Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 51 DAGBÓK NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Fermingarveislan heima í stofu eða í sal Ferðafélagsins Þórarinn Guðmundsson matreiðslumeistari Hlaðborðið samanstendur bæði af heitum og köldum réttum en auðvelt er að bæta við eða skipta út réttum - allt eftir þínum óskum. Skoðið matseðla á netinu: www.veislusmidjan.is Fermingar- hlaðborð Ertu slæm í húðinni? Micro Peeling húðhreinsi- klúturinn er lausnin Klúturinn fjarlægir mjúklega allar dauðar húðfrumur og „djúp-hreinsar“ húðina. Klúturinn hreinsar farðaleifar, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni ferskt út- lit og örvar blóðstreymi til húðarinnar. Hann hentar því sérstaklega vel fyrir við- kvæma húð. Klúturinn er margnota og þol- ir þvott í 100 skipti. Lyfja, Lyf & heilsa, Plús-apótek Apótekið, Apótek og Hagkaup Í SÍÐUSTU viku var fjallað um þessa alslemmu í hjarta, sem kom upp í NEC-mótinu í Japan og reyndist illsegj- anleg. Aðeins „relay-meist- ararnir“ Grötheim og Aa komust í sjö hjörtu eftir ít- arlegar spurnarsagnir: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K9 ♥ 7543 ♦ D10 ♣98765 Vestur Austur ♠ G1073 ♠ D64 ♥ 6 ♥ 98 ♦ G97 ♦ 65432 ♣KD1043 ♣ÁG2 Suður ♠ Á852 ♥ ÁKDG102 ♦ ÁK8 ♣-- Jón Stefánsson hringdi í umsjónarmann og vakti at- hygli á þeirri gömlu aðferð Reykjavíkurkerfisins að spyrja um tromplengd og hliðarstyrk eftir tveggja laufa alkröfu. „Það leysir þetta spil auðveldlega,“ sagði Jón og setti fram þessa sagnröð: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf (1) Pass 2 tíglar (2) Pass 2 hjörtu (3) Pass 3 hjörtu (4) Pass 3 spaðar (5) Pass 4 tíglar (6) Pass 4 spaðar (7) Pass 5 lauf (8) Pass 5 tíglar (9) Pass 5 spaðar (10) Pass 7 hjörtu Skýringar: (1) Alkrafa og ásapurning um leið. (2) Neitar ás. (3) Spurning um hjartalengd. (4) Fjórlitur. (5) Spurning um háspil í spaða (kóng og drottningu). (6) Lofar spaðakóng. (7) Spurning um lengd í spaða. (8) Sýnir tvílit. (9) Spurning um háspil í tígli. (10) Lofar drottningunni. Uppbyggingin á alkröf- unni er þessi: Fyrst er spurt um ása, síðan um tromp- lengd, þá um háspil í hliðar- litum og loks lengd í hliðar- litum. Hér neitar norður fyrst ás með tveimur tíglum. Síðan sýnir hann fjórlit í hjarta og þá er spurt um KD í spaða með þremur spöðum. Svarað er í þrepum í röðinni: ekkert í litnum, drottning, kóngur og KD. Hér sýnir norður kónginn með fjórum tíglum. Þá er spurt um lengd í litnum með fjórum spöðum og enn er um þrepasvör að ræða: eitt spil, tvö spil, og svo framvegis. Með fimm laufum er norður að sýna tví- lit og þá spyr suður um KD í tígli og fær upp drottn- inguna. Bingó! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. LJÓÐABROT STÖKUR Hann er kaldur, hvín í rá, hrannir falda drunga, heyrist skvaldur, skerjum á skellur aldan þunga. Jón Jónsson frá Hvoli Norðri gljáann ýfir á Ægis bláu klæðum, Ránar háum faldi frá feykir gráum slæðum. Vestri náir sveit og sjá sveipa gráu éli, brotna háar hrannir á himins bláu hveli. Kr. 1. d4 Rf6 2. Bg5 c5 3. Bxf6 gxf6 4. e3 Db6 5. b3 cxd4 6. exd4 d5 7. c3 Hg8 8. Df3 De6+ 9. Re2 Rc6 10. g3 Df5 11. Rf4 Dc2 12. Rd2 Bh6 13. Dd3 Dxd3 14. Rxd3 Bf5 15. f4 Hc8 16. Kf2 e5 17. He1 Kf8 18. dxe5 Bxd3 19. Bxd3 fxe5 20. Bxh7 Hg7 21. Bf5 Hc7 22. Rf3 exf4 23. g4 Re7 24. Hc1 Rxf5 25. gxf5 Bg5 26. Hhd1 Bf6 27. Hxd5 Bxc3 Staðan kom upp á meistaramóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu með sigri Björns Þorfinnssonar (2310). Sigurvegar- inn hafði hvítt gegn Þorvarði F. Ólafs- syni (2065). 28. Hxc3! Hxc3 29. f6 Hc2+ 30. Ke1 Kg8 31. fxg7 Hxa2 32. Hg5 f6 33. Hg6 Hb2 34. Rd4 Hxh2 og svartur gafst upp um leið enda fátt til varnar eftir 35. Rf5. Landssímamótið, minningarmót um Dan Hansson, heldur áfram í dag, 5. mars, í Ráðhúsi Reykja- víkur. Búast má við mörgum spennandi viðureignum enda fríður flokkur sterkra skák- manna á meðal keppenda. