Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Húð þín á skilið betri heim Origins kynnir A Perfect World Húðvernd með hvítu tei Ef heimurinn væri eins og við helst vildum, myndi húðin ekki eldast hrað- ar en við sjálf. En nú hefur Origins fundið lykilinn að lengri æskudögum húðarinnar, ljósa teið, sem er leyndar- mál þessa betri heims, Silver Tip White Tea. Það rekur skaðvaldana á brott löngu áður en þeir geta beitt vopnum sínum. Húðin getur einbeitt sér að heilsuræktinni. Mýktin kemur undir eins. Sjáanleg merki öldrunar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Húðin hefur fundið sitt Shangri-La. Origins ráðgjafar verða í Lyfju Smáralind, fimmtudag, föstudag og laugardag, 7.-9. mars. Handa þér! Taska með Have A Nice Day rakamjólk 30 ml. og gloss 2 gr. fylgir ef keypt er tvennt frá Origins.* *Meðan birgðir endast Nýir útsölustaðir: Lyfja Laugavegi, Lyfja Lágmúla, Lyfja Smáratorgi. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ákvað á þriðjudag að leggja allt að 30% innflutningstoll á innflutt stál og vekur ákvörðun hans ótta um að viðskiptastríð hefjist milli Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins. Mikið er í húfi, flutt var stál til Bandaríkjanna fyrir um 8,6 milljarða dollara í fyrra, þar af drjúgur hluti frá Evrópu, en störfum í greininni hefur fækkað hratt í auðugum lönd- um síðustu árin vegna aukinnar sam- keppni frá fátækari ríkjum, ekki síst Rússlandi og Úkraínu. Líða munu 30 dagar þar til ráðstöfunin tekur gildi og breska dagblaðið Financial Times hvatti til þess í leiðara í gær að for- setinn notaði tímann til að endur- skoða ákvörðun sem myndi valda Bandaríkjunum sjálfum og frjálsum heimsviðskiptum tjóni. Margir af ráðamönnum í helstu viðskiptalöndum Bandaríkjamanna, þar á meðal Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, höfðu að sögn fréttavefjar BBC varað Bush ein- dregið við að setja á verndartolla. Var bent á að afleiðingarnar gætu orðið aukin harka í samningum um alþjóðleg viðskipti og í versta falli viðskiptastríð með gagnkvæmum verndartollum og refsiaðgerðum. Gæti valdið keðjuverkun Verðsveiflur á stáli snerta ekki eingöngu kjör mörg hundruð þúsund starfsmanna í stáliðjuverum heldur hagsmuni flestra og stál hefur á síð- ari áratugum orðið mikilvæg útflutn- ingsvara í nokkrum fátækum lönd- um eins og Brasilíu og Tyrklandi auk Austur-Evrópulandanna. Mexíkó og Kanada munu sleppa við bandarísku tollana vegna aðildar sinnar að Frí- verslunarbandalagi Norður-Amer- íku, NAFTA. Neytendur utan Bandaríkjanna og þá aðallega í Evrópu gætu ef til vill notið góðs af aukinni samkeppni um stálmarkaði, verðið gæti lækkað. En breska tímaritið The Economist segir að það sem líklega sé uggvæn- legast við niðurstöðu stjórnvalda í Washington sé að hún geti komið af stað keðjuverkun. Sams konar verndartollar hafi orðið til þess upp úr 1930 að ýta úr vör heimskreppu og auka síðan mjög áhrif hennar, hver þjóð hafi reynt að komast af án tillits til hagsmuna annarra þjóða. Nefnir ritið sem dæmi tillögur núna í Evrópu um að verja eigin stáliðnað fyrir samkeppni. „Ákvörðun Bush er skelfilegt for- dæmi. Þegar öflugasta og auðugusta ríki veraldar hunsar gagnrýni og grípur til aðgerða í anda skefjalausr- ar verndarstefnu getur verið að opn- aðar