Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞESSA dagana eru loðnuveiðar í algleymingi og í gær var loðnuafl- inn komin í 570 þúsund tonn á vetr- arvertíðinni. Þegar haldið er til veiða er að ýmsu að hyggja og mörg handtökin sem þarf til að skip komist frá bryggju með mannskap og veiðarfæri. Þessir einbeittu menn voru í gær önnum kafnir við að huga að loðnunót á hafnarbakk- anum við Grindavíkurhöfn, enda mikilvægt að allt fari rétta leið með fumlausum handbrögðum. Mok- veiði var á loðnumiðunum út af Sel- vogi í fyrrinótt og gærmorgun en ekkert var hægt að vera við veið- arnar um helgina vegna brælu. Morgunblaðið/RAX Hugað að nótinni á hafnar- bakkanum STJÓRN Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ákveðið að vísa máli sjóðsins gegn íslenska ríkinu til Mannrétt- indanefndar Evrópu. Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af öllum kröf- um sjóðsins fyrir áramótin en hann hafði krafið ríkið um greiðslu vegna kostnaðar við lækkun á ellilífeyris- aldri sjómanna. Í niðurstöðum Hæstaréttar segir að lagabreytingin sem Alþingi samþykkti hafi ekki leitt til þess að fjármunir hafi verið teknir af Lífeyrissjóði sjómanna heldur hafi greiðslur úr honum aukist til ákveð- inna sjóðfélaga á kostnað heildarinn- ar. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, segir að menn sætti sig ekki við niðurstöðu Hæstaréttar. Þetta mál hafi nú staðið í tvo áratugi en menn hafi allan tím- ann staðið í þeirri trú að ríkið mynda bæta sjóðnum þetta upp. Eini lífeyrissjóðurinn sem lögin tóku til Árni segir að með lagabreytingu af hálfu ríkisins árið 1981 hafi ellilífeyr- isaldur sjómanna verið lækkaður úr 65 árum í 60. Reglan hafi hins vegar verið afnumin árið 1994 þannig að málið snúist um tímabilið 1981 til 1994 þegar sjóðurinn hafi greitt meira út án þess að fá nokkuð á móti. „Ég þekki engin dæmi þess að aðrir lífeyrissjóðir hafi lent í svipuðum málum, ég held að þetta mál sé alveg fordæmalaust, þ.e. að Alþingi breyti lögum eins lífeyrissjóðs og leggi á hann auknar álögur án þess að gera ráð fyrir auknum tekjum. Með því var einfaldlega verið að leggja álögur á aðra sjóðfélaga sem ekki nutu þess að fá þennan lífeyri. Okkur finnst nið- urstaðan með ólíkindum.“ Árni segist telja að ríkið megi ekki breyta reglum sjóðsins og þar með réttindum sumra sjóðfélaga án þess að nokkrar tekjur komi á móti og grundvellinum undir rekstrinum sé kippt burtu. Skjóta málinu til mann- réttindanefndar Evrópu Lífeyrissjóður sjómanna í mál gegn ríkinu GENGIÐ var frá ráðningu nýs slökkviliðsstjóra Brunavarna Vestur- byggðar í gærkvöldi í kjölfar skyndi- brunaæfingar Brunamálastofnunar ríkisins, sem leiddi í ljós að bruna- varnir á staðnum voru í algjörum ólestri. Að sögn Guðmundar Bergs- sonar, deildarstjóra tæknideildar hjá Brunamálastofnun, var settur á svið eldsvoði í lögreglustöðinni í samvinnu við lögregluna á staðnum og kannað hver viðbrögðin yrðu, en þau urðu á þann veg að enginn slökkviliðsmaður kom á vettvang þrátt fyrir útkall. Starfsmenn Brunamálastofnunar reykfylltu bílageymslu lögreglunnar með sérstökum búnaði og leið ekki á löngu uns vegfarandi varð reyksins var og hringdi í Neyðarlínu. Starfs- menn Neyðarlínu brugðust við eins og um raunverulegt útkall væri að ræða og kölluðu út fimm menn sem skráðir eru í slökkviliðið á staðnum. Boðin voru send út með SMS-skila- boðum og er staðfest að þau voru móttekin í símana fimm. „Við vitum að fimm menn fengu boðin í farsíma sína en enginn mætti,“ sagði Guð- mundur Bergsson við Morgunblaðið. Á Patreksfirði hefur ekki verið slökkviliðsstjóri frá áramótum