Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isValur tryggði FH sigur gegn Val / B2 Eiður Smári skoraði í sigurleik Chelsea / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM KOSTNAÐUR ríkisins vegna launa fyrir setu í nefndum, stjórnum og ráðum á þess vegum nam 417 millj- ónum kr. á árinu 2000 og er þá ekki meðtalinn kostnaður vegna sér- fræðiþjónustu, samkvæmt nýrri út- tekt Ríkisendurskoðunar. Á því ári störfuðu 910 nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins og hafði þeim fjölg- að um 52% frá árinu 1985. Í þessum nefndum, stjórnum og ráðum sátu samtals 4.456 fulltrúar. Skipun nefnda oft óþörf Ríkisendurskoðun gerði m.a. út- tekt á árangri nefnda á vegum rík- isins og valdi 51 nefnd og kannaði hvernig starfi þeirra var háttað á árinu 2000. Í ljós kom að níu nefndir eða 18% störfuðu ekkert á árinu og skiluðu engum árangri, þ.e. héldu ekki reglulega fundi, skiluðu ekki skýrslu um störf sín og afgreiddu ekki nein erindi. „Ríkisendurskoðun telur að í mörgum tilvikum hafi skipun nefnd- ar verið óþörf og að leysa hefði mátt verkefnin á annan hátt. Þá voru dæmi um að starf nefndar lægi niðri eða að verkefni hennar hefði verið falið öðrum, án þess þó að nefndin hefði verið leyst upp. Að mati Rík- isendurskoðunar ber í slíkum tilvik- um að leggja nefndir niður,“ segir í úttekt stofnunarinnar. Þá kemur fram í úttektinni að stór hluti heildarkostnaðar vegna launa fyrir setu í nefndum, stjórnum og ráðum ríkisins var vegna greiðslna til starfsmanna ríkisins. „Ríkisend- urskoðun telur að kanna þurfi betur hvort starfsmenn ríkisins eigi að fá greitt sérstaklega fyrir setu í nefnd- um á vegum ríkisins. Ríkisendur- skoðun telur að oft megi líta á setu í nefndum sem hluta af starfi hlutað- eigandi ríkisstarfsmanna og beri að gera ráð fyrir henni við ákvörðun launa,“ segir í skýrslunni. Hlutverk stjórna oft óljóst Fram kemur í niðurstöðum Rík- isendurskoðunar að ekki liggur ávallt fyrir hvert er hlutverk stjórna sem starfa í stofnunum ríkisins. „Ríkisendurskoðun telur að í þeim tilvikum þegar bæði stjórn og for- stöðumaður eru sett yfir stofnun skapist óvissa um skiptingu ábyrgð- ar og er lagt til að kannað verði hvort nauðsynlegt sé að starfrækja stjórn- ir í öllum þeim stofnunum þar sem þær eru nú,“ segir í úttektinni. Jafnframt er lagt til að þóknana- nefnd, sem ákveður greiðslur fyrir setu í stjórnum, nefndum og ráðum, verði einnig falið að ákvarða greiðslur fyrir aukastörf sem nefnd- ar- eða stjórnarmenn vinna í þágu þeirra nefnda eða stjórna sem þeir eiga sæti í. Mest fjölgun hefur orðið í landbúnaðarráðuneytinu Flestar nefndir, ráð eða stjórnir störfuðu á vegum menntamálaráðu- neytisins á árinu 2000 eða 237. Næst í röðinni kom heilbrigðisráðuneytið en þar nam fjöldinn 103. Mesta hlut- fallsleg fjölgun nefnda, stjórna og ráða frá árinu 1985 hefur aftur á móti verið í landbúnaðarráðuneytinu en 63 fleiri nefndir voru þar starf- andi árið 2000 en árið 1985. Greiðslur fyrir setu í stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins 417 milljónir 18% nefnda í úrtaki skiluðu engum árangri KRISTINN Hallgrímsson, lögmaður Olíufélagsins, segist ekki reikna með öðru en að Olíufélagið muni afhenda Samkeppnisstofnun frekari gögn vegna rannsóknar stofnunarinnar um meint samráð olíufélaganna í landinu. Samstarf Olíufélagsins og Samkeppnisstofnunar felist væntan- lega í því að menn skiptist á upplýs- ingum og gögnum. Málið sé hins veg- ar enn á því stigi að verið sé að ræða verklag. Kristinn segir að ekki liggi annað fyrir en að Olíufélagið muni halda áfram með mál sem það hefur höfðað gegn Samkeppnisstofnun fyrir að leggja hald á tölvugögn. Ef náist viðunandi samkomulag við Samkeppnisstofnun sem tryggir per- sónuleg réttindi starfsmanna komi til greina að hætta við málshöfðunina. Lögmaður Olíufélagsins Reiknar með afhend- ingu viðbót- argagna FLUGATVIKIÐ við Gardemoen- flugvöll í Osló í síðari hluta janúar- mánaðar þegar Flugleiðavél hætti skyndilega við lendingu er alvarlegt og alvarlegra en menn héldu í fyrstu, að sögn Þormóðs Þormóðssonar, for- manns rannsóknarnefndar flug- slysa. Rannsóknin er á forræði rann- sóknarnefndar flugslysa í Noregi, þar sem atvikið átti sér stað í Noregi, en Þormóður á aðild að rannsókninni fyrir hönd íslenskra yfirvalda. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið þar sem það væri á rannsókn- arstigi, að öðru leyti en því að það tæki til fleiri atriða en þáttar áhafn- arinnar. Þar væri líka um að ræða at- riði eins og flugumferðarstjórnun, veður og veðurupplýsingar og miðl- un þeirra og svo framvegis. Atvikið varð er B757-200 þota Flugleiða var í lokaaðflugi að Garde- moen-flugvelli. Var hún í blindflugi. Flugmenn grunaði þá skyndilega að bilun væri í aðflugsbúnaði og ákváðu þeir að hætta við lendingu. Vélin fór hring og lenti síðan heilu og höldnu. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði aðspurður að komið hefði í ljós þegar farið var að skoða málið betur að það hefði reynst alvarlegra en í upphafi var talið. Hvað upplýsingar um málið að öðru leyti varðaði vísaði hann á þá aðila sem hafa málið til rannsóknar. Formaður rannsóknarnefndar flugslysa Alvarlegra flugatvik en menn töldu í fyrstu TÉKKARNIR Tomas Oral og Jan Votova tefldu til úrslita á Minning- armótinu um Dan Hansson og stóð Tomas Oral uppi sem sigurvegari. Taflfélagið Hrókurinn stóð fyrir mótinu og er þetta líklega sterkasta atskákmót sem hér hefur verið haldið. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir Tékkana hafa teflt frábærlega vel á mótinu: „Það hefði enginn maður veðjað á það á mánu- daginn að þessir tveir Tékkar myndu tefla um sigurinn á mótinu.“ Í samtali við Morgunblaðið sögð- ust Oral og Votova ekki hafa átt von á að ná svona langt. „Við höfð- um verið að fíflast með það að það væri gaman ef við næðum báðir í úrslitin en jafnvel fyrir síðasta mótsdaginn töldum við það fjar- lægan draum. Árangur okkar er framar vonum, ekki síst vegna þess að við höfum ekki teflt atskák að undanförnu. Það var góð tilfinning að við skyldum tefla saman, – þetta var tékkneskur sigur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Tékkneskur sigur EKKI fást upplýsingar um hversulangan tíma mun taka fyrir ríkissak-sóknara að fara yfir rannsóknarnið- urstöður efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra í máli Árna Johnsen, fyrrv. alþingismanns, og annarra aðila. Ríkissaksóknari mun taka sér tíma til að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja og nokkrar leiðir koma síðan til greina, að sögn Róberts Ragnars Spanó, aðjúnkts við laga- deild Háskóla Íslands. ,,Ríkissaksóknari getur í fyrsta lagi ákveðið að fella málið niður. Í öðru lagi getur hann mælt fyrir um að frekari rannsókn fari fram. Í þriðja lagi getur ríkissaksóknari mælt fyrir um að gefin sé út ákæra í málinu, ef hann telur að málið sé þess eðlis, að það sé nægilegt eða lík- legt til sakfellis,“ segir Róbert. Í 112. grein laga um meðferð op- inberra mála segir að þegar ákær- andi hefur fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið athugar hann hvort sækja skuli mann til saka eða ekki. Ef hann telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis læt- ur hann við svo búið standa, en ella leggur hann málið fyrir dóm. Róbert var spurður hvort hugsan- legt væri að rannsóknargögn yrðu gerð opinber á meðan á athugun rík- issaksóknara stendur vegna þeirrar miklu athygli sem þetta mál hefur fengið í opinberri umræðu. Segir Ró- bert svo ekki vera: ,,Meginreglan er sú að almenningur hefur engan að- gang að upplýsingum vegna opin- berra mála á rannsóknarstigi. Aðili málsins sjálfs hefur ekki heldur að- gang að þessum upplýsingum. Það er ekki fyrr en rannsókn er annað- hvort lokið eða málið hefur verið dæmt að upplýsingarnar koma fram. Ég tel til dæmis að almenningur eða fjölmiðlar fengju ekki aðgang að upplýsingunum á grundvelli upplýs- ingalaganna á þessu stigi málsins,“ segir hann. Getur mælt fyrir um frekari rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.