hafi verið flóðgáttir í tugum annarra landa sem eiga sér sérstök umkvörtunarefni í viðskiptum og gera því slíkt hið sama,“ segir The Economist. Hörð viðbrögð í Brussel Viðbrögðin í Brussel og víðar eru hörð, ESB íhugar að grípa til að- gerða til að vernda eigin stáliðnað fyrir hugsanlegu flóði af ódýru stáli frá löndum eins og Japan, Rússlandi og Suður-Kóreu sem nú munu missa gjöfula markaði vestanhafs. Einnig kemur til greina í Brussel að beita viðskiptalegum refsiaðgerðum gegn bandarískum innflutningi. Verndartollarnir munu eiga að gilda í þrjú ár og varði Bush nið- urstöðuna í gær með því að með henni gæfist bandarískum stálfyrir- tækjum ráðrúm til að endurskipu- leggja reksturinn og verða sam- keppnisfær gegn ódýru, innfluttu stáli. Ein af röksemdum Bandaríkja- manna fyrir verndartollum eru að í mörgum löndum hafi um langt skeið verið beitt verndartollum og öðrum ívilnunum og því ekki hægt að búast við að Bandaríkjamenn sætti sig við að láta eigin fyrirtæki þurfa að gef- ast upp fyrir ríkisstyrktum iðnaði. Benda þeir á að á níunda áratugnum hafi Evrópuríkin dælt alls rúmlega 50 milljörðum dollara í sín stálfyr- irtæki. Síðustu árin hafa fyrirtæki sem framleiddu alls um 30% af banda- rísku stáli farið á hausinn og mörg að auki standa höllum fæti. Eitt af því sem reynt verður er að sameina nokkur fyrirtæki en þá er búist við hörðum samningaviðræðum við stéttarfélög sem ekki eru líkleg til að sætta sig við að gengið verði á rétt- indi sem þegar hefur verið samið um. Ef sameining á að bera árangur verða fyrirtækin að geta dregið úr kostnaði og fækkað starfsfólki. Margir óttast því um sinn hag. En hvers vegna tekur Bush þá áhættu að efna til viðskiptastríðs? Á lokadögum kosningabaráttunnar vegna forsetakjörsins árið 2000 hét Dick Cheney, nú varaforseti, stáliðn- aðarmönnum í Vestur-Virginíu að Bush myndi ekki „gleyma“ þeim. Þetta skildu þeir sem loforð um að hann myndi vernda störfin þrátt fyr- ir margar og skorinyrtar yfirlýsing- ar um að hann væri talsmaður frjálsra heimsviðskipta og andstæð- ingur verndarstefnu. Bush og Chen- ey unnu Vestur-Virginíu, sem yfir- leitt hefur verið vígi demókrata, en Al Gore hreppti á hinn bóginn annað stáliðnaðarríki, Pennsylvaníu. Atkvæðahagsmunir og hraðameðferð Röksemdir stjórnar Bush hrína ekki á þeim sem segja að frjáls heimsverslun komi þegar öllu sé á botninn hvolft samfélaginu í heild til góða þótt alltaf beri einhverjir skarðan hlut frá borði. Verndartollar séu ekki annað en aðferð til að fresta sársauka og skekkja markaðinn. The Economist segir að orðstír Bush sem stuðningsmanns frjálsrar heimsverslunar sé í rúst. Hann hafi látið pólitíska skammtímahagsmuni í svonefndu „ryðbelti“, sambandsríkj- um með mikinn stáliðnað, ráða. Ritið benti á að þótt nokkur stór og þung- lamaleg fyrirtæki í greininni teldu sig nú geta varpað öndinni léttar myndu önnur fyrirtæki sem nota ódýrt, innflutt stál tapa, framleiðslu- kostnaður þeirra ykist. Bent hefur verið á að eitt af því sem einkum standi hefðbundnum stálfyrirtækjum vestra fyrir þrifum sé að þau hafi mörg gert mjög rausn- arlega samninga við starfsmenn um lífeyrisréttindi og sjúkratryggingar. Fyrirtækin standi ekki undir greiðslunum, fyrir hvern starfsmann í vinnu í atvinnugreininni séu þrír