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Björn Þorfinnsson 6 vinningar af 7 mögulegum. 2.-3. Bragi Þorfinnsson og Jón Árni Halldórsson 5½ v. 4.-5. Þorvarður F. Ólafsson og Gunnar Björnsson 5 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú getur verið fágaður og forframaður, allavega áhrifamikill. Flestum finnst þú vingjarnlegur og sjarmerandi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur sterkar tilfinningar fyrir skoðunum þínum í dag, hvort sem er á sviði trúmála eða stjórnmála. Líkur eru á að þú sért að prédika til trú- aðra en er nokkur ástæða til þess? Naut (20. apríl - 20. maí)  Peningar og fasteignir eru ekki daglegt brauð fyrir þig. Í dga finnst þér að einhver eigi að taka tillit til þess sem þér ber og að bera eigi virðingu fyrir því sem fengið er að láni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sýndu samferðamanni þolin- mæði í dag, hann eða hún heldur sig vita hvað sé þér fyrir bestu en það líkar þér ekki, og hvers vegna ættir þú að sætta við við það? Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samstarfskonur ættu að veita því athygli sem þú hefur að segja. Hugmyndir þínar um hvernig betrumbæta megi í starfsumhverfinu eru fyrir- tak. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Önnun barna er þér eðlislæg. Mundu þó að börnin fara ekki eftir því sem þú segir, heldur því sem fyrir þeim er haft. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er tími til kominn að setja vélar og tæki í viðgerð í dag. Leitaðu hjálpar eða hafðu samband við sérfræðing svo hlutirnir séu rétt gerðir strax. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þú þarft að selja eitthvað eða sannfæra einhvern um eitthvað þá er þetta dagurinn til þess. Þú meinar það sem þú segir og segir það sem þú meinar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu varkár í innkaupum eða hvers kyns fjárfestingum í dag. Þú ert tilfinningaríkur í dag og það er mjög auðvelt að eyða úr hófi fram. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á réttu að standa er afar sterk og því ert þú ekki fyrir málamiðlanir í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Kastaðu fyrir róða öllum efa- semdartilfinningum sem hrella undirmeðvitundina í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú annt vinum þínum og vandamönnum en þegar þeir segja þér fyrir verkum skaltu bara hrista höfuðið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðastu yfirmann þinn og aðrar silkihúfur í dag, ein- hver er í vígahug af þrá- hyggju útaf einhverri hug- mynd sem hann eða hún vill framkvæma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 95ÁRA afmæli. Á morg-un, miðvikudaginn 6. mars, verður 95 ára Þor- gerður Sveinsdóttir, kenn- ari, frá Kolsstöðum í Mið- dölum. Hún er til heimilis að Sléttuvegi 11 og tekur á móti gestum í þjónustuseli þar frá kl. 16-19 á afmælis- daginn. Sýning verður á handavinnu hennar á sama stað. Blóm og gjafir vinsam- lega afþökkuð. 80ÁRA afmæli. Sl.sunnudag 3. mars varð áttræður Gunnar Ein- arsson, Hrauntúni 1, Breið- dalsvík. Hann og eiginkona hans, Svava Júlíusdóttir, eru stödd á Kanarí í tilefni dagsins. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristinn Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu vegna söfnunar- átaksins Börn hjálpa börnum á vegum ABC-hjálparstarfs- ins og söfnuðu þær kr. 5.881. Þær heita Karen Ösp, Edda Lind og Salka Sól, en hana vantar á myndina. ÍÞRÓTTIR 90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 5. mars, er níræð Helga Ás- grímsdóttir. Helga dvelur á Sjúkrahúsi Akraness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.