Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 13 CE-merking lækningatækja Þýðing og mikilvægi CE-merksins NÁMSKEIÐ 14. OG 15. MARS fyrir framleiðendur og innflytjendur lækningatækja og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki grundvallarhugmyndina að baki CE-merkinu, geti greint hvort tilteknar vörur til nota á heilbrigðissviði eigi að bera merkið og skilji þýðingu CE-merkisins fyrir lækningatæki sérstaklega. Meðal efnis:  Forsaga - Þýðing og mikilvægi CE-merkisins.  Nýja aðferðin - (New Approach).  CE-merkingar - Tengsl tilskipana og staðla.  Samræmismat.  Samræmisyfirlýsing framleiðanda/Ábyrgð innflytjanda. Tæknilýsing.  Hvað eru lækningatæki? - Tilskipun um lækningatæki.  Hlutverk Landslæknis (Landlæknisembættið).  Leiðir til að sýna fram á samræmi við tilskipun - Notkun staðla.  Dæmi um CE-merkt lækningatæki (Taugagreining hf.). Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178. Þátttökugjald kr. 28.000. Nánari upplýsingar og skráning á www.stadlar.is og í síma 520 7150. ÞEIR sem áttu leið um Kjal- arnesið í gærkvöld ráku kannski upp stór augu þegar þeir sáu hóp fólks helga sér land að fornum sið með því að hlaupa um með kyndil og tendra eld með reglulegu millibili. Vegfarendur voru þó ekki komnir rúm 1000 ár aftur í tímann heldur voru þarna á ferðinni leikskóla- börn, foreldrar og starfsfólk á Kátakoti að afmarka svæð- ið þar sem ný bygging leik- skólans á að rísa. Með skepnur á leikskólalóðinni Athöfnin hófst með því að farið var í skrúðgöngu frá núverandi leikskólabygg- ingu að lóðinni og síðan hlupu börn og fullorðnir með kyndla sem komið var fyrir umhverfis nýja byggingar- reitinn. Það var ekki seinna vænna því að sögn Steinunn- ar Geirdal, leikskólastjóra á Kátakoti, styttist í að fram- kvæmdir við nýja leikskóla- húsið hefjist. „Það er ætl- unin að hanna og undirbúa bygginguna á þessu ári og hefja svo framkvæmdir eftir áramót. Síðan er gert ráð fyrir að leikskólinn verði tilbúinn næsta vor.“ Eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá verður áhersla lögð á að nýi leikskólinn verði vistvænn. „Byggingar- efnin verða algerlega eitur- efnalaus og umhverfisvæn fyrir fólk sem á eftir að vinna í húsinu og svo er hug- myndin að spara alla orku eins og hægt er og nýta hana sem best. Við munum jafnvel safna rigningarvatni til þess að vökva jurtirnar okkar en við vonumst til að fá gróður- hús í leikskólabygginguna þannig að við getum verið með eigin ræktun.“ Steinunn segir lóðina verða miklu stærri en geng- ur og gerist á leikskólum. „Það er gert ráð fyrir því að við getum verið með ein- hverjar skepnur, t.d. hænur, kanínur og eitthvað slíkt. Þetta yrði á ytri lóðinni en við verðum með afgirta innri lóð og svo ytri lóð sem við getum líka ráðstafað. Nú þegar endurnýtum við allt sem við mögulega getum og flokkum allan úrgang. Börn- in verða þannig alin upp í því að þykja vænt um umhverfi sitt og læra að ganga um það.“ Hún segir undirbúning fyrir flutninginn hafa staðið lengi yfir enda sé mikil áhersla lögð á umhverfis- málin í starfsemi leikskól- ans. Hópur sem vann að for- sögn að leikskólabygging- unni lauk störfum í haust en honum til ráðgjafar var bandaríski arkitektinn Floyd Stein, sem starfar í Dan- mörku og er þekktur fyrir teikningar sínar að vistvæn- um leikskólum sem hafa ver- ið umtalaðar sem byltingar- kenndar. „Það er ekki ákveðið hvort Stein verður áfram með í verkinu en það verður trúlega íslenskur arkitekt sem hannar húsið. Ég legg þó mikla áherslu á að Stein verði okkur áfram til ráðgjafar. Að mati Steinunnar er brýn þörf fyrir nýja leik- skólabyggingu á Kjalarnesi. „Núna eru um 90 börn á aldrinum eins til fimm ára á þessu svæði og við erum bara með um 24 heilsdags- pláss. Það er lítið um önnur úrræði því fyrir utan leik- skólann er ein dagmamma með fjögur börn og um ann- að er ekki að ræða á Kjal- arnesi. Þannig að biðlistinn er langur og þetta er orðið mjög aðkallandi.