bræður hans, t.v. Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykja- vík og t.h. Torfi Jónsson, fyrrver- andi bóndi á Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu. Fyrir aftan eru svo börn Guðmundar, talið frá vinstri, Ásgeir Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Námsgagnastofnunar, Sól- veig Gyða Guðmundsdóttir, blóma- skreytingarkona og Sigurður Guð- mundsson, fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla í Leirársveit. Morgunblaðið/Sverrir Fagnaði 100 ára afmæli MJÖG vel er séð fyrir lífeyrisrétt- indum starfsmanna á almennum markaði með þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið og 10% greiðsla af launum í lífeyrissjóð um starfsævina á að geta skilað mönnum þokka- legum lífeyri, að mati forsvarsmanna launþega og vinnuveitenda á al- mennum vinnumarkaði, en komið hefur fram að lífeyrisréttur opin- berra starfsmanna er til muna betri en á almennum vinnumarkaði og fjármálaráðherra hefur sagt að rétt- indajöfnun á þessu sviði hljóti að gerast þannig að réttindin batni á al- menna markaðnum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að þeir teldu eðlilegt þegar starfskjör rík- isstarfsmanna væru bætt, og alla vega síðustu árin umfram það sem væri á almennum vinnumarkaði, og launin væru sambærileg þá væri eðlilegt að öll önnur starfskjör, starfsöryggi, lífeyrisréttindi og ann- að færðist að því sem gilti á almenn- um vinnumarkaði. Ari bætti því við að ekki væri hægt að bera saman 10% greiðslu iðgjalds í lífeyrissjóði á almennum markaði og 15,5% iðgjald í opinbera lífeyr- issjóði, þar sem í opinberu lífeyris- sjóðunum væri réttindaávinnslan fastákveðin. Menn ynnu sér inn 1,9% af árslaunum á ári í lífeyri. Ef greiðsla ríkisins inn í sjóðinn 11,5%, væri óþarflega mikil til að ná því marki myndi sú greiðsla lækka í framtíðinni og hann væri þess full- viss að hún myndi gera það, þar sem ekki þurfi til lengdar með tilliti til ávöxtunar lífeyrissjóða að jafnaði að hafa framlag vinnuveitandans 11,5% til að tryggja 1,9% réttindaávinnslu. Fyrirkomulagið væri hins vegar þveröfugt hjá almennu lífeyrissjóð- unum. Þar væri fastákveðið hvað lagt væri inn í sjóðina en réttindaá- vinnslan færi síðan eftir ávöxtun og fjárhag sjóðanna. Lögákveðið lág- mark væri 1,4% ávinnsla af árslaun- um á ári, en þeir sem bestum árangri hefðu náð væru komnir hátt í 1,7% réttindaávinnslu. „Ég held að jöfnun réttindanna til lengri tíma gerist með þessum hætti að almennu sjóðirnir rétti úr kútn- um. Ég tel síðan að það hafi verið mjög mikilvæg niðurstaða sem náð- ist í síðustu kjarasamningum um sameiginlega ábyrgð vinnuveitenda og starfsfólks á því að efla þriðju stoð lífeyrissparnaðar, þannig að auk tryggingakerfis og skyldubund- inna lífeyrissjóða bættist við frjáls sparnaður,“ sagði Ari. Hann sagði að áætlað hefði verið að þessi frjálsi lífeyrissparnaður gæti aukið lífeyrisgreiðslur til manns á miðjum aldri um 100% þeg- ar að lífeyristöku kæmi, þar sem ekki færi af þessum sparnaði til ann- arra tegunda lífeyris, eins og barna- og makalífeyris. „Ég held að með þessum ráðstöf- unum sem gerðar hafa verið á al- mennum vinnumarkaði þá sé mjög vel séð fyrir lífeyrisréttindum starfs- manna til framtíðar, þegar þetta kerfi hefur fengið tíma til að virka,“ sagði Ari ennfremur. Gengið eftir að jafna réttindin Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að í tvennum síðustu kjarasamningum hafi verið gengið mjög ríkt eftir því að ríkið tæki