Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANGFLEST skip með haffærnis- skírteini, undir 24 metrum, eru búin tækjum fyrir sjálfvirka tilkynning- arskyldu, STK, en lögskylda er að hafa slíkan búnað um borð skv. reglugerð sem tók gildi í febrúar 2001. Tómas Sigurðsson, forstöðumaður skoðunarsviðs Siglingastofnunar segir einkum þrjár ástæður fyrir því að skip hafa ekki þennan búnað. Skemmtibátar eru undanþegnir þessari reglu og heimilt er að veita undanþágu þeim skipum sem aðeins stunda veiðar innan við 1,5 sjómílur frá landi og aðstæður um borð eru þannig að ekki er unnt að hafa þar nauðsynlegan búnað til að senda sjálfvirkar tilkynningar. Þá eru veittar undanþágur til eins mánaðar í senn ef búnaðurinn er bilaður og ef ekki fæst lánstæki á meðan viðgerð fer fram. Að sögn Tómasar eru skip sem haldið er til atvinnuveiða og hafa slíka undanþágu örfá. Samtals séu þetta um 50–100 skip en alls hafa um 1400 skip STK-tæki um borð. „Þó ekki sé búið að ná lokamarkmiði hefur náðst geysilegur árangur í ör- yggisátt,“ segir Tómas. Farið yfir verklagsreglur Eins og greint hefur verið frá urðu Tilkynningaskyldunni á mistök eftir að neyðarkall heyrðist í þann mund sem Bjarmi VE-66 sökk á laugardag. Þá hafa komið fram ágallar á rekstri og umsýslu vegna STK-kerfisins. Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins-Landsbjargar funduðu með fulltrúum samgöngu- ráðuneytisins á fimmtudag. „Lands- björg rekur þetta kerfi og ber ábyrgð á því en við munum að sjálf- sögðu fylgjast með því að því verði kippt í lag,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri ráðu- neytisins og formaður Siglingaráðs. Samþykkt var á Siglingaráðsfundi á fimmtudag að allra leiða verði leitað til að draga úr bilanatíðni STK- tækja, stytta viðgerðartíma og fjölga lánstækjum. Þá yrði að gæta mjög að uppsetningu á loftnetum og leiðslum því þar hefðu komið fram brotalamir sem yrðu til þess að tæk- in virkuðu ekki. Auk þess verður far- ið yfir allar verklagsreglur varðandi STK-kerfið, þ.m.t. að Siglingastofn- un fái upplýsingar um biluð tæki. „Verklagsreglurnar verða að vera í lagi en það er að sjálfsögðu ekkert sem kemur í veg fyrir mannleg mis- tök,“ segir hún. Aðspurð um hvað sé hæft í orð- rómi um að sumir skipstjórnarmenn hylji loftnet STK-tækjanna þegar þeir „skjótast“ inn í lokuð hólf eða veiða of nærri landi, segir Ragnhild- ur að hún hafi heyrt ávæning af þessu eins og ýmsu öðru varðandi STK-kerfið og búnað því tengdan. Hún kveðst þó fullviss um að ekki kveði rammt að slíkri hegðun. Vænt- anlega ætti að reynast einfalt að koma í veg fyrir slíkt og býst hún við því að þetta verði tekið með í reikn- inginn þegar farið verður yfir verk- lagsreglur vegna STK-kerfisins. Fulltrúum Landssímans, Slysa- varnafélagsins-Landsbjargar og Siglingastofnunar hefur verið falið að fara yfir reglurnar. Siglingaráð hefur ennfremur skorað á rannsóknanefnd sjóslysa að hraða frumrannsókn á sjóslysinu á laugardag eftir mætti. „Svartir blettir“ hljóta að slæva eftirlit STK-tæki var sett um borð í ís- fisktogarann Smáey VE-144 um ára- mótin 2000–2001. Í maí bilaði tækið og var sent til viðgerðar. Guðmund- ur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs- Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, sem gerir Smáey út, segir að ekkert láns- tæki hafi fengist í staðinn fyrr en í ágúst/september og tækið sem sent var til viðgerðar hefur ekki enn skil- að sér til baka. STK-tækið um borð í Smáeynni dettur út af og til en að sögn skipstjórans virðast „svörtu blettirnir“ nokkuð fylgja þeim svæð- um þar