Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 39 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar gengnir upp til agna. Kristján gutlaði líka á gítar og gat kreist hljóð út úr öllum hljóðfærum. Nýlega bætti hann fiðlu við safnið og tók hana með sér að því er virtist hvert sem hann fór. Auðvitað söng hann líka eins og engill og tróð upp við margvísleg tækifæri, ýmist einn eða með öðrum. Það þarf ekki að fjölyrða um það að Kristján var höfðingi mikill í sér og átti fjölda góðra vina og var vin- sæll hvar sem hann fór. Við höfum líka oft talað um það okkar í milli hve náin þau systkinin, Sigrún, Ragna og Kristján, hafa alltaf verið. Hann var greinilega í miklu uppáhaldi hjá þeim systrum eins og hjá okkur hinum líka. Hann reyndist foreldrum sínum einnig einstaklega vel á öllum tímum. Ekki var síst mikil virðing, ást og vinátta í hans eigin fjölskyldu, milli hans og Helgu og sonar þeirra Helga. Okkur svíður sárast að hugsa til söknuðar þeirra. Kristján skilur eftir sig skarð í frændgarðinum sem ekki verður fyllt. Söknuður okkar er mikill og því meiri er sorg hans nánustu. Við vott- um öllum aðstandendum dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Sigurður, Linda, Sölvi og Rúna. Kæri vinur og félagi. Vegir drott- ins er óútreiknanlegir. Stundum ger- ist eitthvað sem við ráðum ekki við og getum ekki breytt. Það er erfitt að skilja það að þú þurftir að kveðja svona fljótt og þar með er stór partur farinn úr lífi okkar. Á köldum vetrardegi sannleikans hugsar maður til baka um allar dýr- mætu minningarnar sem við eigum og eru nú orðnar fjársjóður í hjarta okkar. Þú komst inn í fjölskylduna okkar fullur af lífsgleði og einstak- lega félagslyndur, og varðst besti vinur allra. Þú varðst strax í miklu uppáhaldi hjá okkur vegna þess að þú varst aldrei neitt nema þú sjálfur, með fallega síða hárið og gítarinn í hendinni, ávallt tilbúinn að gera allt fyrir alla. Ef maður kom með vini sína í heimsókn varst það alltaf þú sem komst og spjallaðir við þá um líf- ið og tilveruna. Einnig fannst okkur mjög sérstakt að þú spáðir aldrei í föt, „föt eru bara föt sem hlýja manni“ sagðir þú og klæddir Helga í ullarsokka í staðinn fyrir vettlinga og allir voru kátir. Þú elskaðir fjölskylduna þína mik- ið og þú varst elskaður af öllum mætti. Einnig dáðist maður mikið að þér sem besta pabba í öllum heim- inum, frábærasta unnusta í öllum geiminum og einnig varstu á kafi í vinnu og að byggja hús. En síðan og ekki síst lifðir þú fyrir að spila á gít- arinn og syngja á samkomum enda varstu hrókur alls fagnaðar. Okkur langar að láta fylgja þetta litla fallega lag vegna þess að þegar við heyrum það hugsum við til þín. Eitt lítið tár læðist niður kinnina þína einmana vinalaus, lítill í hjartanu og smár brosið þitt gægist samt alltaf í gegnum tárin. Manstu hvað þú sagðir einu sinni við mig: Geta pabbar ekki grátið? Geta pabbar ekki grátið? Allir að dást að því hvað þú sért stór og sterkur, kinkað kolli og klappað hraustlega á bak, ef þú svo dettur og meiðir þig máttu ekki gráta, það er sko merki um dugleysi og aumingjaskap. (Helgi Björnsson.) Að lokum viljum við segja að við vorum mjög heppin að fá að kynnast þér og allri þeirri gleði sem fylgdi þér. Minningarnar