Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 47 OPIN KERFI HF Skráningarlýsing vegna hlutafjárhækkunar í Opnum kerfum hf. þann 4. desember 2001 Á hluthafafundi Opinna kerfa hf., sem haldinn var þann 29. nóvember 2001, var samþykkt heimild til stjórnar að auka hlutafé félagsins um kr. 27.343.750,- með útgáfu nýrra hluta. Stjórninni var heimilt að ráðstafa þessum hlutum á sölugengi sem stjórnin ákveður til greiðslu á hlutafé í öðru félagi. Heimild þessi var nýtt á stjórnarfundi í kjölfar hluthafafundarins þann 29. nóvember 2001. Verðbréfaþing Íslands hefur þann 4. desember 2001 skráð hlutafjárhækkun í Opnum kerfum hf., samtals að nafnvirði kr. 27.343.750,-, á Aðallista Verðbréfaþings Íslands, í samræmi við reglur þingsins. Hlutabréfin voru ekki boðin í almennri sölu. Skráningarlýsingu, sem og önnur gögn sem vísað er í, má nálgast hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum hf., Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík og hjá Opnum kerfum hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Skráningarlýsingu má einnig nálgast á heimasíðu Búnaðarbanka Íslands hf., www.bi.is og á heimasíðu Opinna kerfa hf., www.ok.is. www.ok.is OD DI H F I1 18 6 lagsins frá upphafi að sá búnaður sem gefinn yrði til Hallgríms- kirkju skyldi vera af vandaðri gerð. Stóra ljósakrónu gáfu þær, vandaða ljósastjaka á altarið frá Mílanó á Ítalíu sem höfðu fengið verðlaun þar, tvo hökla, rauðan HINN 8. mars nk. verður Kven- félag Hallgrímskirkju 60 ára. Stofnfundur félagsins var haldinn sunnudaginn 8. mars 1942 í bíósal Austurbæjarskólans. Voru það einkum þrjár konur sem höfðu undirbúið jarðveginn og fengið biskup landsins, Sigurgeir Sig- urðsson, til liðs við sig. Í fréttatilkynningu segir: „Þess- ar konur voru Anna Ágústsdóttir, Vigdís Eyjólfsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Biskupinn ávarpaði fundinn og hvatti eindregið til þess að félagið yrði stofnað. Framsögumaður fundarins var Guðrún Jóhannsdóttir frá Braut- arholti og gáfu 325 konur sig fram sem stofnfélagar. Guðrún var jafnframt kjörin formaður og auk hennar voru kosnar í stjórn- ina Anna Ágústsdóttir, Emilía Sighvatsdóttir, Jónína Guðmunds- dóttir, Lára Pálmadóttir og prest- konurnar Magnea Þorkelsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Mikill stórhugur og bjartsýni var í félagskonum þegar söfn- uðinum var gert að reisa kirkju í minningu sálmaskáldsins Hall- gríms Péturssonar. Þegar á fyrstu fundum félagsins kom fram, að því væri fremur ætlað að sjá um búnað kirkjunnar að inn- an, messuskrúða og þá hluti er þurfti til helgiþjónustunnar, heldur en bygginguna sjálfa. Þó hefur félagið oftsinnis lagt fram stórar upphæðir í bygginguna. Ennfremur gáfu þær innréttingu í eldhús safnaðarheimilisins (í norðurálmu sem nú er aflagt) og þau tæki sem þar voru notuð, borð og stóla. Það hefur verið markmið fé- og fjólubláan, sem unnir voru af Unni Ólafsdóttur, græn- an hökul unninn af Sigrúnu Jóns- dóttur og rauðan hökul unninn af El- ínu Stefánsdóttur og gylltan hökul unninn í Kaup- mannahöfn. Fyrsta pípuor- gelið gáfu kven- félagskonur (einn- ig stóra upphæð í tíu radda orgelið sem tók við af hinu gamla) og kr. 500.000 í nýja Kla- is-orgelið. Þegar kirkjan fluttist úr kórkjallara í suðurálmu gáfu þær stólana og seinna stóra upp- hæð til stólakaupa í nýja kirkju- skipið. Hvítan altarisdúk óf Stein- unn Jóhannsdóttir fyrir félagið. Þá gaf kvenfélagið þrjár stórar klukkur í klukknaspil kirkjunnar. Í nóvember sl. afhenti félagið kirkjunni fagran skírnarfont að gjöf sem hannaður er af Leifi Breiðfjörð. Stöpull úr blágrýti með versinu: Vertu guð faðir fað- ir minn, unninn í Steinsmiðju Sig- urðar Helgasonar, og skírnarskál úr kristal sem steypt er í Tékk- landi með áletruninni: Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða. Og hvernig var nú aflað fjár fyrir öllu þessu? Það var gert með kaffisölu, basar, happdrætti, merkjasölu, minningarkortum, póstkortum, minjagripasölu og silfurskeið sem félagið hefur látið gera hjá Gull- og silfursmiðjuni Ernu. Á fyrstu árum félagsins höfðu félagskonur tvisvar sinnum útiskemntun í Hljómskálagarð- inum og stóð sú síðari í tvo daga og fór hún fram eins og sveita- samkomur í þá daga. Útiguðs- þjónusta á sunnudegi, söngur og ræðuhöld að deginum til, dans á palli um kvöldið og veitingasala í stórum tjöldum. Þetta mun hafa gefið mikið í aðra hönd.