Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík frá kr. 3.700,- á dag Alicante frá kr. 2.214,- á dag Mallorca frá kr. 2.214,- á dag Madrid frá kr. 2.214,- á dag Barcelona frá kr. 2.214,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Gildir til 31/03/02 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til 12. mars Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 13. mars kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 2ja herb. Skólatún 1, Bessastaðahreppi 69m2 íbúð 102 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 736.259 Búsetugjald kr. 29.857 Laus aprí/maí að ósk seljanda 3ja herb. 4ra herb. Miðholt 1, Mosfellsbæ 81m2 íbúð 103 Alm.lán Búseturéttur: frá 1.474.129 til 1.531.680 Búsetugjald kr. 56.511 Laus15. apríl að ósk seljanda Breiðavík 9, Reykjavík 90m2 íbúð 301 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.140.155 Búsetugjald kr. 65.295 Laus mars/apríl að ósk seljanda Eiðismýri 26, Seltjarnarnesi 96m2 íbúð 302 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.882.247 Búsetugjald: kr. 55.700 Laus í júlí að ósk seljanda Holtabyggð 2, Hafnarfirði 105m2 íbúð 202 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.231.965 Búsetugjald kr. 66.092 Laus í maí að ósk seljanda Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. Ein ný 3ja herb. eftir Kristnibraut 65, Reykjavík 84m2 íbúð 202 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.700.773 Búsetugjald kr. 71.944 Afhending 17. maí 2002 ÞAÐ þykir alltaf gleðilegt í sjávar- plássum á landsbyggðinni þegar framtakssamir útgerðarmenn koma með nýja báta í flotann, skiptir þá ekki öllu hvort þeir eru nýir eða not- aðir, stórir eða smáir. Fyrir skömmu var sjósettur við hafnargarðinn á Húsavík smábáturinn Jón Eggert ÍS 32 sem kom hingað með strandferða- skipinu Mánafossi. Það var útgerðarfélagið Skýja- borgin ehf. í eigu Júlíusar Bessason- ar og Sölva Jónssonar sem keypti bátinn frá Bolungarvík. Jón Eggert er smíðaður í Hafnarfirði 1992 og er af gerðinni Gáski 800d. Kemur hann í stað eldri báts sem þeir áttu og seldu á Hofsós. Sá bátur var smíð- aður 1987 í Hafnarfirði og er sá nýi bæði burðarmeiri og með mun meiri ganghraða en sá gamli. Júlíus sagði að nýi báturinn fengi nafn þess gamla, Skýjaborgin, og einkennisstafina ÞH 118. Hann fær aflaheimildirnar af gamla bátnum og verður gerður út á línuveiðar í krókaaflahámarkskerfinu. Auk þess hafa þeir félagar einnig stundað grá- sleppuveiðar í gegnum tíðina og verður svo áfram. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jón Eggert ÍS 32 sem fær nafnið Skýjaborgin ÞH 118. Jón Eggert ÍS verður Skýjaborgin ÞH Húsavík á Akureyri. Hann varð Hængs- mótsmeistari í einstaklingskeppni en mótið er eitt sterkasta mót árs- ins hjá fötluðu íþróttafólki. Hann var í A-sveit HSÞ á lands- móti UMFÍ á Egilsstöðum síðasta sumar, sveitin sú stóð þar uppi sem sigurvegari og hampaði gulli fyrir sitt héraðssamband. Kristbjörn var einnig Íslandsmeistari með A-sveit Völsungs í liðakeppni sem fram fór í Reykjavík. Þá varð hann Íslands- meistari í einstaklingskeppni sem haldin var á Ísafirði. Telst þessi árangur Kristbjörns frábær, bæði með A-sveit Völsungs og sem einstaklingur. Hann er því vel að titlinum kominn og öllu fötl- uðu íþróttafólki og félagi sínu til sóma. Eftirtaldir íþróttamenn voru valdir bestu einstaklingarnir 2001 í sínum keppnisgreinum:  Knattspyrna 16 ára og yngri, Hermann Aðalgeirsson.  Knattspyrna 17 ára og eldri, Pálmi Rafn Pálmason.  Handknattleikur 16 ára og yngri, Gústav Axel Gunnlaugsson.  