og tel- ur Brunamálastofnun það ótækt og hugðist leggja fram kæru til viðkom- andi ráðuneytis vegna aðgerðaleysis bæjarstjórnar í þessum málum. Guð- mundur sagði að fallið hefði verið frá áformum um að kæra um leið og fréttist að forseti bæjarstjórnar hefði gengið frá ráðningu nýs slökkviliðs- stjóra. „Auðvitað eiga þessir hlutir að vera í lagi, hér eins og annars staðar,“ sagði Jón B.G. Jónsson, forseti bæj- arstjórnar. Atburðir dagsins komu honum í opna skjöldu, enda sagðist hann hafa staðið í þeirri trú að bæj- arstjórinn hefði gengið frá ráðningu slökkviliðsstjóra eftir samþykkt bæj- arstjórnar þar að lútandi. Fáeinum klukkustundum eftir brunaæfinguna var gengið frá ráðn- ingu slökkviliðsstjórans og hefur Sig- urður Pétur Guðmundsson verið ráð- inn til starfans. Brunavarnir á Patreksfirði í ólestri að mati Brunamálastofnunar Enginn mætti í brunaút- kall á lögreglustöðinni Þegar í stað gengið frá ráðningu nýs slökkviliðsstjóra KRISTINN Hallgrímsson, lögmað- ur Olíufélagsins hf., segir ljóst að mál Samkeppnisstofnunar gegn fé- laginu fyrir meint samráð við hin olíufélögin varði óverulega pen- ingalega hagsmuni félagsins. Sam- keppnisstofnun ætlar í dag að svara erindi Olíufélagsins um sam- starf við að upplýsa meint brot fé- lagsins á samkeppnislögum. Heimildir til sekta vegna brota á samkeppnislögum eru mjög háar samkvæmt reglum innan Evrópu- sambandsins og geta numið 10% af veltu fyrirtækja sem fundin eru sek um brot á samkeppnislöggjöf- inni. Sambærilegar reglur eru í gildi hér á landi. Kristinn sagði hins vegar að það flækti málið að á árinu 2000 hefðu verið sett ný og hert ákvæði við brotum á sam- keppnislögum og í þeim tilvikum, þar sem Olíufélagið gæti hafa gerst brotlegt gagnvart samkeppnislög- um, gæti skipt máli frá hvaða tíma- bili meintar ávirðingar væru, þ.e. hvort þær væru frá því fyrir árið 2000 eða eftir þann tíma. Sektar- ákvæðin fyrir árið 2000 miðuðust við ávinning félagsins af ólöglegri starfsemi, þótt sektarramminn væri sá sami, og það væri ljóst að þær meintu ávirðingar sem málið snerist um vörðuðu óverulega pen- ingalega hagsmuni fyrirtækisins. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess innan fyr- irtækisins hvernig brugðist verður við yfirlýsingu Olíufélagsins varð- andi samstarf við Samkeppnis- stofnun um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislöggjöfinni. Félagið sé hins vegar að vega það og meta hvernig málið standi. Ein- ar Benediktsson, forstjóri Olíu- verslunar Íslands, segir að félagið sé að sjálfsögðu fúst til að veita all- ar upplýsingar sem Samkeppnis- stofnun kunni að biðja um og eiga við hana samstarf um að upplýsa þau mál sem hún telji þörf á. Lögmaður Olíufélags- ins um meint brot á samkeppnislögum Varðar ekki mikla pen- ingalega hagsmuni  Olíufélagið/31 VERÐ á fiski hefur að meðaltali hækkað um 7–26% milli ára, sam- kvæmt verðkönnun Samkeppnis- stofnunar í 28 fisk- og matvörubúð- um á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun fór fram fyrir einu ári. Þess má geta að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,9% á þessu tímabili og liðurinn matvörur um 13,3%. Mismunur á hæsta og lægsta verði er allnokkur samkvæmt könnuninni, eða allt að 97% á heilli smálúðu þar sem hæsta verð var 1.279 krónur og lægsta verð 650 krónur. Minnstur munur á hæsta og lægsta verði var 36% og í fjórum tilvikum er verð- munur yfir 80%. Verðmunurinn er 40–60% í níu tilvikum en könnunin náði til 22 tegunda af fiski og fisk- afurðum. 97% verð- munur milli fiskbúða  26% verðhækkun/19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.