Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 37
Minningarkort
Styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l
Þ
ó
rh
1
2
7
0
6
2
✝ Anna SigríðurJónsdóttir fædd-
ist 25. febrúar 1910 í
Reykjavík. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni þriðju-
daginn 19. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Ólafsson, bóndi
á Þóroddsstöðum í
Ölfusi og frá 1905
verkamaður í
Reykjavík, f. í Neðri-
Dal í Mýrdal 18. des-
ember 1858, d. í
Reykjavík 4. janúar
1941, og kona hans Guðrún Gísla-
dóttir húsmóðir, f. á Þóroddsstöð-
um 26. ágúst 1870, d. í Reykjavík
22. desember 1910. Anna átti sjö
systkini: 1) Halldór, f. 11. júlí 1889,
d. í febr. 1912. Hann fórst með þil-
skipinu Geir frá Hafnarfirði, þá
námsmaður í Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík og kominn að loka-
prófi. 2) Eydís, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 24. febr. 1891, d. 12. júlí
1954. Eiginmaður hennar var Jón
Tómasson skipstjóri. 3) Ástríður,
húsmóðir í Reykjavík, f. 18. apríl
1893, d. 9. nóv. 1979. Eiginmaður
hennar var Sigurður Kjartansson
kaupmaður. 4) Skúli, f. 8. júlí 1895.
Hann fór 7 ára gamall til Kanada
með fósturforeldrum sínum og dó
Hannesdóttir húsmóðir og eignuð-
ust þau fjögur börn, Gunnar, f.
1953, Guðmund Árna, f. 1958,
Nínu Karen, f. 1961, og dóttur sem
dó aðeins tveggja vikna gömul.
Þau eiga þrjú barnabörn. b) Guð-
leif, húsmóðir í Reykjavík, f. 18.
sept. 1936. Hún var gift Axel
Aspelund verslunarmanni, en þau
skildu. Dætur þeirra eru þrjár,
Anna, f. 1955, Edda, f. 1957 og
Auður, f. 1963. Þau eiga þau átta
barnabörn. Sambýlismaður Guð-
leifar er Jón Andrés Jónsson
byggingarverktaki. c) Anna Lilja,
húsmóðir í Reykjavík, f. 3. ágúst
1945. Maður hennar var Agnar
Kristjánsson, forstjóri Kassagerð-
ar Reykjavíkur, en hann lést 1988.
Sonur þeirra er Agnar Gunnar, f.
1972. Sambýlismaður Önnu Lilju
er Þórhallur Dan Johansen fram-
kvæmdastjóri. d) Björn tækni-
fræðingur í Reykjavík, f. 29. jan.
1950. Kona hans er Dagmar Þóra
Bergmann skrifstofustjóri og eru
dætur þeirra Sigríður Lovísa, f.
1973, og Þóra Björg, f. 1977.
Anna var með föður sínum og
systkinum til 8 ára aldurs, en þá
fór hún í fóstur austur að Brekku í
Lóni til Sigrúnar Sigurðardóttur
og Davíðs Sveinssonar, en þær
Anna og Sigrún voru systkinadæt-
ur. Anna fluttist aftur til Reykja-
víkur haustið 1928 og vann þar
ýmis störf þangað til hún giftist
vorið 1934. Eftir það helgaði hún
sig húsmóðurstörfum alla tíð.
Útför Önnu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
þar um 1911. 5) Ólína
Marta, húsmóðir í
Laufási við Eyjafjörð
og síðar í Reykjavík, f.
1. mars 1898, d. 19.
febr. 1991. Eiginmað-
ur hennar var Þor-
varður G. Þormar
sóknarprestur. 6)
Guðjón, verkamaður í
Reykjavík, f. 2 okt.
1900, d. 23. okt. 1961.
7) Helga, húsmóðir í
Reykjavík, f. 25. febr.
1910, d. 3. janúar
2002, tvíburasystir
Önnu. Eiginmaður
hennar var Gunnar Rocksén, ræð-
ismaður Svíþjóðar í Reykjavík.
