Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján Sig-valdason fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1976. Hann lést 23. febrúar síðastlið- inn. Unnusta Krist- jáns er Helga Helga- dóttir, f. 23. janúar 1978, sonur þeirra er Helgi, f. 26. nóvem- ber 1997, þau bjuggu á Felli í Kjós hjá Helga Jónssyni, föð- ur Helgu. Foreldrar Krist- jáns eru Sigvaldi Kristjánsson, f. 25. nóvember 1946, og Sigríður Ár- mannsdóttir, f. 12. október 1947. Kona Sigvalda er Ingibjörg Frið- jónsdóttir, f. 14. júní 1946. Maður Sigríðar er Friðþjófur Haralds- son, f. 23. maí 1944. Systkini Kristjáns eru: 1) Sigrún, f. 7. apríl 1965, unnusti hennar er Birgir Snæbjörn Birgisson. Börn hennar eru Úlfur Þorvarðarson og Assa Þorvarðardóttir. 2) Ragna, f. 27. apríl 1969, gift Jóhanni Leóssyni, börn þeirra eru Hrund og Birkir. 3) Friðjón, f. 18. desem- ber 1985, hann er sonur Sigvalda og Ingibjargar. Börn Ingibjargar eru Brynhildur Péturs- dóttirog Ingólfur Pétursson. Börn Friðþjófs eru Marta, Rúnar, Elín, Krist- inn og Nína. Kristján ólst upp í Mosfellsbæ og lauk grunnskólaprófi þaðan árið 1992 og stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund 1996. Veturinn eftir stúdentspróf dvaldi Kristján í Frakklandi og nam frönsku. Kristján nam og starfaði við smíð- ar hjá Kristni Baldvinssyni húsa- smíðameistara og lauk sveins- prófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík í janúar síðastliðnum. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú eru slæmar fréttir, hann Kiddi okkar er dáinn, þetta er eins og högg í magann og sársaukinn er ólýsanleg- ur og hann hverfur ekki, heldur býr um sig eins og einhver fastur hnútur. Hvernig getur þetta átt sér stað? Svo hæfileikaríkur og góður drengur hrifinn á brott úr þessum heimi frá fjölskyldu sinni sem hann elskaði og var elskaður af meira en nokkuð ann- að. En það fást engin svör og hugur- inn reikar og minningarnar eru ótelj- andi margar. Ég minnist þess þegar þú komst fyrst með henni Helgu systur upp að Felli, þá líklega sautján ára og hún sextán, mér fannst þið eiga svo vel saman, það var eitthvað í fari þínu sem maður tók eftir og hreifst af. Þetta var fyrst og fremst heiðarleiki og að þú reynd- ir ekki að vera annar en þú varst. Þú féllst fljótt inn í okkar stóru fjöl- skyldu og varst jafnan hrókur alls fagnaðar og mikill gleðigjafi. Oft varstu með gítarinn og munnhörp- una sem þú varst snillingur með, un- un var að hlusta á og hrífast með. Það er sárt að sætta sig við að nú getum við ekki fengið þig Kiddi minn til að spila afmælissönginn næst þegar eitthvert okkar á afmæli, það var svo gaman hjá okkur þá. Þið Helga voruð svo frábær á þorrablótinu í Fé- lagsgarði í janúar síðastliðnum að all- ir dáðust að. Það var líka auðsótt mál þegar þið komuð að máli við okkur Siggu um að fá gamla bæinn hérna í Blönduholti til að gera upp og end- urbyggja. Það eru liðin þrjú og hálft ár síðan, dugnaður og þrautseigja hafa verið ótrúleg og húsið er langt komið, en þú munt ekki flytja þangað inn og það er sárast af öllu. Að þú skulir ekki koma oftar yfir til okkar í kaffisopa og spjall, eða geta ekki skroppið til þín og rætt um framtíð- arplönin okkar hérna í Blönduholti sem við gerðum svo oft. Svo er það litli kúturinn þinn hann Helgi, hann var augasteinninn þinn og oft í för með þér, enda gerðir þú þér sérstak- lega far um að vera honum góður fað- ir. Það er mikil byrði sem lögð er á þessar litlu herðar að missa föður sem hann dáir og elskar meira en nokkuð annað. Það var auðvelt að leita til þín um aðstoð