Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEF ásamt fimm öðrum þing- mönnum lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem fjallar um áskorun til samgöngu- ráðherra að hann láti skoða til hlítar mögu- leika á notkun svif- nökkva til fólks- og vöruflutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands. Sér- staða Vestmannaey- inga út frá samgöngum á Íslandi er einstök. Einungis íbúar Gríms- eyjar búa við sambæri- legar aðstæður. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetu í nútíma samfélagi. Um nokkurt skeið hefur verið fólksfækkun í Vest- mannaeyjum. Ein ástæða þessarar fækkunar eru hugsanlega ónógar samgöngur milli lands og Eyja sem íbúar sætta sig ekki við. Um tíma var flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í mikilli óvissu, þau mál hafa nú leyst. Þannig hefur Flugfélag Íslands hætt þessu flugi eftir áratuga þjón- ustu við Vestmannaeyjar, en Ís- landsflug tekið við og er allt gott um þjónustu þess félags að segja. Lítið má fara úrskeiðis veðurfarslega til þess að flugi sé aflýst á þessari leið. Flugfélag Vestmannaeyja heldur uppi góðri þjónustu í flugi milli Vest- mannaeyja, Bakkaflugvallar í Land- eyjum og á Selfoss. Líkja má þessari þjónustu við leigubílaþjónustu. Hægt er að panta flug á ákveðnum tíma og einungis tekur 5 til 6 mín. að fljúga frá Bakkaflugvelli til Vest- mannaeyja, en flugsamgöngur byggjast á veðurfarslegum skilyrð- um. Margir telja að ekki séu nægi- lega tíðar ferðir Herj- ólfs milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar og að í nútímasam- göngum sé þriggja klukkustunda ferð milli þessara staða of langur tími. Göng milli lands og Eyja er enn fjarlægur draumur þó að gríðar- lega hröð þróun eigi sér stað í gangagerð hér á Íslandi og í veröldinni. Með tilkomu ganga undir Ermarsund eru nokkrir notaðir svif- nökkvar til sölu á til- tölulega sanngjörnu verði. Mikil þróun hefur átt sér stað frá því að síðustu tilraunir voru gerð- ar með svifnökkva hér á landi en það var árið 1968. Ég varð reyndar þeirr- ar gæfu aðnjótandi sem ungur drengur að fá að fara í stutta ferð með því undratæki þegar svifnökkv- inn kom æðandi uppí Landeyjafjöru. Flutningsmenn tillögunnar telja ein- boðið að kannað sé til fullnustu hvort svifnökkvar henti til flutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjasands, en notkun slíkra farartækja, ef hent- ar, gæti gerbreytt samgöngumálum milli lands og Eyja. Ferðatími með skipi myndi styttast til mikilla muna og möguleikar Vestmanneyja sem samfélags myndu gerbreytast. Talið er að ferð frá Vestmannaeyjum uppí Landeyjafjöru myndi taka u.þ.b. 10 mín. Náttúrufegurð Vestmannaeyja er sérstæð og einstæð. Notkun svif- nökkva sem samgöngutækis myndi styrkja atvinnulíf í Vestmannaeyj- um. Ekki síst ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnugrein þar eins og annars staðar. Að vorlagi streymir ungt fólk til Vestmannaeyja í skóla- ferðalögum, íþróttaferðalögum o.fl. Þúsundir manna sækja íþróttavið- burði eins og peyja- og pæjumót sem haldin eru í Vestmannaeyjum. Oft er ferðum með flugi aflýst vegna veð- urs. Þúsundir manna streyma til Vest- mannaeyja til þess að taka þátt í Þjóðhátíð sem haldin er árlega síð- sumars. Vert er að skoða til fullnustu þennan samgöngumáta til þess að styrkja búsetu í Vestmannaeyjum. Auknar samgöngur milli Vest- mannaeyja og