Anna giftist 26. maí 1934, Gunn-
ari Jónassyni, flugvélvirkja og for-
stjóra Stálhúsgagna í Reykjavík
frá stofnun 1933, f. á Eyrarbakka
13. sept. 1907. Foreldrar hans
voru Jónas Einarsson, útvegs-
bóndi og bátsformaður í Garðs-
húsum á Eyrarbakka, f. í Stokks-
eyrarsókn 18. jan. 1867,
drukknaði 5. maí 1927, og kona
hans Guðleif Gunnarsdóttir, f. í
Kraga í Oddasókn á Rangárvöll-
um 27. júní 1873, d. 6. jan. 1953.
Börn Önnu og Gunnars eru a) Jón,
framkvæmdastjóri í Reykjavík, f.
7. febr.
1935. Kona hans er Nína Soffía
Ekki er liðinn nema rúmur mán-
uður síðan við kvöddum Helgu
frænku og nú er Anna frænka líka
dáin. Enginn sem sá Önnu við jarð-
arför systur hennar bjóst við því að
svo stutt yrði á milli þeirra tvíbura-
systranna, sem fæddust fyrir ná-
kvæmlega 92 árum, en enginn veit
hvenær kallið kemur. Anna hafði að
vísu verið lasburða nokkuð lengi og
dvaldist að mestu á Landakoti síð-
asta árið, en í janúarbyrjun fluttust
þau Gunnar saman á nýja hjúkrunar-
heimilið Sóltún. Það stóð einnig til að
Helga systir hennar flyttist þangað á
sama tíma og að þær systurnar gætu
búið í nágrenni hvor við aðra síðustu
æviárin. Svo varð þó ekki því Helga
lést aðeins nokkrum dögum áður en
hjúkrunarheimilið var tekið í notkun.
Anna og Helga voru í flestu mjög
ólíkar og ekki voru þær alltaf sam-
mála. Þær höfðu þó alltaf mjög náið
samband og báru líðan hvor annarr-
ar mjög fyrir brjósti. Þær voru líkar
að því leyti að báðar voru þær mikið
fyrir að klæðast fallegum fötum og
að hafa fallega og vandaða hluti í
kringum sig. Faðir þeirra hafði líka
lagt metnað sinn í að klæða litlu dæt-
urnar sínar vel og smekklega eins og
sést á myndum frá þeim tíma, þegar
þær voru báðar heima hjá honum.
Tvíburasysturnar Anna og Helga
fæddust á Njálsgötu 33 B hér í
Reykjavík. Hingað fluttust foreldrar
þeirra, Jón og Guðrún, af Vatns-
leysuströndinni árið 1905 með fimm
eldri börnin sín og Eydísi, móður
Guðrúnar. Eydís og Guðrún dóu báð-
ar sama árið og systurnar fæddust,
en Jón hélt þó heimilinu saman
næstu árin með hjálp elstu dætra
sinna, Eydísar sem þá var 19 ára og
Ástríðar 17 ára. Tveimur árum síðar
varð aftur mikil sorg í fjölskyldunni,
þegar elsti sonurinn, Halldór, fórst í
sjóslysi í febrúar 1912, en við hann
höfðu verið bundnar miklar vonir.
Systkinin fóru svo að heiman hvert af
öðru, fyrst Ólína og Guðjón, en síðan
Eydís sem giftist 1916 og Ástríður
sem giftist 1917. Þá sá faðir þeirra
sér ekki lengur fært að hafa báðar
yngstu dæturnar hjá sér og fór með
Önnu, þá 8 ára gamla, landleiðina
austur að Brekku í Lóni til fósturs
hjá Sigrúnu Sigurðardóttur, systur-
dóttur sinni, og Davíð Sveinssyni
bónda þar. Fór Helga líka með í þá
ferð, en hún fór aftur til Reykjavíkur
með föður sínum. Hjá þessum góðu
hjónum ólst Anna upp í góðu yfirlæti
ásamt fóstursystkinum sínum þeim
Sighvati og Halldóru, en hún og Hall-
dóra voru næstum upp á dag jafn-
gamlar. Kallaði Anna þau Sigrúnu og
Davíð á Brekku ávallt pabba og
mömmu, enda hafði hún aldrei
kynnst móður sinni. Á Brekku var
hún síðan næstu 10 árin, en þá fór
hún til Reykjavíkur og vann hér ýmis
störf næstu árin.