sem er slæmt símasamband. Síðast á miðvikudagskvöld datt skip- ið út úr STK-kerfinu en skipið var þá statt um 20 sjómílur austur af Vest- mannaeyjum. Tilkynningaskyldan hafði þá samband eins og jafnan þeg- ar tækið hefur dottið út. Guðmundur segir að varla sé um að kenna biluðu tæki heldur hljóti skýringarnar að liggja í fjarskiptabúnaði í landi. Hann telur ljóst að þetta hljóti að verða til þess að slæva eftirlitið hjá Tilkynningaskyldunni, þegar vitað sé að skip séu að detta út án þess að nokkur hætta sé á ferðum. Guð- mundur segist hafa trú á STK-kerf- inu sem slíku en þá verði það líka að virka. Sendingar frá STK-tækjunum eiga almennt að draga um 50 sjómíl- ur frá landi. Heiðrún Jónsdóttir upp- lýsingafulltrúi Landssímans sagði í samtali við Morgunblaðið að „svartir blettir“ þar sem skip detta út úr kerfinu séu hverfandi hér við land. Þeir séu helst norður af Hornbjargi en einnig séu minni blettir norður af Bakkafirði. Hún segir fyrirsjáanlegt að ástandið muni lagast þegar end- urvarpsstöðvar verða reistar á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli. „Við setjum þetta upp þegar vorar og þá munu þessir svörtu blettir minnka mikið,“ segir hún. „Við erum að vinna að því að þétta kerfið og auka rekstraröryggi en við teljum það almennt í góðu horfi.“ Hún segir að yfirleitt séu það nokkrir tugir báta sem öðru hvoru detta út úr kerfinu. Fyrir utan svörtu blettina sé það helst tvennt sem valdi. Tækin sjálf geti bilað en algengara sé þó að loftnet fyrir tækin séu ekki sett upp með réttum hætti. Ýmislegt geti skyggt á loftnetin sem getur t.d. valdið því að sendingar falla niður þegar bátnum er snúið. Leit haldið áfram Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar leituðu skip- verjans sem saknað er af Bjarma VE um helgina. Um fimmtíu björgunar- sveitarmenn á öflugum jeppum og fjórhjólum leituðu með ströndinni frá Þjórsá austur að Reynisfjalli. Einnig verður leitað á þekktum rek- stöðum frá Herdísarvík austur að Þjórsá. Leitin bar ekki árangur. Áfram verður leitað í vikunni á þekktum rekstöðum. Langflest haffær skip eru í dag búin STK-tækjum Undanþágur frá reglum eru veittar ef tækja- búnaðurinn er bilaður og lánstæki fæst ekki SÝSLUMAÐURINN í Borg- arnesi, Stefán Skarphéðins- son, bíður nú eftir skýrslum þeirra aðila sem komu að að- gerðinni á bænum Höfða í Þverárhlíð í síðustu viku þeg- ar á fjórða hundrað fjár var flutt til slátrunar eða í fóðrun annars staðar. Alls voru 1.600 kindur á staðnum skoðaðar og 20 hross. Dómsúrskurður fékkst fyrir aðgerðinni sem byggður var á heimild í lög- um um dýravernd. Þær skýrslur sem sýslu- maður bíður eftir, og á von á að fá í hendur síðar í vikunni, eru frá héraðsdýralækni og fulltrúa yfirdýralæknis, lög- reglunni og sláturhúsinu í Borgarnesi og Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar, en fulltrúar þess mældu húsa- kost á staðnum. Að fengnum niðurstöðum þessara aðila tekur Stefán ákvörðun um framhaldið, þ.e. hvort þörf sé frekari rannsókna eða að kæra verði lögð fram á hend- ur ábúendunum á Höfða, sem í bréfi til sýslumanns hafa mótmælt aðgerðunum. Búfjárhald kannað á fleiri bæjum Gunnar Gauti Gunnarsson héraðsdýralæknir sagði við Morgunblaðið að þegar nið- urstaða lægi fyrir í máli Höfðabænda myndi embættið kanna búfjárhald á fleiri bæj- um í Borgarfirði þar sem grunur væri um vanhirðu og illa meðferð á dýrum. Ekkert þeirra tilvika væri þó eins stórt í sniðum og á Höfða. Búfjárhaldið á Höfða Beðið eftir skýrslum rannsókn- araðila SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn bauð börnum og