Rangárvallasýslu eru einnig atvinnuskapandi og myndi styrkja samvinnu þessara svæða út frá atvinnulegu tilliti. Tíðari og öruggari samgöngur myndu leiða til samþættingar ferðaþjónustu á þessu svæði. Ljóst er að í maí á þessu ári mun Herjólfur fara í slipp. Upplagt væri að nýta þann tíma til þess að reyna svifnökkva á leiðinni frá Vest- mannaeyjum til Þorlákshafnar. Nauðsynlegt er að skoða þennan samgöngumáta af fullri alvöru. Til- raunir þessar væru kærkomin viðbót við þær rannsóknir sem unnar eru á Bakkafjöru um hugsanlegt bryggj- ustæði. Leysir svifnökkvi samgönguvandamál Vestmannaeyinga? Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er alþingismaður. Samgöngur Vert er að skoða til fullnustu þennan samgöngumáta, segir Ísólfur Gylfi Pálmason, til þess að styrkja bú- setu í Vestmannaeyjum. ÞEGAR undirritað- ur var á sínum yngri árum í verkamanna- vinnu starfaði hann með verkamanni af eldri kynslóðinni sem var vanur að segja þeg- ar honum blöskraði vinnulagið á okkur unglingunum „Strákar mínir, svona vinnu- brögð ganga barasta ekki“. Síðustu vikur og daga hafa undirrituð- um oftsinnis dottið þessi orð í hug þegar hann hefur fylgst með samningaviðræðum sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Tryggingastofn- unar ríksins (TR). Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfar- ar hafa með góðum og gildum rökum sýnt fram á að taxti þeirra hefur rýrnað um tæp 30% frá 1995 og til dagsins í dag. TR segist hins vegar einungis geta boðið 7% hækkun taxta. En einhver verður að borga brúsann og ef TR er bara tilbúið til að bæta við 7% verður að fá það sem upp á vantar annarstaðar. Þá er um fáa staði að ræða aðra en pyngju við- skiptavina sjúkraþjálfara og lausnin sem blasir við hlýtur þá að vera auk- in kostnaðarhlutdeild þeirra. Sú leið gengur hins vegar alls ekki að mati TR, því að hlutverk TR er ekki einungis að taka þátt í kostnaði viðskiptavina sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara heldur líka hitt að gæta þess að viðskiptavinirnir borgi sem allra minnst jafnvel þó að marg- ir þeirra væru eflaust til í að borga eilítið meir fyrir þá gæðaþjónustu sem þeir njóta. Háleitt er mark- mið TR, því verður ekki neitað. Því er það svo að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar áttu engra kosta völ ann- arra en að segja upp samningi sínum við TR hinn 1. mars eða bíða skipbrot ella. Í febrúar áður en uppsögn samn- ingsins kom til fram- kvæmda var kostnað- arhlutdeild öryrkja, ellilífeyrisþega og barna 564 kr. fyrir hverja meðferð í fyrstu 15 skiptin. Ef frekari meðferðar er þörf greiðir TR að fullu eftir það. Aðrir viðskiptavin- ir sjúkraþjálfara greiða 1.128 kr. fyr- ir fyrstu 24 skiptin og ef frekari með- ferðar er þörf lækkar gjaldið í 564 kr. Eftir 1. mars hefur tryggingaráð breytt endurgreiðslureglum TR á þann veg að þeir sem leita til sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara þurfa að greiða hið hækkaða gjald að fullu. Undanskildir eru öryrkjar og lang- veik börn sem njóta endurgreiðslna eftir gamla taxtanum og einnig geta sótt um styrk frá TR þeir sem stríða við afleiðingar alvarlegra, lang- vinnra sjúkdóma eða slysa. Skil- greining tryggingaráðs í nýjum end- urgreiðslureglum um hvað er alvarlegt og langvinnt er eftirfar- andi: „...enda valdi sjúkdómsástand- ið verulegri skerðingu á færni til at- hafna daglegs