ef eitthvað þurfti að gera, alltaf tilbúinn að hjálpa með léttleika og glöðu geði. Eitt sinn sem oftar fékk ég þig til að hjálpa til og nú var heyskapur, það er sá skemmtilegasti heyskapur sem ég hef unnið að. Þú áttir að raka saman heyinu, við fórum af stað með allar vélarnar og þú tókst Fidda bróður þinn með og nú átti að kenna stráknum á traktor- inn, en það var annað sem þú tókst líka meðferðis og það var fiðlan, síð- an sast þú á traktornum með Fidda og spilaðir á fiðluna og heyskapurinn gekk ótrúlega vel þann daginn. Þetta er kannski það sem skiptir mestu máli í þessu lífi, að hafa svolítið gam- an af því sem maður er að gera. Það er sárt að geta ekki framar komið til þín elsku Kiddi minn. Þú varst sá besti vinur og félagi sem nokkur get- ur hugsað sér. Maður veltir fyrir sér hvaða tilgangi það getur þjónað þeg- ar ungur og hæfileikaríkur maður er kvaddur á brott úr þessu lífi frá fjöl- skyldu og mörgum ókláruðum verk- efnum. Kannski var hann kallaður til að spila fyrir englana sem vaka yfir okkur öllum. Elsku Helga okkar og Helgi, Guð gefi ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg. Megi Guð blessa minningu okkar allra um ljúfan dreng. Í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut. yfir mér virstu vaka og vara á mér taka Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (H.P.) Gunnar Leó og Sigríður Inga, Blönduholti. Elsku Kristján. Sem ég sit hér og skrifa þessar línur geri ég mér engan veginn grein fyrir að þú sért dáinn. Ég hugsa til þess þegar við hittumst síðast öll systkinin og horfðum á Ís- lendinga vinna Þjóðverja í hand- bolta. Ég kvaddi allan hópinn þegar ég þurfti að fara, og það var í síðasta skipti sem ég sá þig. Hefði ég vitað það sem ég veit nú hefði ég tekið utan um þig og sagt þér hvað mér þætti innilega vænt um þig og hvað ég væri ánægð með að eiga þig sem stjúp- bróður. Ég hafði tuttugu ár til þess, en ég segi þér það fyrst núna. Síðasta minningin sem ég á um þig er frá kvöldinu góða, okkar síðustu sam- verustund. Helga litla syni þínum þótti nóg um fagnaðarlætin í okkur og sussaði stöðugt á okkur. Þú fórst til hans og lékst við hann á meðan við hin fylgdumst með gangi leiksins. Ég man líka þegar þú samdir lag sem mér fannst svo ótrúlega flott. Ég vildi endilega senda það í Eurovision og við grínuðumst með að ég gæti kannski fengið að vera með uppi á sviði ef lagið yrði fyrir valinu. Þér var margt til lista lagt og of langt mál að telja alla þína hæfileika upp. Þú varst hvers manns hugljúfi og allar minningarnar sem ég á um þig eru ljúfar og góðar, alveg eins og þú. Elsku Helga mín, Helgi, Sigga, Silli, Ragna, Sigrún og aðrir aðstand- endur, ykkur sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Brynhildur. Í dag verður til moldar borinn minn kæri mágur, Kristján Sigvalda- son. Elsku Kiddi minn: Þar sem þú vildir ætíð hafa hlutina einfalda og fallega en ekki yfirdrifna og ofhlaðna þá hef ég kveðjuorð mín til þín fá. Þakka þér fyrir allar okkar sam- verustundir. Þú ert klárasti, falleg- asti og samviskusamasti maður sem ég hef kynnst og það voru forréttindi að fá þig inn í fjölskylduna. