Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í sálgæslu Gengið um dimma dali Sálgæslunámskeiðverður á vegumBiblíuskólans við Holtaveg á morgun, mið- vikudaginn 6. mars. Nokk- ur fjölbreytni verður á námskeiðinu og m.a. tekið á aðstæðum fanga og að- standenda þeirra, sorgar- viðbrögðum, sorg barna o.fl. Yfirskriftir fyrirlestra eru t.d. „Sorg og sorgar- viðbrögð,“ „Í fangelsi var ég...“, „Í fjötrum fíkni- efna“, „Sorg barna“ og „Máttur bænarinnar“. Einn þeirra sem heldur fyrirlestur á námskeiðinu er sr. Hreinn Hákonarson fangaprestur og svaraði hann nokkrum spurnign- um sem fyrir hann voru lagðar. – Segðu okkur nánar hvað sál- gæsla er... „Sálgæsla er með margvíslegu móti og fer eftir aðstæðum hverju sinni hvernig hún er. En kjarni allrar sálgæslu felst í því að leið- beina fólki sem er í lífsvanda statt, hvetja það á raunsæjan hátt, styrkja það í orði og verki með ástúð og umhyggju. Sálgæsla merkir að sá sem sálusorgar vakir yfir sálarheill þeirra sem honum er trúað fyrir, stendur við hlið fólksins og gengur með því um dimma dali. Hann huggar með orði Guðs og bæn. Einn mikilvæg- asti hlekkurinn í sálgæslu felst í því að hlusta á fólk. Ekki bara að hlusta á þau orð sem koma af munni þess heldur lífssláttinn í æðum þess. Góð sálgæsla getur skipt sköpum og það veit fólk og þess vegna leitar það til kirkjunn- ar í þessum efnum. Það veit að enginn hefur eins mikla reynslu í þessu efni og einmitt kirkjan og þjónar hennar.“ – Hverjar verða aðaláherslurn- ar á námskeiðinu? „Þær taka allar á sorginni og þeim myndum sem hún birtist í og með hvaða hætti er hægt að glíma við hana hvort heldur hún snertir þá sem misst hafa einhvern ná- kominn, misst barnið sitt í neyslu fíkniefna, fangelsi o.s.frv. Fjallað verður almennt um viðbrögð við sorg, sorg barna og hvaða styrk má hafa af bæninni.“ – Nú ert þú fangaprestur og fjallar um sorg fanga og aðstand- endur þeirra...er ástandið á þeim bæ mjög bágborið? „Fangelsi er veröld út af fyrir sig og um hana leika neikvæðir straumar. Lokuð veröld og niður- brjótandi þar sem enginn vill vera. Fangelsi merkir aðskilnað frá fjölskyldu og vinum. Fangan- um er kippt tímabundið út af vett- vangi dagsins og hann settur til hliðar. Hann horfir gjarnan á lífið renna fyrir utan og getur ekki tekið þátt í því. Það er sárt. Þessi aðskilnaður vekur sorg og daprar huga þeirra sem í fangelsi eru. Aðstandendur standa oft ráðvillt- ir og hnípnir. Þeir skynja van- þóknun samfélagsins á gjörðum sinna nánustu og þeir finna sárt til með þeim sem hafa rat- að í þessa ógæfu. Líf foreldra og maka breytist og greina má visst sorg- arferli hjá þeim og föngunum. Þá er sérstaklega brýnt að sýna nær- gætni og ástúð þegar börn fanga eru annars vegar því þeirra sorg og missir er mikill. Mikilvægt er að týna ekki bjartsýninni og sam- stöðunni í nýjum aðstæðum sem munu í fyllingu tímans breytast. En sorg fanga er ekki aðeins bundin þessum aðskilnaði, heldur sækja vissulega á hugann þær að- stæður sem ráku menn inn fyrir dyr fangelsis. Innst inni finna allir menn til hafi þeir gert eitthvað á hlut einhvers. Og vanlíðan er mik- il hjá þeim sem framið hafa alvar- leg afbrot gegn lífi manna og lim- um. Þar glímir hver við sjálfan sig, líf sitt og framtíð undir breyttum formerkjum.“ – Á hvaða hátt hjálpar sál- gæsla? „Góð sálgæsla lætur fólk finna að það er ekki eitt á báti þegar það horfist í augu við alvarleg vanda- mál í lífi og starfi. Sálgæslan get- ur hjálpað fólki til að ná áttum í lífinu og fyllt það krafti til að horf- ast í augu við t.d. sorg og missi.“ – Sálgæsla er frekar nýtt orð í málinu, ekki ósvipað og áfalla- hjálp...hvernig reiddi þjóðinni af fyrir tíma þessara hugtaka og þess sem þau standa fyrir? „Kirkjan hefur á öllum öldum sálusorgað fólk, huggað og leið- beint. Þegar áföll dundu yfir þjóð- ina fyrr á öldum hvort heldur það voru eldgos eða hallæri þá var það kirkjan sem veitti áfallahjálp þó svo það orð væri ekki til í málinu. Kirkjan sálusorgaði fólk í raunum lífsins og það var þá í góðum höndum sem og vonandi nú.