Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 21 Kerfisstjórn og forritun S t u t t n á m s k e i ð á n æ s t u n n i : Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is Vönduð kennslugögn fylgja öllum námskeiðum. Athugið! Nokkur námskeið í boði á kvöldin. Net- og kerfisumsjón MOC Námskeið Dags Tími Lengd Verð - Implementing Exchange 2000* 07.03-11.04 17:00-20:30 50 kennslust. 150.000 2071 Querying MS SQL Server 2000 with Transact-SQL 12.03-13.03 08:30-16:30 2 dagar 68.000 2154 Implem. and Admin. MS Win 2000 Directory Services 18.03-22.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - Routertækni, grunnur NÝTT 18.03-21.03 08:30-16:30 4 dagar 136.000 - Managing a MS Win 2000 Network Environment * NÝTT 27.03-06.05 08:30-12:00 50 kennslust. 150.000 - Managing a MS Win 2000 Network Environment * NÝTT 27.03-06.05 17:00-20:30 50 kennslust. 150.000 - Rafræn skírteini - tengdur hugbúnaður 03.04-05.04 08:30-16:30 3 dagar 102.000 2072 Administering a MS SQL Server 2000 Database 08.04-12.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 2272 Implementing and Supporting MS Win XP Professional NÝTT 15.04-19.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Forritun Introduction to ASP .NET (Visual Studio .NET) NÝTT 11.03-13.03 08:30-16:30 3 dagar 102.000 Programming the MS .NET Framework using C# NÝTT 18.03-22.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Programming the MS Visual Basic .NET NÝTT 08.04-12.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Macro forritun í MS Office NÝTT 22.04-23.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 *Kennt tvisvar í viku, önnur námskeið eru kennd samfellt. Kennarar okkar eru í stöðugri endurmenntun bæði faglega og kennslufræðilega. Hjá okkur starfa allir MCT kennarar landsins (Microsoft Certified Trainer). SVISSLENDINGAR samþykktu með 54,6% atkvæða í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag að sækja um að- ild að Sameinuðu þjóðunum. Stefnt er að því að svissneska þjóðin fái inn- göngu sem 190. aðildarríkið á alls- herjarþinginu í september. Sviss er eina ríkið í heiminum þar sem íbú- arnir hafa verið spurðir álits á aðild að Sameinuðu þjóðunum. Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri SÞ, taldi sam- þykktina vera stuðningsyfirlýsingu við starf og stefnu stofnunarinnar. 57,6% þjóðarinnar tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni. Það er mikil þátt- taka á svissneskan mælikvarða. Niðurstöður lágu ekki fyrir fyrr en búið var að telja í öllum kantónum. Það nægði ekki að meirihluti íbúanna væri hlynntur aðild heldur varð meirihluti kantónanna einnig að kjósa „Já“. Þar munaði litlu að til- lagan yrði felld. Meirihluti íbúa 11 kantóna sagði „Nei“ og 12 „Já“. (kantónurnar eru 26 en 6 minnstu hafa bara helmings gildi og þess vegna er reiknað með 23 kantónum í kosningum). Stuðningur við aðild var mestur að þessu sinni í kantónunni Genf þar sem höfuðstöðvar SÞ í Evr- ópu eru til húsa. Íbúar Genfar voru einna hörðustu andstæðingar aðildar þegar Sviss kaus um aðild fyrir 16 árum. Afstaða þeirra til stofnunarinnar hefur gjör- breyst, ekki síst vegna þess að sam- keppni um fundi og ráðstefnur á veg- um SÞ hefur harðnað. Þjóðverjar geta til dæmis boðið upp á góða að- stöðu í gömlu stjórnarbyggingunum í Bonn og Vín er vinsæll fundarstaður. Frönskumælandi kantónurnar í vesturhluta landsins og fjölmenn- ustu þýskumælandi kantónurnar voru allar hlynntar aðild. Andstaðan jókst eftir því sem austar dró og dreifbýlið varð meira. Tessin, ítölskumælandi kantónan sunnan við Alpana, var einnig hörð á móti aðild. Meirihluti þjóðarinnar telur hvorki hlutleysi né sjálfstæði þjóð- arinnar í hættu þótt hún gerist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Fyrir flesta skiptir aðild út af fyrir sig litlu máli. Tillaga verkalýðsfélaga um að stytta vinnuvikuna úr um 42 tímum í 36 var felld. 74,7% þjóðarinnar og meirihluti í öllum kantónum landsins eru á móti styttri vinnuviku. Svisslendingar í SÞ Zürich. Morgunblaðið. CHEN Wu var himinlifandi þegar þorpið hans var gert að nokkurs konar öskuhaug fyrir tölvuúrgang frá Bandaríkjunum. Í ruslinu mátti finna ýmislegt nýtilegt og það þýddi vinnu og tekjur fyrir hann og aðra þorpsbúa. Ánægjan minnkaði þó mikið fyrir tveimur árum þegar ell- efu ára gömul dóttir hans veiktist. Það tók að blæða úr nefinu á henni og í ljós kom, að hún var með hvít- blæði. Nokkru síðar greindust tveir skólafélagar hennar með sama sjúkdóm. „Við hlustuðum ekki á það þótt einhverjir utanaðkomandi væru að tala um mengunarhættu en nú eru börnin okkar orðin veik,“ segir Chen. Umhverfisverndarsamtök segja, að Guiyu, sem er í raun hverfi fimm þorpa í Guangdong-héraði, sé stórslys og sýni vel hvað geti gerst þegar fátæk ríki fallast á að taka við iðnaðarúrgangi frá ríku þjóð- unum. Talsmenn þeirra segja, að síðasta áratuginn hafi um 80% af gömlum tölvum, skjáum og prenturum, sem safnað er saman að því er fullyrt er til „endurvinnslu“ í Bandaríkjunum, hafnað í Kína, Indlandi og Pakistan. Á þessum öskuhaugum, eins og til dæmis í Guiyu, reyna menn síðan að tína til allt nýtilegt og málmurinn er bræddur til að unnt sé að skilja úr honum verðmæt efni á borð við gull og platínu. Það, sem eftir er, skjá- irnir og plastið, er brennt eða urðað og oft mjög nærri ám og vötnum og sjálfum hrísgrjónaökrunum. Eitruð efni eins og kvikasilfur og blý eiga því greiða leið út í loftið og vatnið. Á kostnað heilsunnar Nú eru allir brunnar eitraðir þannig að drykkjarvatnið verður að flytja að á bílum. Fnykurinn frá brennandi plastinu er svo mikill, að oft verður að loka skólunum. „Fólkið hér hefur vissulega efnast á þessu en það hefur verið á kostnað heilsunnar,“ segir einn kennarinn, Guo að nafni. Talsmenn umhverfisvernd- arsamtaka segja, að bara á þessu ári muni Bandaríkjamenn flytja út 10,2 milljónir ónýtra tölva og lang- mest af því fer til Kína. Ekki er ljóst hve mikið af því fer til Guiyu, sem er orðið efnahagslega háð þessum úrgangi. Talsmennirnir segja, að í Guangdong séu um 2.500 fyrirtæki, aðallega fjölskyldufyrirtæki, er starfi við tölvuúrganginn og starfs- menn þeirra hugsanlega um 100.000. Bandarískar tölvur eitra kínversk þorp Guiyu. AP. AP Tínt úr einum tölvuhauginum í Guiyu. Allt umhverfið er orðið meira eða minna eitrað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.