Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNBLAÐINU sunnu- daginn 24. febrúar sl. fjölluðu 5 sér- fræðingar um vímuefni og afbrot. Yf- irskriftin: „Árásir gegn lífi og limum.“ Sakhæfir afbrotamenn Í grein í Mbl.talar Þórarinn Tyrf- ingsson um það; „hvernig við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig við náum til fólks sem er í miklum mótþróa gagnvart geð- lyfjameðferð og er í þessari neyslu, með of- sóknar- og ranghug- myndir og gengur um bæinn líkt og þessi ungi maður í vesturbænum, vopnaður ólíkindalega og greinilega með geð- einkenni, af hvaða toga sem þau eru.“ 80% skjólstæðinga Byrgisins eru karl- menn. Árin 99–00 var fjölmennasti aldurshóp- urinn 30–50 ár. Nú er aldurinn að færast neð- ar, mikil aukning varð á aldrinum 18– 30 ára á árinu 2001 og það sem af er ársins 2002 hefur eftirpurn þessa ald- urshóps tvöfaldast. 90% umsækjenda hafa afbrotaferil. Að tengja þetta ferli við geðsjúkdóma er útilokað, þessir strákar eru ekki geðsjúklingar Þeir eru yfirleitt dæmdir sakhæfir. Þegar þeir neyta örvandi fíkniefna í miklum mæli og í langan tíma, fá þeir hins vegar þessi einkenni; ofsóknarhug- myndir og ranghugmyndir. Það ger- ist við neysluna, ekki vegna þess að þeir voru geðsjúklingar fyrir eða voru í mótþróa gagnvart geðlyfjameðferð. Vímuefni og slæmur félagsskapur Í greininni segir m.a. „Besta að- ferðin til að fækka afbrotum er góð geðmeðferð og vímuefnameðferð“. Því miður hefur það komið fyrir, að menn hafa fengið lyf sem þeir þurftu ekki á að halda, og hafa þessi lyf rask- að andlegu jafnvægi þeirra enn frek- ar, jafnvel valdið varanlegu tjóni á geðheilsu þeirra. Því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir verulega vímuefnaneyslu í fangelsum. Úr fang- elsinu á Litla Hrauni koma menn oft á tíðum helmingi verr á sig komnir heldur en þegar þeir fóru þangað inn, vímuefni og slæmur félagsskapur sjá til þess. Tökum sem dæmi ungan af- brotamann sem dvelur í þessu um- hverfi og samlagast félagsskapnum í 2–3, ár, hvað gerir hann þegar hann losnar? Hann fer í vímu og brýtur af sér. Annað gerir hann ekki, nema honum sé tafarlaust beint inn í mark- vissa endurhæfingu. Þarna þarf átak að koma inn og í þessu felast helstu forvarnir á sviði ofbeldisafbrota og annarra afbrota ekki síst. Að beina afbrotamanninum strax inn í öfluga endurhæfingu. Að höggva á rótina Það þarf að höggva á rótina. Vímu- efni og afbrot eru til staðar í sam- félaginu. Fræðsla og forvarnarstarf hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Nýtt og öflugt átak forvarna þarf að gera í skólum landsins. Varðandi af- brotamenn á að taka þá til athugunar strax eftir fyrsta afbrot, og undan- tekningarlaust til gagngerrar endur- hæfingarmeðferðar eftir fyrstu fang- elsisvist. Endurhæfing afbrotamanna hefur farið fram í Byrginu frá því að Rockville var opnað sem endurhæf- ingarsambýli í júní árið 2000. Í endurhæfingunni, þar sem grunnurinn er vímuefnameðferð, er viðkomandi einstaklingi gert, undir leiðsögn, að uppræta algjörlega sinn gamla félagsskap og leiðbeinandinn tekur síðan að sér að innræta einstak- lingnum heiðarleika á öllum sviðum. Endurhæfingin tekur aldrei minna en 8 mánuði og getur tekið allt upp í 3 ár, jafnvel lengur og er þetta metið skv. eðli og þróun afbrotaferils. Endur- hæfing afbrotamannsins miðar að endurnýjun sjálfsímyndar og endur- heimtingu sjálfsvirðingar hans, auk uppbyggilegra og nytsamlegra verk- efna og vinnu, náms, aga og líkams- þjálfunar. Árangur þessarar endur- hæfingar er þegar orðinn augljós. Margir fyrrverandi fangar hafa hafið nýtt líf án vímu og afbrota eftir með- ferð í Byrginu. Illa farnir fíkniefna- neytendur í endurvinnslu Þórarinn Tyrfings- son segir í lok greinar í Mbl: „Þá vil ég ítreka að það er gjörsamlega óviðunandi að við skul- um ekki taka illa farna fíkniefnaneytendur, sem haldnir eru geð- sjúkdómum, og koma á skipulagðri meðferð fyrir þetta fólk, með viðunandi félagslegum úrræðum. Þetta eru ekki nema 200 manns sem þarf að sinna al- mennilega.