Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 17 Aðalfundur Olíuverzlunar Íslands hf. vegna starfsársins 2001 verður haldinn í Sunnusal Hótels Sögu miðvikudaginn 13. mars nk. og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem löglega hafa verið upp borin. Ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda, mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, Sundagörðum 2, hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Olíuverzlunar Íslands hf. MAGNÚS Gunnarsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands, sagði á aðalfundi bankans um helgina að eftir miklar breytingar á yfirstjórn bankans í fyrra hefði verið farið út í umfangsmikla stefnumót- unarvinnu innan hans. Niðurstaða hennar hefði verið að stækka þyrfti bankann til að ná fram stærðarhag- kvæmni og á síðasta ári hefðu mark- viss skref verið stigin í þá átt með kaupum á Lýsingu og sameiningu við Gildingu. Árangurinn væri sá að nú gæti bankinn veitt keppinautun- um verðuga samkeppni, eigið fé hans hefði vaxið um 65% á árinu og heild- areignir um 38%. Markaðsverðmæti bankans hefði aukist um 10 milljarða króna. Þar af mætti skýra 4,5 millj- arða króna beint vegna kaupa á fyrr- nefndum félögum en afgangurinn væri verðmætaaukning. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um greiðslu 10% arðs, sem er um helmingur af hagnaði eftir skatta, og sagði Magnús að þetta væri í samræmi við þá stefnu bank- ans að greiða háan arð til hluthafa þegar eiginfjárstaðan væri sterk. Starfsmenn í útibúum fá sölutengda þóknun Sólon Sigurðsson bankastjóri sagði hefðbundinn rekstur hafa gengið betur en nokkru sinni áður og að það væri meginskýring bættrar afkomu bankans frá fyrra ári, en hagnaður bankans hækkaði úr 202 milljónum króna í 1.062 milljónir króna milli ára og raunarðsemi eig- infjár, þ.e. arðsemi að teknu tilliti til verðbólgu, var 12% eftir skatta. Sólon sagði að samkvæmt vefmæl- ingu væri heimasíða bankans mikið notuð og meðal annars þess vegna væri stefnt að því að draga úr hefð- bundinni afgreiðslu í útibúum. Í staðinn yrði þjónusta og sölustarf aukið í útibúunum og greindi hann frá því að starfsmenn útibúa fengju nú greidda sölutengda þóknun fyrir ákveðnar vörutegundir. Þá mundu starfsmenn í fullu starfi hjá bank- anum fá greiddan 75.000 króna kaupauka vegna árangurs á síðasta ári. Í ræðu Sólons kom einnig fram að Búnaðarbankinn væri eini bankinn sem hefði sérstaka þjónustu fyrir eldri borgara. Þessi þjónusta fælist meðal annars í fasteignalífeyri, sem gerði fólki kleift að nýta sparnað sem það ætti í fasteignum sínum og fá út á hann greiðslur sem hvorki þyrfti að greiða af afborganir né vexti fyrr en við eigendaskipti á fasteigninni. Loks sagði Sólon frá því að veru- legar breytingar hefðu orðið á verð- bréfasviði. Þar hefðu vinnuferlar verið skilgreindir upp á nýtt og nýjar deildir stofnaðar, meðal annars vegna áhættustýringar og frágangs og uppgjöra. Næstur tók til máls Árni Tómas- son bankastjóri og fór í gegnum reikning bankans og útskýrði helstu liði hans. Þá greindi hann frá áætlun fyrir yfirstandandi ár og sagði áætl- aðan hagnað ársins fyrir skatta nema ríflega 3 milljörðum króna og eftir skatta gerði áætlun ráð fyrir um 21⁄2 milljarðs hagnaði, en vegna sameiningar við Gildingu ætti bank- inn nú 4,4 milljarða króna í yfirfær- anlegu skattalegu tapi. Að sögn Árna er í ár stefnt að 23% raun- arðsemi eiginfjár fyrir skatta og um 14% útlánaaukningu. Jón Helgi Guðmundsson fulltrúi annarra hluthafa í stjórn Halldór Ásgrímsson, starfandi viðskiptaráðherra í fjarveru Val- gerðar Sverrisdóttur, tók til máls í lok fundarins og minnti á það öldurót sem verið hefði í kringum síðasta að- alfund bankans; bæði í tengslum við miklar breytingar á bankastjórninni og bankaráðinu, en ekki síst vegna lögreglurannsóknar sem þá var ný- lega