sem við eigum munum við geyma í sorgmæddu hjarta okkar um aldur og ævi. Þínir vinir Hrefna Lind og Hlöðver Ingi. Vetrarkvöld, myrkur, kuldi, sím- inn hringir. Kristján vinur minn og vinnufélagi er allur. Þvílíkt reiðar- slag. Ég horfi á símann og trúi vart mínum eigin eyrum. Andvökunótt og minningar hrannast upp. Heimili mitt uppi í Mosfellssveit fyrir mörg- um árum. Yngsti sonur minn kemur með leikfélaga heim, lítinn, rauð- hærðan, freknóttan strák. Hann er feiminn en fljótt kemur í ljós að þarna er kominn bráðskýr og skemmtilegur strákur. Árin líða, Kristján er daglegur gestur á heimilinu og aufúsugestur. Hann er þroskaðri en flestir jafn- aldrar hans, og oft vart spjallað um heima og geima. Í minningunni er bjart yfir þessum árum. En tíminn stendur ekki í stað. Við flytjum úr Mosfellssveitinni, og Kristján hverfur úr lífi mínu í nokkur ár. Dag nokkurn fyrir fimm árum birtist ungur maður inni á trésmíða- verkstæði mínu. Þar er kominn Kristján, og erindið var að fá vinnu og hefja nám í trésmíði, sem var auð- sótt mál. Ég þekkti piltinn og vissi hvaða mann hann hafði að geyma. Það kom mér því ekki á óvart að hann reyndist hinn besti starfsmað- ur, harðduglegur, úrræðagóður og vandvirkur. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði fyrir nokkrum vikum með góðum vitnisburði. Nú eru liðnir nokkrir dagar síðan þú hvarfst úr þessu jarðneska lífi, en við hin, sem ekki skildum það sem þú varst að reyna að segja, sitjum eftir með söknuðinn og sársaukann. Áleitnar spurningar hrannast upp. Af hverju tók ég ekki utan um þig og sagði þér, hvað mér þætti vænt um þig og mæti mikils að hafa þig nálægt mér? Þig, sem alltaf varst tilbúinn að leysa úr öllum vanda fyrir aðra, en þegar þú sjálfur áttir í hlut var erfitt fyrir þig að biðja um aðstoð. Ég mis- skildi skilaboðin sem þú sendir mér. Það virðist eins og allt þetta verald- lega vafstur byrgi manni sýn fyrir því sem raunverulega skiptir máli í þessu lífi, og á það ekki síst við um náungakærleikann. Þegar óveð- ursskýin hrannast upp í sálinni og ekki hægt að tala við neinn vaxa vandamálin svo að þau verða að ókleifum múr. Gærdagurinn er liðinn, og við stöndum frammi fyrir deginum í dag. Ég bið þess, að þú finnir ljósið og að góður guð styrki ástvini þína á þess- um erfiðu tímum. Kristinn S. Baldvinsson, Sigríður M. Jensdóttir. Það voru þung sporin úr símanum síðasta sunnudag eftir að ég frétti af láti samstarfsmanns míns, Kristjáns Sigvaldasonar á Felli í Kjós. Þetta var þungt og óvægið högg fyrir fjöl- skyldu hans, aðstandendur, vini og okkar litla samfélag. Samfélag þar sem hver hlekkur skiptir svo miklu máli. Kristján var góður samstarfs- maður og með honum fylgdi birta og hlýja. Kristján hafði góð áhrif á börn- in og myndaði við þau sterk tengsl. Hann vann verk sín af alúð og nær- gætni og hafði góða nærveru. Vinar er nú sárt saknað. Ó, Jesús bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. (Páll Jónsson.) Elsku Helga mín, Helgi, aðstand- endur og vinir. Megi Guð styrkja ykkur og varðveita í ykkar miklu sorg. Minningin um Kristján Sig- valdason, björt og hlý, mun lifa. Guð blessi ykkur. F.h. nemenda, kennara, sam- starfsfólks og fjölskyldunnar Ásgarði, Kjós. