Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.900 Flugsæti til Prag, út 18. mars, heim 21. mars. Almennt verð kr. 20.895. Skattar kr. 3.550, ekki innifaldir. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, per nótt með morgunmat á góðu 3ja stjörnu hóteli. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð til Prag þann 18. mars í 3 nætur, en nú getur þú kynnst þessari einstöku borg á ótrúlegu tilboðsverði. Þú bókar flugsæti á aðeins 19.900 kr. og getur valið um góð hótel Heimsferða í hjarta Prag. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 18 sætin Síðustu sætin til Prag frá kr. 19.900 18. mars AFDRÁTTARSKATTUR sem greiddur er hér á landi vegna tekna erlendra aðila lækkaði úr 20% í 15% um síðustu áramót. Skattprósenta afdráttarskattsins getur síðan lækkað verulega frá þessu vegna tvísköttunarsamninga Íslands við einstök erlend ríki, en þá fer skattprósentan eftir ákvæð- um hvers tvísköttunarsamnings fyrir sig. Indriði H. Þorláksson, ríkis- skattstjóri, sagði að allir aðilar sem fengju greiðslu fyrir starfsemi eða þjónustu innta af hendi hér á landi væru tekjuskattskyldir hér samkvæmt 3. gr. skattalaga. Þegar um erlenda aðila væri að ræða hefði þessi skattur verið 20% en hann hefði lækkað í 15% um ára- mótin. Indriði sagði að tekjur sem væru upprunnar hér á landi væru skattskyldar hér. Síðan væri í tví- sköttunarsamningum við einstök ríki þessi skattur víða lækkaður eða felldur niður. Það þýddi ekki í sjálfu sér að þessar tekjur væru skattfrjálsar heldur að hitt ríkið hefði skattlagningarréttinn. Afdráttarskattur lækkaði úr 20% í 15% um áramót SÍÐUSTU fimmtán mánuði hafa á þriðja þúsund manns gengist undir beinþéttnimælingu hjá Lyfju. Nið- urstöðurnar voru kynntar um helgina og benda eindregið til þess að Íslendingar þurfi að huga betur að beinum sínum. Við sama tækifæri tóku Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, í notkun nýtt önd- unarmælitæki, en Lyfja, Samtök lungnasjúklinga og Astma- og of- næmisfélagið hafa gert með sér samstarfssamning um gjaldfrjálsar mælingar á félagsmönnum samtak- anna. Af þeim rúmlega tvö þúsund kon- um sem fóru í beinþéttnimælingu hjá Lyfju var um átta hundruð kon- um ráðlagt að fara í frekari rann- sókn, þar af fjögur hundruð að gera það tafarlaust, þar sem sterkar lík- ur væru á beinþynningu. Hættan á beinþynningu reyndist hvað mest í aldurshópnum 60 til 70 ára eða yfir 30% en 17% hjá konunum öllum. Fá- ir karlmenn sáu hins vegar ástæðu til þess að láta mæla beinþéttni og var úrtakið það lítið að erfitt reynd- ist að draga ályktanir af mælingum hjá þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir seg- ist ekki hafa gengist undir bein- þéttnimælingu en mæling á lungna- styrk sínum hafi komið vel út. „Það sást að ég er loftmikil, heildar- loftmagn var vel yfir áætluðum mörkum og allt í fínu lagi með lung- un. Mælingin kom líka vel út hjá Sigurði Geirdal, þannig að ég held við getum bæði mjög vel við unað.“ Aðspurð hvort hún hreyfi sig mikið segist Ingibjörg Sólrún vera hundlöt við slíkt. „En ég er alltaf full af góðum fyrirheitum. Aftur á móti reyki ég ekki lengur þótt ég hafi gert það um árabil.“ Á þriðja þúsund í beinþéttnimælingu Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskóla- kennara, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs þar sem hún hefur ákveðið að taka sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosning- anna í vor. „Ég hef verið í forystu fyr- ir kennara í rúman áratug og barist fyrir bættum kjörum þeirra. Nú langar mig að láta að mér kveða á öðrum vett- vangi og berjast fyrir betri menntun og öflugra skóla- starfi í Reykjavík,“ segir í yf- irlýsingu frá henni af þessu tilefni. Fram kemur að Guðrún Ebba var kjörin í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur vorið 1990 og gegndi for- mennsku þar frá 1991–94. Það ár var hún kjörin vara- formaður Kennarasambands Íslands og í nóvember 1999 varð hún formaður Félags grunnskólakennara er það var stofnað í tengslum við sameiningu Kennarasam- bands Íslands og Hins ís- lenska kennarafélags. Aðalfundur Félags grunn- skólakennara verður haldinn um miðja vikuna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Finn- bogi Sigurðsson, varaformað- ur Félags grunnskólakennara og formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gefa kost á sér til formennsku, en ekki er vit- að hvort frambjóðendur verða fleiri. Guðrún Ebba gef- ur ekki kost á sér STJÓRN Lánasjóðs íslenskra náms- manna (LÍN) hefur staðfest fyrri úr- skurð sinn þar sem lánþega var synj- að um undanþágu á árlegri endurgreiðslu námslána vegna veik- inda og örorku hans. Málskotsnefnd LÍN hafði fellt úr gildi fyrri úrskurð stjórnarinnar frá árinu 1999 en í honum og aftur nú hafnaði stjórnin því að veita undan- þágu. Lánþeginn hyggst vísa málinu aftur til málskotsnefndar en það hef- ur ekki áhrif á innheimtu endur- greiðslna og verður gengið að ábyrgð- armönnum á lánum hans um miðjan