“ Hér er Þórarinn að tala um skjól- stæðinga Byrgisins og lýsir þetta herfilegri fáfræði af hálfu fagaðila sem svo sannarlega á að vita betur. Illa farnir fíkniefnaneytendur sem eru haldnir geðsjúkdómum. Þetta er fólkið okkar og sumt af því hefur nú dvalið hjá okkur í 3–4 ár samfleytt, m.a. fólkið sem náði ekki árangri hjá Þórarni og sem hann útskúfaði smátt og smátt. Til þess að milda þetta, seg- ir hann að þeir séu bara 200. Eru þetta ekki dæmigerð endurvinnslu- vinnubrögð meðferðaraðila, sem ætl- ar nú líka að nýta sér neyð þess hóps sem beið ósigur í baráttunni, hóps sem Þórarinn sneri sjálfur baki við? Er þá ekki endurvinnslan loksins að ná hámarki? Sannleikurinn er sá að þessi neyð- arúrræðahópur telur ekki minna en þúsund. Viðundandi félagslegu úr- ræðin sem Þórarinn talar um, veitum við þeim nú þegar hér í Byrginu í formi endurhæfingar, læknisaðstoð- ar, langtíma starfsþjálfunar, lög- fræðilegrar og fjármálalegrar aðstoð- ar, húsnæðislegrar aðstoðar og svona má lengi telja. „Vímuefnalaust Ísland“? Almenningur í landinu er sannar- lega fáfróður. Áratug eftir áratug læt- ur fólk, rétt eins og það væri blint og heyrnarlaust, mata sig á sömu vit- leysunni sem er í raun og veru ekkert annað en hégómaleg athyglisýki og eiginhagsmunapot sérhagsmunaaðila í meðferðarmálum, aðila sem hafa ekki hugmynd um hvað málið snýst um, sbr. „Vímuefnalaust Ísland“. Lengi hefur verið í aðsigi alda ofbeld- isafbrota. Ástæðan er stjórnlaus neysla örvandi fíkniefna þar sem um mun yngri neytendur er að ræða en verið hefur. Við vitum að það er ekki hægt að stöðva flæði fíkniefna inn í landið og að lögreglan fær lítið að gert. Eyðileggingin er fyrir löngu hafin og hún mun fara geysihratt á næstu árum. Stór hluti þeirrar með- ferðarstarfsemi sem rekin er hér á landi virðist missa marks. Á næstu mánuðum og misserum munu margir skaða sjálfan sig og aðra, sumir láta lífið. Ætlum við að leyfa þessu að halda áfram? Eða á að taka á rótum vand- ans? „Vímuefna- laust Ísland“? Steinunn Marinósdóttir Höfundur er skrifst.stj. Byrgisins í Rockville. Neysla Nauðsynlegt er að beina afbrotamanninum, segir Steinunn Marinós- dóttir, strax inn í öfluga endurhæfingu. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA lagði fyrir skemmstu fram frum- varp á Alþingi um breytingar á stjórn fiskveiða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að magn- og afkomutengt veiðigjald verði lagt á sjávarútveg- inn. Samkvæmt fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af þess- um nýju álögum geti numið um tveimur milljörðum króna. Andstaða Sjálfstæðisflokksins og annarra við auðlindagjaldi í sjávar- útvegi byggðist lengst af á hag- kvæmnirökum. Talið var að inn- heimta auðlindagjalds myndi draga úr hagkvæmni í sjávarútvegi. Á síð- ustu árum hefur hins vegar komið í ljós að unnt er að útfæra slíka gjaldtöku þannig að komist er hjá óhagkvæmni. Raunar hafa verið færð fram rök sem hníga að því að fyrning aflaheimilda myndi ef eitt- hvað