Það var mikill hamingjudagur í lífi
Önnu þegar hún kynntist eftirlifandi
manni sínum, Gunnari Jónassyni,
sem hún giftist vorið 1934. Segja má
að Gunnar hafi borið hana á höndum
sér og dáð hana alla tíð síðan. Gunnar
hafði lokið mótoristaprófi á Eyrar-
bakka og lært járnsmíði í Reykjavík,
en gafst tækifæri til að fara til Þýska-
lands árið 1928 ásamt tveimur öðrum
til að læra flugvirkjun hjá Lufthansa
í Berlín. Voru þeir fyrstir Íslendinga
til að læra flugvirkjun og voru á með-
al frumherjanna á sviði flugmála á
Íslandi. Gunnar stofnaði síðan fyrir-
tækið Stálhúsgögn árið 1933 ásamt
félaga sínum Birni Olsen. Björn lést
árið 1942 og eftir það rak Gunnar
fyrirtækið einn.
Ég minnist Önnu frænku eins
lengi og ég man eftir mér á bernsku-
og unglingsárum mínum í Laufási.
Mér er sérstaklega minnisstætt
sumarið 1939, þegar Anna og Gunnar
komu í sumarfrí norður með tvö elstu
börnin sín, Nonna og Gullu. Flugvél-
ar voru þá notaðar í síldarleit á sumr-
in og sáum við þær oft á leið út og inn
Eyjafjörðinn. Gunnar var þá þekktur
maður í fluginu og enn tengdur flug-
málum og litu ungir sveitadrengir
mjög upp til hans. Þegar þau fóru frá
Laufási í þetta skipti kom flugvél á
leið úr síldarleit og sóttu þau. Hún
lenti á sjónum við eyrina og mér var
boðið að sitja í til Akureyrar. Flugið
tók aðeins um 10 mínútur en heim-
ferðin með trillubát tók nokkra
klukkutíma. Var þetta mín fyrsta
flugferð. Jón sonur þeirra var í Lauf-
ási í mörg sumur og komu Anna og
Gunnar oft í heimsókn á þeim árum.
Þegar fjölskyldan í Laufási kom til
Reykjavíkur var skipst á að gista hjá
móðursystrunum og var þá oft gist
hjá Önnu og Gunnari. Þau hjónin
voru einstaklega samrýnd og góð
heim að sækja.
Eftir að Anna giftist vann hún ekki
utan heimilisins heldur helgaði því
alla starfskrafta sína. Nutu börnin
þess í uppvextinum að hafa móður
sína heima og Gunnar hinnar ástríku
og umhyggjusömu eiginkonu og hús-
móður. Þannig liðu árin, börnin uxu
úr grasi og fóru að heiman eins og
gengur. Gunnar og Anna byggðu sér
árið 1973 fallegt einbýlishús í Langa-
gerði 9 og þar bjuggu þau alla tíð síð-
an, eða þangað til þau fluttust á
hjúkrunarheimilið Sóltún í byrjun
þessa árs. Þar lést hún 19. febrúar sl.
Það er einkennileg tilviljun að dán-
ardag hennar skyldi bera upp á sama
mánaðardag og dánardag systur
hennar og móður minnar fyrir 11 ár-
um.
Fallegur smekkur, bjartsýni og
gleði var einkennandi í fari Önnu.
Þótt margvíslegt herjaði á líkamann
með aldrinum, eins og gigt og hjarta-
sjúkdómur, gerði hún ekki mikið úr
því þótt hún fyndi til við hverja
hreyfingu. Það var ótrúlegt hve vel
hún bar sig fram til hinstu stundar.
Hún var alla tíð mikil „dama“.
Ég vil að lokum þakka elskulegri
móðursystur minni fyrir allar þær
góðu stundir sem ég hefi átt með
henni og sendi Gunnari, börnum
þeirra og öllum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur frá mér og
fjölskyldu minni. Blessuð sé minning
Önnu frænku.
Guttormur Þormar.
Móðursystur mínar tvær, hinar
yngstu og síðustu af fimm systrum,
hverfa héðan úr heimi með fárra
vikna bili, Helga snemma í janúar og
Anna um miðjan febrúar. Báðar sáu
þær fyrst dagsins ljós á sama dægri í
febrúar 1910, og var því aldurinn orð-
inn hár, en svo er forsjóninni fyrir að
þakka að þær héldu fullum sönsum
og fótavist fram undir það síðasta.
