Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 55 DAGBÓK w w w .d es ig n. is © 20 02 IT M 90 01 Furu-eldhúsinnréttingar V. Fellsmúla • S. 588 7332 S æ n s k ú r v a l s f u r a Pantið tímanlega 30 % afsláttur í mars Claroderm þvottapokinn hreinsar óhreinindi og fitu, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni hreint og ferskt útlit. Húðhreinsun án allra kemiskra hreinsiefna. Húðvandamál og bólur? Claroderm Apótek Lyfja Lyf & heilsa APÓTEK Bólur á bakinu Claroderm bakklútur hjálpar Nýtt - Nýtt - Nýtt Sundbolir, strandfatnaður, bolir, blússur o.fl. Stórar stærðir Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Spilakvöld Varðar sunnudaginn 10. mars Hið árlega spilakvöld Varðar verð- ur haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bæk- ur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins er Björn Bjarnason efsti maður á framboðslista sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir kr. 700. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Allir velkomnir Losaðu þig við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Ertu haldin... Upplýsingar í síma 581 1008 eða 862 6464, Rafbylgjuvarnir.  síþreytu  svefntruflunum  sjúkdómum sem læknavísindin og lyf ráða illa við? Þá eru rafbylgjur vandinn! Fer einnig út á land. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 gud.run@mmedia.is Andartak í erli dagsins Tími til að vera, hlaða batteríin, styrkja líkamann, auka sveigjanleikann og úthaldið og létta á hjartanu. Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.40 á Háaleitisbraut 11. Morguntímar þri. og fös. kl. 8.30-9.30, hádegistímar mán. og fim. kl. 12.00-13.00 í Sundlaug Seltjarnarness. Jóga - hreyfing - líföndun - hugleiðsla BÚLGARAR hafa náð góð- um árangri á síðustu Evr- ópumótum og geta þakkað það tveimur pörum sem mest hafa verið í eldlínunni – Karaivano/Stamatov og Nanev/Mihov. Þetta lið tók þátt í Forbo-keppninni í Scheveningen í síðustu viku og komst áfram í svokölluð A-úrslit, þar sem efstu 16 sveitirnar af 64 spila til úr- slita. Spil dagsins kom upp í viðureign Búlgaríu og ítalskrar sveitar: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁG96543 ♥ -- ♦ G75 ♣G73 Vestur Austur ♠ 10 ♠ K2 ♥ 109654 ♥ KD8732 ♦ D842 ♦ 6 ♣Á106 ♣KD98 Suður ♠ D87 ♥ ÁG ♦ ÁK1093 ♣542 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 4 hjörtu * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Karaivanov og Stamtov voru í NS gegn hinum aldna meistara Garozzo og félaga hans Sementa. Stökk norð- urs í fjögur hjörtu var Tex- as-yfirfærsla í spaða. Sementa kom út með hjartatíu og Stamatov henti óvænt TÍGLI úr blindum og tók með ásnum heima. Lét svo spaðadrottninguna svífa yfir á kóng Garozzos í aust- ur. Garozzo lagði niður lauf- kóng og átti slaginn. En ljósi afkasts sagnhafa í byrjun taldi Garozzo víst að suður ætti laufásinn og skipti yfir í tígul. Þar með var spilið í húsi. Stamatov tók með ás, aftrompaði austur, tók tíg- ulkóng og trompsvínaði fyr- ir drottninguna. Í mótsblaðinu er afkasti Stamatov lýst með orðunum „tricky diamond“, sem er vissulega rétt, en þó mildi- lega að orði kveðið. Ef sagn- hafi hendir laufi úr borði í fyrsta slag er nóg að önnur svíningin (í trompi eða tígli) heppnist, en með tígulaf- kastinu verður spaðakóngur að vera réttur eða … Gar- ozzo í vörninni! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT STÖKUR Ýfðist brim við auða strönd, aldan fjötruð stundi, leysti af sér lognsins bönd, lyftist, freyddi, hrundi. Ótal bárur brutust fram, byltust fyrir sandi, særinn rauk og risa hramm rétti upp að landi. Jón S. Thoroddsen Þér munu enn þá taka tak, trylta víkingsbára, drangar þeir, er brutu á bak bylgjur þúsund ára. Indriði Þorkelsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Viðkvæmni þín er ósjálfráð og gjafmildi þín einnig. Fróðleiksfýsn þín er mikil og þú átt gott með að til- einka þér hvað sem er, eink- um hið óvenjulega. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þar sem Venus er nýkomin inn í stjörnumerki þitt áttu auðvelt með að samsinna þeim sem verða á vegi þínum. Og þeir munu þrá félagsskap þinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óhófleg ástundun félagslífs að undanförnu hefur tekið sinn toll hjá þér. Til að endur- heimta kraftana skaltu njóta einveru og rólegheita í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Skapandi vinir og ungt fólk laðast að þér í dag. Það hrífst af skarpskyggni þinni og létt- bærri sýn á hlutina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú laðast að þér eldri einstak- lingi í dag. Það að hún eða hann er ráðsettur og ríkari höfðar skyndilega til þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þörfin til að brjótast út úr rút- ínunni er sterk í dag. Þú þarfnast þess að fara í spenn- andi ferðalag til að kynnast lífinu á ferskan og fræðandi hátt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Auður annarra nýtist þér með einhverju móti í dag. Þú kannt að fá smágjöf eða þér tæmist tiltölulega mikill arf- ur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hæfileiki þinn til að höfða til annarra er mikill í dag og þú getur sett þig í þeirra stöðu. Vegna þessa er upplagt að endurbyggja brýr sem brotn- að hafa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinnufélagarnir eru búnir og boðnir að rétta þér hjálpar- hönd í dag. Því er rétti tíminn til að bera upp hugmyndir sem þú vilt koma í fram- kvæmd á vinnustað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Rómantík og væntumþykja ræður för í dag. Þér hættir til að daðra við aðra vegna gleði þinnar og lífskrafts. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að átta þig á því hversu vel þú elur önn fyrir fólki sem þú umgengst dag- lega. Flestir taka þessa um- hyggjusemi sem gefinn hlut en bakþankar sækja á þig í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kaupir eitthvað fyrir þig eða ástina þína í dag. Hafðu ekki áhyggjur af peninga- eyðslu, eftir allt ferðu ekki með auðinn í gröfina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hagstætt umhverfi og fólk dregst að þér í dag. Fólki finnst samúð þín og vilji til að hlusta einkar sterkur í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Dg4 O-O 8. Bd3 f5 9. exf6 Hxf6 10. Bg5 Hf7 11. Dh5 g6 12. Dd1 Rbc6 13. Rf3 Df8 14. O-O c4 15. Be2 h6 16. Bc1 Bd7 17. Re1 g5 18. g3 Rf5 19. Rg2 Dg7 20. f4 Rd6 21. De1 b5 22. fxg5 Hxf1+ 23. Bxf1 hxg5 24. Re3 Hf8 25. Bg2 a5 26. Bd2 Dg6 27. Rg4 Hf5 28. De3 Kg7 29. Hb1 Kh7 Staðan kom upp á ofurmótinu í Lin- ares sem fer senn að ljúka. Landarnir, Úkraínubúarnir, Ruslan Ponomarjov (2727) og Vassily Iv- ansjúk (2717) áttust hér við og hafði FIDE heimsmeist- arinn hvítt. 30. a4! bxa4 31. Bc1 Hf7 32. Ba3 Með opnun a3- f8 skálínunnar veld- ur svartreitabiskup hvíts svörtum mikl- um búsifjum. Þrátt fyrir harðvítugt viðnám tókst svörtum ekki að koma í veg fyrir fall stöðu sinnar. 32...Dxc2 33. Hc1 Df5 34. Bh3! Re4 35. Re5 Df2+ 36. Dxf2 Hxf2 37. Rxd7 Ha2 38. Bc5 Rd2 39. Bg2 a3 40. Rf8+ Kh6 41. He1 e5 42. dxe5 g4 43. e6 Rf3+ 44. Bxf3 gxf3 45. Kf1 og svart- ur gafst upp. 1. umferð 20. Reykjavíkurmótsins hefst kl. 17.00 í Ráðhúsi Reykja- víkur. Tefldar verða 9 um- ferðir og lýkur mótinu 15. mars. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu                 Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 7. mars, er áttræðRagnhildur K. Magnúsdóttir. Hinn 4. febrúar sl. varð eiginmaður hennar, Björn Gunnlaugsson, áttræður. Heimili þeirra er í Bröttuhlíð 17, Dvalarheimilinu Ás, Hveragerði. Þau eru að heiman á afmælisdaginn en hyggj- ast bjóða til veislu með hækkandi sól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.