þennan mánuð, að öllu óbreyttu. Málið aftur til málskotsnefndar Lánþeginn, Jóhannes Davíðsson, segir að hann hafi verið formlega greindur með mænusiggssjúkdóm ár- ið 1999 en slík greining taki oft nokk- urn tíma í kerfinu. Hann hafi hins vegar verið komið með sjúkdóminn mun fyrr og hafi byrjað að finna fyrir honum á árunum 1993–1994. „Ég mun skjóta málinu aftur til málskotsnefndar, það er eini kostur- inn í stöðunni og ég mun leita til al- þjóðadómstóla ef það dugar ekki. Skuldin er engu að síður komin til innheimtufyrirtækis sem sækir hana þótt yfirstjórn LÍN sé að fjalla um málið. Ég sé satt segja ekki fram á annað en eignir ættingja minna verði boðnar upp nú 12. mars. Þetta er hið versta mál fyrir mig og mína fjöl- skyldu og mér finnst menn hafi ekki sýnt mér mikinn skilning.“ Jóhannes segir að LÍN hafi í raun engan vilja sýnt til þess að koma til móts við sig enda sé um nokkurs kon- ar prófmál að ræða og allt að þrjú hundruð fjölskyldur kunni að leita réttar síns fái hann leiðréttingu. Fyr- ir LÍN sé því í reynd um miklu hærri upphæðir að tefla en þær 1,1 milljón sem sjóðurinn telji hann skulda. Jóhannes leitaði á sínum tíma álits umboðsmanns Alþingis og var niður- staða umboðsmannsins sú að stjórn LÍN og málskotsnefnd hefðu ekki af- greitt beiðni lántakanda samkvæmt lögum og mæltist til að málskots- nefnd tæki málið til skoðunar á ný yrði þess óskað. Í niðurstöðu úrskurð- ar málskotsnefndar frá því febrúar í ár segir að í gögnum kæranda komi fram að hagur hans hafi farið versn- andi og hann haft útgjöld af lyfja- kaupum og er niðurstaða málskots- nefndar sú að fella verði hinn kærða úrskurð úr gildi. Aðspurður hvaða rök séu fyrir því að stjórn LÍN staðfesti í reynd fyrri úrskurð sinn, segir Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, að álit umboðsmanns Alþingis hafi lotið að rannsókn málsins, þ.e. að skoða hefði átt betur aðstæður lánþegans en raun var á. „Í framhaldinu kallaði málskotsnefnd eftir frekari upplýs- ingum en leggur ekki mat á þær held- ur sendir okkur þær og vekur athygli á því að þessar upplýsingar gætu mögulega haft áhrif á afgreiðslu málsins. Stjórnin fékk því málið aftur til sín og tók afstöðu til þess hvort þessi viðbótargögn væru þess eðlis að ástæða væri til þess að breyta fyrri úrskurði. Niðurstaða stjórnarinnar nú var sú að það væri ekkert nýtt í gögnunum, þ.e. þarna sé um að ræða upplýsingar sem taki til aðstæðna eft- ir að vanskil einstaklingsins hófust.“ Steingrímur segir vanskilin hafa byrjað árið 1997, einstaklingurinn hafi leitað til sjóðsins árið 1999, en gögnin sem hafi verið lögð fram snerti aðstæður hans á árunum 2000 og 2001. „Þetta er spurning um aðstæð- ur hans þegar vanskil byrja, það eru ábyrgðaraðilar að láninu og það verð- ur auðvitað að gæta jafnræðis gagn- vart ábyrgðarmönnum. Ég vil einnig taka fram að þegar málið var afgreitt á sínum tíma var honum boðið að skuldbreyta vanskilunum á hagstæð- um kjörum en hann sinnti því ekki.“ Stjórn LÍN staðfestir fyrri úrskurð í máli öryrkja Fær ekki undan- þágu frá reglum um endurgreiðslu SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN mælist með 43,9% fylgi þeirra sem afstöðu taka skv. niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Fréttablaðið gerði sl. sunnudag. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn skv. könn- uninni og mælist með 22,2% fylgi, Framsóknarflokkurinn með 13,2%, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 15,6% og Frjálslyndi flokkurinn 4,4%. Skv. þessum niðurstöðum myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig þremur þingmönnum ef kosið yrði nú, Framsóknarflokkurinn tapa fjórum, Samfylkingin tapa þremur, Vinstrihreyfingin myndi vinna fjóra þingmenn og Frjálslyndir halda sín- um tvemur þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn fær 52% fylgi í kjördæmum á höfuðborgar- svæðinu en 34% á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn nýtur 22,2% fylgis í landsbyggðarkjördæmum en 7,8% í kjördæmum á höfuðborgar- svæðinu. Samfylkingin mælist með hlutfallslega sama fylgi á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæð- inu, Vinstri grænir fá 18,1% fylgi í landsbyggðarkjördæmum en 15,6% á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gerð tilraun til að aðgreina fylgi Frjáls- lynda flokksins á milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðarkjör- dæma. 30,2% þeirra sem voru spurðir í könnuninni sögðust vera óákveðin. 600 manns voru í úrtaki könnunar- innar, valdir úr símaskrá. Samkvæmt Fréttablaðsins vilja 66% þeirra sem afstöðu tóku að Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segi af sér ráðherraembætti. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segi af sér emb- ætti vegna Símamálsins?“ 17% sögðust óákveðin, 4,5% tóku ekki af- stöðu, 52,2% sögðust fylgjandi af- sögn og 26,3% voru andvíg. Fylgiskönnun Fréttablaðsins Sjálfstæðisflokkur með 43,9% fylgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.