hafin. Sagði hann að þetta sýndi hve óheppilegt það gæti verið að framkvæmdavaldið ætti stóran hlut í fyrirtækjum í landinu. Halldór benti á að hlutur ríkisins hefði minnkað mikið á síðasta ári og væri nú tæplega 55%. Eina afleið- ingu þessa sagði hann vera þá að inn í bankaráðið hefði nú í fyrsta sinn verið kosinn fulltrúi annarra eigenda bankans en ríkisins, en það er Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO. Þetta sagði hann jákvæða þróun og ítrekaði þá stefnu ríkisins að draga sig út af fjármálamarkaði. Fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir erlenda samkeppni Halldór sagði það einnig skoðun sína að fjármálafyrirtækjum hér á landi væri nauðsynlegt að búa sig undir samkeppni erlendis frá. „Fjár- málakerfi okkar fær ekki staðist til langframa nema það standist sam- keppni,“ sagði Halldór og minnti á að ýmsar tölur og hlutföll í bankakerf- inu hér á landi væru óhagstæðari en þær sem sæjust erlendis. Á aðalfundinum um helgina voru Magnús Gunnarsson, Þorsteinn Ólafsson, Árni Þór Árnason og S. El- ín Sigfúsdóttir endurkjörin í banka- ráð Búnaðarbankans, og eins og áð- ur sagði tók nýr maður, Jón Helgi Guðmundsson, einnig sæti í ráðinu. Varamenn voru endurkjörnir Anna Þóra Baldursdóttir, Haukur Hall- dórsson, Helga Thoroddsen og Guð- mundur Kristjánsson, en nýr vara- maður var kjörinn Þorsteinn Vilhelmsson. Aðalfundur Búnaðarbanka Íslands Aðrir en ríkið með fulltrúa í bankaráði í fyrsta sinn HLUTAFÉ í Afli fjárfestingarfélagi hf. hefur verið hækkað um 824.074.809 krónur að nafnvirði, samkvæmt heimild hluthafafundar frá 28. desember síðastliðnum um hækkun hlutafjár. Heildarhlutafé fé- lagsins eftir hækkun er 1.526.514.244 krónur að nafnvirði. Hópur stofnanafjárfesta keypti hið nýja hlutafé í lokuðu útboði á með- algenginu 1,43. Frá þessu var greint í flöggun frá félaginu á Verðbréfa- þingi Íslands í gær. Heildarsöluverð hins nýja hlutafjár er tæpir 1,2 millj- arðar króna. Einnig var greint frá því á VÞÍ í gær að Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Afls fjárfestingar- félags, hefði keypt hlutafé að nafn- virði 250.682.770 krónur í félaginu. Eignarhlutur Þorsteins eftir kaupin er 370.682.770 krónur, eða 24,3%, en var fyrir kaupin 17,08%. Samkvæmt upplýsingum frá Styrmi Þór Braga- syni, framkvæmdastjóra Afls, keyptu Þorsteinn og Landsbankinn mest í framangreindu útboði á hlutafé félagsins en nokkrir lífeyr- issjóðir fjárfestu einnig í útboðinu. Þorsteinn og Landsbankinn Fjár- festing eru stærstu hluthafarnir í Afli eftir hlutafjárhækkunina, hvor fyrir sig með 24,3% eignarhlut í fé- laginu. Ætlunin er að hafa virk áhrif Styrmir Þór segir að ákveðið hafi verið í desember síðastliðnum að ráðast í breytingar á Íslenska fjár- sjóðnum hf., forvera Afls fjárfesting- arfélags. Nafni félagsins hafi verið breytt, svo og fjárfestingarstefnu þess. Félagið sé nú svonefndur um- breytingarsjóður. Það segir Styrmir að snúist um að félagið muni taka þátt í umbreytingum í íslensku at- vinnulífi. Til að byrja með muni fé- lagið einbeita sér að fyrirtækjum í sjávarútvegi. Um verði að ræða valdar fjárfestingar sem miði að því að Afl fái fulltrúa í stjórnum þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í, til þess annaðhvort að breyta rekstri þeirra eða til að koma fyrirtækjum saman við önnur fyrirtæki, ef þau eru of lít- il. Ætlunin sé að hafa þannig virk áhrif á þau fyrirtæki sem félagið fjárfestir í. Því sé verið að stækka fé- lagið með hinu aukna hlutafé. Afl fjárfestingarfélag er skráð á Verðbréfaþingi Íslands undir fyrra nafni félagsins, Íslenski fjársjóður- inn. Félagið er með samning við Landsvaka ehf., rekstrarfélag sjóða Landsbankans-Landsbréfa, sem sér um daglegan rekstur félagsins. Hlutafé aukið í Afli fjárfestingarfélagi hf. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.