Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÍÐAFERÐ Páls Sævars Sveins- sonar til Akureyrar endaði heldur illa sl. sunnudag en hann fótbrotnaði eftir að hafa farið fram af hengju í Hlíðarfjalli og lent mjög harkalega. Páll Sævar var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Hann gerir at- hugasemdir við að ekki skuli vera merkingar á þessu svæði, þar sem varað sé við hættunni. Páll Sævar kom til Akureyrar ásamt þremur félögum sínum úr Reykjavík og voru þeir allir á snjó- brettum. „Ég var að renna mér vinstra megin við nýju stólalyftuna og að beygja í átt að henni, þegar ég var allt í einu kominn á flug og lenti á klaka með fyrrgreindum afleiðing- um. Ég var ekki á mikilli ferð en fall- ið var 4–5 metrar og bindingin á brettinu brotnaði við höggið. Ökkl- inn á mér brotnaði illa og mér er sagt að ég komi til með að eiga í þessu í sex vikur,“ sagði Páll Sævar, sem hefur fengið lögfræðing til að kanna réttarstöðu sína. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, sagði að aðstæður í fjallinu hefðu verið mjög erfiðar á sunnudag og skyggni lítið sem ekkert. Hann sagði að það væri alltaf spurning um hvaða svæði ætti að merkja sérstaklega og hversu mikið en þó væri alltaf hægt að gera betur í þeim efnum. Fólk verður að meta aðstæður og haga sér eftir því „Fólk er að renna sér út og suður en það verður að meta aðstæður og haga sér eftir því. Fólk er á skíðum á eigin ábyrgð og gerir sér grein fyrir hættunum á skíðasvæðunum. En það er mjög erfitt fyrir okkur að passa upp á alla sem hingað koma. Ég var sjálfur á skíðum í gær (sunnudag) og skyggnið var það slæmt að það var ekki annað að gera en að halda sig á troðnum brautum í námunda við lyftustaurana,“ sagði Guðmundur Karl. Páll Sævar sagði að eftir atvikið hefðu menn komið þarna að, sett upp merkingar og varað fólk við. „Svörin sem ég fékk voru nokkuð skrýtin, eins og að Akureyringar vissu af þessari hættu. Það er bara ekki nóg, erlendis þar sem ég hef verið sér maður aldrei svona lagað og þar eru hættuleg svæði girt af.“ Telur merkingum áfátt í fjallinu Morgunblaðið/Kristján Páll Sævar Sveinsson í sjúkra- rúmi á FSA í gær. Snjóbrettamaður fór fram af hengju í Hlíðarfjalli NEMENDUR í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal notuðu drjúgan tíma nú nýlega í leikbrúðugerð. Þeim til leiðsagnar og aðstoðar var brúðu-leikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnie. Um 30 börn í 5.–8. bekk, bjuggu til persónur úr Pétri og úlfinum. Þau gerð- ur einnig leikmynd og allt ann- að sem tilheyrir og settu upp sýningu á verkinu. Sýningin tókst einkar vel og þótti hreint ótrúlegt hve allt gekk hnökra- laust hjá börnunum sem hjálp- uðust að við að stjórna brúð- unum. Það gerist nú æ oftar að los- að er um stundaskrá í skólum. Nemendur takast þá á við ým- is verkefni sem eru á öðru sviði en hið vanabundna en eru þroskandi og skemmtileg. Leikmynd úr Pétri og úlfinum sem börnin bjuggu til. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Nemendur í Húsabakkaskóla, ásamt leiðbeinandanum Bernd Ogrodnie, með brúðurnar. Leikbrúðugerð í Húsabakkaskóla Börnin sýndu Pétur og úlfinn NORÐURORKA og sveitarstjórn Arnarneshrepps eru að hefja sam- starf um hitaveituframkvæmdir við Hjalteyri. Undanfarin tvö ár hafa verið boraðar 18 grunnar rann- sóknarholur í hreppnum, 50–450 metra djúpar. Að sögn Franz Árna- sonar, forstjóra Norðurorku, bend- ir árangur þeirra borana mjög ein- dregið til þess að þar sé að finna jarðhitakerfi með yfir 80 gráðu heitu vatni. Franz sagði að fyrsta skrefið í framhaldinu væri að gera samning við landeigendur umrædds svæðis og afla nauðsynlegra leyfa. „Næsta skref er svo að ráðast í borun á 1.000–2.000 metra djúpri rannsókn- ar- og/eða vinnsluholu. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að lögð verði hitaveita á Hjalteyri, jafnvel á þessu ári. Ef niðurstaðan verður mjög góð er stefnt að því að leggja lögn inn til Akureyrar, hugsanlega á næsta ári. Samfara því yrði þá lögð hitaveita á bæi í hreppnum.“ Franz sagði að vonast væri til að Orkustofnun skilaði skýrslu vegna áðurnefndra rannsókna í lok þessa mánaðar. Verði skýrslan jákvæð verður ráðist í framkvæmdir í kjöl- farið. „Niðurstaða Orkustofnunar gæti líka þýtt að bora þurfi fleiri rannsóknarholur og þá tefst málið.