“ – Hefur þörfin fyrir sálgæslu komið ykkur prestum í opna skjöldu? „Nei, ég held að svo sé ekki. Prestar eru þess fullkomlega með- vitaðir að þörf á sál- gæslu hefur kannski aldrei verið eins brýn og einmitt nú á dögum. Þess vegna hafa prestar sótt sér í ríkari mæli menntun í sálgæslu og reynt að læra hver af öðrum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að samfélag nútímans er flókið og mörg erfið mál sem koma upp hjá fólki hvort heldur er í einkalífi eða atvinnulífi. Fólk sækir sálgæslu til presta afar mikið þótt það fari ekki hátt.“ Hreinn Hákonarson  Sr. Hreinn Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar, er fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1952 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1981. Sókn- arprestur í Söðulhólsprestakalli á Snæfellsnesi 1982–93. Fanga- prestur frá 1993. Formaður fangahjálparinnar Verndar og ritstjóri Verndarblaðsins. Er í stjórn Prestafélags Íslands og er formaður Samverjans, félags sérþjónustupresta. Eiginkona Hreins er Sigríður Pétursdóttir, verkefnisstjóri vettvangsnáms í Kennaraháskóla Íslands. Eiga þau fjögur börn, Halldóru, Har- ald, Jóhönnu og Pétur, og eitt barnabarn, Petru Ósk. ...sálgæsla er með marg- víslegu móti Er þetta ekki örugglega góður fjárfestingarkostur, hæstvirtur ráðherra? ALDÍS Hafsteinsdóttir, bæjar- fulltrúi í Hveragerði varð langefst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði um helgina. Aldís hlaut 158 atkvæði í fyrsta sætið. Í öðru sæti varð Pálína Sig- urjónsdóttir, bæjarfulltrúi og hlaut hún 136 atkvæði í 1. og 2. sætið. Í 3. sæti varð Hjalti Helgason, sem kem- ur nýr inn á listann, en hann fékk 163 atkvæði í 1.–3. sæti listans. Fjórða sæti listans kom síðan í hlut Jóhanns Ísleifssonar, bæjarfulltrúa, sem fékk 143 atkvæði í 1.–4. sæti. Theódór Birgisson varð í 5. sæti með 169 at- kvæði í 1.–5. sæti og Hálfdán Krist- jánsson bæjarstjóri varð í 6. sæti með 174 atkvæði í 1.–6. sæti, en tveir þeir síðastnefndu er nýir menn á list- anum. Í prófkjörinu tóku þátt 289 og voru 13 seðlar ógildir. Niðurstaðan er bindnandi fyrir 1. og 3. sætið, en ekki fyrir það 2. og 4. samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri niðurstaða próf- kjörsins og hún virtist sýna það að bæjarbúar vildu ekki að bæjarstjóri væri jafnframt bæjarfulltrúi. Hann hefði síðan rætt niðurstöðuna við forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs og því samstarfi sem hefði verið fyrir hendi í Hveragerði frá því hann kom þangað yrði haldið áfram. „Prófkjörsnefndin er að vinna núna úr niðurstöðum prófkjörsins og reyna að finna heppilega samsetn- ingu á listann. Síðan þegar listinn liggur fyrir munu menn fara yfir stöðuna og velta fyrir sér hvernig best sé að haga hlutum fyrir fram- haldið,“ sagði Hálfdán ennfremur. Aldís Hafsteins- dóttir í efsta sæti Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði LEYSINGAR eru miklar á Patreksfirði og hálka gríðarleg á vegum. Bifreið sem lagt var á bílastæði við Stekkaból fór af stað af sjálfsdáðum í hálkunni og rann niður háan kant og hafnaði á Geirseyrarbúðinni við Aðalstræti. Höggið frá bifreiðinni var það mikið að gat kom á vegg verslunarinnar og stóð hluti bifreiðarinnar inn í verslunina þegar fólk bar að. Hillur með vörum hrundu ásamt öðru, en verslunin var lokuð er þetta átti sér stað og urðu því ekki meiðsl á fólki í óhappinu. Ekki er búið að meta tjónið er varð á húsnæðinu né þeim vörum er skemmdust er óhapp- ið átti sér stað. Bifreið rann inn í verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.