Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2002 Umhverfisviðurkenning Reykjavík- urborgar er veitt fyrirtæki eða stofn- un, sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Til greina koma fyr- irtæki eða stofnanir í Reykjavík sem á einhvern hátt hafa sýnt slíka við- leitni. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 5. júní nk. Viður- kenningin kom í hlut Mjólkursam- sölunnar árið 2001 og var það í fimmta sinn sem hún var veitt. Þeir sem óska eftir að koma til greina í ár eða óska eftir að tilnefna fyrir- tæki eða stofnun til Umhverfisviður- kenningarinnar, eru vinsamlegast beðnir að fylla út sérstök eyðublöð, sem liggja frammi hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Suður- landsbraut 14, og hjá Upplýsingar- þjónustu Ráðhúss Reykja-víkur. Tilnefningum ber að skila á sama stað eigi síðar en 10. apríl 2002 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum sem tilnefna. Frekari upplýsingar fást hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, sími 588 3022. Veitingahús Höfum til sölu veitingahús á Suðausturlandi sem er með mat- sölu, dansleiki, veisluþjónustu og smáveislur. Mikið að gera og nú eru um 200 manns að kvikmynda þarna nálægt. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk. Húsnæðið er einnig til sölu. Borðbúnaður fyrir 400 manns. Góð eldhústæki. Verð kr. 28 millj., áhvílandi eru kr. 11 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI. IBRAHIM Rugova, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins (LDK), var í gær kjörinn forseti Kos- ovo-héraðs. Hann þurfti tvo þriðju hluta at- kvæða á þingi hér- aðsins til að hljóta út- nefningu. Þá var einnig skipuð 10 manna hér- aðsstjórn Kosovo. Formlega tilheyrir Kosovo Serbíu en héraðið hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna frá árinu 1999 og verður svo enn um sinn þótt þing, for- seti og héraðsstjórn fái umtals- verð völd. Litið er á kjör Rugova sem fyrsta skrefið í átt til sjálfstæð- is Kosovo en fyrir því hefur for- setinn nýi heitið að berjast. Bankarán í París FIMMTÁN manna hópur ræn- ingja hafði á brott með sér um sex milljónir evra eða 522 millj- ónir íslenskra króna eftir að hafa komist inn í peningahvelf- ingu í norðurhluta Parísar í gæ- morgun. Þjófarnir sprengdu gat á bygginguna sem hvelfing- in er í og náðu að taka með sér sex fulla poka af peningaseðl- um. Lögreglan kom að þegar ræningjarnir voru að yfirgefa staðinn. Einn lögreglumaður varð fyrir skoti og særðist. Þjófarnir komust undan. Franska lögreglan rannsakar málið. Þingkona myrt í Kólumbíu LÍK þingkonunnar Martha Catalina Daniels fannst í gær skammt fyrir utan Bogota, höf- uðborg Kólumbíu, að því er BBC greindi frá. Fregnir herma að önnur kona og bíl- stjóri þeirra hafi jafnframt ver- ið myrt í árásinni sem gerð var í skóglendi þar sem fólkið var í mannúðarleiðangri. Öll þrjú voru skotin í höfuðið. Martha Catalina Daniels var félagi í Frjálslynda flokknum, sem er í stjórnarandstöðu í Kólumbíu. Hún hafði ekki í hyggju að bjóða sig fram til endurkjörs. Ekki er vitað hver var ástæða árásarinnar. Ástrali rit- stýrir Times ROBERT Thomson hefur verið ráðinn ritstjóri Lundúnablaðs- ins The Times. Thomson er Ástrali og verður þetta í fyrsta skiptið í sögu þessa þekkta dag- blaðs sem Breti ritstýrir því