er auka hagkvæmni í sjávar- útvegi. Aukin hagkvæmni kemur til af því að fyrning aflaheimilda myndi skapa virkari markað með slíkar heimildir og myndi því leiða til þess að aflaheimildir leituðu hraðar en ella til þeirra sem best gætu nýtt þær. Það er því einkennilegt að stjórn- völd velji nú að hafna fyrningu afla- heimilda og leggja þess í stað á veiðigjald sem hefur alla þá ókosti sem þau hafa alla tíð notað sem rök gegn álögum á sjávarútveginn. Veiðigjaldið sem sjávarútvegsráð- herra leggur til er eins og fyrr segir afkomutengt og hefur því sams kon- ar óhagkvæmni í för með sér og aðrir tekjuskattar. Þar að auki er veiðigjald ekki markaðslausn og því hefur það ekki sömu kosti og fyrn- ingarleiðin hvað hagkvæmni snert- ir. Í þessu máli er sú undarlega staða komin upp að ríkisstjórn und- ir forsæti Sjálfstæðisflokksins berst af öllu afli gegn markaðslausn sem allir vinstriflokkar landsins hafa fallist á að sé skynsamlegasta lausn málsins. Afstaða stjórnvalda er ef eitthvað er enn undarlegri þegar haft er í huga að gríðarlegur ágreiningur ríkir um upphæð gjaldsins. Hátt verð aflaheimilda gefur vísbendingu um að arðurinn af þeim sé mikill. Slök afkoma sjávarútvegsins á und- anförnum árum bendir hins vegar til þess að arðurinn sé lítill. Eitt er víst. Stjórnvöld eru afskaplega illa til þess fallin að taka upplýsta afstöðu varðandi þenn- an þátt málsins. Út- gerðarfyrirtækin eru einu aðilarnir sem vita hvert raunverulegt verðmæti aflaheimild- anna er. Þau hafa hins vegar hag af því að láta líta út fyrir að verð- mæti þeirra sé minna en það í raun er. Með því að velja fyrningarleiðina geta stjórnvöld fal- ið markaðnum að ákvarða verðmæti aflaheimildanna. Þeir sem treysta markaðnum betur en stjórnmála- mönnum til þess að útdeila verð- mætum skynsamlega ættu að styðja fyrningarleiðina af þessum sökum. Með því að velja veiðigjald fram yf- ir fyrningu aflaheimilda hafa stjórn- völd hins vegar falið stjórnmála- mönnum að vera úrskurðaraðilar hvað þetta atriði varðar. Afstaða LÍÚ í þessu máli er ef eitthvað er enn einkennilegri en af- staða stjórnvalda. Raunar má segja að opinber afstaða samtakanna sé ekki einu sinni rökrétt. Annars veg- ar halda samtökin því fram að sjáv- arútvegurinn hafi ekki burði til þess að greiða gjald fyrir aflaheimildir. Hins vegar eru samtökin andsnúin fyrningarleiðinni. Þetta tvennt er í hrópandi mótsögn hvort við annað. Ef LÍÚ teldi í raun og veru að sjávarútvegurinn hefði ekki burði til þess að greiða fyrir aflaheimildir myndu samtökin berjast fyrir upp- töku fyrningarleiðarinnar. Ef fyrn- ingarleiðin verður farin miðast veiðigjaldið við þá upphæð sem sjávarútvegsfyrirtæk- in telja sig sjálf geta greitt, því varla fara þau að bjóða meira í kvótann en þau telja sig hafa burði til þess að greiða. LÍÚ ætti því að sjá fyrir sér mjög lágt gjald ef fyrningarleiðin yrði farin. Andstaða sam- takanna við fyrningar- leiðinni er skýr vís- bending um að verðmæti aflaheimild- anna sé mun meira en þau vilja viðurkenna. Ástæða þess að LÍÚ getur ekki hugsað sér að fyrn- ingarleiðin verði farin er líklegast sú að þá geta samtökin ekki lengur haldið gjaldinu í lágmarki með því að beita stjórnvöld þrýstingi. Ef fyrningarleiðin yrði farin þyrftu út- gerðirnar að bítast um aflaheimild- irnar á frjálsum markaði. Það myndi leiða til þess að verðið sem ríkið fengi fyrir þær endurspeglaði raunverulegt virði þeirra. Þetta getur LÍÚ ekki hugsað sér. Sam- tökin telja hag sínum mun betur borgið innan