Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 45 SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn varð Íslandsmeistari í fyrsta skipta eftir afar öruggan sigur á Íslands- móti skákfélaga sem lauk um helgina. Keppnin var afar söguleg að þessu sinni. Þannig tapaði A-lið Taflfélagsins Hellis fyrstu viður- eignum sínum í mörg ár og TR varð fyrir sínum stærsta ósigri í sögu keppninnar í fimmtu umferð nú um helgina þegar það tapaði með ½ vinningi gegn 7½ vinningi Hróksins. Það sem var hins vegar einstakt við þessa keppni var að lið Íslandsmeistara Hróksins var skip- að tíu erlendum stórmeisturum og þeirra sterkasti íslenski skákmaður var sá ellefti í styrkleikaröðinni, mun stigalægri en erlendu skák- mennirnir. Stórmeistararnir voru heldur ekki af verri endanum með Hollendinginn Loek van Wely í broddi fylkingar, sem er í 16. sæti heimslistans með 2.697 skákstig, en auk hans voru fleiri úr hópi sterk- ustu skákmanna heims í liðinu. Þar sem hvert lið var skipað átta skák- mönnum var því Hrókurinn „yf- irbókaður“ af erlendum stórmeist- urum og þeir gátu ekki allir teflt með liðinu samtímis. Það mátti því sjá heimsþekkta stórmeistara á borð við Jaan Ehlvest á vara- mannabekknum meðan keppnin stóð yfir, nokkuð sem Ehlvest hefur ekki átt að venjast fram til þessa. Fyrir utan að vera einstakt í sögu skákarinnar hér á landi er þetta líklega einsdæmi í sögu allra keppnisgreina að aðallið Íslands- meistara sé skipað erlendum kepp- endum. Yfirburðir Hróksins voru of mikl- ir til að keppnin um efsta sætið yrði spennandi, þannig að spennan í deildinni snerist um það hvort Taflfélagið Hellir eða TR næði öðru sætinu, en undanfarin ár hefur keppnin um titilinn staðið milli þessara fé- laga. Hellir hafði betur og náði öðru sætinu, en TR lenti í þriðja sæti að þessu sinni. Taflfélag Kópavogs féll niður í aðra deild. Keppnin í annarri deild var afar spenn- andi. Margir höfðu spáð Taflfélagi Garða- bæjar sigri þar, en öfl- ugt uppbyggingarstarf er rekið í Garðabænum um þessar mundir. Úrslitin í deildinni réðust ekki fyrr en í síðustu umferðinni þegar B- sveit skákfélags Akureyrar tryggði sér sigurinn, en Taflfélag Akraness og Taflfélag Garðabæjar fylgdu í humátt á eftir með einungis hálfum vinningi minna. Þetta þýðir að næsta ár verða þrjú taflfélög með tvö lið í fyrstu deild. Haldi Hrók- urinn áfram á sömu braut gæti svo farið árið þar á eftir að í fyrstu deildinni yrðu einungis fjögur tafl- félög með tvö lið hvert, en B-sveit Hróksins sigraði nú í þriðju deild og teflir því í annarri deild á næsta ári. Það er því líklega góður tími til að staldra nú við og íhuga hvort nú- verandi fyrirkomulag keppninnar sé heppilegt hvað þetta varðar. Helgi Ólafsson Íslands- meistari í hraðskák Helgi Ólafsson varð Íslands- meistari í hraðskák 2002, en hrað- skákmót Íslands var haldið sunnu- daginn 3. mars á Kjarvalsstöðum. Metþátttaka var í mótinu, en þátt- takendur voru 69. Mótið var gíf- urlega sterkt, en þrír íslenskir og ellefu erlendir stór- meistarar voru á með- al þátttakenda. Þeirra á meðal voru nokkrir skákmenn úr hópi þeirra fimmtíu sterk- ustu í heiminum. Úrslit á mótinu urðu þau að stórmeistarinn Ivan Sokolov sigraði með 12½ vinning af 16 mögulegum. Í 2.–4. sæti urðu stórmeistar- arnir Helgi Ólafsson, Nick De Firmian og Vladimir Malakov með 12 vinninga. Önnur úr- slit efstu manna urðu: 5.