Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 49 Þumalína engu lík, örugg og traust í tugi ára Póstsendum, s. 551 2136 Þumalína í dag kl. 13.00 opnar Þumalína nýja búð á Skólavörðustíg 41 10-50% afsláttur af MEÐGÖNGUFATNAÐI Skólavörðustíg 41, opið kl. 13-18 Pósthússtræti 13 opið kl. 10-18 2 FYRIR 1 AF ELDRI VÖRUM Greitt er fyrir dýrari flíkina Ný sending af mokkakápum fyrir fermingastúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Stuttar og síðar með eða hettu Hattar og húfur Opið laugardag frá kl. 10-15 Mörkinni 6, sími 588 5518                           !"##  $ % &"!###  '  ( ! )(    *  +  $      '   *      *  ,     !   * ++ %  *  , (  - %  ++ *     %           MIÐVIKUDAGINN 6. mars nk. verður haldin málstofa í tengslum við kennslu í stjórnskipunarrétti í lagadeild Háskóla Íslands. Málstof- an hefst kl. 12:15 og verður hún hald- in í stofu L-101 í Lögbergi. Umræðuefnið verður: Þjóðkirkj- an, trúfrelsið og jafnrétti trúfélaga. Málshefjendur verða þeir Stein- grímur Gautur Kristjánsson, hæsta- réttarlögmaður og dr. Pétur Péturs- son, prófessor við guðfræðideild. Tilhögun málstofunnar er sú að málshefjendur flytja 10-15 mínútna inngangserindi. Að þeim loknum verður orðið gefið frjálst, þannig að málstofugestum gefist tækifæri til að koma því á framfæri, sem þeim liggur á hjarta, þ. á m. fyrirspurnum til málshefjenda. Gert er ráð fyrir að málstofunni ljúki ekki síðar en kl. 13:30. Hún er opin öllu áhugafólki, meðan húsrúm leyfir. Málstofa í lagadeild VETRARFUNDUR kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavíkur fimmtudaginn 7. mars kl. 19. Á fundinum gerir formaður grein fyrir starfi deildarinnar. Kvöld- verður verður borinn fram og gestur kvöldsins verður Bára Magnúsdóttir, líkamsrækt Jazzballetskóla Báru. Tilkynna þarf þátttöku til kvenna- deildar Rauða krossins, Fákafeni 11. Vetrarfundur RKÍ UM helgina var tilkynnt um 41 umferðaróhapp til lögreglunnar, 18 voru teknir grunaðir um ölv- un við akstur og 31 var kærður fyrir of hraðan akstur. Um kvöldmatarleytið á föstudag var kvartað til lögreglu vegna tveggja vélsleðamanna sem sagðir voru vera að spæna upp skólalóðina við Vogaskóla. Rætt var við mennina en þeir kváðust hafa verið að vinna við viðgerðir á sleðunum og aka þeim upp á kerru. Mönnum þessum var veitt tiltal. Síðdegis á föstudag varð harður árekstur á Kleppsvegi. Til- kynnt var til lögreglu að ökumaður hefði ekið á ljósastaur og væri fastur í bifreiðinni. Greiðlega gekk að ná ökumanni og farþega úr bifreiðinni og reyndust meiðsli þeirra vera minniháttar. Bifreiðin var flutt með krana af staðnum. Fremur rólegt var í miðborginni bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Ekki var mikil ölvun og aðeins höfð afskipti af 2 ungmenn- um. Handtaka þurfti hins vegar 6 manns vegna ýmissa mála í miðbæn- um um helgina og voru þeir færðir á lögreglustöð. Einn þeirra var hand- tekinn vegna líkamsmeiðinga. Ástand í miðborginni var þokkalegt að öðru leyti. Um helgina hafði lögreglan sér- stakt eftirlit með útivistartíma barna og virtist ástand í þeim málum hafa verið gott í borginni um helgina. Um helgina voru 17 innbrot til- kynnt til lögreglunnar. M.a. var brotist inn í íbúð við Framnesveg og íbúð við Álakvísl. Lögreglan handtók mann sem viðurkenndi bæði að hafa brotist inn á báðum stöðum svo og nytjastuld á bifreið. Flaggað að nóttu til Snemma á föstudagsmorgun var tilkynnt til lögreglu að fánaborg væri uppi með íslenska fánanum og hafi verið það alla nóttina. Fánaborg þessi var sett upp í sambandi við al- þjóðlega sýnungu sem haldin er í Reykjavík. Haft var samband við forráðamenn sýningarinnar og þeim bent á að slíkt væri óheimilt sam- kvæmt fánalögum. Um hádegi á laugardag var enn tilkynnt um sömu fánaborgina en nú að hún hafi fokið um koll. Lögreglumenn gerðu við- eigandi ráðstafanir. Um helgina bárust óvenju margar tilkynningar til lögreglu um vatns- tjón, meðal annars brast slanga frá þvottavél í íbúð í vesturbænum og varð af talsvert tjón og á laugardag flæddi vatn í frystiklefa á Granda- garði og þar urðu einnig nokkrar skemmdir. Aðfaranótt laugardags barst lög- reglu tilkynning um að unglingar væru í sundlaug í Breiðholti. Lög- reglan fór á staðinn og vísaði ung- mennunum upp úr lauginni. Á laug- ardagmorgun var tilkynnt um að eldur hefði kviknað í sjónvarpi í íbúð í Grafarvogi. Íbúunum hafði tekist að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið kom á staðinn. Allir íbú- arnir alls fimm manns voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið vegna gruns um reykeitrun. Grunur er um að kviknað hafi í sjónvarpinu út frá kerti. Við athugun kom í ljós að raf- hlaða í reykskynjara sem í íbúðinni var mun hafa verið tóm, en heim- ilisfólkið vaknað við vekjaraklukku. Síðdegis á laugardag barst lög- reglu tilkynning um að á Stekkjar- bakka væri hestur með hnakk á hlaupum í áttina að Höfðabakka en ekki vitað hvað um knapann varð. Lögregla fór á staðinn svipaðist um eftir knapa og hesti. Ekki fannst hesturinn í fyrstu en knapi fannst hestlaus í Elliðaárdal, ofan Höfða- bakka, og var hann þá að leita að hesti sínum. Hestinn hafði hann bundið við kaffistofu meðan hann hugðist fá sér kaffi en hestinum leiðst biðin eftir knapanum losað sig og fengið sér hressingargöngu. Síðar um daginn fannst hesturinn við góða heilsu, hress eftir gönguna. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt til lögreglu að stór hópur ung- menna léti ófriðlega í Mosfellsbæ. Lögreglan fór á staðinn og dreifði hópnum en einn var handtekinn með með rörbút og töng í fórum sínum. Úr dagbók lögreglunnar – 1.–4. mars Róleg helgi í miðbænum ♦ ♦ ♦ FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.