Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÆTING var með minnsta móti á þriðju tónleikunum í „15:15“ röð CAPUT-manna í nýja sal Borgarleikhússins á laugardag, og skal engum getum að því leitt hvort kynningarvél þessa flagg- skips íslenzkra framúrstefnuflytj- enda hafi óvart brugðizt eða annað komið til. Jafnóljóst var hvað olli dagskrárbreytingunni frá prent- aðri raðáætlun, þar sem tvö verk Færeyingsins Sunleifs Rasmus- sens féllu niður en verk eftir Þór- ólf Eiríksson og Þorkel Sigur- björnsson komu í staðinn, enda nútímalistmúsík annarri fremur breytingum háð, eins og Guðni Franzson útskýrði meðan hann baxaði við uppsetningu tónstóla niðri á sviðsgólfi. Færeyingar máttu þó sæmilega una sínum hag með því að halda einu verki óhögguðu, sem reyndar var lengsta verk dagsins. Shaman eftir hinn józkfædda Kristian Blak stóð í fullan hálftíma og hafði verið frumflutt af smásveit CAPUTs í Tórshavn s.l. ágúst. Hvort sem tit- illinn vísaði til galdralækna nátt- úruþjóða almennt eða fornsam- ískra seiðskratta norðurhjarans sérstaklega, þá virtist verkið slá nokkrar táknrænar flugur í senn – að höfða til mannkynssögulegra róta, yfirskilvitundar og náttúru- upphafningar, auk þess að falla nettilega að núvirkum „transcend- entalisma“ eða íhyggju, sem e.t.v. gæti verið ómeðvitað andsvar barna hippakynslóðar við hráslaga efnishyggju, hnattvæðingar og jörmunkapítalisma síðustu ára. Shaman var skrifað fyrir fjórtán hljóðfæraleikara, sem auk hefð- bundins leiks á strok- og blást- urshljóðfæri að ógleymdu slag- verki þöndu bæði raddbönd í leiðslusönglandi og ýmis skrautleg aukahljóðfæri eins og ástralska diddsérídú-urrpípuna, næfralúðra (alpahorn Skandínavíu; trétromp- eta vafða birkiberki), endablásnu japönsku langflautuna sjakúhatsjí, „kjálkahörpur“ (maður kemur af fjöllum – nema átt sé við gyð- ingahörpur), bogasög, ýlur og baunahylki. Eintæn mónótónía upphafsins teymdi smám saman vitundina yfir í exstatíska hjá- stöðu. Síðan fór sálin á flakk vítt og um vítt ofan af araþúfu, ekki ólíkt lýsingunni af Þorbjörgu lít- ilvölvu. Ferðalaginu um astral- planið var skilmerkilega lýst, m.a. í kafla sem var nánast eins og frumstæð útgáfa af salon-prímítív- isma Vorblóts Stravinskíjs, og þó að tognaði svolítið úr tilhöfðunar- mætti í síðasta fjórðungi, má segja að mergjuð hamfaralýsing Blaks í (furðufáum) tónum hafi í heild haldið merkilega góðri athygli í einbeittri útleggingu Caputs undir dyggri handleiðslu Guðmundar Óla Gunnarssonar. Kynningarorð Guðna um að tón- leikarnir væru í anda náttúruvit- undar hrinu á bæði næstu verk fyrir hlé. Fyrst á Mar eftir Þórólf Eiríksson fyrir klarínett og tón- band, þar sem Guðni kreisti úr skálmeiunni furðulegustu hljóð kafara í töfrandi blágrænu neð- ansjávarsambýli við loftbólusuð og brims og hafsins af tónbandi, að viðbættum kliðfríðum söng hnúfu- baka úr fjarska. Verkið var nærri því sem talað út höfði fylgismanna Greenpeace og Watsons, ef út- leggja mætti af skipsskrúfuhljóð- unum og einmana klarínettístinu í lokin, að þar hefði hvalveiðibátur skyndilega komið að og gert hreint borð. Næst var Kalaïs, sem Þorkell Sigurbjörnsson samdi upphaflega fyrir einleiksflautu kanadíska snillingsins Roberts Aitkens 1976. Það er kennt við son norðanvinds- ins Bóreasar úr grísku goðafræð- inni, en andblær þess sór sig samt meir í ætt við hryssingslegar höf- uðskepnur Norðursins en hóglífu Ólympsbúana við hið azúrbláa Eyjahaf. Þetta víðkunna og löngu klassíska nútímaverk til dýrðar ýmist hrímstirndri vetrarstillu eða hrjóstugum norðangarra Bjarma- lands blés Kolbeinn Bjarnason nótulaust eftir minni af markvissu öryggi, hvort heldur með eða án munnstykkis. Í lokin þutu drauga- legir yfirtónar undir úr ókynntri sveifslöngu Guðna Franzsonar baksviðs í dróttkvæðum anda draumkvæðis Sneglu-Halla, „blak- ir mér þari um hnakka“. Kolbeinn viðraði dimmradda alt- og bassaflutur sínar eftir hlé í samleik við gítar Péturs Jónasson- ar í verki Sveins Lúðvíks Björns- sonar Að skila skugga, og verður víst að láta ósagt hvort heitið hafi á nokkurn hátt átt við áráttu Pét- urs Pan eftir