á eftirlaunum. En The Economist bendir á að Bush hefði getað valið allt aðra leið en á þriðjudag. Hann hefði getað notað opinbera sjóði til að tryggja líf- eyrisréttindi verkafólksins án þess að skekkja samkeppni í heimsvið- skiptum en látið markaðsöflin hafa sinn ganga í rekstri fyrirtækjanna. Einnig hefði mátt grípa til sérstakra stuðningsaðgerða handa svæðum sem byggðu allt atvinnulíf sitt á einu úreltu stálveri eins og dæmi eru um. Mörg gömlu fyrirtækjanna hefðu þá vafalaust hrunið en ýmis smáfyrir- tæki í greininni hafi þegar umbylt rekstrinum og standi sig ágætlega gegn erlendu keppinautunum. Ýmislegt getur búið að baki stefnu Bush. Hann hyggst tryggja sér stuðning eigin flokksmanna við að ríkisstjórnin fái rétt til að leggja al- þjóðlega viðskiptasamninga fyrir þingdeildir með eins konar hraða- meðferð (TPA), þ.e. án þess að þing- menn geti lagt fram óteljandi breyt- ingatillögur og þóknast þannig sérhagsmunum kjósenda sinna. Bill Clinton mistókst að fá þessa tilhög- un, sem var í gildi til 1994, endurnýj- aða en hún var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta í fulltrúadeild- inni í desember sl. Nýtti Bush sér þá sterka stöðu sína í kjölfar hryðju- verkanna 11. september. Eftir er slagurinn í öldungadeildinni en jafn- vel þótt málið fari í gegn í deildinni mun TPA þurfa að fara á ný fyrir fulltrúadeildina. Þar eru repúblikan- ar að vísu með meirihluta en sumir þeirra verða í kjöri í haust í héruðum stálfyrirtækjanna. Bush vonar að með því að koma til móts við sér- hagsmuni þessara þingmanna í stál- málunum ákveði þeir að styðja tillög- una. Doha-samkomulagi stefnt í hættu The Economist segir að efnahagur Bandaríkjanna sé nú sennilega að rétta úr kútnum en staðan sé við- kvæm og hækkað verð á stáli geti dregið úr neyslu og þannig valdið nýjum samdrætti. Einnig sé ljóst að áætlun sem hleypt var af stað á fundi WTO í Doha fyrir skemmstu um aukið frelsi í heimsviðskiptum geti verið stefnt í voða. Samkomulagið á fundinum hafi að miklu leyti byggst á samstarfi Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins en hætt sé við að deilur um fleiri mál harðni vegna tollanna. Þess má geta að ESB hefur kært til WTO þá stefnu stjórnvalda í Washington að veita bandarískum fyrirtækjum sem keppa á erlendum mörkuðum skattfríðindi og stofnun- in hefur úrskurðað ESB í vil. Viðskiptafulltrúi Bush, Robert Zoellick, hefur hamrað á því að draga beri úr öllum hömlum á heims- viðskipti og meðal annars sagt að verndartollar séu ekki annað en „skattar sem koma niður á fólki með miðlungstekjur og lægri“. Zoellick stendur nú frammi fyrir verkefni sem virðist óleysanlegt: að fá helstu bandamenn Bush í baráttunni gegn hryðjuverkum til að sætta sig við að einhliða verndartollastefna Banda- ríkjamanna sé sanngjörn, eðlileg og skynsamleg. Stjórn George W. Bush hunsar viðvaranir og setur verndartolla á innflutt stál „Skelfilegt for- dæmi“ auðugasta ríkis veraldar AP Starfsmaður við vinnu sína í stálveri Thyssenkrupp-fyrirtækisins í Duis- burg í Þýskalandi. Evrópusambandið íhugar að grípa til róttækra ráð- stafana vegna verndartolla Bandaríkjastjórnar. Ákvörðun Bandaríkjaforseta harðlega gagnrýnd og Evrópusambandið hótar gagnaðgerðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.