Handknattleikur 17 ára og eldri, Pálmar Pétursson. KIWANISKLÚBBURINN Skjálf- andi stendur árlega fyrir kjöri á íþróttamanni ársins á Húsavík. Fyrirkomulagið við kjörið er að hverri deild innan Íþróttafélagsins Völsungs er gert að tilnefna tvo íþróttamenn í þeim greinum sem viðurkenndar eru af ÍSÍ. Annars vegar 16 ára og yngri og hins veg- ar 17 ára og eldri. Ekki skiluðu allar deildir félags- ins tilnefningum að þessu sinni. Var það m.a. vegna þess að for- ráðamenn þeirra vilja ekki gera upp á milli einstaklinga innan sinna deilda. Kjörinu var lýst fyrir skömmu við athöfn í Íþróttahöll- inni á Húsavík, Íþróttamaður Húsavíkur 2001 reyndist vera bocciaíþróttamaðurinn góðkunni Kristbjörn Óskarsson. Í öðru sæti varð knatt- spyrnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason og í því þriðja Pálmar Pétursson handknatt-leiksmaður. Árið 2001 var Kristbirni mjög hagstætt og var árangur hans eft- irfarandi, hann var í A-sveit Völ- sungs sem komst á verðlaunapall á Norðurlandsmóti og Hængsmóti  Frjálsar íþróttir 17 ára og eldri, Sigurbjörg Hjartardóttir.  Skíði 16 ára og yngri, Stefán Jón Sigurgeirsson.  Sund 16 ára og yngri, Hulda Jónasdóttir.  Boccia 16 ára og yngri, Ármann Kristjánsson.  Boccia 17 ára og eldri, Krist- björn Óskarsson.  Golf 16 ára og yngri, Arna Rún Oddsdóttir.  Skotíþróttir 17 ára og eldri, Ómar Örn Jónsson. Þá var veittur hvatningarbikar Íþróttafélags fatlaðra fyrir árið 2001, hann er farandbikar sem gefinn er af Íþróttafélagi fatlaðra. Hann er veittur árlega þeim ein- staklingi sem að mati stjórnar bocciadeildar Völsungs og þjálfara sýnir bestu ástundun og mestu framfarir. Að þessu sinni varð það Elín Berg Stefánsdóttir sem hlaut bik- arinn. Hún var m.a. í sigursveit HSÞ á landsmótinu sem fyrr er getið um, þá var hún í sigursveit Opna Húsavíkurmótsins 2001 með Ár- manni Kristjánssyni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hópur verðlaunahafa í kjöri Íþróttamanns Húsavíkur 2001. Kristbjörn Óskarsson kjörinn íþróttamaður Húsavíkur Húsavík GESTKVÆMT var hjá hátæknifyr- irtækinu Voice Era í Bolungarvík sem hélt upp á eins árs afmæli fyr- irtækisins sl. föstudag með því að bjóða almenningi að kynna sér starf- semina í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lambhaga og þiggja léttar veiting- ar. Voice Era í Bolungarvík hefur sér- hæft sig í að þróa hugbúnaðarlausnir fyrir hagnýta raddtækni. Á sl. sumri var unnið að því að safna raddsýnum um 1.200 Íslend- inga alls staðar af landinu, um það verk sá Eddufell ehf. í Bolungarvík fyrir Voice Era og skapaði það verk- efni 10 til 12 störf. Söfnun þessara raddsýna er grunnurinn að þeim hugbúnaði sem Voice Era hefur þróað og með því skapað sér afgerandi forskot í hag- nýtingu raddtækni hér á landi. Stafsmenn Voice Era kynntu gest- um þessa tækni með því t.d. að láta talgervil lesa upp ritaðan texta. Kynnt var íbúð þar sem notast er við raddskipanir við stjórn raftækja en að því verkefni er fyrirtækið að vinna í samvinnu við Öryrkjabanda- lag Íslands. Hallur Hallsson, forstjóri Voice Era, kynnti gestum sögu fyrirtæk- isins þetta fyrsta ár þess og greindi frá þeim samningum sem það hefði gert við Öryrkjabandalagið Íslands- banka og fyrirtækið Ljósvaki í Reykjavík auk þess kynnti hann ný- gerðan samstarfssamning við Póls hf. á Ísafirði sem í kjölfarið var und- irritaður af Halli og Erni Ingólfs- syni, þróunarstjóra Póls hf. Póls hf. á Ísafirði er þekkt fyrir hönnun og framleiðslu á tæknibún- aði fyrir fiskiðnaðarfyrirtæki. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður og Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, sem báð- ir sem báðir lýstu ánægju sinni með þetta fyrirtæki í Bolungarvík sem mikilvægt skref til að efla nýsköpun í atvinnulífi staðarins. Hjá Voice Era starfa í dag 11 manns bæði í Bolungarvík og í Reykjavík en þar rekur fyrirtækið sölu og markaðsskrifstofu. Framkvæmdastjóri Voice Era er Ómar Örn Jónsson. Ljósmynd/Gunnar Hallsson Starfsmenn Voice Era fagna góðum áfanga á fyrsta ári fyrirtækisins. Voice Era með forskot í hagnýtri raddtækni Bolungarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.