“ Gert er ráð fyrir að nýi leikskólinn verði þriggja deilda í fyrstu en hægt verði að bæta við fjórðu deildinni. Segir Steinunn því um að ræða 60 dagvistunarpláss sem gætu farið upp í 90 þeg- ar fram líða stundir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir tóku þátt í að nema land fyrir leikskólann Kátakot í gærkvöldi. Framkvæmdir við nýjan vistvænan leikskóla Land helgað að fornum sið Kjalarnes GERT er ráð fyrir gróðri um- hverfis girðingu, sem fimm ára stúlka slasaðist við að lenda á þar sem hún renndi sér á sleða í brekku við Set- berg í Hafnarfirði. Segir for- stöðumaður gatnadeildar bæjarins að slysið muni verða haft í huga við lokafrágang svæðisins. Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag skarst stúlkan illa við áreksturinn þegar hún lenti á girðingunni þannig að sauma þurfti 14 spor í andlit hennar en hún hafði rennt sér utan sleða- brekku sem er til hliðar við grindverkið. Helga Stefáns- dóttir, forstöðumaður gatna- deildar Hafnarfjarðar, segir að aðstæður í nágrenni sleða- brekkunnar verði skoðaðar sérstaklega í ljósi slyssins. „Eins og kom fram í fréttinni á laugardag þá erum við að vinna að frágangi á þessu svæði og skoðum þetta í því samhengi. Teikningarnar gera ráð fyrir gróðri í kring um þessa girðingu og sömu- leiðis á að koma gróður á hljóðmönina fyrir neðan,“ segir hún. Herdís Storgaard, verkefn- isstjóri Árvekni sem er átaks- verkefni um slysavarnir barna og unglinga, segir að á umræddu svæði sé sérstak- lega hugað að því að börn geti rennt sér í þar til gerðri sleða- brekku og það sé lofsvert. „Þarna finnst mér það hlut- verk foreldra að kanna hvar börnin eru að renna sér. Eins og þetta horfir við mér þá var þetta barn að renna sér ann- ars staðar en æskilegt er sem í sjálfu sér er ekkert skrýtið þegar börn eiga í hlut. Hins vegar þurfa foreldrar að ræða við börnin og benda þeim á hvar séu hentugar brekkur til að renna sér. Ef þetta grind- verk reynist eitthvert vanda- mál finnst mér að það þurfi að endurskoða það og hugsan- lega setja á það dekk eða eitt- hvað slíkt. En fljótt á litið met ég það þannig að þess þurfi ekki með vegna þess að þarna er gífurlega stórt svæði þar sem börnin geta rennt sér annars staðar.“ Sleðabrekkusvæðið við Setberg ekki frágengið Vantar gróðurinn Hafnarfjörður ÍBÚAR Mosfellsbæjar geta nú nálgast upplýsingar um hverfið sem þeir búa í á sér- stökum hverfavef sem opnað- ur var á laugardag. Vefurinn var opnaður í tengslum við kynningu á Staðardagskrá 21 sem nú stendur yfir á Bóka- safni Mosfellsbæjar. Kynningin stendur yfir út þessa viku en að sögn Jóhönnu B. Magnúsdóttur, verkefnis- stjóra Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, er stöðug þörf fyrir að kynna Staðardag- skrána íbúum bæjarins, bæði nýaðfluttum og þeim sem fyrir eru. Í Staðardagskránni eru umhverfismarkmið bæjarins skilgreind en þau voru sam- þykkt fyrir rétt rúmu ári í bæjarstjórn. Í tengslum við kynninguna var hverfavefurinn opnaður en hann er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar, sem hefur slóðina www.mos.is. Jóhanna segir þennan vef hugsaðan sem framhald af hverfafund- um sem Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri hefur haldið í hverju hverfi fyrir sig undan- farin ár. „Á vefnum eru sams konar upplýsingar og hann hefur veitt á þessum hverfa- fundum en þar hefur hann far- ið í gegnum málefni bæjarins, kynnt hvað gert hefur verið í hverfinu og hvað sé á fram- kvæmdaáætlun.