Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FRAMHALDI af frétt Mbl. í dag vil ég fara þess á leit við blaðið að það birti eftirfarandi: Í Morgunblaðinu í dag er birt frétt þess efnis að berklasmit hafi komið upp í leikskóla í Reykjavík. Hvergi er minnst á hvaða leikskóla er um að ræða. Aftur á móti er viðtal við Þor- stein Blöndal yfirlæknir um málið. Í umræddu viðtali svarar Þorsteinn ekki þeim spurningum sem hljóta að brenna á þeim foreldrum sem eiga börn á leikskólanum. Þess vegna verður að teljast einkennilegt tilefni þessa viðtals þar sem spurningar foreldra sem eiga börn á umræddum leikskóla er alls ekki svarað. Í bréfi sem leikskólastjóri um- rædds leikskóla sendi frá sér til for- eldra kemur fram að berklatilfellið komi upp í leikskólanum vegna fyrr- verandi starfsmanns leikskólans sem hafði flutt nýverið til Íslands frá Svíþjóð. Mig langar að fara fram á það við forráðamenn Leikskóla Reykjavíkur sem eru rekstraraðilar umrædds leikskóla að þeir svari eftirfarandi spurningum sem foreldrar barna í umræddum leikskóla eiga heimtingu á að fá svar við. Hvernig stendur á að starfsmenn Leikskóla Reykjavíkur eru ekki sendir með reglulegum hætti í lækn- isskoðun? Hver er ábyrgð Leikskóla Reykja- víkur í tilfelli eins og þessu? Munu Leikskólar Reykjavíkur borga læknis- og lyfjakostnað til handa þeim börnum sem berklasmit kemur fram hjá? Hvernig stendur á því að fyrirtæki á vegum Reykjavíkurborgar er ekki treystandi til að gæta barna án þess að foreldrar eigi það á hættu að börn þeirra sýkist af sjúkdómum sem berklum? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. HAUKUR ÞORVALDSSON, Veghúsum 31, Reykjavík. Berklasmit í leikskóla í Reykjavík Frá Hauki Þorvaldssyni: EINHVERSSTAÐAR verða vondir að vera segir máltækið og stundum lítum við á það sem gustukaverk að hýsa þann sem vart er í húsum hæf- ur. Ég veit ekki hvort það á samt alltaf við. Um árabil hef- ur jakkafatastóð sérfræðinga reynt að koma í hús íslenskra stjórnmála þeirri reginfirru að Ís- lendingar skuli ganga í Evrópu- sambandið. Ég ætla ekki að tyggja hér upp þau rök sem færð hafa verið gegn aðild Ís- lendinga að Evrópusambandinu. Það hafa aðrir gert og vafamál að ég bæti þar nokkru við enda er miklum meirihluta þjóðarinnar ljóst að okk- ur ber að standa þar utan. En ég ætla að ræða aðeins um þá óláns- sömu stjórnmálamenn sem fyrrnefnt jakkafatastóð hefur náð að heilla til sín. Allt þangað til á yfirstandandi kjörtímabili nennti enginn nema pínulítill Alþýðuflokkur að hleypa þessari skoðun inn í forstofuna hjá sér. Samfylkingin tók þessa mis- heppnuðu skoðun í arf og hefur enda búið við sífellt minnkandi fylgi allt frá því hún var stofnuð með samein- ingu Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. Ég er ekki fjarri því að þessi umræða hafi verið drýgsta veganesti sósíalistaflokks Steingríms J. Sig- fússonar. En á undanförnum árum hefur Halldór Ásgrímsson ítrekað opnað alla leið inn í stofu hjá Framsókn- arflokknum fyrir Evrópusinnum og alvöru Framsóknarmenn í flokknum varla haft undan að reka sama ófögn- uð út bakdyramegin. Þetta er hin raunalegasta uppákoma fyrir okkur kjósendur flokksins sem vitum að Framsóknarflokkurinn hefur allt frá stofnun staðið sterkum fótum í ís- lenskri mold og feimnislaust þorað að bera á borð öfgalausa íslenska sjálfstæðishugsun. Í afstöðu flokks- ins til byggðamála og landbúnaðar hafa komið skýrt fram sjónarmið þeirra sem vilja vinna landinu öllu gagn og ekki láta sérhagsmuni og stundarhagsmuni meirihlutans við Faxaflóann ráða ferðinni. Einhverjir kunna að segja að það sé meinlaust að Íslendingar kanni möguleika á Evrópusambandsaðild eða setji í gang vinnu við skoða alla kosti þjóðarinnar í málinu. Ég held að slík „könnun“ geti aldrei leitt ann- að af sér en að við ýtum af stað ákveðnum snjóbolta sem á endanum skilar okkur inn í þetta sama skrif- ræðisbákn. Vitaskuld taka ekki aðrir þátt í þeirri könnun en þeir skriffinn- ar sem þegar eru ákveðnir í afstöðu sinni með aðild og árangur af hóp- vinnu af þessu tagi er sjaldnast mjög vitrænn. Nægir þar að minna á sjáv- arútvegsnefnd stjórnvalda. En meðan Evrópuþráhyggjan liggur eins og mara á hug utanrík- isráðherra er ekki við því að búast að Framsóknarflokkurinn auki fylgi sitt. Það sem meira er, – ég veit ekki hvort ég óska honum þess. Verði ekkert lát á þessum söng er ég ekki einu sinni viss um að ég treysti mér til að kjósa hann sjálfur og hvað þá að ráðleggja nokkrum manni að gera það. BJARNI HARÐARSON, blaðamaður og félagi í Framsókn- arfélagi Árnessýslu. Framsóknarflokk- urinn og Evrópu- sambandið Frá Bjarna Harðarsyni: Bjarni Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.