unglingum að spreyta sig gegn sterkum stórmeisturum í fjöltefli í Kringlunni á sunnudag- inn. Það voru erlendu stórmeist- ararnir Loek van Wely frá Hol- landi, Bosníumaðurinn Ivan Sokolv og enska ungstirnið Luke McShane sem tefldu við ungmennin og miðl- uðu þeim af reynslu sinni. Á mynd- inni sést Luke McShane velta fyrir sér stöðunni í einni af skákunum í fjölteflinu. Stórmeistararnir mættu síðan til leiks á Hraðskákmóti Íslands 2002 sem haldið var á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Metþátttaka var í mótinu, en alls tóku 69 skákmenn þátt í því, þar af þrír íslenskir stór- meistarar og ellefu erlendir stór- meistarar. Úrslit á mótinu urðu þau að stórmeistarinn Ivan Sokolov sigraði með 12½ vinning af 16 mögulegum. Í 2.–4. sæti urðu stór- meistararnir Helgi Ólafsson, Nick De Firmian og Vladimir Malakov. Íslandsmeistari í hraðskák 2002 varð Helgi Ólafsson með 12 vinn- inga af 16 mögulegum og í 2.–3. sæti urðu Jón Viktor Gunnarsson og Róbert Harðarson með 11 vinn- inga. Morgunblaðið/Sverrir Teflt af kappi við stórmeistara ÍSLAND er öruggasti ákvörðunarstaður ferða- langa, að mati bandaríska tímaritsins Blue, og helsta grein nýjasta ferðablaðs The New York Times er um laxveiði hérlendis. Einar Gúst- avsson, framkvæmdastjóri skrifstofu Ferða- málaráðs í New York, segir þetta mjög ánægju- legt og sýni að kynningin á Íslandi í Bandaríkjunum hafi skilað sér. Í febrúar/mars-blaði Blue er forsíðumyndin frá Bláa lóninu og í ritinu kemur fram að vilji fólk forðast hryðjuverk sé Ísland öruggasti staðurinn. Patagónía er í öðru sæti, Suðurskautsland í því þriðja, síðan Nýja Sjáland, Alaska og Breska Kól- umbía í Kanada í sjötta sæti. Í blaðinu er mikil umfjöllun um Ísland. Á sjö síðum eru stórar myndir frá Íslandi og síðan er viðtal við ljósmyndarann Oz Lubling um Íslands- ferð hans, en í stuttri grein hvetur hann ferða- langa m.a. til að fara í Landmannalaugar, á Mý- vatn, ganga yfir Eldhraun og skoða Jökulsárgljúfur, sem hann líkir við Miklagljúfur og Niagara-fossa. Með The New York Times í fyrradag fylgdi ferðablaðið The Sophisticated Traveller en það er gefið út tvisvar á ári, á vorin og haustin. Mið- opnugrein ferðablaðsins er um laxveiði í Laxá í Aðaldal og fylgja greininni upplýsingar um hvert eigi að snúa sér vegna laxveiði á Íslandi. Kynningin hefur skilað sér Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri skrif- stofu Ferðamálaráðs í New York, segir að þessi umfjöllun sé mjög ánægjuleg og skipti miklu máli. Áskrifendur Blue séu um 500.000 þúsund, en átta milljónir manna lesi New York Times. „Við vitum að Ísland er öruggasti staður í heimi og við erum meðvituð um ágæti landsins, en við segjum það ekki heldur aðrir og það hefur gríðarlega mikið að segja. Þetta hefur mikið að segja í allri kynningu um Ísland og hjálpar okkur mikið.“ Hann segir að þar sem ferðablað New York Times komi aðeins út tvisvar á ári sé mjög eft- irsótt að fá umfjöllun í blaðinu. Flest ríki þurfi að bíða í þrjú til fjögur ár eftir umfjöllun, en Ísland hafi átt upp á pallborðið að undanförnu og á tveimur og hálfu ári hafi birst níu greinar um Ís- land í blaðinu. „Blaðið hefur sagt að Ísland sé áhugaverðasti staður ferðamanna og þessi mikla umfjöllun sýnir að við erum á réttri braut í kynn- ingunni. Hún hefur skilað sér.“ Ísland öruggasti staðurinn Helsta grein ferðablaðs The New York Times um laxveiði hérlendis Bláa lónið prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Blue. Miðopnan í ferðablaði The New York Times sl. sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.