Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 43 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT- fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Full- orðinsfræðsla kl. 20. Nú fer í hönd nýtt námskeið. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um bænina. Aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10–12. Alþjóðlegur baráttudag- ur kvenna. Heimsókn. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður, samvera. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30– 18.15. Safnaðarfélagið: Opinn stjórnar- fundur kl. 20.30. Horft til framtíðar. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12. Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni les úr Passíusálmum Hallgríms Pétursson- ar. Bænarefnum má koma til djákna í síma 557-3280 og í sama síma er hægt að panta keyrslu til og frá kirkju. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina og húsið opið áfram til kl. 15. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16.30. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka undir stjórn Hjördísar Kristinsdóttur. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–12 ára krakka. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestur í dag kl. 19.30 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardótt- ur guðfræðings. Farið verður í Jóhannesar- guðspjall. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgunn í dag, þriðjudaginn 5. mars. Guðný Gísladóttir hjúkrunarfræðing- ur fræðir og spjallar um næringu ungbarna o.fl. Sóknarprestur. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. KFUM&K, Holtavegi 28. Enginn fundur í kvöld. Sameiginlegur fundur með AD KFUM á fimmtudag. Þá verður farið í heim- sókn í Neskirkju. Nánar auglýst á fimmtu- dag. Munið árshátíðina á laugardag. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Óvissuferð fermingarbarna kl. 13. Öll ferm- ingarbörn mæti við Akureyrarkirkju kl. 12.30. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Hjálparflokk- ur fyrir konur kl. 20. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Kveðja frá sjálf- stæðismönnum í Mýrasýslu Það hefur verið styrkur sjálfstæðis- flokksins í Mýrasýslu að eiga trausta og fórnfúsa fé- lagsmenn. Menn og konur sem eru tilbúin að gefa ómælt af tíma sínum til að vinna að þeim hugsjónum sem bindur fólk í stjórnmálaflokka. Slíkt fólk vinnur ekki einungis að hags- munum stjórnmálaflokksins heldur er starf þeirra einnig hinn eiginlegi drifkraftur lýðræðisins í landinu. Að hafa hugsjónir og sannfæringu er fjársjóður hverjum einum. Að taka sér stöðu í samfélaginu og láta verk- in tala er gæfa í lífi hvers manns. Þannig var lífshlaup Björns Arason- ar. Þannig minnast sjálfstæðismenn hans nú er leiðir skilja. Björn var fasmikill maður og ákveðinn í framgöngu. Á fundum og málþingum lét hann óhikað að sér kveða og lét hlut sinn ógjarnan þeg- ar glímt var á velli stjórnmálanna. Í samningum var hann lipur og útsjón- arsamur og því farsæll í störfum sín- um. Sem persónulegur vinur var hann hlýr og traustur og glæddi samskipti sín ríkulegri kímnigáfu. Fyrir þau kynni vil ég þakka sér- staklega. Sem ungur maður aðhyllt- ist Björn sjálfstæðisstefnuna og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fljótlega skipaði hann sér í forystu- sveit okkar í héraði. Hann átti sæti í hreppsnefnd Borgarness fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í þrjú kjörtímabil, ár- in 1970 til 1982. Á þeim vettvangi átti hann þátt í mörgum framfaramálum byggðarlagsins. Stofnun Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar ber þar hæst en Björn átti þar stjórnarsæti allt frá stofnun hitaveitunnar til árs- ins 1986. Stjórnmálin voru Birni hugleikin og tók hann virkan þátt í flokksstarfi á landsvísu. Hann átti sæti í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins og skipaði sæti okkar sem flokksráðs- maður um árabil. Hann sat jafnan landsfundi Sjálfstæðisflokksins og gegndi og margvíslegum trúnaðar- störfum öðrum sem ekki verða rakin hér. Björn var gæfumaður í einkalífi. Hans ágæta eiginkona Guðrún Jós- afatsdóttir og börnin fjögur studdu hann í leik og starfi. Sjálfstæðis- menn í Mýrasýslu votta þeim dýpstu samúð sína nú á sorgarstundu. Fjöl- skyldan var samhent og veitti víst ekki af þar sem Björn var umsvifa- mikill atvinnurekandi í Borgarnesi samhliða afskiptum á sviði stjórn- málanna. Björn skipaði sér í hóp þeirra manna sem eiga stóran þátt í að móta okkar litla samfélag. Við sem eftir stöndum drjúpum höfði í virðingu og þökk. Hin síðari ár þegar um hægðist tók Björn að sér að sjá um húsnæði flokksins í Borgarnesi, ásamt því að veita skrifstofu þar for- stöðu. Þetta gerði hann, ólaunað, af BJÖRN ARASON ✝ Björn Arasonfæddist 15. des- ember 1931 á Blönduósi. Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Borgarnes- kirkju 1. mars. þeirri alúð og vand- virkni sem einkenndi öll hans störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðismenn þakka nú að leiðarlokum mik- ið og óeigingjarnt framlag hans í forystu- sveit Sjálfstæðisflokks- ins í Mýrasýslu. Hans er nú sárt saknað. Guð blessi minningu okkar góða félaga. F.h. sjálfstæðisfélag- anna í Mýrasýslu, Óðinn Sigþórsson. Björn Arason varð bráðkvaddur sl. föstudag. Ekkert getur búið mann undir slíka frétt. En fljótt fór þó hug- urinn að reika og gömul kynni að rifjast upp. Það var árið 1985 að ég kynntist Birni fyrst að einhverju ráði. Hafði jú vitað hver hann var fram að því enda ekki hægt annað í okkar litla bæjarfélagi, þar sem hann stundaði rekstur á bensínstöð Skeljungs og í versluninni Húsprýði til margra ára, ásamt því að sitja í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í mörg ár. Sumarið 1985 réð Björn mig til starfa hjá sér á Shell- stöðinni í Borgarnesi og vann ég hjá honum þar til hann seldi rekstur stöðvarinnar og hætti störfum í febr- úarlok 1994. Á þessum níu árum var margt brallað, margar skemmtilegar uppákomur og mörg erfið úrlausn- arefni er þurfti að ljúka. Björn gat verið svolítið hrjúfur á yfirborðinu en undir niðri bjó mjög ljúfur maður er gott var að eiga samstarf við og alltaf var hann tilbúinn að taka þátt í hinum ýmsu uppákomum er stungið var upp á í sambandi við Shellstöð- ina. Svo sem bílabíói, því fyrsta á Ís- landi, útitónleikum, markaðstjöldum og ýmsu öðru er var gert og of langt yrði að telja upp hér. Einnig var hann ávallt fljótur að taka við sér ef einhverjar skemmtilegar hugmyndir komu upp í sambandi við Lions- klúbbinn í Borgarnesi. Ég vil með þessum orðum fá að þakka fyrir frábær ár á Shellstöð- inni, trausta vináttu og ánægjulegt samstarf. Við Ingileif biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Guðrúnu, börn þeirra og fjölskyldur í þeirri miklu sorg er þau glíma við nú. Hug- ur okkar er hjá þeim þessa dagana. Magnús Valsson. Ég var staddur í birtu og yl í út- löndum þegar Guðrún, eiginkona Björns heitins Arasonar, hringdi í mig á föstudaginn var og tilkynnti mér að Björn vinur minn hefði kvatt þenna heim þá um morguninn. Við það að fá svona fréttir slær um mann kuldahroll. Tíminn stöðvast eitt augnablik en síðan renna mynd- ir og minningar liðinna ára í gegn- um hugann. Við Björn erum báðir að norðan og höfum þekkst frá barnæsku. Á vináttu okkar hefur aldrei fallið skuggi. Við vorum ekki alltaf sam- mála í landsmálunum og þegar Birni þótti ég sækja fast að honum, svolítið ósvífinn, sagði hann með sínum prúðmannlega hætti: ,,Nei, Þráinn minn, svona tölum við ekki.“ Þó var Björn mikill málafylgjumað- ur. Síðastliðið haust fórum við Björn ásamt öðrum norður á æskustöðv- arnar en tilgangur ferðarinnar var Skrapatungurétt. Við vorum fyrir norðan í þrjá daga í sól og stafa- logni. Ekið var vítt og breitt um Húnaþing og rifjaðar upp sögur um menn og málefni; sumar sannar en aðrar örlítið ýktar að ég held. En mikið var hlegið. Allar ferðir taka enda og þegar við kom um á Helgu- götuna var tekið á móti okkur með veisluborði eins og Guðrúnu einni er lagið. Oft átti ég leið um Borgarnes og kom jafnan við hjá þeim hjónum. Guðrún kyssti mig á vangann, leit á mig og sagði: ,,Ert þú að fitna, strákur!“ Ég varð að játa það skömmustulegur en mér var jafn- framt plantað niður við eldhúsborð- ið og ýmsum tegundum af góðgæti troðið í mig. Guðrún sá til þess að ég missti ekki gramm! Björn var mikill Lionsmaður og stóð heimili hans og Guðrúnar ávallt opið vegna alls konar vinnu að líkn- armálum. Ég held að oft hafi verið troðið út úr dyrum en Guðrún kvart- aði aldrei. Við Björn sögðum eitt sinn okkur til gamans að við mættum ekki gráta hvor annan. Við þetta gat ég ekki staðið og verður minn elskulegi vin- ur að fyrirgefa mér. Ég vatnaði mús- um þegar Guðrún hafði tjáð mér lát Björns en fyrir það skammast ég mín ekki. Nú fer að styttast í lok þessa párs, Björn minn, en það veit ég fyrir víst að við eigum eftir að hittast á æðri stöðum og taka upp sama glensið. Birni þakka ég trygga vináttu og ég veit að góður Guð heldur sinni verndarhendi yfir Guðrúnu og þeirra yndislegu börnum og barnabörnum. Lifðu heill. Þráinn Þorvaldsson. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina :   4     4    (        (       - +:+!H+!& E+ - .8&0("4P$4 !$! - .4%  $, ( - 0.4! !=+4 ( 4                     &H! 2& *2!!5 (8 (  8  " DN , (  7)(      ; 2     0        -       "   #$$ 2 $  . 2  / &$  *7 $ . & &$  ! .8 ! / /0  / / / 4                  !2:4!&:9!!5 !L" N      /      <   88$ =         '     ! % $ !$! .8  %  %  !   4! .8  & P" / /0 4 :   4   &    4  (      (           )   )      2  %-A + - & +! - Q  $/7;N &/L4  &  J & *)0  J ( J 2 $A  J ! +424! .8  / /0  / / / 4 * &  !" &  &(  $( 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.