“ 25 milljónir króna verði lagðar í verkefnið Alls hafa verið lagðar um 25 milljónir króna í framkvæmdir á þessum tveimur árum en Arnarnes- hreppur hefur fengið styrki til verkefnisins. Svæðið sem um ræðir nær frá Arnarnesvík og inn á Hjalt- eyri. Jóhannes Hermannsson, odd- viti Arnarneshrepps, sagði að mikl- ar vonir væru bundnar við verkefnið og hann vonast til að hægt verði að leggja hitaveitu á hvert heimili í hreppnum áður en langt um líður en þau eru 50–60 talsins. „Við förum í samstarf við Norð- urorku með þetta verkefni og ef fyrirtækið verður gert að hluta- félagi höfum við fullan hug á að koma að því,“ sagði Jóhannes. Norðurorka og Arnarneshreppur Samstarf um hita- veituframkvæmd- ir við Hjalteyri SÓKNARNEFND Lögmannshlíð- arsóknar hefur harðlega mótmælt deiliskipulagstillögu vegna breyt- inga á skipulagi við Lindasíðu, en þar er fyrirhugað að byggja íbúðir. Bendir sóknarnefndin á að sam- kvæmt fyrri hugmyndum um skipu- lag á þessu svæði hafi ávallt verið haft í huga að Glerárkirkja nyti sín sem best og að innan ákveðins geira við ásstefnu kirkjunnar yrði sýn til hennar óheft og tekið yrði mið af stöðu hennar í bæjarmyndinni. „Sóknarnefndin telur að skipulag- stillagan sé gerð eftir pöntun tiltek- ins verktaka sem þegar hafi verið út- hlutað svæðinu og unnin af arkitekt á hans vegum,“ segir í mótmælabréfi sóknarnefndar vegna deiliskipulags- ins. Þar segir og að í tillögu verktak- ans teygi tveggja hæða íbúðarbygg- ingar anga sína langt inn á það svæði sem samkvæmt fyrri hugmyndum hafi verið litið á sem „verndarsvæði“. Hljóðmön við Hlíðarbraut teygi sig í ofanálag lengra til vesturs en fyrir- hugað var. Auglýsing til málamynda Sóknarnefndin telur að eðlilegra hefði verið að hafa einnar hæðar hús á byggingareitunum og mörk íbúða- svæðins væru fjær kirkjunni og þá er því mótmælt að ekki hafi verið haft samband við talsmenn kirkjunn- ar en skipulagið unnið algerlega út frá forsendum verktaka. „Allt bendi til þess að auglýsing skipulagstillög- unnar hafi einungis verið til mála- mynda, en ekki til að gæta raunveru- legra hagsmuna þeirra, sem næstir séu svæðinu,“ segir í bréfi nefndar- innar og þá er harmað að óskir kirkj- unnar og boð um að talsmenn hennar kæmu á fund umhverfisráðs hafi ekki verið virt viðlits. Deiliskipulag við Lindasíðu Sóknarnefnd mótmælir harð- lega skipulaginu SKÓLANEFND Akureyrar hefursamþykkt tillögu um hvernig sumar- leyfum á leikskólum bæjarins verður háttað næsta sumar. Í henni er gert ráð fyrir að sumarlokun leikskóla verði skipt á tvö tímabil, hið fyrra er frá 1. júlí til 19. júlí og hið síðara frá 22. júlí til 12. ágúst. Fimm leikskólar verða lokaðir á fyrra tímabilinu, þ.e. Iðavöllur, Klappir, Flúðir, Síðusel og Krógaból, en á því síðara verða leikskólarnir Lundarsel, Pálmholt, Kiðagil, Árholt, Holtakot og Sunnuból lokaðir. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til stjórnenda leikskólanna að finna lausn á málum þeirra foreldra sem lenda í miklum vanda vegna sumar- lokunar leikskólanna, en æskilegt þykir að hvert barn taki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi. Þetta fyrirkomulag á sumarlokun leikskóla er til reynslu. Áréttað er í bókun skólanefndar að ákvörðun í þessu máli hefur dregist og því var horfið frá fyrri ákvörðun um að for- eldrar fengju að kjósa um á hvaða tímabili leikskóli þeirra myndi loka. Skólanefnd hefur samþykkt að fram fari endurskoðun á gildandi reglum um forgangsröðun og inntöku barna í leikskóla og hefur skipað tvo fulltrúa í starfshóp til að skoða málið. Tillaga um sumarlokun leikskóla Lokun skipt í tvö tímabil FÉLAG áhugafólks um heimspeki á Akureyri stendur fyrir námskeiðinu Pílagrímaleiðin til Santiago, en það samanstendur af fjórum fyrirlestr- um í tveimur lotum, annars vegar 11. og 12. mars og hins vegar 18. og 19. mars næstkomandi frá kl. 20. til 22.30. Kennari er Jón Björnsson sál- fræðingur. Mun hann fjalla um ferðalag sitt um þessa fornu leið frá Roncevalles við landamæri Frakklands til San- tiago, en hún er um 740 kílómetra löng og gengin á um fjörutíu dögum. Jón fór þessa leið á síðasta ári og vinnur nú að bók um ferðalagið. Pílagrímar á Akureyri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.