“ Jóhanna veit ekki til þess að þetta hafi verið gert í öðrum sveitarfélögum. „Þetta er ekki síst hugsað sem hvatning til bæjarbúa til að segja sitt álit á málefnum hverfisins en bæj- arstjórinn er fyrstur til að setja inn pistil á umræðuvef á hverri hverfasíðu. Þess vegna er þetta tengt staðardag- skránni af því að hún byggir svo mikið á virkni íbúanna.“ Kynningarefni um Staðar- dagskrána er að finna á Bóka- safninu. Í gær hélt Stefán Gíslason verkefnisstjóri erindi um Staðardagskrána og á mið- vikudag mun Jóhanna endur- taka leikinn klukkan 17.30. Í dag fjallar Ingólfur V. Gísla- son um karla og jafnréttismál. Á fimmtudag verður áhersla lögð á umhverfisstefnuna sem Varmárskóli er að móta sér og sögustund barnanna verður helguð umhverfismálum. Hverfistengdar upplýsingar á Netinu Mosfellsbær Morgunblaðið/Golli Stefán Gíslason, verkefnisstjóri um Staðardagskrá 21, hélt í gær erindi á Bókasafni Mosfellsbæjar. HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið fyrirhugar að bjóða út rekstur nýrrar heilsugæslu- stöðvar í Salahverfi í Kópavogi. Að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráð- herra á það þó ekki að hafa áhrif á þjónustu stöðvarinnar til skjólstæð- inga sinna. Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoð- armaður ráðherra, segir ekki búið að taka endanlega ákvörðun um út- boð rekstursins og húsnæðis undir stöðina. „Það er ekki komið leyfi frá fjármálaráðuneytinu til að leita eft- ir húsnæði þannig að í raun og veru er málið ekki komið lengra en að óska eftir því að fá að fara í útboð vegna húsnæðisins. Við gerum hins vegar ráð fyrir að það sé til rekstr- arfé fyrir rekstri stöðvarinnar á síðari hluta ársins vegna hækkunar sem kom til heilsugæslustöðva á síðustu fjárlögum.“ Elsa segir fyrirhugað að bjóða út rekstur stöðvarinnar þegar hús- næðismálin eru komin á hreint. Sama þjónusta og gjaldtaka „Þetta yrði þannig að læknar eða hópur lækna geti boðið í reksturinn og er gert ráð fyrir að fyrirkomu- lagið verði sambærilegt og í heilsu- gæslustöðinni í Lágmúla þar sem reksturinn er samkvæmt þjónustu- samningi. Í samningnum er skil- greint ákveðið þjónustumagn en gjaldtaka er sú sama og á hinum heilsugæslustöðvunum. Þannig að við erum að tala um sama form, sama eftirlitshlutverk og annað slíkt og er á öðrum heilsugæslu- stöðum. Munurinn er að læknarnir hafa meiri möguleika í daglegri stjórnun og daglegri skipulagningu en þeir telja sig hafa í almennu heilsugæslunni.“ Elsa segir ráðuneytið því telja gagnrýnisraddir um að verið sé að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi, ekki eiga við rök að styðjast. „Þarna eru öll þau lögmál sem gilda um aðrar heilsugæslustöðvar varðandi að- gengi og gjaldtöku. Þetta eru stóru málin gagnvart borgurunum og þau verða í heiðri höfð þannig að kerfið er það sama fyrir skjólstæðingana.“ Að Elsu sögn er vonast til að heilsugæslustöðin verði komin í rekstur á seinni hluta ársins. „Þetta hverfi er að byggjast mjög hratt upp og í Kópavogi eru flestir íbúar á hvern lækni samkvæmt okkar töl- um. Þannig að það er mest aðkall- andi að opna heilsugæslustöð þar og við stefnum að því að það geti orðið um mitt ár.“ Ný heilsugæslustöð í Salahverfi í undirbúningi Áformað er að bjóða rekstur stöðvarinnar út Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.