–10. Jón Viktor Gunnarsson, Róbert Harðarson, Jan Elhvest, Luke McShane, Tom- as Oral, Macieja 11 v. 11.–13. Jóhann Hjartarson, Loek Van Wely, Konstantin Landa 10½ v. o.s.frv. Það var Skákfélagið Hrókurinn sem sá um framkvæmd og und- irbúning þessa bráðskemmtilega móts í samvinnu við Skáksamband- ið. Skákstjórar voru Haraldur Bald- ursson og Haraldur Blöndal. Hrókurinn Íslands- meistari skákfélaga Daði Örn Jónsson Loek van Wely SKÁK Brimborgarhúsið ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 1.–2. mars 2002 HÚSNÆÐI Í BOÐI Barcelóna Ertu að fara til Barcelóna? Leigi íbúð viku í senn. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Holtagata 29, Súðavík, þingl. eig. Byggingarfélag Súðavíkur ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 8. mars 2002 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 4. mars 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir: Hafursey ÍS 600, skskrnr. 1971, þingl. eig. Akstur og löndun ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands höfuðstöðvar, föstudaginn 8. mars 2002 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 4. mars 2002. TIL SÖLU Nudd- og snyrtistofa Til sölu er nudd- og snyrtistofa í fullum rekstri. Stofan er í nýju sameiginlegu húsnæði með rótgróinni hárgreiðslustofu. Upplýsingar í síma 697 5150. Til sölu á besta stað á Selfossi góð 2ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi gegnt Fjölbrautaskóla Suðurlands. 2 herbergi með eldhúskrók og snyrtingu í kjallara fylgja, (sérinngangur). Upplýsingar í síma 849 0792. Skartgripa- og úraverslun til sölu í Mosfellsbæ. Vaxandi velta. Fyrirspurnir sendist í fax 552 7594, Fannar. FÉLAGSSTARF Spilakvöld Varðar Hið árlega spilakvöld Varðar verð- ur haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Aðgangseyrir er kr. 700. Allir velkomnir. Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna verður haldinn laugardaginn 9. mars kl. 14.00 á Stór- höfða 31, gengið inn að neðanverðu. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfunarstörf. Eftir fundinn verður boðið til kynningar hjá Valdimar Gísla Íspak. Aðalfundir FB hf. og FFB Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda hf. verður haldinn á Arnarstapa Snæfellsnesi þriðjudag- inn 12. mars 2002 kl. 10:00 árdegis. Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Félags Ferðaþjónustubænda verður haldinn á Arnarstapa Snæfellsnesi þriðjudaginn 12. mars klukkan 16.00 síðdegis og framhaldið miðvikudaginn 13. mars 2002. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Ferðaþjónustu bænda í síma 570 2700, fax 570 2799, og skráið ykkur á fundina. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6002030519 III  EDDA 6002030519 I  HLÍN 6002030519 IV/V I.O.O.F.Rb.4  151358  8½.O* AD KFUK, Holtavegi 28. Enginn fundur í kvöld. Sameiginlegur fundur með AD KFUM á fimmtudag. Þá verður farið í heimsókn í Neskirkju. Nánar auglýst á fimmtudag. Munið árshátíðina á laugardag. Skíðagöngufólk ATHUGIÐ! Helgina 8.—10. mars efnir FÍ til skíðaferðar, en farið verður á föstudagskvöld og gist í Nes- búð. Skíðagöngur út frá Nesbúð. Matur og nesti á lau. og sunnud. innifalið. Nánari uppl. á skrifst. FÍ í síma 568 2533. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.