Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 19 GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, segir meginniðurstöður nýrrar skýrslu um bankaþjónustu á Norðurlöndum almennt jákvæðar „þótt annað megi ráða af framsetn- ingu Neytendasamtakanna á niður- stöðunum. Má þar vísa í almennan og ódýran aðgang að grunnþjónustu og tæknivætt bankakerfi,“ segir hann. Í skýrslunni eru gerðar athuga- semdir við „einhliða samningsskil- mála“ hjá íslenskum bönkum og bent á að þeir séu „stuttir og ófullkomnir“. Guðjón bendir á að löng hefð sé fyr- ir einföldum innlánaskilmálum hér á landi. „Neytendur vilja ekki þurfa að skrifa upp á fjölda blaðsíðna með smáu letri við það eitt að opna banka- reikning. Sé sparireikningur opnaður þarf fyrst og fremst að tilgreina hver megi taka út af reikningnum og hvort honum skuli fylgja leyninúmer. Skil- málar vegna ávísana- og debetkorta- reikninga eru ítarlegri, en þar eru ákvæði um misnotkun og yfirlýsing þess efnis að viðkomandi hafi kynnt sér reglur og skilmála um tékkavið- skipti og debetkort sem afhentir eru við stofnun reiknings. Útlánaskilmál- ar eru nokkuð staðlaðir í flestum löndum, sem helgast ekki síst af því að hyggja þarf að mun fleiri atriðum, svo sem gjalddögum, vöxtum, afborg- unum, ábyrgðum og fleiru.“ Guðjón segir ennfremur að lengd skilmála sé ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þeir feli í sér. Í skýrsl- unni er vakin athygli á tilskipun Evr- ópusambandsins frá 1993 um órétt- mæta viðskiptahætti og segir Guðjón að hún hafi verið innleidd í íslensk samningalög árið eftir. „Það er ljóst að ákvæði 36. greinar samningalaga um ósanngjarna samningsskilmála ætti við ef of íþyngjandi skilyrði yrðu sett inn í staðlaðan samning öðrum aðila í hag,“ segir hann. Gjaldskrár í öllum útibúum Í skýrslunni segir ennfremur að ís- lenskir bankar hafi einir ótakmark- aðar heimildir til þess að breyta samningsskilmálum, auk þess sem bent er á að upplýsingaflæði til neyt- enda og gagnsæi upplýsinga sé ábóta- vant, sem hamli virkri samkeppni milli bankanna. Guðjón segir margar staðhæfingar í skýrslunni byggðar á misskilningi og nefnir sem dæmi að íslenska innlánskerfið byggist á kjör- vöxtum sem vissulega séu breytilegir á hverjum tíma en ávallt vel kynntir, bæði hjá bönkunum sjálfum og í dag- blöðum. „Skrár yfir þjónustugjöld liggja síðan frammi í bönkum og eru á heimasíðum þeirra. Í skilmálum kem- ur fram að þjónustugjöld skuli greidd samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma. Slíkt fyrirkomulag þekkist einnig á flestum hinna Norðurlandanna. Kjör- vextir lúta tilteknum markaðsbreyt- ingum og ég er ekki viss um að við- skiptavinir myndu kæra sig um að þurfa að mæta í bankann og veita samþykki sitt, í hvert sinn sem vextir hækka eða lækka um 0,05 stig, svo dæmi sé tekið.“ Í skýrslunni er vikið að rétti ís- lenskra banka til þess að mótreikna vexti eða annan kostnað og færa af innlánsreikningum, svo sem vegna út- lána eða greiðslukorta. Segir Guðjón að ekki sé heimilt að mótfæra kostnað af hefðbundnum sparireikningum, nema í þeim tilvikum þegar samið sé um svokallaða hálfbundna reikninga, þar sem greiða þarf sérstakt út- tektargjald ef tekið er út utan um- samins tíma. „Hins vegar eru eðlilega heimildir til að gjaldfæra kostnað á tékka- og debetreikningum. Þar er fyrst og fremst um að ræða gjöld samkvæmt gjaldskrá, svo sem færslugjöld og kortagjöld og af notk- un yfirdráttarheimilda. Einnig er greitt fyrir útprentun yfirlita en hægt er að óska eftir að fá þau ekki send nema einu sinni á ári. Gera má ráð fyrir að slíkar heimildir séu til staðar í flestum ríkjum, þótt ekki komi endi- lega fram í undirrituðum skilmálum,“ segir hann. Sú hugmynd hefur verið sett fram að eftirlitsstofnanir (svo sem Fjár- málaeftirlitið) setji fram bindandi