ekki. Thomson, sem er fertugur, var áður ritstjóri Financial Times í Bandaríkjunum. Hann tekur til starfa á morgun, mið- vikudag. Thomson tekur við af Peter Stothardt sem sagði af sér á dögunum eftir að hafa ritstýrt The Times í tíu ár. STUTT Rugova kjörinn forseti Ibrahim Rugova BANDARÍSKIR geimfarar hófu í gær vinnu við endurbætur á Hubble- geimsjónaukanum, alls munu þeir fara í fimm geimgöngur í þessu skyni. Endurbæturnar eiga að auka til muna afl sjónaukans og gæði mynda sem hann sendir frá sér. Sjö geimfarar eru í ferðinni en hún er merkileg fyrir þær sakir að aldrei fyrr hefur verið ráðist í jafn margar og jafn langar geimgöngur og nú er stefnt að. Er áætlað að geimfararnir muni þurfa að vera meira en sjö stundir við vinnu á mið- vikudag en þá á að skipta um raf- stöð sjónaukans. Síðasta geimganga fer síðan fram á fimmtudag en þá verður skipt um myndavél í sjón- aukanum. Á myndinni má sjá geim- farana John Grunsfeld (t.h.) og Rick Linnehan við vinnu sína. Að sögn Bandarísku geimvísindastofnunar- innar (NASA) gekk þá allt að ósk- um. AP Fimm geimgöngur í sömu ferðinni TALIÐ er, að um 150 manns hafi far- ist í afskekktu héraði í Norður-Afgan- istan er harður jarðskjálfti reið þar yfir á sunnudag. Samkvæmt upplýs- ingum frá bandarísku jarðfræðistofn- uninni var styrkur hans 7,2 á Richter. Ríkissjónvarpið í Afganistan sagði, að 150 manns hefðu farist í Dahani Zoa í Samangan-héraði þegar skriður hljópu á um 100 hús í bænum og eina hótelið. Stífluðu skriðurnar einnig á, sem þar rennur, með þeim afleiðing- um, að nú eru um 700 hús umflotin vatni og mörg á kafi. Einn maður lét lífið af völdum skjálftans í Aibak, höf- uðstað héraðsins, og vitað var um tvo, sem biðu bana í Kabúl þegar hús- veggur hrundi ofan á þá. Nokkrir öflugir jarðskjálftar hafa orðið í Afganistan á síðari árum. Um 4.500 fórust og um 10.000 manns misstu heimili sitt 1998 í sterkum skjálfta í Takhar-héraði og sama ár týndu 5.000 manns lífi í skjálfta, sem mældist 7,1 í Badakhshan-héraði. Þyrlur á vegum hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna fluttu í gær 22 tonn af matvælum á mesta hamfara- svæðið en þangað er nú að heita má ófært á landi vegna snjóa. Mikill jarðskjálfti í Afganistan Um 150 manns týndu lífi Kabúl. AFP. „SÖGULEGT samkomulag“ og „stór dagur fyrir andrúmsloftið og sjálfbæra þróun“ voru orðin, sem notuð voru á fundi umhverfisráð- herra Evrópusambandsins í Brussel í gær. Þar var lýst yfir eindregnum stuðningi við Kýótó-sáttmálann en stefnt er að því að undirrita hann á leiðtogafundi sambandsins í Barce- lona á Spáni í næstu viku. Búist hafði verið við, að ESB-ríkin myndu styðja Kýótó-sáttmálann, en nokkurn tíma tók að ná sátt við Dani, sem voru óánægðir með sinn meng- unarkvóta. Það tókst þó í síðustu viku og í síðasta mánuði var sáttmál- inn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Evrópuþinginu. Gert er ráð fyrir, að einstök aðildarríki verði búin að staðfesta hann í júní. Samkvæmt sáttmálanum skuld- binda ESB-ríkin sig til að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 8% á tímabilinu 2008 til 2012 og er þá mið- að við mælingar 1990. Bandaríkja- menn hafa hafnað Kýótó-sáttmálan- um, telja hann of kostnaðarsaman. Styðja Kýótó- sáttmálann Brussel. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.