lífs, göngugetu eða vinnufærni. Slík sjúkraþjálfun þarf samkvæmt niðurstöðum vísinda- legra rannsókna eða reynslu að vera líkleg til að bæta færnina verulega“. Áður en nýju reglurnar tóku gildi var beiðni frá lækni um þjálfun nægjanleg til að viðskiptavinir sjúkraþjálfara gætu gengið að vísri greiðsluþátttöku TR og hefur svo verið um áratugi. Þannig er nú augljóst að rök TR fyrir því að ekki mætti auka kostn- aðarhlutdeild viðskiptavina sjúkra- þjálfara eru ekkert nema orðin tóm. TR væri í lófa lagið að halda áfram að greiða eftir gamla samningnum en það gengur ekki að láta þessa ólukk- ans sjálfstætt starfandi sjúkraþjálf- ara komast upp með að fá réttmæta hækkun á sinn taxta og því er best að láta sem flesta borga nýja taxtann að fullu. Undirritaður á ekki von á að nokk- ur liggi honum á hálsi fyrir að enda þennan stutta pistil á sömu orðum og byrjað var: „Strákar mínir, svona vinnubrögð ganga barasta ekki.“ „Svona vinnubrögð ganga barasta ekki“ Ágúst Jörgensson Sjúkraþjálfarar Ef TR er bara tilbúin að bæta við 7%, segir Ágúst Jörg- ensson, verður að fá það sem upp á vantar annarstaðar. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. K omdu sæll og bless- aður, kæri lesandi! Í dag fjallar við- horf mitt um sendi- bréf. Ég er nefni- lega alveg hættur að fá sendibréf, sem nokkuð kveður að. Ekkert nema gluggapóstur í póstkassanum. Reikningar og rukkanir. Tölvupósturinn er tek- inn við hinu. Og símskeytin. Á þeim bæjum temja menn sér knappan og kaldan stíl. Tölvu- bréfið hans Össurar er bara und- antekningin sem sannar regluna. Tölvubréfin hellast inn. Þú hef- ur fengið nýtt bréf, segir tölvan sí og æ. Eins og öll bréf séu ekki ný, þegar þau berast! Þessi bréf eru bara stutt og laggóð; eins konar skilaboð. Það heyrir til undantekninga, að þau fjalli um fleira en eitt atriði. Þau byrja sjaldn- ast á grein- argóðum lýsingum á veðurfari og heilsufari bréfritara, heldur er bara vaðið beint í efnið og það af- greitt í sem fæstum línum. Engir forvitnilegir útúrdúrar um skemmtilegar uppákomur í lífi bréfritara eða annað fólk. Bara sæll og bless! Meira að segja jólakortin líða fyrir þennan stuttleika. Mér er sagt, að fólk fækki jólakortunum með hverju árinu. Og stytti text- ann að sama skapi í þeim, sem þó eru send. Bezt bara að nota þessi sem jóla- og nýárskveðjurnar eru prentaðar í. Þá þarf ekkert að leggja til sjálfur, nema ártalið, sem reyndar má sleppa, og nöfn- in. Kannski „þakka liðið“ fái að fljóta með. Ég veit reyndar dæmi þess, að jólakveðja var send á miða; hún var bara eitt orð; Jólin! Minna gat það nú varla verið. Því er ég nú að velta þessu fyr- ir mér, að ég hef verið að glugga í bækur með bréfum fólks. Ís- lenzk sendibréf komu út í sér- stöku ritsafni og bréfaskipti manna og bréfasöfn hafa fleiri verið gefin út. Þar eru menn ekk- ert að draga við sig orðin eða til- finningarnar. Þessi skrif hita manni öllum meðan truntulegur tölvupósturinn skilur mann yf- irleitt eftir á köldum klaka. Hafnarstúdentar skrifa heim og Konur skrifa bréf eru hluti Ís- lenzkra sendibréfa, sem Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Íslendingar eru enn að taka stórt upp í sig, þegar skáld og skáld- skapur eru annars vegar. Þar hefur fátt breytzt í þau 115 ár, sem liðin eru síðan Jón Þorkels- son fjallaði m.a. í bréfi til Bene- dikts Gröndals; Kaupmannahöfn, 27. febrúar 