Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 45 SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn varð Íslandsmeistari í fyrsta skipta eftir afar öruggan sigur á Íslands- móti skákfélaga sem lauk um helgina. Keppnin var afar söguleg að þessu sinni. Þannig tapaði A-lið Taflfélagsins Hellis fyrstu viður- eignum sínum í mörg ár og TR varð fyrir sínum stærsta ósigri í sögu keppninnar í fimmtu umferð nú um helgina þegar það tapaði með ½ vinningi gegn 7½ vinningi Hróksins. Það sem var hins vegar einstakt við þessa keppni var að lið Íslandsmeistara Hróksins var skip- að tíu erlendum stórmeisturum og þeirra sterkasti íslenski skákmaður var sá ellefti í styrkleikaröðinni, mun stigalægri en erlendu skák- mennirnir. Stórmeistararnir voru heldur ekki af verri endanum með Hollendinginn Loek van Wely í broddi fylkingar, sem er í 16. sæti heimslistans með 2.697 skákstig, en auk hans voru fleiri úr hópi sterk- ustu skákmanna heims í liðinu. Þar sem hvert lið var skipað átta skák- mönnum var því Hrókurinn „yf- irbókaður“ af erlendum stórmeist- urum og þeir gátu ekki allir teflt með liðinu samtímis. Það mátti því sjá heimsþekkta stórmeistara á borð við Jaan Ehlvest á vara- mannabekknum meðan keppnin stóð yfir, nokkuð sem Ehlvest hefur ekki átt að venjast fram til þessa. Fyrir utan að vera einstakt í sögu skákarinnar hér á landi er þetta líklega einsdæmi í sögu allra keppnisgreina að aðallið Íslands- meistara sé skipað erlendum kepp- endum. Yfirburðir Hróksins voru of mikl- ir til að keppnin um efsta sætið yrði spennandi, þannig að spennan í deildinni snerist um það hvort Taflfélagið Hellir eða TR næði öðru sætinu, en undanfarin ár hefur keppnin um titilinn staðið milli þessara fé- laga. Hellir hafði betur og náði öðru sætinu, en TR lenti í þriðja sæti að þessu sinni. Taflfélag Kópavogs féll niður í aðra deild. Keppnin í annarri deild var afar spenn- andi. Margir höfðu spáð Taflfélagi Garða- bæjar sigri þar, en öfl- ugt uppbyggingarstarf er rekið í Garðabænum um þessar mundir. Úrslitin í deildinni réðust ekki fyrr en í síðustu umferðinni þegar B- sveit skákfélags Akureyrar tryggði sér sigurinn, en Taflfélag Akraness og Taflfélag Garðabæjar fylgdu í humátt á eftir með einungis hálfum vinningi minna. Þetta þýðir að næsta ár verða þrjú taflfélög með tvö lið í fyrstu deild. Haldi Hrók- urinn áfram á sömu braut gæti svo farið árið þar á eftir að í fyrstu deildinni yrðu einungis fjögur tafl- félög með tvö lið hvert, en B-sveit Hróksins sigraði nú í þriðju deild og teflir því í annarri deild á næsta ári. Það er því líklega góður tími til að staldra nú við og íhuga hvort nú- verandi fyrirkomulag keppninnar sé heppilegt hvað þetta varðar. Helgi Ólafsson Íslands- meistari í hraðskák Helgi Ólafsson varð Íslands- meistari í hraðskák 2002, en hrað- skákmót Íslands var haldið sunnu- daginn 3. mars á Kjarvalsstöðum. Metþátttaka var í mótinu, en þátt- takendur voru 69. Mótið var gíf- urlega sterkt, en þrír íslenskir og ellefu erlendir stór- meistarar voru á með- al þátttakenda. Þeirra á meðal voru nokkrir skákmenn úr hópi þeirra fimmtíu sterk- ustu í heiminum. Úrslit á mótinu urðu þau að stórmeistarinn Ivan Sokolov sigraði með 12½ vinning af 16 mögulegum. Í 2.–4. sæti urðu stórmeistar- arnir Helgi Ólafsson, Nick De Firmian og Vladimir Malakov með 12 vinninga. Önnur úr- slit efstu manna urðu: 5.–10. Jón Viktor Gunnarsson, Róbert Harðarson, Jan Elhvest, Luke McShane, Tom- as Oral, Macieja 11 v. 11.–13. Jóhann Hjartarson, Loek Van Wely, Konstantin Landa 10½ v. o.s.frv. Það var Skákfélagið Hrókurinn sem sá um framkvæmd og und- irbúning þessa bráðskemmtilega móts í samvinnu við Skáksamband- ið. Skákstjórar voru Haraldur Bald- ursson og Haraldur Blöndal. Hrókurinn Íslands- meistari skákfélaga Daði Örn Jónsson Loek van Wely SKÁK Brimborgarhúsið ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 1.–2. mars 2002 HÚSNÆÐI Í BOÐI Barcelóna Ertu að fara til Barcelóna? Leigi íbúð viku í senn. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Holtagata 29, Súðavík, þingl. eig. Byggingarfélag Súðavíkur ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 8. mars 2002 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 4. mars 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir: Hafursey ÍS 600, skskrnr. 1971, þingl. eig. Akstur og löndun ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands höfuðstöðvar, föstudaginn 8. mars 2002 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 4. mars 2002. TIL SÖLU Nudd- og snyrtistofa Til sölu er nudd- og snyrtistofa í fullum rekstri. Stofan er í nýju sameiginlegu húsnæði með rótgróinni hárgreiðslustofu. Upplýsingar í síma 697 5150. Til sölu á besta stað á Selfossi góð 2ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi gegnt Fjölbrautaskóla Suðurlands. 2 herbergi með eldhúskrók og snyrtingu í kjallara fylgja, (sérinngangur). Upplýsingar í síma 849 0792. Skartgripa- og úraverslun til sölu í Mosfellsbæ. Vaxandi velta. Fyrirspurnir sendist í fax 552 7594, Fannar. FÉLAGSSTARF Spilakvöld Varðar Hið árlega spilakvöld Varðar verð- ur haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Aðgangseyrir er kr. 700. Allir velkomnir. Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna verður haldinn laugardaginn 9. mars kl. 14.00 á Stór- höfða 31, gengið inn að neðanverðu. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfunarstörf. Eftir fundinn verður boðið til kynningar hjá Valdimar Gísla Íspak. Aðalfundir FB hf. og FFB Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf. verður haldinn á Arnarstapa Snæfellsnesi þriðjudag- inn 12. mars 2002 kl. 10:00 árdegis. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Félags Ferðaþjónustubænda verður haldinn á Arnarstapa Snæfellsnesi þriðjudaginn 12. mars klukkan 16.00 síðdegis og framhaldið miðvikudaginn 13. mars 2002. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í síma 570 2700, fax 570 2799, og skráið ykkur á fundina. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6002030519 III  EDDA 6002030519 I  HLÍN 6002030519 IV/V I.O.O.F.Rb.4  151358  8½.O* AD KFUK, Holtavegi 28. Enginn fundur í kvöld. Sameiginlegur fundur með AD KFUM á fimmtudag. Þá verður farið í heimsókn í Neskirkju. Nánar auglýst á fimmtudag. Munið árshátíðina á laugardag. Skíðagöngufólk ATHUGIÐ! Helgina 8.—10. mars efnir FÍ til skíðaferðar, en farið verður á föstudagskvöld og gist í Nes- búð. Skíðagöngur út frá Nesbúð. Matur og nesti á lau. og sunnud. innifalið. Nánari uppl. á skrifst. FÍ í síma 568 2533. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.