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri. Elsku Kiddi. Við trúum því ekki að við fáum ekki að sjá þig aftur í þessu lífi og að við fáum ekki að finna fyrir þinni jákvæðni og yfirvegun. Þú varst sannarlega góður vinur okkar og við munum sakna þín mikið. Það var svo gaman að spila með þér og syngja. Þú kenndir mér allt sem ég kann á gítarinn og fyrir það er ég þér þakklátur. Þó er ég mun þakklátari fyrir vináttuna. Það hefði óneitanlega verið betra að fá að hafa þig lengur. Við hefðum getað gert svo margt saman. Lífið er rétt að byrja. Ég sá okkur saman í framtíðinni að semja tónlist og spila. Það er erfitt að hugsa til þess að það muni aldrei verða en lífið heldur áfram og hver veit nema að við fáum tækifæri til að hittast aftur. Við höld- um a.m.k. í þá von á þessari stundu. Þú varst alltaf til í að hjálpa og nutum við góðs af því þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð. Eflaust hafa fleiri en við notið góðs af þinni góðmennsku. Þú varst svo góður og þú gerðir heiminn að betri stað með nærveru þinni. Tveimur dögum áður en við feng- um fréttirnar um að þú hafir yfirgef- ið þennan heim vorum við einmitt að tala um að hafa samband við þig en því miður gerðum við það ekki. Því viljum við nota þetta tækifæri og segja þér að okkur þykir óendanlega vænt um þig og hugsanir okkar leita til þín á hverjum degi. Guð veri með þér í þinni ferð. Við viljum votta fjölskyldu og vandamönnum Kristjáns innilegar samúðarkveðjur héðan frá Kaliforn- íu. Hugur okkar er hjá ykkur. Guð geymi ykkur. Bjarki Björgúlfsson og Ingibjörg Jósefsdóttir. Fréttin af andláti vinar míns Kristjáns Sigvaldasonar barst mér til eyrna rétt eftir hádegi á sunnu- dag. Síðan þá hefur fréttin ómað í huga mér án þess að mæta nokkrum skilningi í vitund minni. Ég kynntist Kristjáni í menntaskóla, við urðum fljótt góðir vinir. Það stafaði af hon- um hreinni góðmennsku sem fólk laðaðist að og það má til sanns vegar færa að flestallir í skólanum vissu hver Kristján Sigvalda var. Líklega vegna þess að hann skar sig úr hópn- um á ýmsan máta, en þó var hann al- gjörlega laus við tilgerð og látalæti. Hann var einlægur og sannur í fasi og gjörðum og hann ætlaðist til hins sama af öðrum. Síðasta skiptið sem ég hitti Kristján var snemma í febr- úar, við hittumst vinirnir úr mennta- skóla yfir góðum mat og spilum, kvöldið var ætlað til þess að hrista saman gamla vinahópinn. Þetta heppnaðist það vel að við stefndum á annað slíkt kvöld í marsmánuði. Nú stendur þetta kvöld upp úr í huga mínum sem minning um Kristján og hvert minningarbrot er dýrmætt. Ég minnist einnig allra þeirra samræðna sem við áttum, samræðna sem voru laus við öll formlegheit og bull, sam- ræðna sem skiptu mig miklu máli. Ég er þakklátur fyrir þær góðu minningar sem ég geymi en það er erfitt að sætta sig við að þær verði ekki fleiri. Guð gefi aðstandendum Kristjáns styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg. Sveinn Ólafur Gunnarsson. Ég man þegar við hittumst í fyrsta sinn eins og það hafi gerst í gær. Ég var nýfluttur í Mosfellsbæinn og þú, ásamt öðrum krökkum í bekknum, komst og baðst mig um að koma út í fótbolta. Eftir þetta byrjaði vinátta okkar sem var einstök. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum var að hrella kennarana okkar; það fannst okkur gaman. Við eyddum ófáum tímum heima hjá þér í Þver- holtinu eftir skóla, að elda okkur eitt- hvað gott að borða og hlusta á tónlist. Þú spilaðir á gítarinn eins og þú hefðir fæðst með hann í höndunum. Þetta er fallegasta gítarspil sem ég hef heyrt. Í ferðalögum var gítarinn alltaf með í för. Þú söngst og spilaðir og fékkst alla til að syngja með. Þú hreinlega geislaðir af lífsgleði og fjöri. Þetta voru frábærir tímar. Tímar sem ég mun aldrei gleyma og mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þér tókst allt. Eitt sinn sagðir þú við mig að þú hefðir keypt þér fiðlu og ég hló að uppá- tækinu. En ekki leið á löngu þar til þú varst farinn að spila á fiðluna eins og þú hefðir aldrei gert neitt annað um ævina og svona var þetta með allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Eitt af því fjölmarga sem hefur komið upp í huga mér eftir þessar hörmulegu fréttir er draumurinn sem mig dreymdi og ég sagði þér frá. Ég var að koma með börnin mín í sveitina til þín, þú stóðst úti á túni að slá, en krakkarnir ætluðu að vera hjá þér og Helgu yfir sumarið. Nú geri ég mér grein fyrir því að þetta var aðeins fallegur draumur. Mér langar að þakka þér fyrir að leyfa mér að kynnast þér, fylgja þér og læra af þér í gegnum árin. Ég þakka fyrir hláturinn, grátinn, söng- inn, eldamennskuna og fyrir allt ann- að sem við brölluðum saman í gegn- um tíðina. Mig langar að kveðja þig með orðum sem eru mér ofarlega í huga og eru í laginu Angels eftir K.K. „I see you again when it́s my time to go.“ Elsku Helga, Helgi, Sigríður, Sig- valdi, systkini og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Jóhannes Ægir Kristjánsson. Orð eru til alls fyrst. Sum orð eru merkingarlaus og til einskis nýt, önn- ur hafa dýpri og þyngri þýðingu. Þungbært og nánast óbærilegt er að rita hér kveðjuorð yfir þér, Stjáni minn. Suma telur maður sig þekkja en þekkir þó ekki neitt. Það er kaldhæðnislegt að tilfinn- ingar eru ekki til umræðu á karla- vinnustað eins og okkar. Öllum lær- ist okkur einhvern veginn að bera ekki sorgir okkar út á torg. Eitthvað óskilgreint fyrirbrigði sem við getum kallað karlmennsku verður okkur fjötur um fót. Eitthvað er það a.m.k. sem verður þess valdandi að manni verður um megn að biðja um hjálp þegar þess er virkilega þörf. Ég spyr sjálfan mig hvað það er sem gerir mann svo blindan fyrir neyð annarra, að maður skynji ekki að náungi sinn er að sökkva í hyldýpi. Þú stóðst á barmi hengiflugs og við vorum blind- ir. Hróp þitt var þögult og enginn heyrði. Ég veit að sjálfsásökun mín og annarra sem í kringum þig stóðu gagnast ekki neinum neitt. Sjálfsagt ganga allir í gegnum sömu vanga- velturnar um hvað ef ég hefði gert og sagt eitt og annað værir þú ennþá á lífi á meðal okkar. Nú lifir þú á öðrum og betri stað í faðmi drottins. Mamma sagði við okkur bræðurna að við ættum að vera góðir við þig, að þú ættir eitthvað bágt. Að þér liði ekki vel. Hún sem hafði alltaf svo stórt hjarta fyrir þig. Ég man að ég svaraði engu og hugsaði með mér hvaða væmni væri nú í gangi, þú sem værir svo harður og töff. Það er eng- inn tími fyrir svona rugl. Baldvin og þú eruð æskuvinir og mér fannst