1887, um skáldskap og er ekkert að skafa utan af skoðun sinni á kveðskap ungu skáldanna: „Eg vil helmingi heldur skikk- anlegan rímnakveðskap en þenn- an glasseraða helvítis hundaleir, sem nú ætlar að fylla landið, og þykist vera svo fínn og merki- legur eins og ég veit ekki hvað, en er þó í rauninni ekki bjóðandi hundi, nema hann sé bættur með einhverju. Eg hef mestu and- styggð á þessum útspekuúleraða, tilþrifalausa leirburði. Það eru þau mestu haugaleiðindi að sjá þessa sérgæðingslegu tilgerð. Því ekki að tala látlausu og mæltu máli? Hvort eitt kvæði er realist- iskt eða idealistiskt varðar mig ekkert um, bara sé eitthvert gagn í því.“ Hildur Johnsen flutti til Kaup- mannahafnar 1856 með manni sínum; Jakobi Þórarinssyni Johnsen, verzlunarstjóra, sem nefndur var Húsavíkur- Johnesen. Þaðan skrifar hún Sig- ríði Sveinsdóttur: „Heima, 13. sept. 1890. Mín elskulegasta systurdóttir, sæl vertu ljúfan mín. Beztu þökk fyrir bréfið þitt, sem Íslendingurinn færði mér frá þér svo skilvíslega. Eg talaði við hann stundarkorn, og hann sagði mér greindarlega og vel það sem eg spurði hann um, áhrærandi börnin þín etc., og nú kom hann í gær og ætlaði að sækja bréf til þín, sem þá ekkert var. Eg hafði nýlagt mig, sem er mér nauðsynlegt að gjöra vegna þessarar þreytu, sem aldurdóm- inum fylgir, og minn hvíldartími er á mjög óhentugri tíð, um klukkan tvö á daginn til klukkan þrjú, svo eg gat ekki talað við hann. Svona fórst mér nú þetta klaufalega. Biddu hann mín vegna forláts á því.“ Menn hafa alltaf áhyggjur af ungdómnum. Jón Mýrdal, skáldið sem skrifaði Mannamun, skrifar elskulegri góðri dótturdóttur sinni, Guðrúnu Jóhannsdóttur, frá Vík, fjórða dag jóla 1895. Guðrún er þá að koma út í lífið í fyrsta sinni úr föðurhúsum: „Hvorutveggja kyninu virðist mér hætta búin, og þó ekki minna ykkur stúlkunum. Við sjávarsíðuna, og þó einkum í kaupstöðunum, er það svo margt sem þið sveitastúlkurnar ekki til fulls þekkið nærri því. Hégóma- skapur, enda gikksháttur, skemmtanafíkn og skrautgirni fer nú svo í vöxt, að það er við- bjóður. Mörg efnileg stúlka hefur liðið skipbrot á sakleysi sínu og góðu mannorði, og þær sem með velþóknun fljóta fram í þessum fúla straumi, reyna með slægð og smjaðri að ginna hinar með sér, og þarf staðfestu og einlægan viljakraft til að standa á móti. Og þær sem ekki vilja fylgja með, mega búast við að verða fyrir háði og spéhlátrum hinna, sem þó er ekki nema til að fyrirlíta og láta fyrir neðan virðingu sína að láta hryggja sig eða styggja. – Ekki máttu hugsa að eg sé sá þverhöfði og sérvitringur að vilja ekki leyfa þeim ungu að skemmta sér skikkanlega og hóf- lega, það er þvert á móti. En eg hef viðbjóð á því, að þeir sleppi sér of mikið út í það, sem eg sé þó of mikið af.“ Ég ímynda mér, að þessi skila- boð hefðu verið öllu styttri og óskemmtilegri, ef þau hefðu verið send með tölvupósti til viðtak- enda. Að ekki sé nú minnzt á símskeytið. Ég hefði heldur ekki þurft að eyða þessu viðhorfi með þessum hætti. Það hefði mátt duga að segja bara: Lestu bréfabækur. En þá hefði það auðvitað ekki verið neitt viðhorf! Vertu svo kært kvaddur, les- andi góður. Kæri lesandi Hér er fjallað um sendibréf og tölvubréf, sem í augum höfundar eru hvor með sínum hætti; þau fyrrnefndu löng og hlý, þau síðarnefndu stutt og köld. VIÐHORF eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.