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman með strákana okkar, Helga og Axel, og þá varð mér oft að orði við þig að þú værir ofurpabbi eða súperpabbi. Ég meinti það svo inni- lega og það segir allt um hversu góð- ur faðir þú varst. Takk fyrir að gefa mér aragrúa af dýrmætum, fallegum, fyndnum, syngjandi og sprellandi minningum um þig sem við fjölskyldan yljum okkur við þegar við minnumst þín og söknum. Elsku Helgi frændi: Nú er pabbi kominn til himna með öll hljóðfærin sín og er að hjálpa öllum englunum að spila og syngja. Elsku Helga systir: Þú hefur misst mikið en Guð styrkir þig og varðveit- ir. Þín elskandi systir og frænka, Lára Berglind. Kæri stjúpbróðir. Leiðir okkar lágu saman þegar þú varst 6 ára og ég 8 ára. Móðir mín og faðir þinn hófu sambúð og allt í einu átti ég yngri bróður. Við hittumst flestar helgar fram til unglingsára og náðum alltaf vel saman. Betri og ljúf- ari stjúpbróður hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Þú varst jafnvel of ljúf- ur og góður því eins og eldri bræðra er siður stríddi ég þér og plataði þig stundum til ýmissa prakkarastrika en alltaf fyrirgafstu mér. Stríðnin var alltaf saklaus og þegar ég horfi til baka var þetta mín leið til að segja þér hvað mér þótti vænt um þig. Hvort sem var á Hrefnugötunni, Silf- urteignum eða hjá ömmu Binnu á Akureyri gátum við alltaf fundið okk- ur eitthvað að gera til að stytta okkur stundir. Við áttum saman frábærar stundir og það er til þeirra sem ég hugsa þegar ég geri mér grein fyrir því að ég á aldrei eftir að hitta þig aft- ur. Við hittumst ekki nægilega oft í seinni tíð en þegar við hittumst gát- um við alltaf hlegið saman og rifjað upp sameiginlegar minningar. Þú varst yndisleg manneskja og líf okkar sem vorum svo heppin að kynnast þér er fátæklegra eftir brotthvarf þitt. Hugur minn og sam- úð er með Helgu og Helga litla, sem og öðrum aðstandendum á þessari erfiðu stundu. Ingólfur Pétursson. „Hann Kiddi er dáinn...“ Þvílík harmafregn sem dundi yfir okkur. Það var sem tilverunni væri kippt undan okkur. Hann Kiddi. Það gat ekki verið, ...ekki Kiddi. Það var fyrir átta árum að Kiddi og Helga byrjuðu saman. Hann virk- aði strax vel á okkur og fljótlega kom í ljós hvað hann var í raun sterkur persónuleiki og hvað var í raun mikið í hann spunnið. Kiddi sýndi krökk- unum í fjölskyldunni mikinn áhuga og lék mikið við þá. Oft var hann að dunda sér við að skera út litla hluti sem hann svo gaf þeim. Hann var líka, eins og allir vita sem hann þekktu, mikið fyrir tónlist. Oft sat hann inn í stofu í Kjósinni og spilaði á gítar fyrir krakkana og söng með þeim. Krakkarnir hreinlega dýrkuðu hann. En það voru ekki bara krakkarnir sem dýrkuðu að hlusta á Kidda syngja og spila, heldur við fullorðna fólkið líka. Það var sama hvar niður bar, alltaf kunni Kiddi lögin sem maður stakk að honum. Sérstaklega fannst okkur gaman að hlusta á hann spila „gömlu lögin“, gömul rokklög. Þar fékk hann útrás og gleymdi sér oft. Það brást aldrei, hann var maður stemmningarinnar. Fékk fólk til að taka undir með sér, kom stuði í mannskapinn. Þannig var Kiddi. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi fór Kiddi í Iðnskólann og lærði smíði. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hvort sem hann var að smíða eða sauma, hann lagði alla sína alúð í verkið. Við eigum til dæmis svuntu sem hann sem hann saumaði sjálfur og gaf okkur í jólagjöf eitt árið. Hann hafði saumað í hana nöfnin okkar. Við hlógum mikið að þessari gjöf þegar við fengum hana, en ekki vegna þess að eitthvað væri að svunt- unni, heldur vegna þess að hún lýsti honum svo vel. Nú undanfarið ár var Kiddi farinn að kenna krökkunum í skólanum í Kjósinni smíðar. Hann hafði svo gaman að því að kenna þeim, umgangast þau og vinna með þeim. Hann lagði sig í líma við að koma vel fram við börn og unglinga og setti sig vel inn í þeirra mál. Í nóvember 1997 eignuðust Helga og Kiddi soninn Helga. Helgi er lif- andi eftirmynd