að handsama skugga sinn í ævintýri Barries. Frekar mætti segja að flosmjúkir flautu- skuggar hafi „lyfzt og liðið um hjarn líkt eins og mynd“ á epísku sagnaþili gítarsins í þessu and- rúmsmettaða smáverki. Loks lék Pétur þrjú gítarein- leiksverk án meðleiksaðstoðar. Fyrst Tilbrigði við jómfrú (1984) eftir Kjartan Ólafsson, sem virtist öðrum dándismeyjum fremur eiga við spænska senjórítu, eftir anda- lúsíuskotnu stílþrifunum að dæma. Síðan Equilibrium (2000) eftir Huga Guðmundsson, er meitlaðist í minnið með gagnstígri „Dopp- ler“-dýnamík. Veglaust haf eftir Atla Heimi Sveinsson lauk síðan þessum fjölbreyttu tónleikum, samið undir innblæstri frá sam- nefndu kvæði Matthíasar Johann- essen; innhverft en auðugt að andblæ og sem fyrri gítarverkin flutt af yfirvegaðri natni. Á vit hins yfirskil- vitlega TÓNLIST Borgarleikhúsið Kristian Blak: Shaman. Þórólfur Eiríks- son: Mar. Þorkell Sigurbjörnsson: Kalaïs. Sveinn L. Björnsson: Að skila skugga. Kjartan Ólafsson: Tilbrigði við jómfrú. Hugi Guðmundsson: Equilibrium. Atli Heimir Sveinsson: Veglaust haf. Pétur Jónasson, gítar; Kolbeinn Bjarnason, flauta; Guðni Franzson, klarínett; CAPUT-sinfóníettan. Stjórnandi: Guð- mundur Óli Gunnarsson. Laugardaginn 2. marz kl. 15:15. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson EINAR Kárason flytur erindi sem hann nefnir „Um hvað er mað- urinn að tala?“ í Norræna húsinu í dag, þriðjudag, kl. 17.15. Þetta er annar fyrirlesturinn sem Vaka-Helgafell efnir til í til- efni af aldarafmæli Halldórs Lax- ness. Í erindinu mun Einar Kárason ræða um Brekkukotsannál sem út kom árið 1957. Einar hefur um árabil verið í fremstu röð ís- lenskra rithöfunda og hafa verk hans komið út víða um lönd. Með Eyjabókunum, sem út komu á níunda áratugnum, átti hann þátt í að hefja á ný til vegs þá frásagnarlist sem Halldór Lax- ness endurnýjaði á sínum tíma og fékk m.a. Nóbelsverðlaunin fyrir. Halldór Laxness Einar Kárason Einar Kárason ræðir um Brekku- kotsannál HÚÐFLÚR er list, um það er ekki vert að deila. Sennilega er hún ein elsta listgreinin því varla finnst sá þjóðflokkur á byggðu bóli þar sem húðflúr hefur ekki verið stundað með einhverjum hætti. Flestir hafa séð myndir af Maórí-mönnum frá Nýja- Sjálandi, en hjá þeim hefur húðflúrið öðlast sérstakan sess sem samfélags- leg tjáning. Á Vesturlöndum hvarf húðflúrið hins vegar snemma og varð í huga manna teikn um frumstætt hugarfar, ef ekki hreina villimennsku. Til var þó stétt manna sem kom ekki til hugar að láta af þessari frumhvöt. Það voru sjómenn. Með þeim hélst þessi list við lýði, og nú hefur hún fengið byr undir vængi með samruna sjómannamenningar og nútíma rokk- og ungmenningar. Þetta síðasta vígi karlmannlegrar búkskreytilistar er nú hrunið með því að æ fleiri konur láta flúra sig. Að Álandseyjar skuli hafa orðið fyrir þessari sérstæðu end- urreisnarbylgju er ekki kyn því þar hafa menn lifað af sjómennsku mann af manni svo langt sem þeir muna. Margir af vinsælustu sjómannssöngv- um okkar eru upphaflega komnir það- an enda er menning eyjanna bundin hafinu órjúfanlegum böndum. Af fjöl- mörgum skemmtilegum ljósmyndum af álenskum kempum sem nú eru til sýnis í anddyri Norræna hússins má sjá hve vinsælt húðflúrið er á þessum slóðum. Það eru ekki bara sjómenn sem bera hið venjulega skjaldarmerki eyjanna heldur eru nokkrar ljós- myndirnar af konum sem fetað hafa í fótspor sjómannanna. Eins og vænta mátti fer frumleiki flúrsins eftir aldri og virðist sem unga fólkið velji sér ný- stárlegri og óhefðbundnari fyrir- myndir en hinir eldri. Hrafn á öxl ungrar listakonu er eflaust besta dæmið um þá þróun til meðvitaðrar listar sem húðflúrið hefur tekið á Álandseyjum. En auðvitað er sjón sögu ríkari og því rík ástæða til að hvetja menn til að sjá þessa ágætu sýningu. Flúraðir Álendingar Það er margt merkilegt húðflúrið á sýning- unni Tattóver- aði Álend- ingurinn, í anddyri Norræna hússins. MYNDLIST Norræna húsið Opið daglega frá kl. 8–17, nema sunnu- daga, frá kl. 12–17. Til 17. mars. HÚÐFLÚR – ÞJÓÐMINJASAFN ÁLANDSEYJA Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.