ein- hvern veginn að hann hlyti að skynja ef eitthvað væri að. Vinna og vanda- mál, svona nennti ég ekki að hugsa, bara að spýta í lófana og halda áfram. Núna veit ég að ég vildi bara blekkja sjálfan mig. Það þykir ekki flott að vera veikur á sálinni. Vanlíðan, mannleg hryggð og örvænting þykir skammarleg og menn eru bara stimplaðir sem veikgeðja og aum- ingjar. Fordómarnir eru vopnið sem vondi riddarinn Kató notar þegar hann kemur og tekur börnin okkar. Stjáni minn, nú er í huga mér hyl- djúpt sár. Víst varstu harður og töff og fáir geta fetað sporin þín. Þú vannst myrkranna á milli, byggðir upp heilt hús einn og óstuddur, þeyttist á milli með gítarinn þinn og spilaðir og söngst. Aldrei slepptirðu tækifæri til þess að krækja þér í aukapening svo endar næðu saman. Þú varst boðinn og búinn til að hjálpa og aðstoða, margir nutu góðs af vel- vild þinni og þjónustulund, það veit ég fyrir víst. Þú varst flinkur smiður og hvarvetna var þér hrósað. Hóg- værð þín og hlédrægni er sannarlega eftirbreytniverð. Minningarnar hrúgast upp. Ég sé þig fyrst sem kornabarn í Dvergholt- inu. Sigrún systir þín var svo stolt. Ég skildi hana svo vel, við vorum bæði nýbúin að eignast bræður. Lífið hagaði því svo til að þeir urðu vinir og leikfélagar. Ég man fyrst þegar ég sá þig spila fótbolta hvað ég varð undr- andi á hörku þinni og einurð án þess að þú skiptir skapi. Litli rauðhærði, freknótti hnokkinn með fallega og hlýlega brosið gat náð árangri án þess að beita þeim skapofsa sem ég þekkti best. Þú varst bæði sterkur og hugrakkur þótt þú værir lítill og grannur og margur taldi sig geta haft þig undir. Baldvin hefur oft haft á orði að margur maðurinn hafi mis- reiknað sig á þér. Ekki það að þú værir maður illinda, fjarri lagi, fáa hef ég þekkt jafn friðsama og velvilj- aða. Það tognaði heldur betur úr þér, Stjáni minn, en grannur varstu alltaf. Stebbi sagði við mig fyrir stuttu al- veg forviða eftir að þið höfðuð borið stútfullan bíl af efni upp á fjórðu hæð, báðir á hraðferð, að hann hefði verið við það að örmagnast en að þú hefðir ekki blásið úr nös. Stærð og þyngd skiptir ekki öllu, það sannaðist best á þér, líkamsstyrkur þinn var einstakur. En í þér voru ofnir aðrir og fínlegri þræðir sem ég þekkti lítt af þeirri einföldu ástæðu að ég gaf mér aldrei tóm til að staldra við. Hraðinn og kröfurnar sem gerðar eru í okkar blessaða samfélagi rúma ekki mannlega þáttinn. Tónlistar- gáfa þín var mikil og þú varst barna- gæla af yndislegri stærð. Mikill er missir þinn, Helgi litli, nú þegar pabbi þinn er farinn. Þú sagðir eitt sinn við mig, Stjáni minn, að eftir ég sýndi þér gripin á „Stairway to heaven“ hefði ekki verið aftur snúið. Þú varst þá að vísa til upphafs þess að þú hófst að leika á gítar. Ég man hvað ég varð undrandi á að mitt gítarklór hefði orðið þess valdandi að stórkostlegur gítaristi varð til. En í dag er ég enn meira undrandi á að þú hafir klifið himna- stigann og nú er ekki aftur snúið, Stjáni minn. Ég bið hinn mikla tré- smið Drottin Jesú að faðma þig og þakka þér fyrir vel unnið dagsverk því ég iðrast þess svo sárt að hafa aldrei gert það meðan þú varst hér hjá okkur. Við kveðjum þig með söknuði og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.