pabba síns – alger gullmoli, rauðhærður með freknur. Samband þeirra feðga var einstak- lega gott, enda gaf Kiddi sér ávallt tíma til að vera með stráknum sínum. Þar kom fram enn einu sinni hvað Kiddi var mikill barnakarl. Hann hafði ótakmarkaða þolinmæði í að semja við strákinn sinn, þegar hann vildi fara aðrar leiðir en pabbinn. Kiddi og Helga voru nefnilega þann- ig að þau vildu ala strákinn upp þannig að hann yrði sjálfstæður og fannst okkur aðdáunarvert hversu vel þeim tókst til með uppeldið á stráknum. Oftar en ekki dáðumst við að þessu unga pari sem var að ala upp sitt fyrsta barn, hvað þau voru skynsöm, hvað þau voru þolinmóð og hvað þau voru að ala upp góðan ein- stakling. Helgi er mikill pabbastrák- ur og dýrkaði pabba sinn. Það er því mikill missir fyrir litla drenginn að missa föður sinn. Hann skilur það ekki, frekar en aðrir, af hverju pabbi hans er ekki til staðar fyrir hann þeg- ar hann þarf á honum að halda. Það er því mikilvægt að allir í fjölskyld- unni standi saman að því að styrkja strákinn og hjálpa honum í gegnum erfiða tíma framundan. Helgi á óhemjumikið af góðum minningum um pabba sinn, minningum sem hann býr að alla sína ævi, minningum sem munu leiða hann í gegnum erfiða tíma. Undanfarin ár hafa Kiddi og Helga verið að vinna að því að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þau höfðu kosið að taka við gömlu húsi í Kjós- inni og gera það upp frá grunni. Þetta hús er í landi Blönduholts, þar sem Helgi, faðir Helgu hafði alist upp. Þau unnu sínar hugmyndir al- veg frá grunni, útfærðu endurbæt- urnar og viðbæturnar og hófust svo handa. Strax var ljóst að mikil vinna var framundan, en þau af sínum dugnaði keyrðu í þetta eins og hvert annað verkefni sem þarf að taka sér fyrir hendur og klára. Kiddi varði öll- um sínum stundum utan vinnu í að byggja draumaheimilið þeirra upp, en það var samt aldrei svo að hann léti fjölskylduna sína sitja á hakan- um. Hann varði ómældum tíma með henni, ekki bara Helgu og Helga, heldur öllum í kringum sig. Kiddi baðst aldrei undan neinu sem hann var beðinn um, hvort sem var í starfi eða leik. Kiddi elskaði Helgu sína og Helga út af lífinu, þau voru augasteinarnir hans, hann gerði allt fyrir þau. Hvað réttlætir það að þau skuli þurfa að ganga í gegnum slíkan söknuð og sársauka sem þau bera í brjósti sér? Á stundu sem þessari er það mik- ilvægt öllum að standa þétt saman, að standa þétt á bak við Helgu og Helga, sem eiga um sárt að binda. Helga er nú í miðjum klíðum að klára Kennaraháskólann og mun öðlast kennararéttindi í vor. Á haustmán- uðum stendur hennar hugur til þess að hefja kennslu í grunnskóla. Við viljum kvetja Helgu til að halda sínu striki, klára skólann, fara að kenna og finna lífshamingjuna á ný, það hefði Kiddi viljað. Sársaukinn nístir, en á köldum vetrarkvöldum geta mæðginin yljað sér við hlýjar og góð- ar minningar um unnusta og föður, sem nú er hjá Guði og vakir yfir þeim öllum stundum. Við höfum misst mikinn vin. Kiddi var ekki bara kærasti Helgu, heldur mikill og góður vinur okkar. Fráfall Kidda skilur eftir sig stórt skarð í vinahópi okkar, ekki bara fjölskyldu- hópi og er okkur mjög þungbært. Við getum þó huggað okkur við það, að við bjuggum við þau forréttindi að hafa kynnst slíkum öðlingspilti, hafa kynnst hæfileikum hans og að hafa átt með honum góðar stundir. Kiddi var elskaður og dáður af öllum í kringum hann. Elsku Helga og Helgi, megi góður guð gefa ykkur styrk til að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil. Guðlaug og Lárus. Í dag kveðjum við