leiðbeiningar um samningsskilmála og segir Guðjón að þótt gott samstarf við opinberar eftirlitsstofnanir sé mikilvægt megi kerfið ekki íþyngja starfseminni svo aðbitni á viðskipta- mönnum. Ekki verði séð að ástæða sé til þess að leita þurfi sérstaks samþykkis í hvert sinn sem samn- ingsskilmálum er breytt eða komið er fram með nýja. „Hins vegar væri mögulegt að Fjármálaeftirlitið setti fram leiðbein- andi tilmæli um efni slíkra skilmála,“ seg- ir hann. Fram hefur komið að staða ábyrgðar- manna þyki veikari á Íslandi en í hinum norrænu löndunum og segir Guðjón að Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra hafi undirritað nýtt samkomulag um ábyrgðir á skuldum einstaklinga í nóvember 2001 þar sem staða ábyrgðarmanna sé styrkt. Það felur meðal annars í sér skyldu til þess að skuldari sé greiðslu- metinn fari samanlagðar ábyrgðir hans yfir 1 milljón króna, auk þess sem upplýsingar um stöðu láns eru sendar ábyrgðarmanni með tilteknu millibili. Strjálbýlið er dýrara Hvað ábendingar um næstdýrasta bankakerfi á Norðurlöndum á eftir Noregi áhrærir segir Guðjón að bæði Noregur og Ísland séu strjálbýl lönd sem hafi gert torsóttara að fækka útibúum. „Líklegt er að ör tækniþró- un í íslenskri bankaþjónustu muni breyta þessu. Hins vegar er lokun úti- búa aldrei einfalt mál. Íslenskir neyt- endur hafa lagt mikið upp úr greiðum aðgangi að bankaþjónustu og jafn- framt þrýst mjög á um að útibúanetið sé sem þéttast. Nýleg dæmi sýna að mjög erfitt getur verið að draga úr að- gangi að þessari þjónustu og hafa slík mál jafnvel ratað inn í þingsali,“ segir hann. Guðjón segir vissulega nauðsyn- legt að skoða hvað megi betur fara í bankaþjónustu og að öll slík umræða sé til góða, sé hún sett fram á sann- gjörnum forsendum. „Þar virðist nokkuð hafa skort á í margumræddri skýrslu og túlkun Neytendasamtak- anna á henni. Auk þess sem efni skýrslunnar er að mestu leyti byggt á gögnum frá 1998 og 1999 og ýmislegt hefur breyst síðan þá. Benda má á að nú er starfandi nefnd á vegum við- skiptaráðherra, svokölluð bankalaga- nefnd, sem ætlað er að endurskoða löggjöf um fjármálamarkaðinn í heild sinni. Eitt lykilatriði í þeirri vinnu er að gera hérlent fjármálaumhverfi sem samkeppnishæfast.“ Guðjón bendir á að viðskiptamenn virðist halda fast við sinn viðskipta- banka, sem hljóti að merkja að neyt- endur meti mikils festu í fjármálavið- skiptum. „Eitt sem vert er að benda á í þessu sambandi er greiðsluþjónusta, sem hjálpar viðskiptamönnum við að dreifa útgjöldum yfir árið og forðast dráttarvexti og viðbótarkostnað. Þessi þjónusta tók að ryðja sér til rúms í upphafi síðasta áratugar og er nú orðin mjög vinsæl.“ Hann segir ennfremur að sérstök nefnd á vegum bankanna sé að vinna að endurskoðun samningsskilmála þar sem stöðugt þurfi að taka mið af nýjum kröfum og aðstæðum. „Hags- munir íslenskra neytenda eru vel varðir í lögum. Í því sambandi má meðal annars vísa í samningalög, lög um neytendalán og almennar skaða- bótareglur. Telji þeir á sér brotið geta þeir leitað til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, eða al- mennra dómstóla. Starfsemi úrskurð- arnefndar var flutt undir hatt Fjár- málaeftirlitsins fyrir tveimur árum í því augnamiði að styrkja stöðu henn- ar enn frekar. En sem betur fer hafa samskipti banka og viðskiptamanna hér á landi verið með ágætum, svo lít- ið hefur reynt á þessi úrræði. Það hlýtur að skipta meginmáli, en ekki aukið skrifræði í tengslum við við- skipti banka og almennings,“ segir Guðjón Rúnarsson framkvæmda- stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja að síðustu. Hagsmunir neytenda vel varðir í lögum Niðurstöður í skýrslu um bankaþjónustu eru al- mennt jákvæðar, segja Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja. Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.