Margar góðar og skemmtilegar
stundir átti ég með frænkum mínum
um dagana. Ég minnist þess t.d. með
mikilli gleði, þegar ég fór 9–10 ára
telpa með Önnur á strandferðaskipi
austur á Höfn í Hornafirði, til þess að
dvelja þar sumartíma hjá henni á
Brekku í Lónssveit, en þá hafði hún
verið þar nokkur ár í fóstri hjá Sig-
rúnu föðursystur sinni og fjölskyldu
hennar.
Eftir að Jón Ólafsson afi minn
missti konu sína frá tvíburasystrun-
um Önnu og Helgu á fyrsta ári, leit-
aðist hann við að ala þær upp með
hjálp elztu dætra sinna, Eydísar og
Ástríðar, sem þá voru að nálgast tví-
tugt. Hélst sú tilhögun til 6–7 ára ald-
urs systranna, en Anna fór til skyld-
fólksins á Brekku.
Eftir ánægjulega sumardvöl mína
þar á bæ, hændist ég mjög að Önnu,
enda lét hún sér alla tíð mjög annt
um minn hag. Hið sama mátti segja
um eiginmann hennar, Gunnar Jón-
asson. Leitun mun vera að jafn sam-
lyndum hjónum. Gunnar var einna
fyrstur til að nema flugvélavirkjun
hér á landi, og hann stofnaði líka fyr-
irtækið Stálhúsgögn, sem nú er orðið
60–70 ára gamalt og hefur alla tíð
verið í fararbroddi á sínu sviði.
Ég réðst í vinnu til hans, er hann
opnaði verzlun við Laugaveg og naut
um fáein ár vinsemdar hans sem hús-
bónda og kom oft á heimili þeirra
Önnu frænku, fyrirmyndarheimili
við Skúlagötu og Langagerði. Þegar
ég bjó í Kaliforníu áratugum saman,
kom ég næstum árlega heim að sum-
arlagi og var þá ævinlega mitt fyrsta
verk að hringja til Önnu frænku og
leita frétta hjá henni um skyldfólkið.
Eitt sumarið spurði ég hana, hvort
hún væri ekki til í að koma með mér
vestur á Kyrrahafsströnd og dvelja
hjá mér um tíma. Hún svaraði að
bragði játandi, og þetta varð úr. Eftir
mánaðardvöl hjá mér komu Gunnar
og önnur dóttir þeirra vestur, til þess
að sækja hana, og sneru þau þrjú aft-
ur heim eftir nokkra daga. Vænt
þótti mér um að geta þannig launað
Önnu lítillega fyrir sumardvölina á
Brekku í Lóni, forðum daga.
Og nú er hún horfin. Og nú vill svo
til að ég er að hverfa af landi brott á
útfarardegi hennar. Ég bið eigin-
manni hennar og börnum þeira fjór-
um, tengdabörnum, barnabörnum og
öðrum nákomnum Guðs blessunar og
anda hennar sjálfrar bjartra eilífð-
ardaga.
Guðrún A. Jónsdóttir.
Anna frænka er dáin, síðust af
stórum systkinahópi móður minnar,
og aðeins rúmum mánuði á eftir
Helgu tvíburasystur sinni. Þannig
streymir elfur tímans fram endalaust
og rífur með sér eina kynslóð af ann-
arri.
Frá barnsaldri hef ég talið Önnu
og Gunnar til minnar nánustu fjöl-
skyldu. Þau komu nokkrum sinnum í
heimsókn til okkar norður í land á
sumrin og báru með sér andblæ höf-
uðstaðarins, glæsileg ung hjón sem
ljómi stóð um í mínum huga. Gunnar
var á meðal frumherja í flugmálum á
Íslandi, hafði lokið námi í flugvirkjun
í Berlín einna fyrstur Íslendinga,
þúsundþjalasmiður sem allt lék í
höndunum á. Hann hafði stofnað fyr-
irtækið Stálhúsgögn sem var að
hasla sér völl í húsgagnaframleiðslu
og var á hraðri uppleið. Anna tók
þátt í öllu hans starfi og stóð þétt við
hlið hans í blíðu og stríðu. Hún var
hin fullkomna húsmóðir, þar sem
myndarskapurinn, smekkvísin og
rausnin voru aðalsmerkin.