raunveruleg skref í þá átt að jafna réttindi milli fólks innan Alþýðusambandsins sem starfaði hjá ríkinu við hliðstæð störf og opinberir starfsmenn en hefði allt önnur og lakari réttindi en opinberir starfs- menn og þar skæri mest í augu líf- eyrisrétturinn. Grétar sagði að óþolinmæðin hjá fólki innan ASÍ væri orðin yfirþyrm- andi yfir þessu, en hins vegar væru bundnar miklar vonir við yfirlýsingu fjármálaráðherra frá 13. desember sl. um að setjast yfir þetta viðfangs- efni og leita leiða til að greiða úr þessu. Þeir vonuðust að það tækist, en annars rynnu samningar út eftir rösklega eitt og hálft ár og í hans huga væri alveg ljóst hvað myndi gerast ef þá yrði ekki búið að finna leiðir út úr þessu. Hann bætti því við að fyrsti fund- urinn í framhaldi af yfirlýsingu fjár- málaráðherra hefði verið haldinn sl. miðvikudaginn og vinnan væri því komin í ákveðinn farveg. Grétar sagði aðspurður að það væri engin vitræn skýring á þessum réttindamun opinberra starfsmanna og starfsmanna ríkisins í öðrum stéttarfélögum og það væri engin leið að sætta sig við þennan mun. Spurður um þann mun sem er á réttindum starfsmanna ríkisins ann- ars vegar og á almennum markaði hins vegar sagði Grétar að það væri íhugunarefni hvernig greitt væri úr því. Hins vegar hefði umræðan til dæmis þegar samkomulag var gert við VSÍ árið 1995 um lífeyrismálin verið mjög ríkjandi á þann veg að fólk hefði ekki verið tilbúið að leggja meir af sínum launum í lífeyris- sparnað en þau 10% sem lögð væru til þessa í dag. Þetta væru réttindi sem fólk væri að ávinna sér yfir alla starfsævina og þetta hlutfall miðað við þokkalega ávöxtun ætti að skila viðunandi lífeyri. Þá sé rétt að hafa í huga að búið væri aðopna leið til við- bótarlífeyrissparnaðar. Forsvarsmenn samtaka á almennum vinnumarkaði Vel er séð fyrir líf- eyrisréttindum á almennum markaði HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur, yfir manni sem liggur undir grun lögreglunnar í Reykjavík um aðild að einu stærsta amfetamínmáli sem komið hefur upp hérlendis. Lögreglan lagði hald á 5 kg af am- fetamíni við húsleit í lok janúar og fékk í kjölfarið þrjá karlmenn og eina konu úrskurðuð í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Þau eru talin höfuð- paurarnir í málinu og eru nú öll laus úr gæsluvarðhaldi nema einn. Hæstiréttur féllst á með lögregl- unni að fyrir hendi væri rökstuddur grunur um að maðurinn sem var leystur úr gæsluvarðhaldi í gær hefði gerst sekur um fíkniefnabrot, en taldi að lögreglan gæti ekki fært sönnur á að hlutur hans í málinu væri slíkur að áframhaldandi gæslu- varðhald væri nauðsynlegt. Lögreglan grunar manninn um að eiga veigamikinn þátt í stórfelldu fíkniefnamisferli. Hann hefur skýrt svo frá að barnsmóðir sín hafi í des- ember 2001 sent honum pakka, sem hafi m.a. haft að geyma þrjár dósir af niðursuðumat. Hún hafi síðan beðið sig um að sækja fyrir sig pakka, sem hún hafi sent tveimur aðilum. Kvaðst maðurinn hafa orðið við því og fengið afhentar þrjár dósir hjá öðrum aðilanum og tvær dósir hjá hinum. Maðurinn sagðist hafa grunað að ekki væri allt með felldu með dósirnar og hefði hann því feng- ið annan aðilann til að geyma tösku með dósunum í um tíma. Hann sagð- ist síðar hafa sótt dósirnar að beiðni barnsmóður sinnar til annars aðil- ans. Nokkru síðar hafi hann farið með töskuna í bifreið á tiltekinn stað en þar hafi hann átt að hitta mann sem hann þekkti ekki. Sagðist mað- urinn hafa skilið töskuna eftir í far- angursgeymslu bifreiðarinnar og ekki vitað hvort ókunni maðurinn tók þær. Sakborningur leyst- ur úr gæsluvarðhaldi HEILDAREIGNIR lífeyrissjóð- anna í árslok 2001 námu 648 miljörð- um króna. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir flest benda til að raunávöxtun lífeyrissjóðanna á síð- asta ári hafi verið verri en á árinu 2000 þegar ávöxtunin var neikvæð um 0,7%. Samkvæmt upplýsingum frá töl- fræðisviði Seðlabanka Íslands námu erlendar eignir sjóðanna 21,2% af heildareignum, sem er hlutfallsleg lækkun frá fyrra ári. Heildareignir lífeyrissjóðanna jukust um 81,8 milljarða milli ára eða um 14,5%. Tölur Seðlabankans er áætlun sem byggist á úrtaki lífeyrissjóða með rúm 90% af heildareignum. Tap á erlendri eign lífeyrissjóðanna Erlend verðbréf í eigu lífeyris- sjóðanna námu alls 137,6 milljörðum í árslok 2001, sem er 21,2% af heild- areignum. Í árslok 2000 námu er- lendar eignir sjóðanna hins vegar 128 milljörðum króna eða 22,6% af heildareignunum. Í krónutölu nam aukningin á er- lendum eignum sjóðanna 7,5%, mið- að við 30,5% aukningu milli áranna 1999 og 2000. Um raunverulega lækkun var hins vegar að ræða vegna veikingar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum á síðasta ári. Hrafn sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu nánast ekkert fjárfest erlendis á síðasta ári. Aðspurður hafnaði hann því að sjóðirnir hefðu farið óvarlega í fjárfestingum erlendis á árinu 2000. Hann benti á að eigna- samsetning íslensku lífeyrissjóðanna væri ólík erlendra lífeyrissjóða. Hlutfall erlendra eigna væri mun lægra hjá íslensku sjóðunum hjá erldnum lífeyrissjóðum. Sérstaka athygli vekur mikil aukning sjóðfélagalána á síðasta ári, en þau voru 73,6 milljarðar í árslok 2001 miðað við 55,9 milljarðar í árs- lok 2000. Aukningin nam um 31,6%. Umtalsverð aukning var líka á milli áranna 1999 og 2000 eða um 25,8%. Neikvæð raunávöxtun Raunávöxtun stærstu lífeyris- sjóða landsins var verri í fyrra en ár- ið 2000. Raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var neikvæð um 0,7% samanborið við 1,2% raun- ávöxtun á árinu 2000. Lífeyrissjóð- urinn Framsýn skilaði 2,5% nei- kvæðri raunávöxtun í fyrra borið saman við 0,6% neikvæða raunávöxt- un árið 2000. Raunávöxtun Samein- aða lífeyrissjóðsins var neikvæð um 2,8% í fyrra. Hrafn sagði að þó ávöxtun lífeyr- issjóðanna hefði verið neikvæð á síð- ustu tveimur árum mætti ekki gleyma því að hún hefði verið mjög góð árin þar á undan. Afkoma lífeyr- issjóða víða um heim hefði almennt verið slæm í fyrra. Bresku lífeyris- sjóðirnir hefðu skilað 10% neikvæða ávöxtun, sem gerir um neikvæða 11,8% raunvöxtun, þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu. Þetta væri versti fjárfestingarárangur sjóðanna síðan 1990 þegar ávöxtunin var nei- kvæð um 11%. Ávöxtun bresku líf- eyrissjóðanna var að meðaltali nei- kvæð um 1,8% á árinu 2000. Japönsku lífeyrissjóðirnir sýndu 6,8% neikvæða ávöxtun á síðasta ári. Vegna verðhjöðnunar í Japan var raunávöxtun hins vegar neikvæð um 5,8%. Raunávöxtun lífeyrissjóða í Sviss var neikvæð í fyrra um 7,4%. Á árinu 2000 var ávöxtunin hins vegar jákvæð um 3%. Ávöxtun bandarískra lífeyrissjóða var neikvæð í fyrra um 3,8% sem er 5,7% neikvæð raun- ávöxtun að teknu tilliti til verðbólgu. Þetta er verri úrkoma en á árinu 2000 þegar ávöxtunin var neikvæð um 0,3%. Neikvæð afkoma lífeyrissjóða á síðasta ári Lífeyrissjóðirnir eiga 648 milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.