kerfis þar sem óhag- kvæmir skattar eru lagðir á sjávar- útveginn. Þetta segir sína sögu um þau áhrif sem samtökin telja sig geta haft á stjórnvöld. Ég skora á þingmenn að hafna frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar að auki skora ég á Sjálfstæð- isflokkinn að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Stefna flokksins í þessum máli er í mótsögn við þá grunvallarstefnu flokksins að vera flokkur einstaklingsfrelsis og mark- aðsbúskapar. Fyrningarleiðin er markaðslausn. Veiðigjaldsleiðin er leið óhagkvæmrar skattheimtu og óskynsamlegra afskipta stjórnmála- manna. Það hefur ávallt verið stefna Sjálfstæðisflokksins að skapa skilyrði fyrir því að afrakstur þjóð- arinnar af sjávarútveginum sé eins mikill og kostur er. Frumvarp sjáv- arútvegsráðherra er skref aftur- ábak hvað það varðar. Sjávarútvegsráðherra velur verri kostinn Jón Steinsson Frumvarp Ég skora á þingmenn, segir Jón Steinsson, að hafna frumvarpi sjáv- arútvegsráðherra. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum. BÆJARSTJÓRN Garðabæjar er óvænt komin á undarlegt ról. Hún hafnar eðlilegri prófkosningu og setur um leið Ingibjörgu Hauksdóttur niður í 5. sæti listans, þar sem hún hefur enga von um kosningu. Menn undr- ar mjög þessa gjörð, þar sem Ingibjörg er einn hæfasti bæjar- stjórnarfulltrúinn og hefur sýnt mesta skyn- semi í starfi sínu. Fyrst eftir að ég flutti í Garðabæ var Ólafur G. Einarsson í forsvari Sjálf- stæðisflokksins. Hann sá um að við- hafðar væru prófkosningar til að stilla upp framboðslista fyrir sveit- arstjórnarkosningar. Nú hafa tveir mætir bæjarfulltrú- ar, þau Ingibjörg Hauksdóttir og Ingimundur Sigurpálsson, farið af framboðslista flokksins og uppstillingin ákveð- in án prófkjörs. Reynd- ar er Ingimundur síð- asti maður listans, en Ingibjörg er látin gjalda þess að hún var á móti landfyllingu út í Arnarnesvog. Hún vildi með öðrum orðum varðveita voginn, sem er á skrá alþjóðasam- taka sem náttúruperla. (sbr. Ramsar-sáttmál- inn). Hvað veldur því að ekki eru prófkosn- ingar í Garðabæ? Allir stjórnmálaflokkar ná- grannabæjarfélaganna eru nú kanna viðhorf stuðningsmanna og stilla upp listum samkvæmt niður- stöðum prófkosninga. Nýr bæjar- stjóri, Ásdís Halla Bragadóttir, trónir nú í efsta sæti listans, án þess að hinn almenni kjósandi Sjálfstæð- isflokksins í Garðabæ fái nokkru um ráðið. Hvað veldur þessu? Leggur hún ekki í slaginn í prófkjöri? 23. febrúar er viðtal við Laufeyju Jóhannsdóttur þar sem rætt er um nýtt skipulag við Arnarvog. Þar kemur fram að fylla á upp höfn sem bærinn á og mun kosta á núvirði hundruð milljóna króna. Það að fylla upp höfnina samsvarar því að mokað yrði yfir 10 einbýlishús og þau jörð- uð. Á nýja skipulaginu er jafnframt gert ráð fyrir að ný höfn verði byggð við hliðina á þeirri gömlu. Í þessu sambandi legg ég til að gamla höfnin verði nýtt áfram og að nýja skipu- lagið taki mið af því. Ég vil að lokum vekja sérstaklega athygli Garðbæinga á því að sam- kvæmt samningi sem Garðabær gerði við þá Gunnar og Gylfa ehf. og Björgun ehf. þurfa þeir ekki að greiða gatnagerðargjöld til Garða- bæjar. Það væri fróðlegt að vita hversu margir Garðbæingar hafi notið slíkrar fyrirgreiðslu úr hendi bæj- arins. Svari hver fyrir sig. Hvað veldur þessu? Er hér pottur brot- inn? Skrýtnir hlutir gerast í Garðabæ Pétur Björnsson Stjórnmál Uppstillingin, segir Pétur Björnsson, er ákveðin án prófkjörs. Höfundur er fv. forstjóri. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.