Ég á Önnu og Gunnari margt að
þakka frá unglingsárum mínum þeg-
ar ég var tíður gestur á heimili þeirra
um lengri eða skemmri tíma og
seinna þegar ég var á ferðalögum til
og frá útlöndum með viðkomu í
Reykjavík. Síðar, eftir að ég og fjöl-
skylda mín fluttumst til Bandaríkj-
anna, vorum við svo lánsöm að fá þau
nokkrum sinnum í heimsókn og þá
styrktust enn frekar þau nánu bönd
sem tengdu okkar saman.
Þrátt fyrir móðurmissinn á unga
aldri held ég að Anna hafi verið mikil
gæfumanneskja. Hún ólst að nokkru
leyti upp hjá skyldfólki sínu, góðu
myndarfólki, og fékk þar vafalaust
gott veganesti fyrir lífið. En ég hefði
ekki viljað standa í sporum afa míns
sem varð að láta hana frá sér svo
unga í fjarlægan landshluta. Mesta
gæfa hennar var eiginmaðurinn
Gunnar og svo börnin sem þau eign-
uðust og fjöldskyldur þeirra. Hvílík
gæfa það er að eiga svo góða að kom
best í ljós seinustu árin í langvinnum
veikindum hennar. En svo uppsker
hver eins og hann sáir og enn er í
gildi að góðir foreldrar ala oftast af
sér góð börn. Anna var falleg kona og
fegurð hennar minnkaði ekki með
aldrinum. Í seinasta sinn sem ég sá
hana, fyrir rúmum mánuði, var hún
enn jafnfalleg og glæsilega búin, enn
sönn hefðarkona. Það sem mér
fannst einkenna hana framar öðru
var glaðlyndið og léttleikinn í fari
hennar. Hún var alltaf hress í tali og
gaman og fróðlegt að ræða við hana.
Málrómur hennar var alltaf einstak-
lega unglegur þannig að hljómur
hans var sem hjá ungri stúlku en
ekki aldurhniginni konu.
Af góðum minningum um Önnu,
sem spanna áratugi, standa nokkrar
upp úr. Ein sú síðasta er þegar hún á
níræðisafmæli sínu stóð upp með
mikilli reisn, bauð gesti sína vel-
komna og skálaði við þá. Engan
skyldi gruna hversu sárþjáð hún var,
enda var hún alltaf óvenjulega hörð
af sér og lifði lífinu til hins ítrasta á
meðan hún gat.
Nú þegar komið er að kveðjustund
viljum við Lilja og fjölskylda okkar
þakka Önnu frænku fyrir langa og
góða samfylgd og við vottum Gunn-
ari og fjölskyldu hans allri innilega
samúð.
Halldór Þormar.
ANNA SIGRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
Okkur langar til að
minnast Ernu, kærrar
vinkonu í gegnum ár-
in. Hún er búin að
berjast hetjulega við
illvígan sjúkdóm, en
hefur nú orðið að láta í minni pok-
ann.
Samskipti við þau hjónin Ernu og
Söebech hafa verið ánægjuleg í
gegnum tíðina. Minnumst við heim-
sókna til þeirra í sumarbústaðinn í
Eyrarskógi, þar sem tekið var á
móti manni með kostum og kynjum,
heimsókna hvers til annars, bæði
þegar eitthvað var um að vera svo
sem fermingar og afmæli og þar
fyrir utan, enda eru þeir frændur
ERNA HELGA
MATTHÍASDÓTTIR
✝ Erna HelgaMatthíasdóttir
fæddist á Patreks-
firði 27. júní 1930.
Hún lést 22. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Kópavogskirkju
1. mars.
tengdir órjúfanlegum
böndum frá blautu
barnsbeini.
Erna var mikil fjöl-
skyldumanneskja, eig-
inmaður, börn og fjöl-
skyldur þeirra voru
miðpunktur lífs henn-
ar, enda var hópurinn
hennar stór og mann-
vænlegur. Nú er skarð
fyrir skildi þegar Erna
er horfin frá ykkur.
Elsku Söebech, við
sendum þér og fjöl-
skyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur í sorginni. Við kveðj-
um Ernu með söknuð í huga.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Ólöf Erla og Hjalti.