okkar elskulega mág og svila, Kristján Sigvaldason, traustan og tryggan vin. Okkur finnst ótrúlegt að þurfa að gera það svo snögglega, en við erum rosalega þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum því hann gaf svo mikið af sér og maður lærði margt á því að umgangast hann. Stoltið hans var að sjálfsögðu hann Helgi litli og var samband þeirra al- veg einstakt. Á hverjum morgni fengu þeir sér hafragraut og lýsi og voru þar með klárir fyrir daginn. Svolítið sérstakt að hugsa til þess að öll þessi hefðbundnu dagsverk hjá þeim feðgum voru gerð í mestu ró- legheitum, aldrei neitt stress, til dæmis þegar þeir voru að bursta tennurnar, það gat sko tekið tíma, enda margt rætt á meðan. Hann var mjög fróður um marga hluti, það var nánast sama hvað það var, alltaf var hægt að spyrja Kidda um eitthvað sem maður ekki vissi og hann vissi svarið, hann var svona nokkurs konar alfræðiorðabók á heimilinu. Kiddi lagði mikið upp úr því að vera metinn af innri manni, hann þóttist aldrei vera stærri karl en hann var, enda var hann alltaf sam- kvæmur sjálfum sér. Aldrei heyrði maður hann hallmæla fólki og fannst okkur umburðarlyndi hans vera ótakmarkað. Hvert sem var farið var hann hrókur alls fagnaðar, hafði allt- af eitthvað skemmtilegt og hnitmið- að að segja. Þokkinn skein af honum. Í janúar tókum við svilarnir saman sveinspróf í húsasmíði. Mikið fannst mér gott að hafa svo góðan smið með mér sem Kiddi var. Það voru líka fleiri sem nutu góðs af því að hann var þarna, því hann taldi það aldrei eftir sér að aðstoða einhvern ef hann mögulega gat. Við eigum eftir að sakna þess mik- ið að hlusta á hann spila á gítar og syngja. Við eigum margar góðar minningar um það, hann spilaði hérna heima, í partýjum, veislum og svo líka nokkrum sinnum í Kaffi Kjós. Frábær trúbador, kunni öll lög sem beðið var um og var oftast að spila langt fram á morgun, þvílík stemning sem var alltaf í kringum hann. Það er sárt að kveðja svona góðan strák, að Helga og Helgi litli fái ekki að hafa hann hjá sér lengur er stór biti að kyngja. En góð minning lifir lengi og við eigum margar slíkar um hann Kidda okkar. Elsku Helga og Helgi megi Guð styrkja ykkur á þessari stundu. Því stundum verður mönnum á, styrka hönd þeir þurfa þá, þegar lífið allt í einu sýnist einskisvert. Gott er að geta talað við einhvern sem að skilur þig. Traustur vinur getur gert kraftaverk. (Jóhann G. Jóhannsson.) Guðrún (Dúna) og Ragnar. Í dag kveðjum við ástkæran frænda okkar, Kristján Sigvaldason. Kristján var okkur öllum sérstak- lega kær. Hér fór einstaklega skemmtilegur og hæfileikaríkur ung- ur maður sem kryddaði umhverfi sitt með leik og kímni. Hann naut ótak- markaðrar aðdáunar yngri frænd- systkina sinna, enda barnakarl hinn mesti, og því kom ekki á óvart hve sterkum böndum hann tengdist syni sínum, Helga, þegar hann bættist í fjölskylduna. Kristján hafði alltaf tíma til að bregða á leik með litlu krökkunum sem virtu hann og dáðu af því að hann tók þeim alltaf sem fé- lögum og jafningjum. Kristján var mikill hagleiksmaður á hvað það efni sem hann snerti. Hann lauk nýlega sveinsprófi í smíði og átti framtíðina fyrir sér á þeim vettvangi. Á menntaskólaárum sín- um lagði hann einnig gjörva hönd á ýmis önnur efni og vakti óskipta hrifningu þegar hann saumaði sér ógleymanlega úlpu ásamt öðrum flík- um. Og krökkunum gaf hann inniskó í jólagjafir sem hann saumaði sjálfur. Inniskórnir voru feikilega vinsælir á okkar heimili og voru hreinlega KRISTJÁN SIGVALDASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.