“ Núverandi stjórn félagsins skipa: Ása Guðjónsdóttir, formaður, Dagbjört Theodórsdóttir, vara- formaður, Bára Guðmannsdóttir, gjaldkeri, Karolína Smith, ritari, Jóhanna G. Möller, Unnur Jón- asdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Sesselja Jónsdóttir. Í tilefni 60 ára afmælisins verð- ur hátíðarfundur föstudaginn 8. mars kl. 19:00 og hefst með helgi- stund í kirkjunni sem Ragnar Fjalar Lárusson mun annast. Kvenfélag Hallgrímskirkju 60 ára Anna Ágústsdóttir Emilía Sighvatsdóttir Magnea Þorkelsdóttir Þóra Einarsdóttir, í fyrstu stjórn og lengi formaður. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti, fyrsti formaður. SIGRÚN Sveinbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri heldur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofnun- ar KHÍ næstkomandi miðvikudag 6. mars kl. 16:15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. „Í tæknilega þróuðum ríkjum hef- ur hópur unglinga sem glímir við vanda af sálfélagslegum toga farið vaxandi. Ýmsir áhættu- og varnar- þættir hafa greinst og tengjast þeir ýmist umhverfinu eða einstaklingun- um sjálfum. Rök hafa verið að því leidd að í bjargráðum hvers og eins sem gripið er til í glímunni við lífið leynist ýmist áhættu- eða verndar- þáttur hvað varðar vellíðan, fé- lagslega aðlögun og heilsufar. Lýst verður rannsókn á bjargráð- um 12 til 16 ára unglinga í Ástralíu og á Íslandi. Greint verður frá hvers vegna og hvernig nýr kvarði til að meta bjargráð unglinga var hannaður með þátttöku 10.500 unglinga frá þessum löndum. Einnig verður vikið að samanburði á unglingum í 7. og 10. bekk, stúlkum og drengjum og að lok- um á áströlskum og íslenskum ung- lingum almennt hvað varðar beitingu á bjargráðum.“ Kvarði til að meta bjargráð unglinga AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps verður haldinn miðvikudaginn 6. mars nk. Á fund- inum verður listi sjálfstæðismanna vegna sveitarstjórnarkosninganna borinn upp til samþykktar og auk venjulegra aðalfundarstarfa verða umræður um sveitarstjórnarmál. Fundurinn er haldinn í samkomusal íþróttahússins og hefst kl. 20.30. Rætt um skipan framboðslista í Bessastaðahreppi HINN 7. mars verður Matsveina- félag Íslands 50 ára. Í tilefni dagsins verður heitt á könnunni á skrifstofu félagsins í Skipholti 50d, 3. hæð, milli kl. 15 og 17. Félag matsveina 50 ára VERSLUNIN Fantasía í Kringl- unni hefur opnað aftur skiptifata- markað. Tekið er á móti fatnaði í Fantasíu og þarf fatnaðurinn ekki að hafa ver- ið keyptur þar, segir í tilkynningu frá Fantasíu. Gefin er út inneignar- nóta sem gildir fyrir skiptifatamark- að eingöngu en ekki aðrar flíkur í versluninni. Verslunin áskilur sér jafnframt rétt til þess að velja úr flíkum og hafna án frekari skuld- bindinga og áhersla er lögð á að fötin séu hrein og nokkuð vel með farin. Einnig er lögð áhersla á að fatnaður- inn komi „út úr skápunum“ en ekki úr „svarta ruslapokanum“, sem legið hefur í geymslunni, að því er segir í tilkynningu frá versluninni. Skiptifatamark- aður í Fantasíu HIN árlega árshátíð Sjálfstæðis- félags Seltirninga hefur verið ákveðin laugardaginn 9. mars n.k, og fer fram í húsnæði félagsins að Austurströnd 6. Hátíðin hefst á borðhaldi. Vand- að verður til veitinga og boðið upp á fjölbreytt hlaðborð. Skemmtiatriði verða nokkur, söngur og örstuttar ræður valinna manna og kvenna. Síðan verður dansað, XD-diskótek- ið sér um tónlistina sem verður fjöl- breytt. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir, segir í fréttatilkynningu. Miðapantanir: Sjöfn Þórðardóttir Lindarbraut 8 Seltjarnarnesi eða í tölvupósti tristar@mi.is Árshátíð Sjálf- stæðisfélags Seltirninga AÐALFUNDUR Málbjargar verð- ur haldinn miðvikudaginn 6. mars kl. 20 í Hátúni 10 b, 9. hæð. Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins. Í lok fundarins, undir liðn- um önnur mál, verður rætt um starf- ið framundan, barnahelgi og for- eldrastarf. Aðalfundur Málbjargar MIÐVIKUDAGINN 6. mars mun Sigrún Pálsdóttir halda fyrirlestur á opnum umræðufundi Sagnfræð- ingafélagsins sem fram fer í stofu 301 í Nýja Garði og stendur frá kl. 12:05 - 13:15. Fyrirlesturinn nefn- ist „Íslensk menning í breskum hugmyndum á síðari hluta 19. ald- ar“. Allir eru velkomnir. Í erindinu mun Sigrún kynna rannsóknir sínar á breskri hug- mynda- og hugarfarssögu með vís- un í hlut íslenskrar menningar í mótun hennar. Gerð verður grein fyrir hvernig nota megi túlkun breskra höfunda á íslenskri menn- ingu til að skýra afmarkaða þætti í hugmyndasögu 19. aldar. Fjallað verður um rannsóknir á viðtöku- sögu íslenskrar menningar og hvaða þýðingu þær hafa fyrir er- lenda og íslenska sögu, segir í fréttatilkynningu. Sigrún Pálsdóttir lauk doktors- prófi frá University of Oxford í maí 2001 og ber ritgerð hennar heitið „Icelandic Culture in Vic- torian Thought. British Inter- pretations of the History, Society and Politics of Iceland“. Ritgerðin er framlag til þeirrar rannsókn- arhefðar sem miðar að því að greina menningu og hugmynda- heim Breta á 19. öld með hliðsjón af áhrifum erlendrar menningar, s.s. forngrískrar hugsunar, róm- versks menningararfs og þýskrar heimspeki. Íslensk menning í breskum hugmyndum ÞRIÐJUDAGINN 5. mars heldur Ragnheiður Kristjánsdóttir, sagn- fræðingur, fyrirlestur í hádegisfyr- irlestraröð Sagnfræðingafélagsins. Ber hann heitið: (Ó)þjóðlegt fólk? Um viðhorf til róttækrar vinstri hreyfingar. Hugmyndir um réttmæti. Mál- stofa sálfræðiskorar. Miðvikudaginn 6. mars flytur Sigurgrímur Skúla- son, MA, sviðstjóri hjá Námsmats- stofunun erindið: Réttmæti: Heild- stætt mat eða rök til stuðnings ályktana. Fjallað verður um þróun kenninga um réttmæti á síðasta ára- tug. Hundar og krabbamein Næsti fræðslufundur Tilraunastöðvarinnar að Keldum verður fimmtudaginn 7. mars. Fyrirlesari: Þóra J. Jónasdótt- ir dýralæknir, Íslenskri erfðagrein- ingu. Titill erindis: „Rannsóknir á erfðasjúkdómum í dýrum – með áherslu á hunda og krabbamein.“ Kvenrithöfundar í Argentínu. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir, bók- menntafræðingur og aðjúnkt í spænsku við Heimspekideild Há- skóla Íslands heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum næstkomandi fimmtudag, hinn 7. mars. Fyrirlesturinn ber yf- irskriftina „Sjálfsmynd og sjálfsmat kvenna við árþúsundalok og pólitískt hlutverk samtímarithöfunda í lönd- um Rómönsku Ameríku“. Fyrirlestrar í Háskóla Íslands MIÐVIKUDAGINN 6. mars 2002 heldur Eyjólfur Már Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar HÍ og stundakennari í frönsku, fyr- irlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Fyrirlesturinn ber heitið Fáeinar hugleiðingar um nám og sjálfsnám í tungumálum. Í fyrirlestrinum verður farið í helstu þætti sem greina sjálfsnám í tungumálum frá því sem kalla mætti „hefðbundið tungumálanám“. Meðal annars verður fjallað um hlutverk nemenda og kennara í sjálfsnámi, notkun upplýsingatækni og hvernig hægt er að koma til móts við ólíkar þarfir tungumálanemenda. Fyrirlest- urinn verður í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 16.15., og er öllum opinn. Nám og sjálfsnám í tungumálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.